Lifnar yfir Laxá í Aðaldal Karl Lúðvíksson skrifar 30. júní 2022 09:38 Eftir nokkur mögur ár í Laxá í Aðaldal hafa væntingar fyrir þetta sumarið verið frekar hófstilltar en það er ekki annað að sjá að Laxá sé að fara fram úr þeim væntingum. undarnfarna daga hafa verið að birtast margar myndir af ánægðum veiðimönnum og stórum löxum við bakka Laxár og það er að heyra á þeim veiðimönnum sem hafa verið þar síðustu daga að það sé töluvert líf í ánni. Þeir sem þekkja hana vel segja að þetta sé eitthvað sem hafi ekki sést í mörg ár. Á öllum svæðum sjást vænir laxar og það virðast vera ágætar göngur í ána þrátt fyrir að það sé ennþá júní en Laxá hefur í gegnum árin ekki verið neitt sérstaklega sterk á þessum tíma að núna er eitthvað allt annað uppá teningnum. Það verður spennandi að sjá hvernig veiðin verður næstu daga og vikur en það er frábært að sjá þennan viðsnúning í þessari Drottningu Norðursins. Stangveiði Mest lesið Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði Mikið af vænum fiski veiðist í Elliðavatni Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Besti tíminn framundan í Stóru Laxá Veiði Góð veiði í vötnum fyrir norðan um helgina Veiði 400 Urriðar á land í Laxá í köldu veðri Veiði 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði
undarnfarna daga hafa verið að birtast margar myndir af ánægðum veiðimönnum og stórum löxum við bakka Laxár og það er að heyra á þeim veiðimönnum sem hafa verið þar síðustu daga að það sé töluvert líf í ánni. Þeir sem þekkja hana vel segja að þetta sé eitthvað sem hafi ekki sést í mörg ár. Á öllum svæðum sjást vænir laxar og það virðast vera ágætar göngur í ána þrátt fyrir að það sé ennþá júní en Laxá hefur í gegnum árin ekki verið neitt sérstaklega sterk á þessum tíma að núna er eitthvað allt annað uppá teningnum. Það verður spennandi að sjá hvernig veiðin verður næstu daga og vikur en það er frábært að sjá þennan viðsnúning í þessari Drottningu Norðursins.
Stangveiði Mest lesið Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði Mikið af vænum fiski veiðist í Elliðavatni Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Besti tíminn framundan í Stóru Laxá Veiði Góð veiði í vötnum fyrir norðan um helgina Veiði 400 Urriðar á land í Laxá í köldu veðri Veiði 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði