Líkamsrækt fyrir einstaklinga sem glíma við kvíða og þunglyndi Ekki gefast upp! 27. júní 2022 11:41 Sigurður Kristján Nikulásson, Alexandra Sif Herleifsdóttir og Stefán Ólafur Stefánsson. „Við vitum hvað hreyfing er gríðarlega mikilvæg fyrir andlega líðan en á sama tíma er það mjög stórt skref að byrja. Ekki gefast upp! var stofnað með það að markmiði að stytta það skref fyrir börn og ungmenni sem glíma við þunglyndi og kvíða. Vegna sífellt aukinnar eftirspurnar stækkum við núna starfsemina og bætum við æfingahópum fyrir yngri krakka, 10 til 13 ára og fyrir eldri en 18 ára,“ segir Alexandra Sif Herleifsdóttir, framkvæmdastjóri líkamsræktarnámskeiðanna Ekki gefast upp!. Námskeiðin hafa verið starfrækt frá 2016 og hafa skapað sér stóran sess í þeim málaflokki er kemur að forvörnum og ræktun geðheilbrigðis meðal barna og ungmenna. Alexandra segir eftirspurnina mikla eftir úrræði sem þessu og fjölbreyttur hópur einstaklinga sæki þjálfun hjá Ekki gefast upp!. „Það er ótrúlega fjölbreyttur hópur krakka sem kemur til okkar og hafa kannski ekki fundið sig í skipulögðu íþróttastarfi, til dæmis krakkar með einhverfu, félagsfælni, kvíða eða þunglyndi en einnig krakkar sem eru trans eða af öðru kyni en stelpa eða strákur. Það getur oft verið krefjandi fyrir þann hóp að passa inn í skipulagt íþróttastarf sem er yfirleitt mjög kynjað varðandi flokkaskiptingu og búningsklefa. Það frábært að geta nú aukið þjónustuna og komið til móts við fleiri aldurshópa því eftirspurnin er mikil. Aðstaðan í Heilsuklasanum er góð og andrúmsloftið vinalegt. Engin áhersla á keppni „Við mætum einstaklingnum alltaf þar sem hann er staddur. Sama hvar það er. Hjá okkur æfir fólk í litlum hópum, við snúum frá speglum og engin krafa er gerð um að viðkomandi verði að gera eitthvað ákveðið, hér er engin keppni. Við tölum mikið saman og hver og einn fær góðan undirbúning áður en æfingar hefjast. Það getur verið mjög erfitt fyrir suma að mæta og stundum er það bara sigurinn út af fyrir sig þann daginn. Við höfum æfingarnar fjölbreyttar svo hver finni æfingu sem hentar. Þannig vonum við líka að þau kynnist fleiri en einni tegund hreyfingar og finni eitthvað sem þau langar að tileinka sér. Það er ekki endilega markmið að þau verði alltaf hjá okkur. Ekki gefast upp! er hugsað sem brú fyrir þau að finna sjálfstraustið og þá líkamsrækt sem hentar þeim til framtíðar. Einn varð til dæmis Íslandsmeistari í íþrótt sem hann fann sig í eftir að hann var hjá okkur. Það er frábært að heyra slíkar sögur af einstaklingum sem áttu kannski erfitt með að labba inn í líkamsræktarstöð. Þegar við fáum skilaboð frá foreldrum um að barnið þeirra hafi haldið áfram að hreyfa sig eftir að það var hjá okkur yljar það mikið því þá hefur markmiðinu verið náð,“ segir Alexandra. Ekki Gefast Upp! eykur nú þjónustuna og kemur til móts við fleiri aldurshópa því eftirspurnin er mikil. Hvernig fer starfið fram hjá Ekki gefast upp!? Stefán Ólafur Stefánsson, annar af stofnendum námskeiðanna, segir að markmið þeirra sé að iðkendum líði vel í tímum. Að þau finni gleðina. „Allt annað er aukaatriði. Að þau finni fyrir öryggi og fái alla þá hjálp frá okkur sem þau mögulega þurfa til að fá jákvæða upplifun af líkamsrækt. Því ef þau hafa áhuga á að hreyfa sig þá munum við gera allt sem í okkar valdi stendur til að þau öðlist aukið sjálfstraust í gegnum líkamsrækt. Að þau öðlist jákvæða upplifun af hreyfingu sem þau kannski hafa ekki fengið tækifæri til vegna utanaðkomandi þátta á borð við einelti, félagskvíða eða skakrar líkamsímyndar. Við vitum öll hvað hreyfing getur gert fyrir andlega heilsu en þér þarf að líða vel að stunda hana, annars er ekki hægt að gera hana að reglubundnum lífsstíl. Íþróttir hafa alltaf verið stór hluti af mínu lífi en eftir að ég fékk ADHD greiningu í fyrsta sinn 35 ára gamall fékk það mig til að átta mig betur á hvað þær höfðu í raun gert fyrir mig í gegnum tíðina. Ég á foreldrum mínum mikið að þakka þar því þau leyfðu okkur systkinunum að prófa allar þær íþróttir sem við höfðum áhuga á og lögðu mikla áherslu á að við næðum að finna okkar hillu. Ég var heppinn, fann mig fljótt í knattspyrnu og gekk vel. Fékk útrás fyrir mikið keppnisskap, fann fyrir vellíðan, auknu sjálfstrausti og öðlaðist einhverskonar innri ró á meðan á æfingu stóð. Ég fann styrkleikana mína sem ég var ekki að finna innan veggja skólans í gegnum lærdóm og lokapróf. Þegar ég fékk ADHD greininguna og fór að horfa aðeins tilbaka á mitt líf, sá ég betur hversu mikilvægt það var fyrir mig að hafa fundið mína hillu. Markmið námskeiðanna byggir á því að Ekki Gefast Upp! sé ein risastór hilla þar sem allir eru velkomnir," segir Stefán. Ekki gefast upp! er til húsa í Heilsuklasanum, Bíldshöfða 9. Aðgengið er gott og áhersla lögð á rólegt og þægilegt andrúmsloft. Frekari upplýsingar má finna á facebooksíðu Ekki Gefast Upp! og á heimasíðu námskeiðanna ekkigefastupp.is þar sem einnig er hægt að ganga frá skráningu. Heilsa Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Allir viðburðir á Íslandi á einum stað á Vísi Góð tilfinning að endurheimta styrkinn Læra og njóta í endurmenntunarferðum KVAN Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Hugræn endurforritun er toppurinn á tindinum Landsliðsmaðurinn Bjarki Már mælir með Nutrilenk Gold Vetrarfjallamennska – öryggisreglur Í strandbænum Sharm El Sheikh í Egyptalandi nýtur þú sólar, hlýju og menningar Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Bæjarfjallið Esjan - gönguleiðir og hjólastígar Náttúruleg leið til að endurbæta meltinguna! Heilsa og vellíðan nátengd góðu umhverfi Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Iceguys með opna búð og árita bókina „Lágspennubókmenntir“ List Sísíar sameinar húmor og hjartahlýju í nýju jólahefti Hátíðlegt en afslappað á tíu ára afmælinu Vinsælustu vörurnar í Signature 2024 Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Finndu hina fullkomnu gjöf fyrir hana með vöruleit Já.is Keppnisskap kemur vinum í klandur „Það er enginn að ætlast til þess að ég mæti með lík“ Die Hard á jólamyndalista helsta skvísubókahöfundar landsins Við hagræðum speglum til að sýna það af lífi okkar sem við viljum sýna „Sigmundur Davíð er súrrealisti" Glansandi feldur merki um heilbrigði gæludýrsins - góð ráð fyrir sparibaðið Uppskrift að jólamatnum - þegar ekkert má klikka Sjá meira
Námskeiðin hafa verið starfrækt frá 2016 og hafa skapað sér stóran sess í þeim málaflokki er kemur að forvörnum og ræktun geðheilbrigðis meðal barna og ungmenna. Alexandra segir eftirspurnina mikla eftir úrræði sem þessu og fjölbreyttur hópur einstaklinga sæki þjálfun hjá Ekki gefast upp!. „Það er ótrúlega fjölbreyttur hópur krakka sem kemur til okkar og hafa kannski ekki fundið sig í skipulögðu íþróttastarfi, til dæmis krakkar með einhverfu, félagsfælni, kvíða eða þunglyndi en einnig krakkar sem eru trans eða af öðru kyni en stelpa eða strákur. Það getur oft verið krefjandi fyrir þann hóp að passa inn í skipulagt íþróttastarf sem er yfirleitt mjög kynjað varðandi flokkaskiptingu og búningsklefa. Það frábært að geta nú aukið þjónustuna og komið til móts við fleiri aldurshópa því eftirspurnin er mikil. Aðstaðan í Heilsuklasanum er góð og andrúmsloftið vinalegt. Engin áhersla á keppni „Við mætum einstaklingnum alltaf þar sem hann er staddur. Sama hvar það er. Hjá okkur æfir fólk í litlum hópum, við snúum frá speglum og engin krafa er gerð um að viðkomandi verði að gera eitthvað ákveðið, hér er engin keppni. Við tölum mikið saman og hver og einn fær góðan undirbúning áður en æfingar hefjast. Það getur verið mjög erfitt fyrir suma að mæta og stundum er það bara sigurinn út af fyrir sig þann daginn. Við höfum æfingarnar fjölbreyttar svo hver finni æfingu sem hentar. Þannig vonum við líka að þau kynnist fleiri en einni tegund hreyfingar og finni eitthvað sem þau langar að tileinka sér. Það er ekki endilega markmið að þau verði alltaf hjá okkur. Ekki gefast upp! er hugsað sem brú fyrir þau að finna sjálfstraustið og þá líkamsrækt sem hentar þeim til framtíðar. Einn varð til dæmis Íslandsmeistari í íþrótt sem hann fann sig í eftir að hann var hjá okkur. Það er frábært að heyra slíkar sögur af einstaklingum sem áttu kannski erfitt með að labba inn í líkamsræktarstöð. Þegar við fáum skilaboð frá foreldrum um að barnið þeirra hafi haldið áfram að hreyfa sig eftir að það var hjá okkur yljar það mikið því þá hefur markmiðinu verið náð,“ segir Alexandra. Ekki Gefast Upp! eykur nú þjónustuna og kemur til móts við fleiri aldurshópa því eftirspurnin er mikil. Hvernig fer starfið fram hjá Ekki gefast upp!? Stefán Ólafur Stefánsson, annar af stofnendum námskeiðanna, segir að markmið þeirra sé að iðkendum líði vel í tímum. Að þau finni gleðina. „Allt annað er aukaatriði. Að þau finni fyrir öryggi og fái alla þá hjálp frá okkur sem þau mögulega þurfa til að fá jákvæða upplifun af líkamsrækt. Því ef þau hafa áhuga á að hreyfa sig þá munum við gera allt sem í okkar valdi stendur til að þau öðlist aukið sjálfstraust í gegnum líkamsrækt. Að þau öðlist jákvæða upplifun af hreyfingu sem þau kannski hafa ekki fengið tækifæri til vegna utanaðkomandi þátta á borð við einelti, félagskvíða eða skakrar líkamsímyndar. Við vitum öll hvað hreyfing getur gert fyrir andlega heilsu en þér þarf að líða vel að stunda hana, annars er ekki hægt að gera hana að reglubundnum lífsstíl. Íþróttir hafa alltaf verið stór hluti af mínu lífi en eftir að ég fékk ADHD greiningu í fyrsta sinn 35 ára gamall fékk það mig til að átta mig betur á hvað þær höfðu í raun gert fyrir mig í gegnum tíðina. Ég á foreldrum mínum mikið að þakka þar því þau leyfðu okkur systkinunum að prófa allar þær íþróttir sem við höfðum áhuga á og lögðu mikla áherslu á að við næðum að finna okkar hillu. Ég var heppinn, fann mig fljótt í knattspyrnu og gekk vel. Fékk útrás fyrir mikið keppnisskap, fann fyrir vellíðan, auknu sjálfstrausti og öðlaðist einhverskonar innri ró á meðan á æfingu stóð. Ég fann styrkleikana mína sem ég var ekki að finna innan veggja skólans í gegnum lærdóm og lokapróf. Þegar ég fékk ADHD greininguna og fór að horfa aðeins tilbaka á mitt líf, sá ég betur hversu mikilvægt það var fyrir mig að hafa fundið mína hillu. Markmið námskeiðanna byggir á því að Ekki Gefast Upp! sé ein risastór hilla þar sem allir eru velkomnir," segir Stefán. Ekki gefast upp! er til húsa í Heilsuklasanum, Bíldshöfða 9. Aðgengið er gott og áhersla lögð á rólegt og þægilegt andrúmsloft. Frekari upplýsingar má finna á facebooksíðu Ekki Gefast Upp! og á heimasíðu námskeiðanna ekkigefastupp.is þar sem einnig er hægt að ganga frá skráningu.
Ekki gefast upp! er til húsa í Heilsuklasanum, Bíldshöfða 9. Aðgengið er gott og áhersla lögð á rólegt og þægilegt andrúmsloft. Frekari upplýsingar má finna á facebooksíðu Ekki Gefast Upp! og á heimasíðu námskeiðanna ekkigefastupp.is þar sem einnig er hægt að ganga frá skráningu.
Heilsa Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Allir viðburðir á Íslandi á einum stað á Vísi Góð tilfinning að endurheimta styrkinn Læra og njóta í endurmenntunarferðum KVAN Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Hugræn endurforritun er toppurinn á tindinum Landsliðsmaðurinn Bjarki Már mælir með Nutrilenk Gold Vetrarfjallamennska – öryggisreglur Í strandbænum Sharm El Sheikh í Egyptalandi nýtur þú sólar, hlýju og menningar Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Bæjarfjallið Esjan - gönguleiðir og hjólastígar Náttúruleg leið til að endurbæta meltinguna! Heilsa og vellíðan nátengd góðu umhverfi Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Iceguys með opna búð og árita bókina „Lágspennubókmenntir“ List Sísíar sameinar húmor og hjartahlýju í nýju jólahefti Hátíðlegt en afslappað á tíu ára afmælinu Vinsælustu vörurnar í Signature 2024 Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Finndu hina fullkomnu gjöf fyrir hana með vöruleit Já.is Keppnisskap kemur vinum í klandur „Það er enginn að ætlast til þess að ég mæti með lík“ Die Hard á jólamyndalista helsta skvísubókahöfundar landsins Við hagræðum speglum til að sýna það af lífi okkar sem við viljum sýna „Sigmundur Davíð er súrrealisti" Glansandi feldur merki um heilbrigði gæludýrsins - góð ráð fyrir sparibaðið Uppskrift að jólamatnum - þegar ekkert má klikka Sjá meira