Þjálfari bjargaði lífi sundkonu eftir að hún féll í yfirlið og sökk til botns Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. júní 2022 10:31 Anita Alvarez var hætt komin á heimsmeistaramótinu í fimmtíu metra laug í Búdapest í gær. getty/Dean Mouhtaropoulos Þjálfari bandarísku sundkonunnar Anitu Alvarez bjargaði henni frá drukknun á heimsmeistaramótinu í fimmtíu metra laug í Búdapest í gær. Eftir að hafa lokið sér af í úrslitum í frjálsum æfingum leið yfir hina 25 ára Alvarez og hún sökk til botns í lauginni. Þjálfari hennar, Andrea Fuentes, var fljót að hugsa, stakk sér ofan í laugina fullklædd og bjargaði Alvarez. Hún var í kjölfarið flutt burt á börum. Fuentes greindi seinna frá því að líðan Alvarez væri góð. „Anita er í lagi. Læknarnir könnuðu lífsmarkið og allt er í fínu lagi, hjartslátturinn, súrefnismagn, blóðþrýstingurinn og svo framvegis,“ sagði Fuentes. Hún sagðist hafa tekið til sinna ráða því sundlaugarverðirnir hafi ekki verið á tánum. Alvarez var flutt á sjúkrahús eftir að það leið yfir hana.getty/Dean Mouhtaropoulos „Mér leið eins og þetta hefði verið klukkutími. Ég sagði að eitthvað væri ekki í lagi. Ég öskraði á verðina að stökkva ofan í laugina en þeir náðu ekki því sem ég sagði eða skildu það ekki. Hún andaði ekki. Ég brást eins hratt við og ég gat, eins og þetta væru úrslit á Ólympíuleikunum.“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Fuentes kemur Alvarez til bjargar. Á úrtökumóti fyrir Ólympíuleikana í fyrra leið einnig yfir Alvarez og Fuentes þurfti að bjarga henni. Alvarez, sem hefur unnið til fernra verðlauna á Ólympíuleikum, fékk 87.6333 í einkunn fyrir æfingar sínar í gær og lenti í 7. sæti. Sund Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Fleiri fréttir Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann „Litla ég hefði aldrei trúað þessu“ Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sjá meira
Eftir að hafa lokið sér af í úrslitum í frjálsum æfingum leið yfir hina 25 ára Alvarez og hún sökk til botns í lauginni. Þjálfari hennar, Andrea Fuentes, var fljót að hugsa, stakk sér ofan í laugina fullklædd og bjargaði Alvarez. Hún var í kjölfarið flutt burt á börum. Fuentes greindi seinna frá því að líðan Alvarez væri góð. „Anita er í lagi. Læknarnir könnuðu lífsmarkið og allt er í fínu lagi, hjartslátturinn, súrefnismagn, blóðþrýstingurinn og svo framvegis,“ sagði Fuentes. Hún sagðist hafa tekið til sinna ráða því sundlaugarverðirnir hafi ekki verið á tánum. Alvarez var flutt á sjúkrahús eftir að það leið yfir hana.getty/Dean Mouhtaropoulos „Mér leið eins og þetta hefði verið klukkutími. Ég sagði að eitthvað væri ekki í lagi. Ég öskraði á verðina að stökkva ofan í laugina en þeir náðu ekki því sem ég sagði eða skildu það ekki. Hún andaði ekki. Ég brást eins hratt við og ég gat, eins og þetta væru úrslit á Ólympíuleikunum.“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Fuentes kemur Alvarez til bjargar. Á úrtökumóti fyrir Ólympíuleikana í fyrra leið einnig yfir Alvarez og Fuentes þurfti að bjarga henni. Alvarez, sem hefur unnið til fernra verðlauna á Ólympíuleikum, fékk 87.6333 í einkunn fyrir æfingar sínar í gær og lenti í 7. sæti.
Sund Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Fleiri fréttir Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann „Litla ég hefði aldrei trúað þessu“ Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sjá meira