Heldur stærstu tónleika sumarsins komin 35 vikur á leið Magnús Jochum Pálsson skrifar 26. júní 2022 07:36 Sigga Ólafs verður komin 35 vikur á leið þegar Skepta stígur á svið í Valshöllinni þann 1. júlí. Vísir/Vilhelm Sigríður Ólafsdóttir, betur þekkt sem Sigga Ólafs, er ein af skipuleggjendunum bak við tónleika breska rapparans Skepta í Valshöllinni 1. júlí næstkomandi. Ekki nóg með að halda eina stærstu tónleika sumarsins heldur verður Sigga komin 35 vikur á leið þegar tónleikarnir fara fram. Frá því hún var 18 ára hefur Sigga unnið við nánast allt sem við kemur tónleikahaldi hérlendis. Allt frá miðasölu til umboðsmennsku yfir í framkvæmdastjórn tónlistarhátíða og skipulagningu tónleikaferðalaga. Samhliða tónleikabrölti sínu í gegnum árin vann Sigga lengi í félagsmiðstöð og undanfarin fimm ár hefur hún unnið á meðferðarheimilinu Stuðlum. Þrátt fyrir að vera einna helst þekkt fyrir að skipuleggja tónleika og tónlistarhátíðir hefur það alltaf verið aukavinna Siggu.Vísir/Vilhelm Í sumar heldur hún eina stærstu tónleika sem hún hefur skipulagt til þessa þegar breski rapparinn Skepta kemur til landsins. Tónleikarnir hafa lengið staðið til en það hefur ekki gengið að fá græm-stjörnuna til landsins fyrr en nú vegna Covid-faraldursins. Skepta verið á leiðinni til landsins í nokkur ár „Við erum búin að vera í næstum því þrjú ár að reyna að bóka hann til Íslands og það einhvern veginn tókst núna hjá okkur eftir Covid,“ segir Sigga um aðdragandann að tónleikunum. „Hann kom að spila á Airwaves 2015, hátíð sem ég vann á, og þá urðum við mjög hrifin af honum. Síðan þá hefur hann stækkað gífurlega,“ segir Sigga. „Hann nær til frekar breiðs áhorfendahóps, sem er mjög áhugavert, af því hann kemur fram á sjónarsviðið 2004 fyrst og hefur stækkað að jafnaði síðan. En núna er hann á hápunkti ferilsins,“ segir Sigga um græm-kappann knáa. Sigga segir aðdragandann að tónleikunum nokkuð mikinn af því þau eru búin að reyna að fá Skepta til landsins frá 2019.Vísir/Vilhelm Viðburðafyrirtækið Garcia Events sá um að bóka Skepta og skipuleggja tónleikana en ásamt Siggu eru það Alexis Örn Garcia og bræðurnir Snorri og Egill Ástráðssynir sem standa á bak við það. Aðdragandinn að tónleikunum er nokkuð mikill og segir Sigga að þau séu búinn að reyna að bóka Skepta til landsins í yfir þrjú ár. Það séu til tölvupóstasamskipti við teymi hans frá 2019. Hins vegar hafi ekki gengið að fá hann til landsins fyrr en nú vegna Covid-faraldursins. Gaman að reisa tónlistarlífið við eftir Covid Sigga hefur verið viðloðin tónlistarbransann í meira en áratug og gengið í öll möguleg hlutverk sem viðkoma tónleikahaldi. Hún byrjaði að vinna í miðasölunni hjá Retro Stefson í árdaga hljómsveitarinnar og fór þaðan að vinna á Airwaves. Í kjölfarið vann hún á nánast öllum stærri tónlistarhátíðum landsins á tímabili; Iceland Airwaves, Secret Solstice, Sónar Reykjavík og All Tomorrows Parties. Þá hefur hún einnig starfað sem umboðsmaður og er núna umboðsmaður FM Belfast. Sigga hefur unnið við tónleikahald í meira en áratug og tekið að sér hin ýmsu hlutverk.Vísir/Vilhelm Fyrir fjórum var Sigga svo ráðin framkvæmdastjóri Sónar Reykjavík en fall Wow Air var örlagavaldur þess að tónlistarhátíðin var ekki haldin árið 2019. Hún hefur því upplifað allan skalann á íslensku tónleikahaldi. Tónleikar Skepta eru langt frá því að vera fyrstu tónleikar Siggu, en að hennar sögn eru þetta hins vegar stærstu tónleikarnir sem hún kemur að frá a til ö. Þá segir hún að af því hún hefur svo lengi loðað við bransann sé „enn þá skemmtilegra að landa svona stóru giggi og geta sýnt hvað maður hefur fram á að færa í þessum tónlistarbransa“ og sömuleiðis sé „gaman að reisa tónlistarlífið við eftir Covid.“ Sigga segir miðasöluna hafa gengið vel og að miðarnir fari fljótlega að klárast. Þá bætti hún við að „það er mjög klassískt á Íslandi að fá símtöl sama dag og tónleikarnir eru „O ég gleymdi að kaupa miða“ – það er mjög íslenskt.“ Tónleikar í júlí, barn í ágúst Þrátt fyrir að hafa lengið verið mikilvirk í tónleikahaldi hefur það alltaf verið aukavinna Siggu. Lengi vel vann hún í félagsmiðstöðinni Frostheimum og undanfarin fimm ár hefur hún unnið á meðferðarheimilinu Stuðlum. Það að hún hafi getað unnið í tónleikahaldi meðfram sínum aðalvinnum segir hún vera algjör forréttindi og það sé sveigjanlegum yfirmönnum að þakka. Tónlistabransinn hafi hins vegar alltaf loðað við hana og það væri erfitt að sleppa tökunum á honum af því hann væri svo fljótandi og skapandi. Það er nóg um að vera hjá Siggu, í júlí heldur hún risastóra tónleika og í ágúst eignast hún barn.Vísir/Vilhelm Tónleikahaldið er hins vegar ekki það eina sem Sigga stendur í þessa dagana af því hún er kasólétt og á að eiga í ágústmánuði. Hún verður því komin 35 vikur á leið þegar tónleikarnir fara fram. „Þannig að það er nóg að gera,“ segir hún. Aðspurð hvort óléttan hafi ekki áhrif á skipulagið segir hún „ég er kannski ekki alveg jafn mikið á hlaupum og ég hef verið á tónleikum en þá er gott að eiga gott fólk að sem maður getur skipað fyrir og sagt hvað á að gera.“ Þrátt fyrir það að hún verði kannski ekki á gólfinu segist hún munu leggja sína krafta að mörkum. „Þetta er mjög skemmtilegt allt saman en maður tekur bara eitt verkefni í einu. Fyrst eru það þessir tónleikar, svo kemur eitthvað eitt í viðbót og svo kemur barnið vonandi,“ segir Sigga. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=czLQoG01PFs">watch on YouTube</a> Tónleikar á Íslandi Tónlist Tengdar fréttir Skepta heldur tónleika á Íslandi í sumar Einn stærsti tónlistarmaður Bretlands, rapparinn Skepta, er væntanlegur til landsins til að halda sínu fyrstu sólótóleika á Íslandi. Hann er ein stærsta stjarna rappheimsins sem hefur haldið tónleika á Íslandi. 28. apríl 2022 12:46 Mest lesið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Lífið Edrú í eitt ár Lífið Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Lífið Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ Tónlist Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Menning Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Lára og Jens verða mamma og pabbi Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Annar bakaradrengur kominn í heiminn Lífið Fleiri fréttir Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Annar bakaradrengur kominn í heiminn Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Edrú í eitt ár Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Sjá meira
Frá því hún var 18 ára hefur Sigga unnið við nánast allt sem við kemur tónleikahaldi hérlendis. Allt frá miðasölu til umboðsmennsku yfir í framkvæmdastjórn tónlistarhátíða og skipulagningu tónleikaferðalaga. Samhliða tónleikabrölti sínu í gegnum árin vann Sigga lengi í félagsmiðstöð og undanfarin fimm ár hefur hún unnið á meðferðarheimilinu Stuðlum. Þrátt fyrir að vera einna helst þekkt fyrir að skipuleggja tónleika og tónlistarhátíðir hefur það alltaf verið aukavinna Siggu.Vísir/Vilhelm Í sumar heldur hún eina stærstu tónleika sem hún hefur skipulagt til þessa þegar breski rapparinn Skepta kemur til landsins. Tónleikarnir hafa lengið staðið til en það hefur ekki gengið að fá græm-stjörnuna til landsins fyrr en nú vegna Covid-faraldursins. Skepta verið á leiðinni til landsins í nokkur ár „Við erum búin að vera í næstum því þrjú ár að reyna að bóka hann til Íslands og það einhvern veginn tókst núna hjá okkur eftir Covid,“ segir Sigga um aðdragandann að tónleikunum. „Hann kom að spila á Airwaves 2015, hátíð sem ég vann á, og þá urðum við mjög hrifin af honum. Síðan þá hefur hann stækkað gífurlega,“ segir Sigga. „Hann nær til frekar breiðs áhorfendahóps, sem er mjög áhugavert, af því hann kemur fram á sjónarsviðið 2004 fyrst og hefur stækkað að jafnaði síðan. En núna er hann á hápunkti ferilsins,“ segir Sigga um græm-kappann knáa. Sigga segir aðdragandann að tónleikunum nokkuð mikinn af því þau eru búin að reyna að fá Skepta til landsins frá 2019.Vísir/Vilhelm Viðburðafyrirtækið Garcia Events sá um að bóka Skepta og skipuleggja tónleikana en ásamt Siggu eru það Alexis Örn Garcia og bræðurnir Snorri og Egill Ástráðssynir sem standa á bak við það. Aðdragandinn að tónleikunum er nokkuð mikill og segir Sigga að þau séu búinn að reyna að bóka Skepta til landsins í yfir þrjú ár. Það séu til tölvupóstasamskipti við teymi hans frá 2019. Hins vegar hafi ekki gengið að fá hann til landsins fyrr en nú vegna Covid-faraldursins. Gaman að reisa tónlistarlífið við eftir Covid Sigga hefur verið viðloðin tónlistarbransann í meira en áratug og gengið í öll möguleg hlutverk sem viðkoma tónleikahaldi. Hún byrjaði að vinna í miðasölunni hjá Retro Stefson í árdaga hljómsveitarinnar og fór þaðan að vinna á Airwaves. Í kjölfarið vann hún á nánast öllum stærri tónlistarhátíðum landsins á tímabili; Iceland Airwaves, Secret Solstice, Sónar Reykjavík og All Tomorrows Parties. Þá hefur hún einnig starfað sem umboðsmaður og er núna umboðsmaður FM Belfast. Sigga hefur unnið við tónleikahald í meira en áratug og tekið að sér hin ýmsu hlutverk.Vísir/Vilhelm Fyrir fjórum var Sigga svo ráðin framkvæmdastjóri Sónar Reykjavík en fall Wow Air var örlagavaldur þess að tónlistarhátíðin var ekki haldin árið 2019. Hún hefur því upplifað allan skalann á íslensku tónleikahaldi. Tónleikar Skepta eru langt frá því að vera fyrstu tónleikar Siggu, en að hennar sögn eru þetta hins vegar stærstu tónleikarnir sem hún kemur að frá a til ö. Þá segir hún að af því hún hefur svo lengi loðað við bransann sé „enn þá skemmtilegra að landa svona stóru giggi og geta sýnt hvað maður hefur fram á að færa í þessum tónlistarbransa“ og sömuleiðis sé „gaman að reisa tónlistarlífið við eftir Covid.“ Sigga segir miðasöluna hafa gengið vel og að miðarnir fari fljótlega að klárast. Þá bætti hún við að „það er mjög klassískt á Íslandi að fá símtöl sama dag og tónleikarnir eru „O ég gleymdi að kaupa miða“ – það er mjög íslenskt.“ Tónleikar í júlí, barn í ágúst Þrátt fyrir að hafa lengið verið mikilvirk í tónleikahaldi hefur það alltaf verið aukavinna Siggu. Lengi vel vann hún í félagsmiðstöðinni Frostheimum og undanfarin fimm ár hefur hún unnið á meðferðarheimilinu Stuðlum. Það að hún hafi getað unnið í tónleikahaldi meðfram sínum aðalvinnum segir hún vera algjör forréttindi og það sé sveigjanlegum yfirmönnum að þakka. Tónlistabransinn hafi hins vegar alltaf loðað við hana og það væri erfitt að sleppa tökunum á honum af því hann væri svo fljótandi og skapandi. Það er nóg um að vera hjá Siggu, í júlí heldur hún risastóra tónleika og í ágúst eignast hún barn.Vísir/Vilhelm Tónleikahaldið er hins vegar ekki það eina sem Sigga stendur í þessa dagana af því hún er kasólétt og á að eiga í ágústmánuði. Hún verður því komin 35 vikur á leið þegar tónleikarnir fara fram. „Þannig að það er nóg að gera,“ segir hún. Aðspurð hvort óléttan hafi ekki áhrif á skipulagið segir hún „ég er kannski ekki alveg jafn mikið á hlaupum og ég hef verið á tónleikum en þá er gott að eiga gott fólk að sem maður getur skipað fyrir og sagt hvað á að gera.“ Þrátt fyrir það að hún verði kannski ekki á gólfinu segist hún munu leggja sína krafta að mörkum. „Þetta er mjög skemmtilegt allt saman en maður tekur bara eitt verkefni í einu. Fyrst eru það þessir tónleikar, svo kemur eitthvað eitt í viðbót og svo kemur barnið vonandi,“ segir Sigga. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=czLQoG01PFs">watch on YouTube</a>
Tónleikar á Íslandi Tónlist Tengdar fréttir Skepta heldur tónleika á Íslandi í sumar Einn stærsti tónlistarmaður Bretlands, rapparinn Skepta, er væntanlegur til landsins til að halda sínu fyrstu sólótóleika á Íslandi. Hann er ein stærsta stjarna rappheimsins sem hefur haldið tónleika á Íslandi. 28. apríl 2022 12:46 Mest lesið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Lífið Edrú í eitt ár Lífið Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Lífið Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ Tónlist Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Menning Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Lára og Jens verða mamma og pabbi Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Annar bakaradrengur kominn í heiminn Lífið Fleiri fréttir Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Annar bakaradrengur kominn í heiminn Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Edrú í eitt ár Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Sjá meira
Skepta heldur tónleika á Íslandi í sumar Einn stærsti tónlistarmaður Bretlands, rapparinn Skepta, er væntanlegur til landsins til að halda sínu fyrstu sólótóleika á Íslandi. Hann er ein stærsta stjarna rappheimsins sem hefur haldið tónleika á Íslandi. 28. apríl 2022 12:46