Lífið

Gengu til styrktar þeirra sem glíma við ófrjósemi eftir krabbameinsmeðferð

Elísabet Hanna skrifar
Photo 17.6.2022, 21 52 50
Aðsend

Snjódrífurnar leiddu Lífskraftsgöngur á Akrafjall, Súlur og Sjónfríð á Glámuhálendi til styrktar þeirra sem glíma við ófrjósemi eftir krabbameinsmeðferð. Þátttakendur voru margar þjóðþekktar konur sem allar skörtuðu bleikum Lífskraftshúfum.

Þörfin er brýn

Lífskraftur stendur fyrir vitundarvakningu og söfnun til stuðnings fjölskyldna og einstaklinga sem glíma við krabbamein og ófrjósemi í kjölfar krabbameinsmeðferðar. Snjódrífurnar með G. Sigríði Ágústsdóttur, sem er jafnan kölluð Sirrý, í fararbroddi standa að góðgerðarfélaginu Lífskrafti og Lífskraftsgöngunum. Félagið segir þörfina fyrir stuðning vera brýna og að mikilvægt sé að tryggja bæði fræðslu og efla ferla innan heilbrigðiskerfisins. 

Aðsend

Sirrý glímdi sjálf við krabbamein

Sirrý glímdi sjálf við krónískt krabbamein árum saman og þekkir vel þarfir einstaklinga í þeim sporum. Hún fann sinn lífskraft í baráttunni við krabbamein í fjallgöngum og með Lífskraftsgöngunum vil hún minna á mikilvægi útivistar í þeirri vegferð.

Hægt að styrkja málstaðinn

Á árunum 2020 og 2021 söfnuðu Snjódrífur 24 milljónum sem runnu til Lífs og Krafts að auki nýrrar krabbameinsdeildar Landspítalans.

Nánari upplýsingar um söfnunina og styrktarleiðir má finna á lífskraftur.is. Einnig er hægt að styðja við Lífskraft með fjárframlögum:

Reikningur: 0133-26-002986

Kt. 501219-0290

AUR: 789 4010

Með því að senda SMS í númerið: 1900

  • Sendið textann “LIF1000” fyrir 1.000 kr.
  • Sendið textannLIF3000 fyrir 3.000 kr.
  • Sendið textannLIF5000 fyrir 5.000 kr.
  • Sendið textannLIF10000 fyrir 10.000 kr

Hér að neðan má sjá nokkrar myndir úr göngunni í ár:

Aðsend

Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.