„Þarna eru „gamlir“ jaxlar og stórstjörnur ásamt leikurum framtíðarinnar“ Elísabet Hanna skrifar 23. júní 2022 13:01 Trölladans er frumsaminn rokksöngleikur, um Jonna sem lendir í tröllabyggð, eftir Guðmund Ólafsson en meðhöfundur og höfundur tónlistar er Friðrik Sturluson. Með aðalhlutverk fara Mikael Emil Kaaber, Birna Pétursdóttir, og Eyþór Ingi Gunnlaugsson. Guðmundur hefur tvisvar sinnum unnið íslensku barnabókaverðlaunin fyrir bækurnar um Emil og Skunda. Upptökustjórn, tónlistarstjórn og útsetningar voru í höndum Kristins Sigurpáls Sturlusonar og Friðriks Sturlusonar. Þeir Sigurjón Kjartansson og Stefán Hilmarsson syngja báðir lög í söngleiknum og einnig koma fleiri góðir leikarar að verkinu. Blaðamaður hafði samband við Guðmund og fékk að heyra meira um ferlið: Hvaðan kom hugmyndin?Mér finnst nú nokkuð vel í lagt að kalla þetta „rokksöngleik“ þó vissulega sé þetta hugsað sem leikrit og tónlistin sé rokkuð. En FriðrikSturluson átti upphaflegu hugmyndina, sem hann viðraði við mig. Við höfðum unnið saman áður með svolítið svipað form og gefið út á geisladiski sem heitir „VÖKULAND“, þar sem blandað er saman sögumanni, leiknum senum og tónlist. Við ákvaðum að ganga aðeins lengra í þetta sinn, þannig að tónlistin skipar stærri sess, hlutur sögumanns minnkar en leikin atriði eru í forgrunni. Guðmundur Ólafsson.Aðsend Var hann alltaf skrifaður fyrir Storytel?Nei, reyndar ekki. Við vorum búnir að fara með þetta efni í nokkra hringi, ef svo má segja, en eftir að hafa fengið góðar undirtektir hjá Storytel var það aldrei spurning um að við vildum gera þetta á þeirra vegum. Hvernig var að taka hann upp?Það var bara skemmtilegt verkefni með góðu fólki en Friðrik á langmestan hlut í þeirri vinnu og lá yfir þessu vakinn og sofinn til lokadags. „Ég aftur á móti kom að leikstjórn og lék aðeins sjálfur.“ Er planið að fara með hann á svið í framtíðinni?Við höfum vissulega hugleitt það og hugað að möguleikum á slíku, en það er auðvitað stærra verkefni og undir öðrum komið. Ég held aftur á móti sjálfur að þetta gæti alveg þolað yfirfærslu á leiksvið, en það er að sjálfsögðu önnur vinna sem slíku fylgir. Leikaraval?Það var samvinna okkar Friðriks og þeirra sem komu að vinnunni af hálfu Storytel. Fyrst og fremst vildum við fá leikara sem hefðu raddir í þetta, þá bæði sönglega og leiklega. Ég tel að okkur hafi tekist að manna þetta vel. Þarna eru „gamlir“ jaxlar og stórstjörnur ásamt leikurum framtíðarinnar og ég er hæstánægður með frammistöðu þeirra allra. View this post on Instagram A post shared by Mikael Emil Kaaber (@mikaelkaaber) Leikhús Tónlist Tengdar fréttir Sömdu titillag og gerðu tónlistarmyndband fyrir glæpasöguna Dansarinn Glæpasagan Dansarinn eftir Óskar Guðmundsson er komin út sem hljóðbók, rafbók og innbundin bók. Storytel fór á þá leið að semja titillag fyrir bókina í samstarfi við tónlistarmennina Daníel Ágúst, Bomarz og Doctor Victor. 11. nóvember 2021 14:00 Fyrstu Íslensku hljóðbókaverðlaunin fóru fram í Hörpu Mikið var um dýrðir í kvöld þegar Íslensku hljóðbókaverðlaunin, Storytel awards, voru afhent í fyrsta sinn við hátíðlega athöfn í Hörpu. 22. maí 2020 22:49 Storytel eignast meirihluta í Forlaginu Sviptingar í útgáfustarfsemi á Íslandi. 1. júlí 2020 09:54 Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Sjá meira
Guðmundur hefur tvisvar sinnum unnið íslensku barnabókaverðlaunin fyrir bækurnar um Emil og Skunda. Upptökustjórn, tónlistarstjórn og útsetningar voru í höndum Kristins Sigurpáls Sturlusonar og Friðriks Sturlusonar. Þeir Sigurjón Kjartansson og Stefán Hilmarsson syngja báðir lög í söngleiknum og einnig koma fleiri góðir leikarar að verkinu. Blaðamaður hafði samband við Guðmund og fékk að heyra meira um ferlið: Hvaðan kom hugmyndin?Mér finnst nú nokkuð vel í lagt að kalla þetta „rokksöngleik“ þó vissulega sé þetta hugsað sem leikrit og tónlistin sé rokkuð. En FriðrikSturluson átti upphaflegu hugmyndina, sem hann viðraði við mig. Við höfðum unnið saman áður með svolítið svipað form og gefið út á geisladiski sem heitir „VÖKULAND“, þar sem blandað er saman sögumanni, leiknum senum og tónlist. Við ákvaðum að ganga aðeins lengra í þetta sinn, þannig að tónlistin skipar stærri sess, hlutur sögumanns minnkar en leikin atriði eru í forgrunni. Guðmundur Ólafsson.Aðsend Var hann alltaf skrifaður fyrir Storytel?Nei, reyndar ekki. Við vorum búnir að fara með þetta efni í nokkra hringi, ef svo má segja, en eftir að hafa fengið góðar undirtektir hjá Storytel var það aldrei spurning um að við vildum gera þetta á þeirra vegum. Hvernig var að taka hann upp?Það var bara skemmtilegt verkefni með góðu fólki en Friðrik á langmestan hlut í þeirri vinnu og lá yfir þessu vakinn og sofinn til lokadags. „Ég aftur á móti kom að leikstjórn og lék aðeins sjálfur.“ Er planið að fara með hann á svið í framtíðinni?Við höfum vissulega hugleitt það og hugað að möguleikum á slíku, en það er auðvitað stærra verkefni og undir öðrum komið. Ég held aftur á móti sjálfur að þetta gæti alveg þolað yfirfærslu á leiksvið, en það er að sjálfsögðu önnur vinna sem slíku fylgir. Leikaraval?Það var samvinna okkar Friðriks og þeirra sem komu að vinnunni af hálfu Storytel. Fyrst og fremst vildum við fá leikara sem hefðu raddir í þetta, þá bæði sönglega og leiklega. Ég tel að okkur hafi tekist að manna þetta vel. Þarna eru „gamlir“ jaxlar og stórstjörnur ásamt leikurum framtíðarinnar og ég er hæstánægður með frammistöðu þeirra allra. View this post on Instagram A post shared by Mikael Emil Kaaber (@mikaelkaaber)
Leikhús Tónlist Tengdar fréttir Sömdu titillag og gerðu tónlistarmyndband fyrir glæpasöguna Dansarinn Glæpasagan Dansarinn eftir Óskar Guðmundsson er komin út sem hljóðbók, rafbók og innbundin bók. Storytel fór á þá leið að semja titillag fyrir bókina í samstarfi við tónlistarmennina Daníel Ágúst, Bomarz og Doctor Victor. 11. nóvember 2021 14:00 Fyrstu Íslensku hljóðbókaverðlaunin fóru fram í Hörpu Mikið var um dýrðir í kvöld þegar Íslensku hljóðbókaverðlaunin, Storytel awards, voru afhent í fyrsta sinn við hátíðlega athöfn í Hörpu. 22. maí 2020 22:49 Storytel eignast meirihluta í Forlaginu Sviptingar í útgáfustarfsemi á Íslandi. 1. júlí 2020 09:54 Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Sjá meira
Sömdu titillag og gerðu tónlistarmyndband fyrir glæpasöguna Dansarinn Glæpasagan Dansarinn eftir Óskar Guðmundsson er komin út sem hljóðbók, rafbók og innbundin bók. Storytel fór á þá leið að semja titillag fyrir bókina í samstarfi við tónlistarmennina Daníel Ágúst, Bomarz og Doctor Victor. 11. nóvember 2021 14:00
Fyrstu Íslensku hljóðbókaverðlaunin fóru fram í Hörpu Mikið var um dýrðir í kvöld þegar Íslensku hljóðbókaverðlaunin, Storytel awards, voru afhent í fyrsta sinn við hátíðlega athöfn í Hörpu. 22. maí 2020 22:49