Lizzo lagfærir textabút í nýju lagi eftir mikla gagnrýni Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 15. júní 2022 13:30 Lizzo hefur í gegnum tíðina verið þekkt fyrir upplífgandi textasmíð og leggur gjarnan áherslu á að fólk elski sjálft sig eins og það er og náungan sömuleiðis. Getty/Scott Legato Tónlistarkonan Lizzo lenti í vandræðum nú á dögunum vegna niðrandi textabútar í nýútgefna laginu „Grrrls.“ Textinn var gagnrýndur harðlega á samfélagsmiðlum og voru margir aðdáendur hennar miður sín yfir orðnotkuninni. Lizzo hefur í gegnum tíðina verið þekkt fyrir upplífgandi textasmíð og leggur gjarnan áherslu á að fólk elski sjálft sig eins og það er og náungan sömuleiðis. Vegna þess urðu margir aðdáendur sárir þegar þeir heyrðu nýja lag tónlistarkonunnar nú síðastliðinn föstudag. Þetta kemur fram í umfjöllun New York Times um málið. Í laginu notaði Lizzo orðið „spaz“ eða „spassi“ á íslensku en orðið hefur í árana rás verið notað á niðrandi vegu gagnvart fólki með fötlunina Cerebral Palsy eða CP meðal annars. Samkvæmt heimasíðu Ráðgjafar- og greiningarstöðvarinnar er CP algengasta tegund hreyfihamlana meðal barna. View this post on Instagram A post shared by Lizzo (@lizzobeeating) Eftir mikla gagnrýni frá aðdáendum sendi Lizzo frá sér afsökunarbeiðni á mánudag og ítrekaði að hún vildi aldrei tala á niðrandi hátt til fólks þar sem hún hefði oft lent í því sjálf. Í kjölfar afsökunarbeiðninnar breytti Lizzo textanum og var henni hrósað fyrir að hlusta á aðdáendur sína. Hér að neðan má heyra breyttu útgáfuna af laginu. Bandaríkin Tónlist Hollywood Mest lesið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Skálað fyrir skíthræddri Unni Menning Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Fleiri fréttir Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Lizzo hefur í gegnum tíðina verið þekkt fyrir upplífgandi textasmíð og leggur gjarnan áherslu á að fólk elski sjálft sig eins og það er og náungan sömuleiðis. Vegna þess urðu margir aðdáendur sárir þegar þeir heyrðu nýja lag tónlistarkonunnar nú síðastliðinn föstudag. Þetta kemur fram í umfjöllun New York Times um málið. Í laginu notaði Lizzo orðið „spaz“ eða „spassi“ á íslensku en orðið hefur í árana rás verið notað á niðrandi vegu gagnvart fólki með fötlunina Cerebral Palsy eða CP meðal annars. Samkvæmt heimasíðu Ráðgjafar- og greiningarstöðvarinnar er CP algengasta tegund hreyfihamlana meðal barna. View this post on Instagram A post shared by Lizzo (@lizzobeeating) Eftir mikla gagnrýni frá aðdáendum sendi Lizzo frá sér afsökunarbeiðni á mánudag og ítrekaði að hún vildi aldrei tala á niðrandi hátt til fólks þar sem hún hefði oft lent í því sjálf. Í kjölfar afsökunarbeiðninnar breytti Lizzo textanum og var henni hrósað fyrir að hlusta á aðdáendur sína. Hér að neðan má heyra breyttu útgáfuna af laginu.
Bandaríkin Tónlist Hollywood Mest lesið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Skálað fyrir skíthræddri Unni Menning Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Fleiri fréttir Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira