Stökkið: „Það er mikið um duglega vasaþjófa“ Elísabet Hanna skrifar 13. júní 2022 07:01 Hilmar er alsæll í Barcelona. Aðsend. Hilmar Ragnarsson starfar sem forritari í Barcelona þar sem hann býr með unnustu sinni Raphaellu Santana og hundinum þeirra Nölu. Hilmar flutti upphaflega til Madríd haustið 2015 í skiptinám en kom aldrei heim og færði sig yfir til Barcelona þremur árum síðar. Hvar ertu búsettur?Ég hef búið í Barcelona í rúm fjögur ár en þar áður bjó ég í Madrid í þrjú ár. Upprunalega planið var að fara í skiptinám til Madrídar í þrjá mánuði en ég fílaði spænska væbið svo mikið að ég ákvað að finna mér vinnu í Madríd í stað þess að flytja aftur heim. View this post on Instagram A post shared by Hilmar Ragnarsson (@hilmarragnars) Ég var í BS í hugbúnaðarverkfræði í HR og það vildi svo heppilega til að ég gat framlengt skiptináminu og klárað gráðuna í skólanum í Madríd. Eftir þrjú æðisleg ár í Madríd tók ég ákvörðun um að flytja til Barcelona af því að mig langaði að athuga hvernig stemningin væri þar, á þeim tíma var ég byrjaður að vinna í fjarvinnu þannig það var lítið mál að skipta um borg. Með hverjum býrðu úti?Ég bý með unnustunni minni, Raphaellu. Við kynntumst hérna í Barcelona stuttu eftir að ég flutti, þá var hún líka tiltölulega nýflutt til Barcelona. Hún er frá Brasilíu en flutti til Kanada þegar hún var þrettán ára. View this post on Instagram A post shared by Hilmar Ragnarsson (@hilmarragnars) Hún er fatahönnuður og hefur verið að vinna í sínu eigin fatamerki í mörg ár sem nýlega hefur sprungið út og vakið mikla athygli. Hún er búin að opna búð í Born, sem er eitt af gömlu hverfunum í fallegu miðborg Barcelona. Þar áður hafði hún bara verið að selja fötin sem hún gerir í gegnum Instagram og í gegnum síðuna sína. Við búum saman í Exiample rétt fyrir ofan miðbæinn með hundinum okkar Nölu. Raphaella „ættleiddi“ Nölu fljótlega eftir að hún kom til Barcelona, þá var hún fimm ára. „Við vitum ekki hvaða tegund hún er en ég held að hún sé blanda af Labrador og Kengúru.“ Langaði þig alltaf til þess að flytja út?Ætli það hafi ekki alltaf verið eitthvað í mér sem leitaði út. Ég fór til dæmis til Wisconsin í Bandaríkjunum á fótboltastyrk eftir að ég kláraði Versló en flutti svo heim strax aftur eftir eina önn því mér fannst það ekki alveg nógu spennandi. Ég byrjaði svo í HR eftir að ég kom aftur heim og tók eftir að vinur minn, Styrmir Másson, var í skiptinámi úr HR að leika sér í sólinni í Barcelona á Erasmus styrk. Ég ákvað þá að herma eftir honum en fór til Madrídar í stað Barcelona af því að skólarnir í Barcelona buðu ekki upp á þá áfanga sem ég þurfti að taka í skiptináminu. View this post on Instagram A post shared by Hilmar Ragnarsson (@hilmarragnars) Hvernig hefur heimsfaraldurinn haft áhrif á flutningana?Ég og Raphaella bjuggum hérna þegar það allt skall á. Við vorum samt tiltölulega heppin að því leyti að við vorum nýflutt í þakíbúð með góðri útiaðstöðu, það gerði útgöngubannið aðeins bærilegra. Það voru nefnilega tveir mánuðir þar sem ekki mátti fara út úr húsi. Nölu hundurinn kom sér einnig vel þar sem að það mátti fara út og viðra hana. Hvernig byrjaðir þú að undirbúa ferlið að flytja?Það var frekar auðvelt ferli þar sem ég ætlaði bara að fara í skiptinám í eina önn í Madríd. Aðal brasið var að finna rétta skólann sem bauð upp á þá áfanga sem ég þurfti að taka. Fólkið sem sá um þetta í HR var mjög hjálpsamt. Ég bókaði svo bara eitthvað hostel fyrstu vikuna á meðan ég leitaði mér að íbúð. View this post on Instagram A post shared by Hilmar Ragnarsson (@hilmarragnars) Ég var svo frekar heppinn að finna vinnu sem forritari eftir námið en til þess að fá atvinnuleyfi þurfti ég að sækja um spænska kennitölu (NIE). Það var ekkert brjálað vesen en Spánverjar eru samt ekki þeir straumlínulöguðustu þegar það kemur að þeim ferlum sem snúa að pappírs umsóknum hjá ríkinu. Það er mikilvægt að lesa sér vel til um hvar og hvenær eigi að panta tíma og hvaða gögn þarf að taka með sér, annars er maður sendur heim með skottið á milli lappanna. Þegar ég flutti til Barcelona þá bókaði ég mér Airbnb í mánuð á meðan ég var að leita mér að íbúð. Ég mæli með því að gera það þar sem það er frekar mikil ringulreið að finna íbúð í Barcelona, getur tekið margar heimsóknir áður en að maður finnur eitthvað sem hentar. Hvað þarf að hafa í huga ef að maður ætlar að flytja til útlanda almennt?Það tala mjög fáir íslensku í útlöndum, flestir tala bara útlensku. Gott að hafa það í huga að læra útlensku, enska er til dæmis mjög vinsæl. Hvernig komstu í kynni við vinnuna og verkefnin sem þú ert í?Síðustu þrjú ár hef ég verið í þróunarteymi að vinna í videoask fyrir Typeform. Frábært fyrirtæki að gera mjög flottar vörur. Ég fór í atvinnuviðtal hjá þeim eftir að haft var samband við mig á Linkedin. Þó svo að Raphaella eigi allan heiðurinn á þeirri velgengni og frábæru móttökum sem vörumerkið hennar hefur verið að fá síðustu mánuði þá hefur það verið ótrúlega gaman að styðja hana í því ferli. Hún hefur lagt gríðarlega mikla vinnu í þetta síðustu ár og hefur nýlega verið að vekja athygli á TikTok með fötunum sínum sem hægt er að klæðast á marga mismunandi vegu. View this post on Instagram A post shared by VERSATILE SLOW FASHION (@raphaella.santana) Hvers saknarðu mest við Ísland?Ég á góða fjölskyldu sem ég elska innilega mikið og sakna þeirra að sjálfsögðu mest. Ég á líka skemmtilega vini heima sem ég sakna. „Fyrir utan fólkið þá held ég að það sé klárlega íslensku sundlaugarnar, stundaði þær mjög mikið þegar ég bjó heima.“ Hvers saknarðu minnst við Ísland?Norðanáttin og að þurfa að redda fari. Hvernig er veðrið?Stuttir og mildir vetrar, langt og gott sumar. Hvaða ferðamáta notast þú við?Ég vinn heima og bý miðsvæðis þannig að ég labba eða hjóla frekar mikið. Það eru hjólastöðvar út um alla borg þar sem maður getur tekið sér hjól á láni, það kostar bara 50 evrur fyrir árið. Annars er samgöngukerfið hérna mjög gott, nota metróið frekar mikið. Kemurðu oft til Íslands?Einu sinni til tvisvar á ári. View this post on Instagram A post shared by Hilmar Ragnarsson (@hilmarragnars) Upplifir þú það sem kostnaðarsamara eða ódýrara að búa þarna?Það er flest allt ódýrara hérna myndi ég halda. Það er allavega miklu ódýrara að fara út að borða. Það er ógrynni af flottum tapas stöðum hérna þar sem maður getur setið lengi, pantað mikið og borgað lítið. „Það er oft auðveldara að gera hluti sem kosta lítið bara út af veðrinu, það er til dæmis mjög gaman að fara á ströndina og leika sér þar, kostar ekkert.“ Hefurðu verið að fá mikið af heimsóknum út?Já, sérstaklega á sumrin. Mér finnst það mikill plús og finnst ég ná að halda góðri tengingu við fólkið mitt í gegnum heimsóknir. Barcelona er líka vinsæll áfangastaður þannig að margir sem ég þekki koma hingað í frí og þá næ ég skemmtilegum tíma með fólki sem ég hitti kannski ekkert reglulega þegar ég kem heim til Íslands. Er sterkt Íslendingasamfélag þar sem þú ert?Það er slatti af Íslendingum sem búa hérna, þó svo að maður sé ekki að rekast á þá út um allan bæ. Ég hef sjálfur kynnst mikið af frábærum íslenskum krökkum eftir að ég kom hingað frá Madríd. Vinahópurinn er yfirleitt meirihlutinn Íslendingar en það er alltaf smá rótering þar sem margir koma hingað í nám og fara svo heim eða eitthvað annað eftir það. Mér þykir vænt um það, þó svo að ég kjósi að búa hér frekar en heima þá þykir mér gaman að fá að halda áfram að kynnast nýju fólki og eignast nýja vini frá íslandi. Ég veit samt ekki hvort ég geti sagt að hvort það sé sterkt íslendingasamfélag eða ekki. Vinahópurinn er vissulega sterkt samfélag og margir íslendingar í honum. Ég þekki reyndar einn mjög flottan Garðbæing, Inga Guðjónsson, hann hefur búið hér í rúm tíu ár og hefur verið mjög virkur að tengja saman Íslendinga í Lónunni. Áttu þér uppáhalds stað? Það er erfitt að segja, það eru svo mikið af flottum og skemmtilegum stöðum, bæjum og ströndum hérna í kring. Mér þykir soldið vænt um Menorca sem er falleg eyja, stútfull af dásamlegum ströndum, ekki alllangt frá Barcelona. Við Raphaella fórum einmitt þangað fyrr á þessu ári í ógleymanlega ferð. „Trúlofuðumst á strönd þar sem heitir Cala Macarella.“ View this post on Instagram A post shared by Hilmar Ragnarsson (@hilmarragnars) Hvaða matsölustöðum myndir þú mæla með? Carabela Café er skemmtilegur staður til þess að fara á og njóta þess að sitja úti í sólinni, hann er þannig staðsettur að það er oft hægt að ná sólinni þar á veturna líka. Bjóða upp á mexíkóskar veitingar, kokteila og með frábæra stemningu. Bodega La Tinaja, kósý tapas staður með gott úrval af vínum. El Casal Café Bar, frábært tapas og eru oft með góðar ostrur líka. Rec Comptal 21, mjög solid tapas staður með gott utisvæði. Ciutat Comtal er enn annar tapas staðurinn sem ég mæli með. Það sem er hentugt við hann er að hann er frekar stór og þeir taka ekki við borðapöntunum, þannig ef maður gerir þau mistök að gleyma að panta borð fyrir kvöldið þá er gott að fara þangað. Fyrir paella mæli ég með: Can Majo Xiringuito Escribà Guanabara by El Rodizio er frábær brasilískur BBQ staður Hvað er eitthvað sem allir verða að gera á þessum stað?Það er svo misjafnt hvað fólk elskar að gera hérna. Fyrir fólk sem elskar að túristast þá mæli ég með að kaupa dagspassa í svona rútu þar sem hægt er að hoppa á og af. Með því er hægt að slá nokkrar flugur í einu höggi. Ég tek það samt fram að ég hef aldrei gert það sjálfur en ég hef heyrt að það sé mjög sniðugt. Annars er ótrúlega mikið að góðum tapas stöðum hérna þar sem hægt er að borða og drekka í sig menninguna. Voðalega fínt að fara og fá sér paellu í hádeginu á einhverjum af strandarstöðunum og skella sér svo beint á ströndina að melta. Það er líka sniðugt að gera smá rannsóknarvinnu og sjá hvað um er að vera í borginni, alltaf nóg um að vera og hægt að finna eitthvað sér við hæfi. Fyrir þá sem vilja versla tímalausar flíkur þá er Raphaella Santana búðin líka klárlega málið. Hvernig er týpískur dagur hjá þér úti?Vinnudagurinn byrjar yfirleitt á „stand up“ Zoom fundi klukkan tíu. Fer eftir því í hvaða stuði ég er hvort ég vakna og taki smá líkamsrækt fyrir það, yfirleitt skrifa ég samt dagbók og fæ mér smá morgunmat fyrir vinnu. Fer í ræktina eða út að skokka fyrir hádegismat ef ég var of latur og nennti ekki að vakna nógu snemma. Klára að vinna um 18:00. Eftir það er mjög misjafnt hvað ég tek mér fyrir hendur. Nýlega byrjaður að fara svolítið í strandblak eftir vinnu. Yfirleitt fer ég út og hitti vini mína og við förum að gera eitthvað. Stundum er það að fara í dinner, kíkja á ströndina eða garðinn eða jafnvel fara á einhvern skemmtilegan viðburð. Hvað er það besta við staðinn þinn?Það er alltaf eitthvað skemmtilegt í gangi. Hér eru haldnir allskonar viðburðir og hátíðir allt árið í kring. Svo finnst mér stemningin í borginni frábær, mikið af fólki hérna frá öllum heimshornum sem er komið hingað til þess að njóta lífsins. „Veðrið er náttúrulega risastór plús.“ View this post on Instagram A post shared by Hilmar Ragnarsson (@hilmarragnars) Hvað er það versta við staðinn þinn?Það er mikið um duglega vasaþjófa. Flestir sem ég þekki sem hafa búið hérna hafa einhvern tímann lent í því að símanum eða veskinu þeirra hafi verið stolið af einhverjum óprúttnum aðila. „Sem betur fer heyri ég ekki oft sögur um að fólk sé rænt með ofbeldi.“ Sérðu fyrir þér að flytja aftur til Íslands?Það er ekki planið. Við Raphaella erum spenntari yfir því að búa áfram hérna í Katalóníu. Stökkið Spánn Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Stökkið: „Andlega var ég gríðarlega tilbúin að flytja út“ Selma Soffía Guðbrandsdóttir flutti til Spánar fyrir tveimur árum til þess að fara í nám en ákvað eftir námið að vera þar áfram og starfar í dag sem þjónustustjóri (e. Client services manager) hjá fyrirtæki í Marbella sem leigir út lúxus villur. 6. júní 2022 07:00 Stökkið: „Í byrjun voru ófáir dagar þar sem ég var á barmi þess að gefast upp“ Förðunarfræðingurinn Auður Sif Jónsdóttir flutti upphaflega til Los Angeles árið 2013 til þess að stunda nám við fagið. Eftir að hafa fallið fyrir borginni og faginu fór hún aftur út í nám árið 2016 og starfar þar í dag sem sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur. 30. maí 2022 07:00 Stökkið: „Ég er bara að ferðast um og bý ekki á neinum föstum stað“ Sóldís Alda Óskarsdóttir býr hvergi og breyttist sýn hennar á lífið þegar hún áttaði sig á því að hún þyrfti ekki að vera í níu til fimm vinnu að eilífu en henni fannst tilhugsunin um að eyða lífinu á skrifstofu allan daginn afar óspennandi. 23. maí 2022 07:01 Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Fleiri fréttir Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Sjá meira
Hvar ertu búsettur?Ég hef búið í Barcelona í rúm fjögur ár en þar áður bjó ég í Madrid í þrjú ár. Upprunalega planið var að fara í skiptinám til Madrídar í þrjá mánuði en ég fílaði spænska væbið svo mikið að ég ákvað að finna mér vinnu í Madríd í stað þess að flytja aftur heim. View this post on Instagram A post shared by Hilmar Ragnarsson (@hilmarragnars) Ég var í BS í hugbúnaðarverkfræði í HR og það vildi svo heppilega til að ég gat framlengt skiptináminu og klárað gráðuna í skólanum í Madríd. Eftir þrjú æðisleg ár í Madríd tók ég ákvörðun um að flytja til Barcelona af því að mig langaði að athuga hvernig stemningin væri þar, á þeim tíma var ég byrjaður að vinna í fjarvinnu þannig það var lítið mál að skipta um borg. Með hverjum býrðu úti?Ég bý með unnustunni minni, Raphaellu. Við kynntumst hérna í Barcelona stuttu eftir að ég flutti, þá var hún líka tiltölulega nýflutt til Barcelona. Hún er frá Brasilíu en flutti til Kanada þegar hún var þrettán ára. View this post on Instagram A post shared by Hilmar Ragnarsson (@hilmarragnars) Hún er fatahönnuður og hefur verið að vinna í sínu eigin fatamerki í mörg ár sem nýlega hefur sprungið út og vakið mikla athygli. Hún er búin að opna búð í Born, sem er eitt af gömlu hverfunum í fallegu miðborg Barcelona. Þar áður hafði hún bara verið að selja fötin sem hún gerir í gegnum Instagram og í gegnum síðuna sína. Við búum saman í Exiample rétt fyrir ofan miðbæinn með hundinum okkar Nölu. Raphaella „ættleiddi“ Nölu fljótlega eftir að hún kom til Barcelona, þá var hún fimm ára. „Við vitum ekki hvaða tegund hún er en ég held að hún sé blanda af Labrador og Kengúru.“ Langaði þig alltaf til þess að flytja út?Ætli það hafi ekki alltaf verið eitthvað í mér sem leitaði út. Ég fór til dæmis til Wisconsin í Bandaríkjunum á fótboltastyrk eftir að ég kláraði Versló en flutti svo heim strax aftur eftir eina önn því mér fannst það ekki alveg nógu spennandi. Ég byrjaði svo í HR eftir að ég kom aftur heim og tók eftir að vinur minn, Styrmir Másson, var í skiptinámi úr HR að leika sér í sólinni í Barcelona á Erasmus styrk. Ég ákvað þá að herma eftir honum en fór til Madrídar í stað Barcelona af því að skólarnir í Barcelona buðu ekki upp á þá áfanga sem ég þurfti að taka í skiptináminu. View this post on Instagram A post shared by Hilmar Ragnarsson (@hilmarragnars) Hvernig hefur heimsfaraldurinn haft áhrif á flutningana?Ég og Raphaella bjuggum hérna þegar það allt skall á. Við vorum samt tiltölulega heppin að því leyti að við vorum nýflutt í þakíbúð með góðri útiaðstöðu, það gerði útgöngubannið aðeins bærilegra. Það voru nefnilega tveir mánuðir þar sem ekki mátti fara út úr húsi. Nölu hundurinn kom sér einnig vel þar sem að það mátti fara út og viðra hana. Hvernig byrjaðir þú að undirbúa ferlið að flytja?Það var frekar auðvelt ferli þar sem ég ætlaði bara að fara í skiptinám í eina önn í Madríd. Aðal brasið var að finna rétta skólann sem bauð upp á þá áfanga sem ég þurfti að taka. Fólkið sem sá um þetta í HR var mjög hjálpsamt. Ég bókaði svo bara eitthvað hostel fyrstu vikuna á meðan ég leitaði mér að íbúð. View this post on Instagram A post shared by Hilmar Ragnarsson (@hilmarragnars) Ég var svo frekar heppinn að finna vinnu sem forritari eftir námið en til þess að fá atvinnuleyfi þurfti ég að sækja um spænska kennitölu (NIE). Það var ekkert brjálað vesen en Spánverjar eru samt ekki þeir straumlínulöguðustu þegar það kemur að þeim ferlum sem snúa að pappírs umsóknum hjá ríkinu. Það er mikilvægt að lesa sér vel til um hvar og hvenær eigi að panta tíma og hvaða gögn þarf að taka með sér, annars er maður sendur heim með skottið á milli lappanna. Þegar ég flutti til Barcelona þá bókaði ég mér Airbnb í mánuð á meðan ég var að leita mér að íbúð. Ég mæli með því að gera það þar sem það er frekar mikil ringulreið að finna íbúð í Barcelona, getur tekið margar heimsóknir áður en að maður finnur eitthvað sem hentar. Hvað þarf að hafa í huga ef að maður ætlar að flytja til útlanda almennt?Það tala mjög fáir íslensku í útlöndum, flestir tala bara útlensku. Gott að hafa það í huga að læra útlensku, enska er til dæmis mjög vinsæl. Hvernig komstu í kynni við vinnuna og verkefnin sem þú ert í?Síðustu þrjú ár hef ég verið í þróunarteymi að vinna í videoask fyrir Typeform. Frábært fyrirtæki að gera mjög flottar vörur. Ég fór í atvinnuviðtal hjá þeim eftir að haft var samband við mig á Linkedin. Þó svo að Raphaella eigi allan heiðurinn á þeirri velgengni og frábæru móttökum sem vörumerkið hennar hefur verið að fá síðustu mánuði þá hefur það verið ótrúlega gaman að styðja hana í því ferli. Hún hefur lagt gríðarlega mikla vinnu í þetta síðustu ár og hefur nýlega verið að vekja athygli á TikTok með fötunum sínum sem hægt er að klæðast á marga mismunandi vegu. View this post on Instagram A post shared by VERSATILE SLOW FASHION (@raphaella.santana) Hvers saknarðu mest við Ísland?Ég á góða fjölskyldu sem ég elska innilega mikið og sakna þeirra að sjálfsögðu mest. Ég á líka skemmtilega vini heima sem ég sakna. „Fyrir utan fólkið þá held ég að það sé klárlega íslensku sundlaugarnar, stundaði þær mjög mikið þegar ég bjó heima.“ Hvers saknarðu minnst við Ísland?Norðanáttin og að þurfa að redda fari. Hvernig er veðrið?Stuttir og mildir vetrar, langt og gott sumar. Hvaða ferðamáta notast þú við?Ég vinn heima og bý miðsvæðis þannig að ég labba eða hjóla frekar mikið. Það eru hjólastöðvar út um alla borg þar sem maður getur tekið sér hjól á láni, það kostar bara 50 evrur fyrir árið. Annars er samgöngukerfið hérna mjög gott, nota metróið frekar mikið. Kemurðu oft til Íslands?Einu sinni til tvisvar á ári. View this post on Instagram A post shared by Hilmar Ragnarsson (@hilmarragnars) Upplifir þú það sem kostnaðarsamara eða ódýrara að búa þarna?Það er flest allt ódýrara hérna myndi ég halda. Það er allavega miklu ódýrara að fara út að borða. Það er ógrynni af flottum tapas stöðum hérna þar sem maður getur setið lengi, pantað mikið og borgað lítið. „Það er oft auðveldara að gera hluti sem kosta lítið bara út af veðrinu, það er til dæmis mjög gaman að fara á ströndina og leika sér þar, kostar ekkert.“ Hefurðu verið að fá mikið af heimsóknum út?Já, sérstaklega á sumrin. Mér finnst það mikill plús og finnst ég ná að halda góðri tengingu við fólkið mitt í gegnum heimsóknir. Barcelona er líka vinsæll áfangastaður þannig að margir sem ég þekki koma hingað í frí og þá næ ég skemmtilegum tíma með fólki sem ég hitti kannski ekkert reglulega þegar ég kem heim til Íslands. Er sterkt Íslendingasamfélag þar sem þú ert?Það er slatti af Íslendingum sem búa hérna, þó svo að maður sé ekki að rekast á þá út um allan bæ. Ég hef sjálfur kynnst mikið af frábærum íslenskum krökkum eftir að ég kom hingað frá Madríd. Vinahópurinn er yfirleitt meirihlutinn Íslendingar en það er alltaf smá rótering þar sem margir koma hingað í nám og fara svo heim eða eitthvað annað eftir það. Mér þykir vænt um það, þó svo að ég kjósi að búa hér frekar en heima þá þykir mér gaman að fá að halda áfram að kynnast nýju fólki og eignast nýja vini frá íslandi. Ég veit samt ekki hvort ég geti sagt að hvort það sé sterkt íslendingasamfélag eða ekki. Vinahópurinn er vissulega sterkt samfélag og margir íslendingar í honum. Ég þekki reyndar einn mjög flottan Garðbæing, Inga Guðjónsson, hann hefur búið hér í rúm tíu ár og hefur verið mjög virkur að tengja saman Íslendinga í Lónunni. Áttu þér uppáhalds stað? Það er erfitt að segja, það eru svo mikið af flottum og skemmtilegum stöðum, bæjum og ströndum hérna í kring. Mér þykir soldið vænt um Menorca sem er falleg eyja, stútfull af dásamlegum ströndum, ekki alllangt frá Barcelona. Við Raphaella fórum einmitt þangað fyrr á þessu ári í ógleymanlega ferð. „Trúlofuðumst á strönd þar sem heitir Cala Macarella.“ View this post on Instagram A post shared by Hilmar Ragnarsson (@hilmarragnars) Hvaða matsölustöðum myndir þú mæla með? Carabela Café er skemmtilegur staður til þess að fara á og njóta þess að sitja úti í sólinni, hann er þannig staðsettur að það er oft hægt að ná sólinni þar á veturna líka. Bjóða upp á mexíkóskar veitingar, kokteila og með frábæra stemningu. Bodega La Tinaja, kósý tapas staður með gott úrval af vínum. El Casal Café Bar, frábært tapas og eru oft með góðar ostrur líka. Rec Comptal 21, mjög solid tapas staður með gott utisvæði. Ciutat Comtal er enn annar tapas staðurinn sem ég mæli með. Það sem er hentugt við hann er að hann er frekar stór og þeir taka ekki við borðapöntunum, þannig ef maður gerir þau mistök að gleyma að panta borð fyrir kvöldið þá er gott að fara þangað. Fyrir paella mæli ég með: Can Majo Xiringuito Escribà Guanabara by El Rodizio er frábær brasilískur BBQ staður Hvað er eitthvað sem allir verða að gera á þessum stað?Það er svo misjafnt hvað fólk elskar að gera hérna. Fyrir fólk sem elskar að túristast þá mæli ég með að kaupa dagspassa í svona rútu þar sem hægt er að hoppa á og af. Með því er hægt að slá nokkrar flugur í einu höggi. Ég tek það samt fram að ég hef aldrei gert það sjálfur en ég hef heyrt að það sé mjög sniðugt. Annars er ótrúlega mikið að góðum tapas stöðum hérna þar sem hægt er að borða og drekka í sig menninguna. Voðalega fínt að fara og fá sér paellu í hádeginu á einhverjum af strandarstöðunum og skella sér svo beint á ströndina að melta. Það er líka sniðugt að gera smá rannsóknarvinnu og sjá hvað um er að vera í borginni, alltaf nóg um að vera og hægt að finna eitthvað sér við hæfi. Fyrir þá sem vilja versla tímalausar flíkur þá er Raphaella Santana búðin líka klárlega málið. Hvernig er týpískur dagur hjá þér úti?Vinnudagurinn byrjar yfirleitt á „stand up“ Zoom fundi klukkan tíu. Fer eftir því í hvaða stuði ég er hvort ég vakna og taki smá líkamsrækt fyrir það, yfirleitt skrifa ég samt dagbók og fæ mér smá morgunmat fyrir vinnu. Fer í ræktina eða út að skokka fyrir hádegismat ef ég var of latur og nennti ekki að vakna nógu snemma. Klára að vinna um 18:00. Eftir það er mjög misjafnt hvað ég tek mér fyrir hendur. Nýlega byrjaður að fara svolítið í strandblak eftir vinnu. Yfirleitt fer ég út og hitti vini mína og við förum að gera eitthvað. Stundum er það að fara í dinner, kíkja á ströndina eða garðinn eða jafnvel fara á einhvern skemmtilegan viðburð. Hvað er það besta við staðinn þinn?Það er alltaf eitthvað skemmtilegt í gangi. Hér eru haldnir allskonar viðburðir og hátíðir allt árið í kring. Svo finnst mér stemningin í borginni frábær, mikið af fólki hérna frá öllum heimshornum sem er komið hingað til þess að njóta lífsins. „Veðrið er náttúrulega risastór plús.“ View this post on Instagram A post shared by Hilmar Ragnarsson (@hilmarragnars) Hvað er það versta við staðinn þinn?Það er mikið um duglega vasaþjófa. Flestir sem ég þekki sem hafa búið hérna hafa einhvern tímann lent í því að símanum eða veskinu þeirra hafi verið stolið af einhverjum óprúttnum aðila. „Sem betur fer heyri ég ekki oft sögur um að fólk sé rænt með ofbeldi.“ Sérðu fyrir þér að flytja aftur til Íslands?Það er ekki planið. Við Raphaella erum spenntari yfir því að búa áfram hérna í Katalóníu.
Stökkið Spánn Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Stökkið: „Andlega var ég gríðarlega tilbúin að flytja út“ Selma Soffía Guðbrandsdóttir flutti til Spánar fyrir tveimur árum til þess að fara í nám en ákvað eftir námið að vera þar áfram og starfar í dag sem þjónustustjóri (e. Client services manager) hjá fyrirtæki í Marbella sem leigir út lúxus villur. 6. júní 2022 07:00 Stökkið: „Í byrjun voru ófáir dagar þar sem ég var á barmi þess að gefast upp“ Förðunarfræðingurinn Auður Sif Jónsdóttir flutti upphaflega til Los Angeles árið 2013 til þess að stunda nám við fagið. Eftir að hafa fallið fyrir borginni og faginu fór hún aftur út í nám árið 2016 og starfar þar í dag sem sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur. 30. maí 2022 07:00 Stökkið: „Ég er bara að ferðast um og bý ekki á neinum föstum stað“ Sóldís Alda Óskarsdóttir býr hvergi og breyttist sýn hennar á lífið þegar hún áttaði sig á því að hún þyrfti ekki að vera í níu til fimm vinnu að eilífu en henni fannst tilhugsunin um að eyða lífinu á skrifstofu allan daginn afar óspennandi. 23. maí 2022 07:01 Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Fleiri fréttir Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Sjá meira
Stökkið: „Andlega var ég gríðarlega tilbúin að flytja út“ Selma Soffía Guðbrandsdóttir flutti til Spánar fyrir tveimur árum til þess að fara í nám en ákvað eftir námið að vera þar áfram og starfar í dag sem þjónustustjóri (e. Client services manager) hjá fyrirtæki í Marbella sem leigir út lúxus villur. 6. júní 2022 07:00
Stökkið: „Í byrjun voru ófáir dagar þar sem ég var á barmi þess að gefast upp“ Förðunarfræðingurinn Auður Sif Jónsdóttir flutti upphaflega til Los Angeles árið 2013 til þess að stunda nám við fagið. Eftir að hafa fallið fyrir borginni og faginu fór hún aftur út í nám árið 2016 og starfar þar í dag sem sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur. 30. maí 2022 07:00
Stökkið: „Ég er bara að ferðast um og bý ekki á neinum föstum stað“ Sóldís Alda Óskarsdóttir býr hvergi og breyttist sýn hennar á lífið þegar hún áttaði sig á því að hún þyrfti ekki að vera í níu til fimm vinnu að eilífu en henni fannst tilhugsunin um að eyða lífinu á skrifstofu allan daginn afar óspennandi. 23. maí 2022 07:01