Lífið

„Reyni að þakka fyrir allt það sem ég fæ á hverjum degi“

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
Jón Jósep Snæbjörnsson er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum.
Jón Jósep Snæbjörnsson er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum. Birta Rán

Jón Jósep Snæbjörnsson, Jónsi, er landsþekktur tónlistarmaður og lífskúnstner með meiru. Hann er þekktur fyrir jákvæðni og lífsgleði og segir lífið sjálft vera það allra skemmtilegasta. Jónsi er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum.

Innblásturinn er fastur liður hjá Lífinu á Vísi þar sem rætt er við ólíkt fólk um hvað veitir því innblástur í tilverunni og hvaða ráðum þau luma á varðandi andlega heilsu.

Hver ert þú í þínum eigin orðum?

Ég er opinn, orkumikill og hress og er alltaf að læra að hemja það hversu opinn, orkumikill og hress ég er.

Hvað veitir þér innblástur?

Það er svo margt. Allt það góða sem ég sé og heyri veitir mér innblástur. Já, kannski bara allt það góða.

Hvað er þitt besta ráð til að næra andlega heilsu?

Ég reyni að þakka fyrir allt það sem ég fæ á hverjum degi. Allt það góða og allt það vonda. Því það er ekki gott og vont til, bara gott og svo reynsla.

Hvernig er hefðbundinn dagur í þínu lífi?

Ég vakna bara yfirleitt um sjö, bursta og sturta mig. Vek drengina mína og bý um. Svo fer ég bara í kaffi og í yndislegu vinnuna mína hjá VÍS. Svo gerist líklega eitthvað skutl eða versl milli 17 og 18 og þá tekur við matargerð, þvottavélar og venjuleg tiltekt. Svo endar kvöldið annað hvort yfir sjónvarpinu eða í tölvunni, nema þegar ég er að spila og koma fram. 

Þá eyði ég kvöldinu í að hlakka til.

Uppáhalds lag og af hverju?

Communication með Cardigans. Svo falleg stillimynd, svo vel samið, svo vel spilað og Nína mín, söngkona Cardigans er með rödd þessa vængbrotna engils sem enginn getur hermt eftir.

Uppáhalds matur og af hverju?

Allur matur er minn uppáhalds þegar ég er með fjölskyldunni minni. Mér finnst ég vanmeta þær stundir svakalega og ætla að bæta mig þar.

Besta ráð sem þú hefur fengið?

Það að ákveða að vera hamingjusamur því það er svo hollt!

Hvað er það skemmtilegasta við lífið?

Það er bara lífið sjálft. Allar hliðar þess. Elska það!

Tengdar fréttir

„Finn alltaf mikinn mun á mér eftir gott deit kvöld með kærastanum“

Anna Fríða Gísladóttir er lífskúnstner sem hefur látið til sín taka í atvinnulífinu á undanförnum árum. Hún starfar forstöðumaður markaðsmála hjá flugfélaginu PLAY, elskar kaffi og segir sjaldan nei við góðri steik. Anna Fríða er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×