Caddisbræður kenna veiðimönnum á Laxárdalinn Karl Lúðvíksson skrifar 8. júní 2022 07:50 Hrafn með flottan urriða úr Laxárdalnum Laxárdalurinn er klárlega eitt af magnaðri urriðaveiðisvæðum landsins og það hefur verið haft á orði að þegar þú hefur náð tökum á þessu svæði eru þér allir vegir færir í urriða hvar sem er. Ólafur Ágúst Haraldsson og Hrafn Ágústson þekkja flestir veiðimenn sem Caddisbræður en þeir tóku síðasta sumar með trompi í Laxárdalnum þegar þeir leiðbeindu veiðimönnum um þetta magnaðaveiðisvæði sem Laxárdalurinn er. Í sumar verða nokkur holl þar sem þeir Caddisbræður moka úr djúpum brunni visku sinnar um silungsveiði og það er klárt að það geta allir lært eitthvað af þessum snillingum. Þegar það er engin til að taka myndina tekur maður bara "selfie" eins og Óli gerir hér. Það eru 5 stangir lausar í Caddishollið sem er 13-16. júní n.k. Þetta eru einu stangirnar sem eru eftir í júní á urriðasvæðunum fyrir ofan virkjun! Hátt hlutfall af 70+ urriðum hafa verið að veiðast á svæðinu síðustu daga. Þetta er frábært tækifæri fyrir þá sem þekkja ekki Laxárdalinn að fara og veiða með Caddisbræðrum! Nánari upplýsingar er hægt að fá á skrifstofu SVFR. Stangveiði Mest lesið Fimm ára veiðikona með maríulax í Elliðaánum Veiði Veiði hefst í Þingvallavatni 20. apríl Veiði Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði Nauðsynlegt að fækka álftinni Veiði Norðurá að verða svo gott sem uppseld Veiði Styttist í 100 laxa daga í Eystri Rangá Veiði Fiskifræðingur sakar verktaka um gróft brot Veiði Veiðimaðurinn og Söluskrá SVFR komin út Veiði Mikið líf í Vestmannsvatni Veiði Veiðigoðsögnin Völundur Þorsteinn er látinn Veiði
Ólafur Ágúst Haraldsson og Hrafn Ágústson þekkja flestir veiðimenn sem Caddisbræður en þeir tóku síðasta sumar með trompi í Laxárdalnum þegar þeir leiðbeindu veiðimönnum um þetta magnaðaveiðisvæði sem Laxárdalurinn er. Í sumar verða nokkur holl þar sem þeir Caddisbræður moka úr djúpum brunni visku sinnar um silungsveiði og það er klárt að það geta allir lært eitthvað af þessum snillingum. Þegar það er engin til að taka myndina tekur maður bara "selfie" eins og Óli gerir hér. Það eru 5 stangir lausar í Caddishollið sem er 13-16. júní n.k. Þetta eru einu stangirnar sem eru eftir í júní á urriðasvæðunum fyrir ofan virkjun! Hátt hlutfall af 70+ urriðum hafa verið að veiðast á svæðinu síðustu daga. Þetta er frábært tækifæri fyrir þá sem þekkja ekki Laxárdalinn að fara og veiða með Caddisbræðrum! Nánari upplýsingar er hægt að fá á skrifstofu SVFR.
Stangveiði Mest lesið Fimm ára veiðikona með maríulax í Elliðaánum Veiði Veiði hefst í Þingvallavatni 20. apríl Veiði Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði Nauðsynlegt að fækka álftinni Veiði Norðurá að verða svo gott sem uppseld Veiði Styttist í 100 laxa daga í Eystri Rangá Veiði Fiskifræðingur sakar verktaka um gróft brot Veiði Veiðimaðurinn og Söluskrá SVFR komin út Veiði Mikið líf í Vestmannsvatni Veiði Veiðigoðsögnin Völundur Þorsteinn er látinn Veiði