Stranger Things setur Kate Bush aftur á topplistann með 37 ára gamalt lag Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 7. júní 2022 16:31 Lagið Running Up That Hill með söngkonunni Kate Bush hleypur upp hæðirnar þessa dagana. Getty Eftir að lagið Running Up That Hill með Kate Bush var notað í nýjustu þáttum Stranger Things hefur lagið heldur betur fengið endurnýjun lífdaga og er nú á topp tíu listum í Bretlandi, Bandaríkjunum og víðar. Hleypur upp hæðirnar eftir Stranger Things Söngkonan, sem er mikill Stranger Things aðdáandi, segir þættina hafa gefið laginu nýtt líf og að hún sé afar þakklát öllum þeim sem hafi stutt lagið. Sjálf geti hún vart beðið eftir að sjá seinni hluta þáttaraðarinnar í júlí. Fyrri hluti fjórðu þáttaraðar Stranger Things var gefinn út á Netflix í síðustu viku. Lagið spilar lykilhlutverk sem uppáhaldslag persónunar Max sem leikin er af Sadie Sink. Það hefur náð sérstaklega miklum vinsældum hjá Z-kynslóðinni, sem eru einstaklingar fæddir á árunum 1997-2012. Síðan lagið kom fyrir í þættinum í síðustu viku hefur það klifrað upp lista út um allar grundir og er í dag meðal annars mest streymda lagið á Spotify í Bretlandi, Bandaríkjunum, hér á Íslandi og víðar. Hér fyrir neðan má sjá lagið í Stranger Things. Höskuldarviðvörun: Þeir sem hafa ekki enn séð Stranger Things 4 en ætla sér að gera það ættu að sleppa því að horfa á myndbandið. Fyrsta konan til að ná fyrsta sæti á breska listanum Lagið komst áður hæst númer þrjú á breska vinsældarlistanum þegar það var upphaflega gefið út árið 1985 og er eitt af vinsælustu lögum söngkonunnar. Lagið er af plötunni Hounds of Love sem var hennar fimmta, og að mati gagnrýnanda, besta plata. Árið 1978 var Kate Bush fyrsta konan, með frumsamið lag, til að ná inn í 1. sæti á breska vinsældarlistann en lagið, Wuthering Heights, hélt 1. sæti listans í fjórar vikur samfleytt. Tónlist áttunda áratugarins er áberandi í nýustu seríu Stranger Things og verður spennandi að sjá hvaða lög eða lag munu setja mark sitt á lokaþættina sem væntanlegir eru á Netflix þann 1. júlí. Hér fyrir neðan má sjá myndband Kate Bush við slagarann lífsseiga, Running Up That Hill, sem svo sannarlega hleypur upp allar hæðir þessa dagana. Netflix Tónlist Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Kate Bush þakkar aðdáendum Kate Bush segir að endurkomutónleikar hennar í London hafi verið ein "ótrúlegasta upplifun“ lífs síns. 23. október 2014 13:00 Kate Bush vill hvorki gemsa né myndavélar á tónleikunum sínum Biðlar til aðdáenda um að skilja skjáinn eftir heima 20. ágúst 2014 20:00 Loksins almennileg stikla fyrir fjórðu þáttaröð Stranger Things Netflix birti í dag stiklu fyrir fjórðu þáttaröð af hinum geysivinsælu Stranger Things. Þáttaröðin kemur út í sumar en margir hafa beðið hennar í ofvæni allt frá því að þriðja þáttaröð kom út fyrir heilum þremur árum. 12. apríl 2022 23:19 Stranger Things stikla: Fjörugt vorfrí í Hawkins Netflix birti um helgina stiklu fyrir fjórðu þáttaröð Stranger Things. Eins og svo oft áður stefnir í mikil vandræði í Hawkins og mögulega í Kaliforníu. 8. nóvember 2021 11:00 Mest lesið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Quincy Jones er látinn Lífið Dawson's Creek leikari með krabbamein Lífið Fleiri fréttir Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Hleypur upp hæðirnar eftir Stranger Things Söngkonan, sem er mikill Stranger Things aðdáandi, segir þættina hafa gefið laginu nýtt líf og að hún sé afar þakklát öllum þeim sem hafi stutt lagið. Sjálf geti hún vart beðið eftir að sjá seinni hluta þáttaraðarinnar í júlí. Fyrri hluti fjórðu þáttaraðar Stranger Things var gefinn út á Netflix í síðustu viku. Lagið spilar lykilhlutverk sem uppáhaldslag persónunar Max sem leikin er af Sadie Sink. Það hefur náð sérstaklega miklum vinsældum hjá Z-kynslóðinni, sem eru einstaklingar fæddir á árunum 1997-2012. Síðan lagið kom fyrir í þættinum í síðustu viku hefur það klifrað upp lista út um allar grundir og er í dag meðal annars mest streymda lagið á Spotify í Bretlandi, Bandaríkjunum, hér á Íslandi og víðar. Hér fyrir neðan má sjá lagið í Stranger Things. Höskuldarviðvörun: Þeir sem hafa ekki enn séð Stranger Things 4 en ætla sér að gera það ættu að sleppa því að horfa á myndbandið. Fyrsta konan til að ná fyrsta sæti á breska listanum Lagið komst áður hæst númer þrjú á breska vinsældarlistanum þegar það var upphaflega gefið út árið 1985 og er eitt af vinsælustu lögum söngkonunnar. Lagið er af plötunni Hounds of Love sem var hennar fimmta, og að mati gagnrýnanda, besta plata. Árið 1978 var Kate Bush fyrsta konan, með frumsamið lag, til að ná inn í 1. sæti á breska vinsældarlistann en lagið, Wuthering Heights, hélt 1. sæti listans í fjórar vikur samfleytt. Tónlist áttunda áratugarins er áberandi í nýustu seríu Stranger Things og verður spennandi að sjá hvaða lög eða lag munu setja mark sitt á lokaþættina sem væntanlegir eru á Netflix þann 1. júlí. Hér fyrir neðan má sjá myndband Kate Bush við slagarann lífsseiga, Running Up That Hill, sem svo sannarlega hleypur upp allar hæðir þessa dagana.
Netflix Tónlist Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Kate Bush þakkar aðdáendum Kate Bush segir að endurkomutónleikar hennar í London hafi verið ein "ótrúlegasta upplifun“ lífs síns. 23. október 2014 13:00 Kate Bush vill hvorki gemsa né myndavélar á tónleikunum sínum Biðlar til aðdáenda um að skilja skjáinn eftir heima 20. ágúst 2014 20:00 Loksins almennileg stikla fyrir fjórðu þáttaröð Stranger Things Netflix birti í dag stiklu fyrir fjórðu þáttaröð af hinum geysivinsælu Stranger Things. Þáttaröðin kemur út í sumar en margir hafa beðið hennar í ofvæni allt frá því að þriðja þáttaröð kom út fyrir heilum þremur árum. 12. apríl 2022 23:19 Stranger Things stikla: Fjörugt vorfrí í Hawkins Netflix birti um helgina stiklu fyrir fjórðu þáttaröð Stranger Things. Eins og svo oft áður stefnir í mikil vandræði í Hawkins og mögulega í Kaliforníu. 8. nóvember 2021 11:00 Mest lesið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Quincy Jones er látinn Lífið Dawson's Creek leikari með krabbamein Lífið Fleiri fréttir Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Kate Bush þakkar aðdáendum Kate Bush segir að endurkomutónleikar hennar í London hafi verið ein "ótrúlegasta upplifun“ lífs síns. 23. október 2014 13:00
Kate Bush vill hvorki gemsa né myndavélar á tónleikunum sínum Biðlar til aðdáenda um að skilja skjáinn eftir heima 20. ágúst 2014 20:00
Loksins almennileg stikla fyrir fjórðu þáttaröð Stranger Things Netflix birti í dag stiklu fyrir fjórðu þáttaröð af hinum geysivinsælu Stranger Things. Þáttaröðin kemur út í sumar en margir hafa beðið hennar í ofvæni allt frá því að þriðja þáttaröð kom út fyrir heilum þremur árum. 12. apríl 2022 23:19
Stranger Things stikla: Fjörugt vorfrí í Hawkins Netflix birti um helgina stiklu fyrir fjórðu þáttaröð Stranger Things. Eins og svo oft áður stefnir í mikil vandræði í Hawkins og mögulega í Kaliforníu. 8. nóvember 2021 11:00