„Fyrir utan grjót og mosa veit ég ekki hvað er svona merkilegt“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 3. júní 2022 15:41 Rainn gefur lítið fyrir ósnortna nátturu sem hann komst í tæri við. instagram Leikarinn Rainn Wilson, sem fór á kostum sem hinn sérvitri Dwight Schrute í gamanþáttaröðinni The Office, er staddur hér á landi. Hann er á ferðalagi um heiminn um þessar mundir fyrir þáttaseríu sína Rainn Wilson and the Geography of Bliss. Í þáttaröðinni mun hann leita að gleðiríkustu áfangastöðum heims, líta yfir farinn veg og deila persónulegri reynslu sinni af andlegum veikindum. Grjót, mosi og pissuskálar hafa vakið athygli hans hér á landi. Fjallganga Urð og grjót. Uppímót. Ekkert nema urð og grjót. Já, og mosi. Rainn sannaði hið fornkveðna í bráðfyndnu myndbandi á Instagram í gær, að lokinni fjallgöngu í anda Tómasar Guðmundssonar. „Sjáið til, Ísland er fallegt land ef ykkur líkar við grjót og mosa. Ef ykkur líkar við grjót og mosa, komuð þið á réttan stað.“ sagði Rainn í myndbandi sem sjá má hér að neðan. View this post on Instagram A post shared by Rainn Wilson (@rainnwilson) „Fyrir utan það, veit ég ekki hvað er svona merkilegt. Nokkrir fuglar, ágætis landslag. Kíkið á Boca Raton í Flórída, það er huggulegur staður, “ sagði Rainn í kaldhæðnistón. Pissuskálar sem halda ekki vatni Annað sem vakið hefur athygli Rainn eru pissuskálarnar góðu, en Rainn klórar sér í kollinum yfir uppsetningu skálanna. View this post on Instagram A post shared by Rainn Wilson (@rainnwilson) „Ég er ekki viss um gagnsemi eðlisfræðinnar/rúmfræðarinnar í þessari uppsetningu“ skrifar Rainn á Instagram og fær athugasemdir á færslu sína um að hér á landi sé pissað rasskinn við rasskinn. Ferðalög Hollywood Íslandsvinir Mest lesið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Lífið Edrú í eitt ár Lífið Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Menning Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið Annar bakaradrengur kominn í heiminn Lífið Frábært gjafakort sem gleymist ekki ofan í skúffu Lífið samstarf Sigríður Margrét orðin amma Lífið Fleiri fréttir Annar bakaradrengur kominn í heiminn Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Edrú í eitt ár Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Sjá meira
Í þáttaröðinni mun hann leita að gleðiríkustu áfangastöðum heims, líta yfir farinn veg og deila persónulegri reynslu sinni af andlegum veikindum. Grjót, mosi og pissuskálar hafa vakið athygli hans hér á landi. Fjallganga Urð og grjót. Uppímót. Ekkert nema urð og grjót. Já, og mosi. Rainn sannaði hið fornkveðna í bráðfyndnu myndbandi á Instagram í gær, að lokinni fjallgöngu í anda Tómasar Guðmundssonar. „Sjáið til, Ísland er fallegt land ef ykkur líkar við grjót og mosa. Ef ykkur líkar við grjót og mosa, komuð þið á réttan stað.“ sagði Rainn í myndbandi sem sjá má hér að neðan. View this post on Instagram A post shared by Rainn Wilson (@rainnwilson) „Fyrir utan það, veit ég ekki hvað er svona merkilegt. Nokkrir fuglar, ágætis landslag. Kíkið á Boca Raton í Flórída, það er huggulegur staður, “ sagði Rainn í kaldhæðnistón. Pissuskálar sem halda ekki vatni Annað sem vakið hefur athygli Rainn eru pissuskálarnar góðu, en Rainn klórar sér í kollinum yfir uppsetningu skálanna. View this post on Instagram A post shared by Rainn Wilson (@rainnwilson) „Ég er ekki viss um gagnsemi eðlisfræðinnar/rúmfræðarinnar í þessari uppsetningu“ skrifar Rainn á Instagram og fær athugasemdir á færslu sína um að hér á landi sé pissað rasskinn við rasskinn.
Ferðalög Hollywood Íslandsvinir Mest lesið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Lífið Edrú í eitt ár Lífið Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Menning Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið Annar bakaradrengur kominn í heiminn Lífið Frábært gjafakort sem gleymist ekki ofan í skúffu Lífið samstarf Sigríður Margrét orðin amma Lífið Fleiri fréttir Annar bakaradrengur kominn í heiminn Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Edrú í eitt ár Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Sjá meira