Toyota með flestar nýskráningar í maí Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 2. júní 2022 07:01 Mitsubishi Eclipse Cross var mest nýskráða undirtegundin í maí. Toyota trónir á toppi nýskráðra nýrra bifreiða í maí mánuði með 568 bifreiðar nýskráðar. Mitsubishi er í öðru sæti með 428 nýskráðar bifreiðar. Hyundai í þriðja sæti 213 nýskráðar bifreiðar. Alls voru 3573 ökutæki nýskráð í maí, þar af voru 2.367 nýjar bifreiðar. Fréttin byggir á tölum af vef Samgöngustofu. Nýskráningar eftir framleiðendum. Mitsubishi Eclips Cross var mest selda undirtegundin í maí en af þeim Mitsubishi bifreiðum sem voru nýskráðar voru 359 Eclipse Cross bílar. Næst algengasta undirtegundin var Toyota Rav4, 204 slíkar bifreiðar voru seldar í maí. Land Cruiser var þriðja mest selda undirtegundin með 100 nýskráð eintök. Nýskráningar líðandi árs eru til þessa 11.512 á móti 3.930 afskráningum. Ökutækjafloti landsins er því að stækka um sem nemur 7.582 ökutæki, það sem af er ári. Á sama tíma í fyrra námu nýskráningar ökutækja 7.309 eintökum. Aukning á milli ára nemur því um 57,5%. Nýskráningar eftir orkugjöfum í maí. Orkugjafar Tengiltvinnbílar voru vinsælastir í maí með 864 bíla nýskráða. Dísel var næst vinsælasti kosturinn með 754 ökutæki nýskráð. Bensín í þriðja sæti með 604 ökutæki nýskráð. og rafmagn í því fjórða með 510 ökutæki skráð. Vistvænir kostir, tvinnbílar, metan, rafmagn og tengiltvinnbílar voru samtals 1.852. Hreinir jarðefnaeldsneytisbílar, bensín og dísel voru nýskráð í samtals 1.358 eintökum. Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent
Nýskráningar eftir framleiðendum. Mitsubishi Eclips Cross var mest selda undirtegundin í maí en af þeim Mitsubishi bifreiðum sem voru nýskráðar voru 359 Eclipse Cross bílar. Næst algengasta undirtegundin var Toyota Rav4, 204 slíkar bifreiðar voru seldar í maí. Land Cruiser var þriðja mest selda undirtegundin með 100 nýskráð eintök. Nýskráningar líðandi árs eru til þessa 11.512 á móti 3.930 afskráningum. Ökutækjafloti landsins er því að stækka um sem nemur 7.582 ökutæki, það sem af er ári. Á sama tíma í fyrra námu nýskráningar ökutækja 7.309 eintökum. Aukning á milli ára nemur því um 57,5%. Nýskráningar eftir orkugjöfum í maí. Orkugjafar Tengiltvinnbílar voru vinsælastir í maí með 864 bíla nýskráða. Dísel var næst vinsælasti kosturinn með 754 ökutæki nýskráð. Bensín í þriðja sæti með 604 ökutæki nýskráð. og rafmagn í því fjórða með 510 ökutæki skráð. Vistvænir kostir, tvinnbílar, metan, rafmagn og tengiltvinnbílar voru samtals 1.852. Hreinir jarðefnaeldsneytisbílar, bensín og dísel voru nýskráð í samtals 1.358 eintökum.
Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent