Arnar: Að mörgu leyti okkar besti leikur í sumar Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 1. júní 2022 22:45 Arnar Páll Garðarsson (t.h.) stýrir KR eftir að Jóhannes Karl (t.v.) hætti með liðið. Vísir/Hulda Margrét Arnar Páll Garðarson, annar af þjálfurum KR, var að vonum svekktur með 3-1 tap liðsins á Selfossi í kvöld. Hann segist þó hafa verið ánægður með frammistöðuna hjá liðinu. „Ég er bara aðallega svekktur. Mér fannst frammistaðan hjá liðinu frábær“ sagði Arnar Páll eftir tapið í kvöld. „Það er augljóslega ekki búið að genga frábærlega í sumar en við erum búin að vinna seinustu tvo leiki og þessi leikur var svona að mörgu leyti okkar besti leikur í sumar á móti frábæru liði. Mér fannst við eiga meira skilið út úr þessum leik þannig að ég er svekktur með úrslitin en ofboðslega ánægður með frammistöðuna hjá stelpunum.“ KR-ingar héldu Selfyssingum í skefjum fyrstu mínútur leiksins, en fengu svo á sig tvö mörk með tveggja mínútna millibili eftir rúmlega 15 mínútna leik. Arnar segir það hafa verið eins og blaut tuska í andlitið. „Já algjörlega. Einhver langskot og draumaskot. Sláin inn og upp í samskeytin. Það er augljóslega eitthvap sem við getum gert betur í þessum mörkum. En við fáum á okkur þrjú mörk í kvöld og tvö af þeim eru skot fyrir utan teig upp í skeytin og slánna og eitt er úr föstu leikatriði. Þannig að það er bara svekkjandi að tapa svona.“ KR-liðið mætti af miklum krafti í seinni hálfleikinn og náði að minnka muninn í 2-1. Fljótlega eftir það skoruðu Selfyssingar þó sitt þriðja mark, en Arnar segiar að þrátt fyrir að honum hafi þótt liðið sitt bregðast vel við því þá hafi það gert hlutina of erfiða fyrir þær. „Mer fannst stelpurnar bregðast ágætlega við. Auðvitað þegar þú ert að koma til baka og minnkar muninn þá færðu smá mómentum, en svo dettur þetta hinumegin og þá slær það mann svolítið niður. En við héldum áfram og vorum að skapa alveg þangað til leikurinn var flautaður af.“ Næsi leikur KR er gegn Þrótti næstkomandi þriðjudag og Arnar er fullviss um að liðið taki stig úr þeim leik ef spilamennskan verður sú sama og í kvöld. „Það var auðvitað svekkjandi að fá ekki neitt út úr þessum leik en það sem maður tekur úr honum er bara frammistaðan. Þetta Selfosslið var að komast upp að toppnum með þessum sigri og við eigum alveg að geta unnið Þrótt með svona frammistöðu,“ sagði Arnar að lokum. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Besta deild kvenna KR Tengdar fréttir Leik lokið: Selfoss-KR 3-1 | Öruggur sigur Selfyssinga Selfoss vann öruggan 3-1 sigur er liðið tók á móti KR í sjöundu umferð Bestu-deildar kvenna í kvöld. Sigurinn lyfti Selfyssingum upp í annað sæti deildarinnar, en KR-ingar sitja sem fastast á botninum. 1. júní 2022 23:15 Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Fleiri fréttir Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Sjá meira
„Ég er bara aðallega svekktur. Mér fannst frammistaðan hjá liðinu frábær“ sagði Arnar Páll eftir tapið í kvöld. „Það er augljóslega ekki búið að genga frábærlega í sumar en við erum búin að vinna seinustu tvo leiki og þessi leikur var svona að mörgu leyti okkar besti leikur í sumar á móti frábæru liði. Mér fannst við eiga meira skilið út úr þessum leik þannig að ég er svekktur með úrslitin en ofboðslega ánægður með frammistöðuna hjá stelpunum.“ KR-ingar héldu Selfyssingum í skefjum fyrstu mínútur leiksins, en fengu svo á sig tvö mörk með tveggja mínútna millibili eftir rúmlega 15 mínútna leik. Arnar segir það hafa verið eins og blaut tuska í andlitið. „Já algjörlega. Einhver langskot og draumaskot. Sláin inn og upp í samskeytin. Það er augljóslega eitthvap sem við getum gert betur í þessum mörkum. En við fáum á okkur þrjú mörk í kvöld og tvö af þeim eru skot fyrir utan teig upp í skeytin og slánna og eitt er úr föstu leikatriði. Þannig að það er bara svekkjandi að tapa svona.“ KR-liðið mætti af miklum krafti í seinni hálfleikinn og náði að minnka muninn í 2-1. Fljótlega eftir það skoruðu Selfyssingar þó sitt þriðja mark, en Arnar segiar að þrátt fyrir að honum hafi þótt liðið sitt bregðast vel við því þá hafi það gert hlutina of erfiða fyrir þær. „Mer fannst stelpurnar bregðast ágætlega við. Auðvitað þegar þú ert að koma til baka og minnkar muninn þá færðu smá mómentum, en svo dettur þetta hinumegin og þá slær það mann svolítið niður. En við héldum áfram og vorum að skapa alveg þangað til leikurinn var flautaður af.“ Næsi leikur KR er gegn Þrótti næstkomandi þriðjudag og Arnar er fullviss um að liðið taki stig úr þeim leik ef spilamennskan verður sú sama og í kvöld. „Það var auðvitað svekkjandi að fá ekki neitt út úr þessum leik en það sem maður tekur úr honum er bara frammistaðan. Þetta Selfosslið var að komast upp að toppnum með þessum sigri og við eigum alveg að geta unnið Þrótt með svona frammistöðu,“ sagði Arnar að lokum. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deild kvenna KR Tengdar fréttir Leik lokið: Selfoss-KR 3-1 | Öruggur sigur Selfyssinga Selfoss vann öruggan 3-1 sigur er liðið tók á móti KR í sjöundu umferð Bestu-deildar kvenna í kvöld. Sigurinn lyfti Selfyssingum upp í annað sæti deildarinnar, en KR-ingar sitja sem fastast á botninum. 1. júní 2022 23:15 Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Fleiri fréttir Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Sjá meira
Leik lokið: Selfoss-KR 3-1 | Öruggur sigur Selfyssinga Selfoss vann öruggan 3-1 sigur er liðið tók á móti KR í sjöundu umferð Bestu-deildar kvenna í kvöld. Sigurinn lyfti Selfyssingum upp í annað sæti deildarinnar, en KR-ingar sitja sem fastast á botninum. 1. júní 2022 23:15