Lífið samstarf

Af hverju höfum við tilhneigingu til þess að keyra okkur í þrot?

Dáleiðsluskóli Íslands
Guðbjörg Erlendsdóttir klínískur dáleiðandi.
Guðbjörg Erlendsdóttir klínískur dáleiðandi. Ásta Kristjánsdóttir

Guðbjörg Erlendsdóttir, klínískur dáleiðandi, hafði unnið sem stjórnandi í 20 ár þegar hún sneri sér að stjórnenda- og mannauðsráðgjöf og leiðtogaþjálfun (m.a. markþjálfun) til fyrirtækja.

 Hún sá not fyrir fjölbreyttari verkfæri í starfi sínu sem ráðgjafi og að dáleiðsla gæti meðal annars nýst sem verkfæri innan fyrirtækja og stofnanna. Mikil vitundarvakning er meðal stjórnenda um að veita góðan stuðning inn á vinnustað þegar kemur að andlegri og líkamlegri vellíðan og velferð starfsfólks og á meðferðardáleiðsla klárlega erindi sem valmöguleiki. Hún starfrækir eigin ráðgjafastofu, Éxito ehf., auk þess að veita meðferðardáleiðslu í Ármúla 23.

„Fyrirtæki fá markþjálfa til þess að þjálfa stjórnendur og starfsfólk og ég sá að í ákveðnum tilfellum gæti dáleiðsla nýst. Ég hef mjög lengi haft áhuga á því sem snýr að öllu mannlegu og aflað mér menntunar til að fá betri skilning á fólki, m.a. sálfræði og stjórnendafræði við HÍ, stjórnenda og NLP markþjálfun. En mig langaði til þess að kafa dýpra og hef lokið bæði grunnnámi og framhaldsnámi í meðferðardáleiðslu og hjá Dáleiðsluskóla Íslands,“ útskýrir Guðbjörg.

Öflug meðferð

Hugræn endurforritun er kennd við Dáleiðsluskóla Íslands. Höfundur aðferðarinnar er Ingibergur Þorkelsson, skólastjóri Dáleiðsluskóla Íslands.

Hjá Dáleiðsluskóla Íslands lærði hún Hugræna endurforritun sem hún segir afar öfluga meðferð. Aðferðin hefur meðal annars reynst Guðbjörgu áhrifarík við vinnu með afleiðingar áfalla. Hún segir flest okkar fara í gegnum áföll á lífsleiðinni. Heilinn hafi getu til að vinna úr mörgu en sumt situr eftir og getur haft áhrif á okkar daglega líf - oft án þess að við gerum okkur grein fyrir því.

„Af hverju höfum við tilhneigingu til þess að keyra okkur í þrot? Af hverju erum við svona upptekin af því að vera dugleg? Rótina getur verið að finna langt aftur í æsku, hegðunarmynstur sem verður til þegar við erum í ákveðnum aðstæðum sem börn, eitthvert viðbragð sem fylgir okkur áfram. 

Það getur komið fólki á óvart að þetta tiltekna atvik hafi haft svona mikil áhrif og íþyngjandi og oft koma upp atriði sem fólk var búið að gleyma,“ segir Guðbjörg.

Nýta innri styrk einstaklingsins

„Fólk þarf ekki að staldra við það sem kemur upp í dáleiðslumeðferð eða fara inn í tilfinninguna frekar en það vill. Við erum ekki að þurrka út minningar í meðferðinni, þær verða áfram til staðar en við losum fólk við tilfinninguna og ýmsar aðrar áhengjur sem tengist ákveðnum atburði og hefur íþyngt því og hamlað. Hugræn endurforritun gengur út á að nýta innri styrk einstaklingsins sjálfs. Í raun er þetta stýrð sjálfsdáleiðsla. Það gerist ekkert nema viðkomandi sé tilbúinn til þess. Ég hef unnið með ólík mál en rauði þráðurinn hjá mörgum þeirra sem komið hafa til mín er mikið álag, streita og áfallastreituröskun og andlegt og líkamlegt þrot.“

Árangurinn kemur fljótt fram

„Það er einstaklega ánægjulegt að sjá þær breytingar sem verða á fólki sem leitar til mín. Oft þarf ekki nema þrjú skipti til þess að fólk finni innri ró og sitji betur í sjálfu sér. 

Dæmi eru um að líkamleg einkenni sem rakin hafa verið til álags hafa minnkað til muna eða horfið eftir dáleiðslumeðferð og fólk sem leitar til mín með svefnvandamál hefur öðlast allt að 80 til 100% betri svefn. 

Þá hafi árangurinn haldist stöðugur einum til tveimur mánuðum eftir að meðferð lauk sem er mjög góður vitnisburður. 

Ég tek fram að við klínískir dáleiðendur gefum okkur ekki út fyrir að vera sálfræðingar eða geðlæknar né skiptum við okkur af lyfjameðferð. Við vinnum þess í stað með undirvitundinni og leiðum fólk til lausnar á þeim vandamálum sem það vill fá lausn á,“ segir Guðbjörg að lokum.

Sér fólk öðlast nýtt líf í dáleiðslumeðferð

Sigurbjörg Kristjánsdóttir vinnur með margs konar vanda, allt frá brotinni sjálfsmynd og frammistöðukvíða til afleiðinga andlegs og líkamlegs ofbeldis, nauðgana og annars kynferðisofbeldis.

Sigurbjörg Kristjánsdóttir klínískur dáleiðandi.Ásta Kristjánsdóttir

Sem klínískur dáleiðandi hef ég unnið með mjög mörgu fólki. Aðferðirnar sem eru kenndar hjá Dáleiðsluskóla Íslands, ekki síst Hugræn endurforritun eru ótrúlega öflugar og árangur næst oftast eftir 3 eða 4 skipti.

Ég útskrifaðist árið 2020 og hef því stundað dáleiðslu í tvö ár. Ástæða þess að ég lærði dáleiðslu voru breytingar í mínu lífi, ég datt úr vinnu eftir 20 ára starf og þegar ég fékk þetta tækifæri upp í hendurnar ákvað ég strax að gera dáleiðslu að minni atvinnu. Ég sé ekki eftir því. Það gefur mér mikið og það er gaman að sjá og fylgjast með fólki sem hefur fengið bata með því að fara í dáleiðslu.

Ég vinn með það sem fólk óskar eftir en oftast kemur ýmislegt upp sem fólk bjóst ekki við, hlutir sem fólk var búið að loka á. Sumir lenda í mörgum áföllum í bernsku og æsku, allt frá höfnun móður til eineltis og árása. Dáleiðslumeðferð virkar einnig vel við fælni, til að koma sér af stað eftir veikindi eða til að taka á mataræði. Það er gaman að sjá og upplifa þegar fólk getur unnið úr sínum málum í dáleiðslunni. Fólk er milli svefns og vöku og fer misdjúpt og því dýpra sem fólk fer því meiri er vinnan. 

Dáleiðsla breytti mínu eigin lífi og ég sé fólk öðlast nýtt líf í meðferðinni, fá nýja sýn á hlutina og losa sig við tilfinningar sem höfðu þvælst fyrir því og íþyngt. Ein sagði við mig; „dáleiðsla virkar hundrað prósent.“!

Ég fylgist með árangri eftir hvern tíma og áfram eftir að meðferð er lokið. Fólk upplifir mikla vinnslu í meðferðinni en ekki síður eftir tímann, vinnan heldur áfram og margir hafa sagt að þau fari að hugsa öðruvísi, staldra við og spyrja sig „hvað geri ég núna?“ í staðinn fyrir að henda í bakpokann því sem gerist. Hann verður þungur þegar við læsum inni tilfinningar sem hafa verið að angra okkur. Í meðferðinni er eins og að fólk léttist um mörg kíló við að losa sig við þetta farg. Hugræn endurforritun er frábært tæki.

Í dáleiðslu fer fólk í mjög mikla og góða slökun og getur gleymt sér. Það er stórt verkefni fyrir marga að taka á því sem kemur og ýmislegt kemur upp sem fólk vissi ekki að það væri að bera. Í hraðanum gleymir fólk að vera til. Margar stéttir þurfa svo að upplifa erfiða reynslu svo sem sjúkraflutningamenn, heilbrigðisstarfsfólk og lögreglumenn og hjá sumum gefur eitthvað eftir og brottfall úr þessum stéttum er mikið. Með Hugrænni endurforritun er hægt að vinna úr málunum þannig að fólk nái fyrri heilsu og geti starfað áfram.

Ég vildi óska að ég hefði lært þetta fag fyrir lifandi löngu.

Dáleiðsla eins og tröppugangur - vinna þarf úr einu þrepi í einu

Guðbjört Einarsdóttir er klínískur dáleiðandi frá Dáleiðsluskóla Íslands. Hún hefur náð miklum árangri með Hugrænni endurforritun og segir afar gefandi að sjá hvernig meðferðin skilar skjólstæðingum hennar langþráðum létti.

Guðbjört Einarsdóttir klínískur dáleiðandiVilhelm

Hugræn endurforritun er magnað fyrirbæri og afar öflug meðferð en með henni er hægt að leiðsegja fólki gegnum sárar minningar og hluti sem það hefur grafið í undirmeðvitundinni og vinna úr þeim.

Margt fólk gengur með óútskýrða vanlíðan árum saman sem það veit ekki hvaðan kemur og veldur því kvíða. Með þessari aðferð vinnur einstaklingurinn sína vinnu í undirmeðvitundinni sjálfur. Ég leiði hann áfram með stikkorðum og fólk þarf ekki að segja mér hvað það er að fást við frekar en það vill. Oft kemur eitthvað upp sem fólk bjóst ekki við.

Ég lýsi dáleiðslumeðferð gjarnan eins og tröppugangi því þú ætlar þér kannski að vinna í tröppu 15 en lendir á tröppu 10 því þar er eitthvað sem þarf að vinna úr til þess að komast áfram upp. Oftast þarf lágmark þrjá tíma til að vinna vel úr þeim verkefnum sem mæta fólki en ég hef séð ótrúlegan árangur strax eftir fyrsta tímann.

Fólk trúir því varla nema upplifa það sjálft. Ég hef haft hjá mér einstakling sem sagðist eftir aðeins einn tíma upplifa sig í núinu í fyrsta sinn á ævinni. Hafði alltaf verið „annars staðar“ alltaf að þjónusta fólkið sitt en upplifði loksins sjálft sig.

Það eru töfrarnir við dáleiðslu og ég kem alltaf glöð út eftir vinnudaginn.

Spilafíkn vék eftir einn dáleiðslutíma

Álfheiður Eva Óladóttir er klínískur dáleiðandi frá Dáleiðsluskóla Íslands. Hún er einnig með menntun í sálfræði og viðskiptafræði frá Háskóla Íslands. Hún segir alla geta nýtt sér dáleiðslu á einhvern hátt til sjálfseflingar.

Álfheiður Eva Óladóttir klínískur dáleiðandi.

Til mín hafa komið fjöldi einstaklinga á ólíkum aldri með ýmis viðfangsefni. Allt frá svefnvandamálum til spilafíknar. Mín reynsla og margra annarra sýnir að dáleiðslumeðferðir hafa reynst mörgum afar vel sem glíma við fælni eða kvíða. Þannig hafa margir fengið fullan bata af t.d. flughræðslu eftir dáleiðslumeðferð.

Einnig hef ég nýlegt dæmi um einstakling sem glímdi við spilafíkn sem kom í eitt skipti í dáleiðslumeðferð og hefur haldið bata núna í 8 mánuði. Margir einstaklingar með langvinna sjúkdóma hafa getað nýtt dáleiðslu til að draga úr einkennum og auka vellíðan.

Undirvitundin er gríðarlega öflugt og stórt gagnasafn, hún geymir allt, allar minningar, allar tilfinningar, öll áhrif og sér um alla ósjálfráða starfsemi líkamans.

Þær truflanir sem við glímum við í núinu eiga gjarnan rætur að rekja til einhverra áhrifa sem við höfum orðið fyrir í gegnum lífsleiðina. Þannig vistar undirvitundin ákveðin viðbrögð við áreiti frá umhverfinu sem birtast með sálrænum og líkamlegum hætti.

Dæmi um þetta er fælni af ýmsum toga. Dáleiðslumeðferðir eru gríðarlega öflug verkfæri til að vinna með margvísleg mál af sálrænum og sálvefrænum toga og endurforrita undirvitundina. Dáleiðslumeðferð er ekki töfralausn en skilar oft ótrúlegum árangri. Það geta allir nýtt sér dáleiðslu á einhvern hátt til sjálfseflingar.


Hægt er að bóka meðferð hér á síðunni dáleiðslufélagið.is







Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.