Nik Chamberlain: Hefðum líklega getað skorað fleiri mörk Sverrir Mar Smárason skrifar 18. maí 2022 20:34 Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar, á hliðarlínunni í kvöld. Diego Þróttur R. vann góðan 4-1 sigur á Þór/KA í Bestu deild kvenna í dag. Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar, var gríðarlega sáttur við sigur síns liðs. „Við vorum með gott taktískt leikplan í fyrri hálfleik. Við hreyfðum boltann vel og fórum í þau svæði sem við vildum fara í. Við gerðum þetta vel, sköpuðum mörg færi og skoruðum mörk. Hefðum líklega getað skorað fleiri mörk. Við hleyptum þeim svo aðeins inn í þetta aftur með smá kæruleysi. Fyrir utan markið þeirra og skotið í stöng í lokin þá sköpuðu þær sér ekkert þannig það var pirrandi að fá á sig mark í dag. Við þurfum að gera betur þar, erum ekki enn búnar að halda hreinu í deildinni. Í seinni hálfleik kláruðum við þetta bara,“ sagði Nik um leikinn. Þróttur leitaði mikið í svæðið fyrir aftan háa varnarlínu Þór/KA og sköpuðu upp úr því fjölmörg dauðafæri til þess að skora. Nik vissi að Þór/KA myndu stilla svona upp en reiknaði ekki með svona hárri línu. „Til að vera alveg heiðarlegur þá hélt ég að þær myndu mæta okkur neðar. Ég vissi að þær myndu spila með þrjár í vörninni og reyna pressa okkur í vandræði. Við færðum sóknarmenn okkar aðeins út í víddina til þess að sækja í opnu svæðin þeirra þegar við unnum boltann,“ sagði Nik. Þróttur fer með sigrinum upp að hlið Selfoss á toppi deildarinnar. Nik er léttur og segir mikið eftir ennþá. „Einhvern tímann er allt fyrst, þeir ættu að stoppa deildina núna og þá vinnum við,“ sagði Nik og hló en hélt svo áfram, „það er frábært að fá stig á töfluna og það er gott að horfa á það. Þetta er ekki endilega staða sem við stefnum á að vera í og halda út tímabilið. Við tökum gömlu klisjuna, vika fyrir viku og leikur fyrir leik. Það er samt gott að ná stigum á töfluna snemma í ár, klárlega.“ Katla Tryggvadóttir spilaði frábærlega í leiknum í dag. Katla er fædd árið 2005 og skipti í vetur yfir til Þróttar frá Val. Nik hefur gríðarlega trú á Kötlu. „Hún hefur mikið sjálfstraust með boltann. Við höfum reynt að gefa ungum leikmönnum tækifæri til þess að blómstra og leyfa þeim að gera sitt. Katla mun gera mistök og örugglega gera hluti sem hún ætti ekki að gera, það er partur af því að læra. Til dæmis að vera ekki að reyna að sóla við teiginn þegar það er óþarfi. Hún er mjög hæfileikarík. Hún sér hluti og sér sendingar. Hún passar vel inn í það sem við erum að reyna að gera hérna og hún verður bara betri og betri,“ sagði Nik að lokum um Kötlu. Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík Þór Akureyri KA Tengdar fréttir Umfjöllun: Þróttur - Þór/KA | Þróttur jafnar Selfoss á toppi deildarinnar Þróttur fékk Þór/KA í heimsókn í Laugardalinn í Bestu deild kvenna í fótbolta í dag. Heimastúlkur áttu frábæran fyrri hálfleik og fylgdu því svo eftir með fagmannlegri frammistöðu í þeim síðari. Leiknum lauk með þægilegum 4-1 sigri Þróttar. 18. maí 2022 19:34 Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Leik lokið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Fleiri fréttir Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Leik lokið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Í beinni: Man. City - Liverpool | Stórleikur á Etihad Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stressuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sjá meira
„Við vorum með gott taktískt leikplan í fyrri hálfleik. Við hreyfðum boltann vel og fórum í þau svæði sem við vildum fara í. Við gerðum þetta vel, sköpuðum mörg færi og skoruðum mörk. Hefðum líklega getað skorað fleiri mörk. Við hleyptum þeim svo aðeins inn í þetta aftur með smá kæruleysi. Fyrir utan markið þeirra og skotið í stöng í lokin þá sköpuðu þær sér ekkert þannig það var pirrandi að fá á sig mark í dag. Við þurfum að gera betur þar, erum ekki enn búnar að halda hreinu í deildinni. Í seinni hálfleik kláruðum við þetta bara,“ sagði Nik um leikinn. Þróttur leitaði mikið í svæðið fyrir aftan háa varnarlínu Þór/KA og sköpuðu upp úr því fjölmörg dauðafæri til þess að skora. Nik vissi að Þór/KA myndu stilla svona upp en reiknaði ekki með svona hárri línu. „Til að vera alveg heiðarlegur þá hélt ég að þær myndu mæta okkur neðar. Ég vissi að þær myndu spila með þrjár í vörninni og reyna pressa okkur í vandræði. Við færðum sóknarmenn okkar aðeins út í víddina til þess að sækja í opnu svæðin þeirra þegar við unnum boltann,“ sagði Nik. Þróttur fer með sigrinum upp að hlið Selfoss á toppi deildarinnar. Nik er léttur og segir mikið eftir ennþá. „Einhvern tímann er allt fyrst, þeir ættu að stoppa deildina núna og þá vinnum við,“ sagði Nik og hló en hélt svo áfram, „það er frábært að fá stig á töfluna og það er gott að horfa á það. Þetta er ekki endilega staða sem við stefnum á að vera í og halda út tímabilið. Við tökum gömlu klisjuna, vika fyrir viku og leikur fyrir leik. Það er samt gott að ná stigum á töfluna snemma í ár, klárlega.“ Katla Tryggvadóttir spilaði frábærlega í leiknum í dag. Katla er fædd árið 2005 og skipti í vetur yfir til Þróttar frá Val. Nik hefur gríðarlega trú á Kötlu. „Hún hefur mikið sjálfstraust með boltann. Við höfum reynt að gefa ungum leikmönnum tækifæri til þess að blómstra og leyfa þeim að gera sitt. Katla mun gera mistök og örugglega gera hluti sem hún ætti ekki að gera, það er partur af því að læra. Til dæmis að vera ekki að reyna að sóla við teiginn þegar það er óþarfi. Hún er mjög hæfileikarík. Hún sér hluti og sér sendingar. Hún passar vel inn í það sem við erum að reyna að gera hérna og hún verður bara betri og betri,“ sagði Nik að lokum um Kötlu.
Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík Þór Akureyri KA Tengdar fréttir Umfjöllun: Þróttur - Þór/KA | Þróttur jafnar Selfoss á toppi deildarinnar Þróttur fékk Þór/KA í heimsókn í Laugardalinn í Bestu deild kvenna í fótbolta í dag. Heimastúlkur áttu frábæran fyrri hálfleik og fylgdu því svo eftir með fagmannlegri frammistöðu í þeim síðari. Leiknum lauk með þægilegum 4-1 sigri Þróttar. 18. maí 2022 19:34 Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Leik lokið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Fleiri fréttir Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Leik lokið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Í beinni: Man. City - Liverpool | Stórleikur á Etihad Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stressuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sjá meira
Umfjöllun: Þróttur - Þór/KA | Þróttur jafnar Selfoss á toppi deildarinnar Þróttur fékk Þór/KA í heimsókn í Laugardalinn í Bestu deild kvenna í fótbolta í dag. Heimastúlkur áttu frábæran fyrri hálfleik og fylgdu því svo eftir með fagmannlegri frammistöðu í þeim síðari. Leiknum lauk með þægilegum 4-1 sigri Þróttar. 18. maí 2022 19:34