Lífið

„Ég er ekki á leiðinni í neitt samband“

Elísabet Hanna skrifar
Hjónin fagna tuttugu ára brúðkaupsafmæli í sumar.
Hjónin fagna tuttugu ára brúðkaupsafmæli í sumar. Betri helmingurinn.

Listahjónin Edda Björg Eyjólfsdóttir og Stefán Magnússon hafa verið gift í tæp tuttugu ár eftir rómantískt bónorð á Ítalíu. Stebbi var samt alls ekki á leiðinni í samband þegar leiðir þeirra lágu upphaflega saman en ástin tók völdin og er mikið um grín og glens hjá parinu.

Ástríðan með ófjölskylduvænan vinnutíma

Þau starfa bæði við ástríðu sína en Edda er leikkona og Stefán gítarleikari. Edda segir það oft vera mikið hark að vera í listaheiminum og hefur hún aldrei verið fastráðin á allri sinni leikaratíð og oft þurft að feta sínar eigin leiðir og búa til tækifæri sem hefur lukkast vel. 

Stefán hefur starfað sem sjálfstæður gítarleikari síðustu tuttugu árin og hefur spilað meðal annars í Geirfuglunum, Reiðmönnum vindanna og SSSól. Undanfarið hefur hann þar að auki verið að vinna við skjátextagerð og þýðingu fyrir bíómyndir og sjónvarp eftir að hafa skellt sér í nám.

„Þetta er ekki fjölskylduvænn vinnutími, það vita það náttúrulega allir sem hafa eitthvað komið nálægt þessu, þetta eru kvöldin og helgar,“

segir Stefán um listalífið og segir það geta verið bras þegar þau lenda í sömu sýningunum. 

Þau Edda og Stebbi voru gestir í 56. þætti af hlaðvarpinu Betri helmingurinn með Ása en hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni neðst í greininni. Umsjónarmaður þáttanna er Ásgrímur Geir Logason. Hann fær til sín þjóðþekkta einstaklinga ásamt þeirra betri helming og ræðir um ástarsambandið, lífið og tilveruna.

Sá hann fyrst í strætó

Fyrsta minningin af hvort öðru er frá unglingsárunum þegar Edda fékk leyfi til þess að taka síðasta strætóinn heim. Þar sá hún mjög sætan strák með sixpensara sem hann er enn með í dag. 

Leiðir þeirra lágu oft saman í gegnum tíðina án þess að verða að sambandi enda aðeins ár á milli þeirra. Þegar þau horfa til baka segja þau það vera eins og alheimurinn hafi verið að sá einhverjum fræum að lífinu sem þau eiga saman í dag.

„Ég er ekki á leiðinni í neitt samband“

Nokkrum árum síðar var Stebbi á nemendasýningu hjá Eddu þar sem hann sá hana á sviðinu „þar kviknaði lítill neysti líka sem varð síðan að gríðar miklu báli“ segir hann. Það var svo sumarið 1999 sem Edda ákvað að þetta yrði kærastinn sinn en þá höfðu þau verið að blikka hvort annað í gegnum tíðina án þess að neitt hafi gerst. 

„Við drógumst hvort að öðru,“

segja þau í kór. Þau segja Menningarnótt árið 1999 hafa verið örlagaríka í sínu sambandi. Þau segjast hafa átt rómantíska stund þar sem þau röltu um miðbæinn eftir að hafa átt gott sumar saman og Stebbi setti fram yfirlýsinguna: 

„Bara svo þú vitir það, ég er ekki á leiðinni í neitt samband.“

Ástin tók yfir

Eftir yfirlýsinguna tók við tímabil þar sem Edda ásamt vinkonu sinni Lindu Ásgeirsdóttur keyrðu stundum framhjá húsinu hans til þess að athuga hvort að hann væri heima. Það var ekki fyrr en í október sem þau urðu par þegar Geirfuglarnir voru að spila í frumsýningarpartýi eftir sýningu sem Edda var að leika í og þau sáu hvort annað.

„Við fórum bara saman með kampavínsflöskuna og the rest is history,“

segir Edda. Í dag eru þau með lítinn bóndabæ í Skerjafirðinum eins og þau grínast með þar sem mikið er um dýrahald á heimilinu og jafnvel verið að íhuga að bjóða hænur velkomnar í fjölskylduna.

Án vegabréfs á Ítalíu

Fyrsta ferðin þeirra saman var til rómantísku Ítalíu þar sem Stebbi skellti sér á skeljarnar. Þegar þau voru að fljúga heim til baka þurftu þau að stoppa á leiðinni og sýna vegabréf en þá hafði hann pakkað vegabréfinu sínu vel og vandlega ofan í ferðatöskuna sína sem var farin út í flugvélina segja þau og hlæja.

„Það hefur nokkrum sinnum gerst á okkar ferðalögum að við erum óheppin eða bara svolítið rugluð.“
Klippa: Betri helmingurinn með Ása - Edda Björg Eyjólfsdóttir og Stefán Magnússon

Þarf að gæta að sambandinu

Þau segjast hafa komist að því með árunum að maður þurfi að gæta vel að sambandinu alveg sama hversu lengi maður er búinn að vera saman.

„Fara út af heimilinu, gista einhversstaðar annarsstaðar. Nótt á hóteli í miðbænum eða eitthvað. Gera date night og hafa svolítið fyrir því að skipuleggja fyrir hvort annað,“ segir Edda.„Fólk þarf að passa það að gefa sér tíma í það að vera kærustupar og þurfa ekki að hugsa um neitt nema hvort annað í smá stund,“ bætir Stebbi við. 

„Við getum samt alveg tekist á og átt okkar moment þar sem við náum ekki utan um þetta en við erum alltaf skotin í hvort öðru, það hefur aldrei breyst,“ segir Edda áður en Stefán bætir í glensi við:

„Svo erum við náttúrulega að swinga líka, nýbyrjuð á því, það er rosa stuð.“

Í þættinum ræða þau eldamennskuna, hreyfingu, heilsuna, listina, æskuna, öll ferðalögin og mikilvægi þess að rækta sig og hvort annað. 

Þáttinn má heyra í heild sinni hér að neðan:


Tengdar fréttir

Hittust í fyrsta sinn á flug­vellinum í L.A.: „Það var svaka­legt móment sem við munum alltaf eiga“

Elli hafði séð Steinunni þegar hún var í stúlknasveitinni Nylon og hafði honum alltaf þótt hún afar sæt. Það var þó ekki fyrr en mörgum árum síðar sem hann sá viðtal við hana í blaðinu og ákvað að senda henni vinabeiðni á Facebook. Það reyndist honum mikið gæfuspor, því í dag eru þau trúlofuð og eiga von á sínu öðru barni.

Gleymdu barninu heima: „Hvar er Stefán?“

Magnús Geir Þórðarson og Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir eiga fimm börn og lentu í því ótrúlega atviki að upplifa alvöru „Home Alone“ augnablik þegar þau voru á leiðinni upp á flugvöll.

Spá­konan vissi að þau ættu eftir að enda saman

Linda og Siggi kynntust í menntaskóla og urðu þau fljótt góðir vinir. Það var þó ekki fyrr en leiðir þeirra lágu aftur saman á fullorðinsárunum sem neistinn kviknaði á milli þeirra og hafa þau verið saman síðan.

Hægða­stoppandi lyf gerðu Sigga ó­leik á fyrsta stefnu­mótinu

„Ég vissi ekki að hún væri einhleyp. En eftir á er bara mjög fínt að hafa haldið það, því ég var ekkert stressaður í kringum hana,“ segir Siggi Þór um fyrstu kynnin við unnustu sína Sonju. Þau smullu saman og fóru fljótlega á sitt fyrsta stefnumót sem tók óvæntan snúning fyrir Sigga.

Voru á leið í glasa­frjóvgun þegar þau fengu ó­vænt já­kvætt ó­léttu­próf

Einar og Milla höfðu verið samstarfsfélagar í þónokkur ár þegar ástin kviknaði á milli þeirra. Þau giftu sig í miðjum heimsfaraldri og eiga þau nú von á sínu fyrsta barni saman. Þau tala opinskátt um það að hafa glímt við ófrjósemi, en þau voru á leiðinni í glasafrjóvgun þegar kraftaverkið kom óvænt undir.

Á­skorun að þurfa að horfa á maka sinn njóta ásta með annarri mann­eskju

Listafólkið Arnar Dan og Sigga Soffía urðu ástfangin á göngum Listaháskólans enda segir Arnar fátt meira heillandi en að sjá manneskju í essinu sínu. Sigga viðurkennir þó að það hafi reynst henni erfitt að þurfa horfa á Arnar nakinn í ástarsenu með annarri konu á nemendasýningu skólans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.