Skagfirðingar mynduðu röð rúmum tveimur tímum fyrir opnun Hjörtur Leó Guðjónsson og Ísak Óli Traustason skrifa 17. maí 2022 17:31 Rúmum tveimur tímum áður en miðasalan opnaði var farin að myndast heljarinar röð. Vísir/Ísak Óli Stuðningsmenn Tindastóls voru mættir í röð til þess að ná að festa kaup á miðum á oddaleik Tindastóls og Vals í úrslitum Subway-deildar karla. Stemningin var nokkuð góð, fólk var mætt með hátalara og stytti sér biðina með því að blasta Skagfirskum lögum. Án þín með Sverir Bergmann var að klárast og næsta lag á dagskrá var Þú gafst mér líf með hljómsveitinni Von. Blaðamaður Vísis náði tali af stuðningsmanni í biðröðinni, Sæþóri Má Hinrikssyni sem að var nýbúinn að leggja frá sér gítarinn eftir að hafa tekið lagið fyrir mannskapinn. Sæþór var mættur í röðina kl 14:45, rúmlega tveimur tímum áður en miðasalan hófst. „Ég ætlaði ekki að mæta fyrr en klukkan fjögur en fékk veður af því að fólk væri byrjað að mæta,“ sagði Sæþór í samtali við Vísi. „Ég er vongóður um að fá miða, er sirka númer 40 í röðinni.“ Aldrei séð annað eins Þair voru ófáir stuðningsmenn Tindastóls sem voru mættir í röðina í dag.Vísir/Ísak Óli Sæþór hefur mætt á flesta leiki í nokkur ár hjá Tindastól en er þetta mesta eftirspurn eftir miðum sem hann hefur upplifað? „Já það er alveg óhætt að segja það, ég hef allavegana ekki beðið í rúma tvo tíma í biðröð til að fá miða hingað til.“ Þegar að Sæþór var spurður út í leikinn sjálfann var hann ekki tilbúinn að gefa út neina spá. „Ég er hjátrúafullur að því leyti að ég þori aldrei að spá því hvernig leikirnir fara hjá mínu liði,“ sagði Sæþór. „Ég býst bara við alvöru karnivalstemningu og get ekki beðið eftir morgundeginum, veit að mitt fólk er 100% klárt í þennan leik,“ sagði Sæþór spenntur að lokum. Röðin teygði sig í allar áttir.Vísir/Ísak Óli Eins og heyra mátti á Sæþóri er stemningin fyrir leiknum mikil á Sauðárkróki og ljóst að færri komast að en vilja. Stuðningsmenn Tindastóls fá 500 miða á leikinn, eða þriðjung af heildarmiðafjölda. Úrslitaleikur Vals og Tindastóls verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og verður flautað til leiks klukkan 20:15. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkustund fyrr og ætti enginn íþróttaunnandi að láta þennan slag framhjá sér fara. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Subway-deild karla Tindastóll Valur Tengdar fréttir Börn Valsara fyrir ónæði vegna miðasölunnar Körfuknattleiksdeild Vals hefur sent frá sér tilkynningu varðandi miðasölu á oddaleik Vals og Tindastóls í Subway-deild karla annað kvöld. Þar segir að starfsfólk og stjórnarfólk Vals, og jafnvel börn þess, hafi orðið fyrir ónæði vegna miðasölunnar. 17. maí 2022 16:27 Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Sjá meira
Án þín með Sverir Bergmann var að klárast og næsta lag á dagskrá var Þú gafst mér líf með hljómsveitinni Von. Blaðamaður Vísis náði tali af stuðningsmanni í biðröðinni, Sæþóri Má Hinrikssyni sem að var nýbúinn að leggja frá sér gítarinn eftir að hafa tekið lagið fyrir mannskapinn. Sæþór var mættur í röðina kl 14:45, rúmlega tveimur tímum áður en miðasalan hófst. „Ég ætlaði ekki að mæta fyrr en klukkan fjögur en fékk veður af því að fólk væri byrjað að mæta,“ sagði Sæþór í samtali við Vísi. „Ég er vongóður um að fá miða, er sirka númer 40 í röðinni.“ Aldrei séð annað eins Þair voru ófáir stuðningsmenn Tindastóls sem voru mættir í röðina í dag.Vísir/Ísak Óli Sæþór hefur mætt á flesta leiki í nokkur ár hjá Tindastól en er þetta mesta eftirspurn eftir miðum sem hann hefur upplifað? „Já það er alveg óhætt að segja það, ég hef allavegana ekki beðið í rúma tvo tíma í biðröð til að fá miða hingað til.“ Þegar að Sæþór var spurður út í leikinn sjálfann var hann ekki tilbúinn að gefa út neina spá. „Ég er hjátrúafullur að því leyti að ég þori aldrei að spá því hvernig leikirnir fara hjá mínu liði,“ sagði Sæþór. „Ég býst bara við alvöru karnivalstemningu og get ekki beðið eftir morgundeginum, veit að mitt fólk er 100% klárt í þennan leik,“ sagði Sæþór spenntur að lokum. Röðin teygði sig í allar áttir.Vísir/Ísak Óli Eins og heyra mátti á Sæþóri er stemningin fyrir leiknum mikil á Sauðárkróki og ljóst að færri komast að en vilja. Stuðningsmenn Tindastóls fá 500 miða á leikinn, eða þriðjung af heildarmiðafjölda. Úrslitaleikur Vals og Tindastóls verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og verður flautað til leiks klukkan 20:15. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkustund fyrr og ætti enginn íþróttaunnandi að láta þennan slag framhjá sér fara. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deild karla Tindastóll Valur Tengdar fréttir Börn Valsara fyrir ónæði vegna miðasölunnar Körfuknattleiksdeild Vals hefur sent frá sér tilkynningu varðandi miðasölu á oddaleik Vals og Tindastóls í Subway-deild karla annað kvöld. Þar segir að starfsfólk og stjórnarfólk Vals, og jafnvel börn þess, hafi orðið fyrir ónæði vegna miðasölunnar. 17. maí 2022 16:27 Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Sjá meira
Börn Valsara fyrir ónæði vegna miðasölunnar Körfuknattleiksdeild Vals hefur sent frá sér tilkynningu varðandi miðasölu á oddaleik Vals og Tindastóls í Subway-deild karla annað kvöld. Þar segir að starfsfólk og stjórnarfólk Vals, og jafnvel börn þess, hafi orðið fyrir ónæði vegna miðasölunnar. 17. maí 2022 16:27