Mesta hrun í lokaúrslitum frá því eftir hrun Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. maí 2022 12:00 Þetta leit rosalega vel út hjá Tindastólsmönnum fram eftir leik en svo fór allt úrskeiðis hjá þeim. Vísir/Hulda Margrét Tindastóll var 21 stigi yfir í leiknum á móti Val á Hlíðarenda í gær en tókst að glutra því niður og lenda aftur undir í úrslitaeinvíginu á móti Val. Valsmenn grófu sig upp úr þessari stóru holu, unnu leikinn 94-89 og fá því tvo leiki til að tryggja sér fyrsta Íslandsmeistaratitilinn sinn í 39 ár. Tindastólsmenn voru 52-31 yfir mínútu fyrir hálfleik en Valsmönnum tókst að minnka muninn í sextán stig fyrir hlé, 52-36. Fyrsta karfa seinni hálfleiks var þriggja stiga karfa frá Tindastólsmanninum Taiwo Badmus sem kom liðinu þá nítján stigum yfir, 55-36. Á þeim tímapunkti voru örugglega flestir ef ekki allir búnir að afskrifa Valsmenn sem skoruðu ekki fyrstu tvær mínúturnar í seinni hálfleik. Þá breyttist hins vegar allt en áhlaupið hófst með þriggja stiga körfum frá þeim Pavel Ermolinskij og Callum Reese Lawson. Valsmenn enduðu á því að vinna síðustu átján mínútur leiksins með 24 stiga mun, 48-24. Stólarnir skoruðu 55 stig á fyrstu 22 mínútum leiksins en aðeins 24 stig á síðustu 18 mínútunum. Stólarnir buðu þarna upp á mesta hrun hjá einu liði í lokaúrslitum frá Bankahruninu 2008. KKÍ hefur boðið upp á lifandi tölfræði frá árinu 2008 og þar er hægt að nálgast upplýsingar um forystu liða í hverjum leik frá þeim tíma. Fram að leiknum í gær þá voru Grindvíkingar það lið sem hafði misst niður mesta forskotið í leik í lokaúrslitum. Þeir voru sextán stigum yfir á móti KR á heimavelli í leik tvö í lokaúrslitunum 2017 (20-4) en töpuðu leiknum á endanum með einu stigi, 88-89. Eins og sjá má hér fyrir ofan þá skyldu sextán stig af liðin í fyrsta leikhlutanum en KR-ingar voru þá búnir að minnka muninn niður í tvö stig eftir fyrsta leikhlutann, 23-21. Tvö lið höfðu misst niður fjórtán stiga forskot í úrslitaeinvígunum frá 2008 til 2021 en það voru Stjörnumenn árið 2011 og KR-ingar árið 2019. Stjörnuliðið var fjórtán stigum yfir í þriðja leik á móti KR í úrslitunum fyrir ellefu árum (31-14 í fyrsta leikhluta) en tapaði leiknum á endanum með tuttugu stiga mun, 81-101. KR-ingar hafa þarna tvisvar komið til baka en þeir misstu niður fjórtán stiga forskot á heimavelli í þriðja leik á móti ÍR vorið 2019. KR var þá 64-50 yfir í þriðja leikhlutanum sem var þá það mesta forskot sem lið hefur misst niður í seinni hálfleik fram að leiknum í gær þegar Stólarnir voru nítján stigum yfir í byrjun þriðja leikhluta. KR missti líka niður tólf stiga forskot á móti Grindavík 2014 og Haukum 2016 en vann bæði einvígin á endanum. Hér fyrir neðan má sjá mestu hrunin í lokaúrslitum frá því eftir Bankahrunið 2008. Lið sem hafa misst niður mesta forystu í lokaúrslitum frá 2008: 21 stig - Tindastóll í tapi fyrir Val í þriðja leik úrslitanna 2022 16 stig - Grindavík í tapi fyrir KR í öðrum leik úrslitanna 2017 14 stig - Stjarnan í tapi fyrir KR í þriðja leik úrslitanna 2011 14 stig - KR í tapi fyrir ÍR í þriðja leik úrslitanna 2019 12 stig - KR í tapi fyrir Grindavík í öðrum leik úrslitanna 2014 12 stig - KR í tapi fyrir Haukum í þriðja leik úrslitanna 2016 11 stig - Grindavík í tapi fyrir Stjörnunni í þriðja leik úrslitanna 2013 10 stig - Keflavík í tapi fyrir Þór Þorl. í fjórða leik úrslitanna 2021 Subway-deild karla Tindastóll Valur Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Sjá meira
Valsmenn grófu sig upp úr þessari stóru holu, unnu leikinn 94-89 og fá því tvo leiki til að tryggja sér fyrsta Íslandsmeistaratitilinn sinn í 39 ár. Tindastólsmenn voru 52-31 yfir mínútu fyrir hálfleik en Valsmönnum tókst að minnka muninn í sextán stig fyrir hlé, 52-36. Fyrsta karfa seinni hálfleiks var þriggja stiga karfa frá Tindastólsmanninum Taiwo Badmus sem kom liðinu þá nítján stigum yfir, 55-36. Á þeim tímapunkti voru örugglega flestir ef ekki allir búnir að afskrifa Valsmenn sem skoruðu ekki fyrstu tvær mínúturnar í seinni hálfleik. Þá breyttist hins vegar allt en áhlaupið hófst með þriggja stiga körfum frá þeim Pavel Ermolinskij og Callum Reese Lawson. Valsmenn enduðu á því að vinna síðustu átján mínútur leiksins með 24 stiga mun, 48-24. Stólarnir skoruðu 55 stig á fyrstu 22 mínútum leiksins en aðeins 24 stig á síðustu 18 mínútunum. Stólarnir buðu þarna upp á mesta hrun hjá einu liði í lokaúrslitum frá Bankahruninu 2008. KKÍ hefur boðið upp á lifandi tölfræði frá árinu 2008 og þar er hægt að nálgast upplýsingar um forystu liða í hverjum leik frá þeim tíma. Fram að leiknum í gær þá voru Grindvíkingar það lið sem hafði misst niður mesta forskotið í leik í lokaúrslitum. Þeir voru sextán stigum yfir á móti KR á heimavelli í leik tvö í lokaúrslitunum 2017 (20-4) en töpuðu leiknum á endanum með einu stigi, 88-89. Eins og sjá má hér fyrir ofan þá skyldu sextán stig af liðin í fyrsta leikhlutanum en KR-ingar voru þá búnir að minnka muninn niður í tvö stig eftir fyrsta leikhlutann, 23-21. Tvö lið höfðu misst niður fjórtán stiga forskot í úrslitaeinvígunum frá 2008 til 2021 en það voru Stjörnumenn árið 2011 og KR-ingar árið 2019. Stjörnuliðið var fjórtán stigum yfir í þriðja leik á móti KR í úrslitunum fyrir ellefu árum (31-14 í fyrsta leikhluta) en tapaði leiknum á endanum með tuttugu stiga mun, 81-101. KR-ingar hafa þarna tvisvar komið til baka en þeir misstu niður fjórtán stiga forskot á heimavelli í þriðja leik á móti ÍR vorið 2019. KR var þá 64-50 yfir í þriðja leikhlutanum sem var þá það mesta forskot sem lið hefur misst niður í seinni hálfleik fram að leiknum í gær þegar Stólarnir voru nítján stigum yfir í byrjun þriðja leikhluta. KR missti líka niður tólf stiga forskot á móti Grindavík 2014 og Haukum 2016 en vann bæði einvígin á endanum. Hér fyrir neðan má sjá mestu hrunin í lokaúrslitum frá því eftir Bankahrunið 2008. Lið sem hafa misst niður mesta forystu í lokaúrslitum frá 2008: 21 stig - Tindastóll í tapi fyrir Val í þriðja leik úrslitanna 2022 16 stig - Grindavík í tapi fyrir KR í öðrum leik úrslitanna 2017 14 stig - Stjarnan í tapi fyrir KR í þriðja leik úrslitanna 2011 14 stig - KR í tapi fyrir ÍR í þriðja leik úrslitanna 2019 12 stig - KR í tapi fyrir Grindavík í öðrum leik úrslitanna 2014 12 stig - KR í tapi fyrir Haukum í þriðja leik úrslitanna 2016 11 stig - Grindavík í tapi fyrir Stjörnunni í þriðja leik úrslitanna 2013 10 stig - Keflavík í tapi fyrir Þór Þorl. í fjórða leik úrslitanna 2021
Lið sem hafa misst niður mesta forystu í lokaúrslitum frá 2008: 21 stig - Tindastóll í tapi fyrir Val í þriðja leik úrslitanna 2022 16 stig - Grindavík í tapi fyrir KR í öðrum leik úrslitanna 2017 14 stig - Stjarnan í tapi fyrir KR í þriðja leik úrslitanna 2011 14 stig - KR í tapi fyrir ÍR í þriðja leik úrslitanna 2019 12 stig - KR í tapi fyrir Grindavík í öðrum leik úrslitanna 2014 12 stig - KR í tapi fyrir Haukum í þriðja leik úrslitanna 2016 11 stig - Grindavík í tapi fyrir Stjörnunni í þriðja leik úrslitanna 2013 10 stig - Keflavík í tapi fyrir Þór Þorl. í fjórða leik úrslitanna 2021
Subway-deild karla Tindastóll Valur Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Sjá meira