Oddvitaáskorunin: Elskar allt gamalt og sækir nytjamarkaði grimmt Samúel Karl Ólason skrifar 12. maí 2022 13:00 Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2022 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í sveitarfélögum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Rósa Guðbjartsdóttir leiðir lista Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði í komandi sveitarstjórnarkosningum. Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri hefur verið í bæjarstjórn Hafnarfjarðar frá árinu 2006. Hún hefur verið formaður bæjarráðs og fræðsluráðs og nú undanfarið kjörtímabil gegnt starfi bæjarstjóra. ,,Í komandi bæjarstjórnarkosningum verður kosið um áframhaldandi farsæld bæjarfélagsins og ábyrgð í rekstri en síðastliðin átta ár hefur gengið mjög vel hér í Hafnarfirði“’, segir Rósa, ,,Til að við getum haldið áfram á sömu braut þarf að tryggja að Sjálfstæðisflokkurinn fái sterkt umboð til að vera í forystu í næsta meirihluta. Mikið hefur áunnist á undanförnum árum undir stjórn okkar Sjálfstæðismanna. Bærinn blómstrar hvert sem litið er, eitt þúsund íbúðir í byggingu og annað eins að fara af stað, atvinnufyrirtæki flytja til bæjarins og fjórföldun orðið í sölu atvinnulóða, leik- og grunnskólastarf framúrskarandi, menningar- og íþróttastarf aldrei verið blómlegra, álögur og gjöld á íbúa og fyrirtæki lækkuð jafnt og þétt og þjónustan sífellt aukin og efld á ýmsum sviðum. Enda mælist mikil ánægja íbúa í þjónustukönnunum þar sem um 90% segjast ánægð með bæjarfélagið. Undir okkar stjórn hafa skuldir Hafnarfjarðarbæjar lækkað og fjárhagurinn styrkst umtalsvert. Það er forsenda þess að hægt er að halda áfram á sömu braut.“ Rósa er 56 ára, gift Jónasi Sigurgeirssyni og eiga þau fjögur börn á aldrinum 27-17 ára, hundinn Öskju og hænurnar Málfríði, Rósalind og Hænulínu. Hún er stjórnmálafræðingur að mennt og starfaði um langt árabil sem blaða- og fréttamaður. Rósa var um fimm ára skeið framkvæmdastjóri Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna og hefur gegnt formennsku stjórnar félagsins frá árinu 2009. Klippa: Oddvitaáskorun - Róssa Guðbjartsdóttir Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Hafnarfjörður er fallegastur, höfnin, Hvaleyrin, gömlu húsin, hraunið og upplandið er engu líkt. Er eitthvað lítilvægt sem fer þó í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt að sé lagað? Ég legg mikið upp úr því að bærinn sé snyrtilegur og fallegur, blómum skrýddur og allt sé gert til að hreinsa sem oftast og best. Það fer í taugarnar á mér þegar ég sé eitthvað sem betur mætti fara þar en það eru allir að gera sitt besta í þeim efnum og brugðist er hratt við ábendingum. Þátttaka bæjarbúa skiptir líka miklu máli í að halda bænum fallegum og hreinum. Margt smátt gerir svo sannarlega eitt risastórt. Hvert er þitt uppáhalds áhugamál sem gæti þótt skrítið? Ég hef frá unglingsaldri elskað allt gamalt og alltaf sótt nytjamarkaði og antikverslanir í leit að einhverju spennandi, jafnt til heimilisins eða notaðan fatnað. Þessi veiki læknast ekkert en gýs upp með hæðum og lægðum. Börnunum mínum finnst það stundum „of hippalegt“. Hver eru þín minnistæðustu samskipti við lögregluna? Eitt sinn var mikil lögregluaðgerð fyrir utan heimili mitt. Lögreglubílar og blikkandi ljós. Ég vissi ekki hvaðan á mig stóð veðrið. En svo kom í ljós að lögreglan for götuvillt. Einnig fyrir nokkrum árum bankaði lögreglan upp á þegar ,,meint afskiptalaust unglingapartí“ átti að vera í gangi. En það var snarlega leiðrétt þegar við foreldrar unglingsins mættum bæði til dyra. Hvað færðu þér á pizzu? Mér finnast alltaf þistilhjörtu og ólífur algjör negla á pítsuna. Hvaða lag peppar þig mest? Hvílíkur dagur með Frikka Dór. Hvað getur þú tekið margar armbeygjur? Mjög margar á góðum degi. Göngutúr eða skokk? Göngutúr takk fyrir - helst í upplandi Hafnarfjarðar. Hvað er þitt draumafríi? Bara að geta gleymt mér í garðvinnu eða með kaffibolla á veröndinni og blaðað í bók. En það jafnast heldur ekkert á við að ,,fara út að leika„ í góðu veðri úti á golfvelli og gleyma sér í góðra vina hópi. En ég á mér ekki drauma um frí á einhverjum exótískum stöðum í útlöndum. Kannski kemur að því síðar. Hvort fannst þér 2020 eða 2021 vera verra ár? Hugsa ekki til þessara ára sem vondra ára heldur ár óvæntra og krefjandi áskorana. Við lærðum líka svo margt á þessu tímabili og fyrst og fremst hvað heilsan og frelsið er dýrmætt. Uppáhalds tónlistarmaður? Það er Björgvin Halldórsson en fast á hæla hans kemur Friðrik Dór. Hvað er það skrýtnasta sem þú manst eftir að hafa gert? Það er ekki birtingarhæft. Ef það væri gerð kvikmynd um ævi þína, hver ætti að leika þig? Má vera íslenskur eða útlenskur. Líklega yrði það nafna mín Rose Leslie. Hefur þú verið í verbúð? Nei, en elskaði þættina. Áhrifamesta kvikmyndin? „The fault in our stars“ kemur fyrst upp í hugann en „Bridget Jones“ myndirnar eru líka frábærar og get ég horft á þær aftur og aftur. Áttu eftir að sakna Nágranna? Nei því miður hef aldrei horft á Nágranna. Ef þú yrðir að flytja úr þínu sveitarfélagi, hvert myndir þú helst vilja fara? Þá myndi ég helst getað hugsað mér sveitina á Suðurlandi eða lítið þorp á Ítalíu. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Vill svo skemmtilega að til að það eru tvö lög, bæði með uppáhaldssöngvurunum mínum, Bjögga og Frikka Dór. Annars vegar Hringdu í mig og Skólaball. Ég hækka í botn og syng með af krafti þegar þessi lög eru spiluð í útvarpinu í bílnum. Oddvitaáskorunin Sveitarstjórnarkosningar 2022 Hafnarfjörður Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
Rósa Guðbjartsdóttir leiðir lista Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði í komandi sveitarstjórnarkosningum. Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri hefur verið í bæjarstjórn Hafnarfjarðar frá árinu 2006. Hún hefur verið formaður bæjarráðs og fræðsluráðs og nú undanfarið kjörtímabil gegnt starfi bæjarstjóra. ,,Í komandi bæjarstjórnarkosningum verður kosið um áframhaldandi farsæld bæjarfélagsins og ábyrgð í rekstri en síðastliðin átta ár hefur gengið mjög vel hér í Hafnarfirði“’, segir Rósa, ,,Til að við getum haldið áfram á sömu braut þarf að tryggja að Sjálfstæðisflokkurinn fái sterkt umboð til að vera í forystu í næsta meirihluta. Mikið hefur áunnist á undanförnum árum undir stjórn okkar Sjálfstæðismanna. Bærinn blómstrar hvert sem litið er, eitt þúsund íbúðir í byggingu og annað eins að fara af stað, atvinnufyrirtæki flytja til bæjarins og fjórföldun orðið í sölu atvinnulóða, leik- og grunnskólastarf framúrskarandi, menningar- og íþróttastarf aldrei verið blómlegra, álögur og gjöld á íbúa og fyrirtæki lækkuð jafnt og þétt og þjónustan sífellt aukin og efld á ýmsum sviðum. Enda mælist mikil ánægja íbúa í þjónustukönnunum þar sem um 90% segjast ánægð með bæjarfélagið. Undir okkar stjórn hafa skuldir Hafnarfjarðarbæjar lækkað og fjárhagurinn styrkst umtalsvert. Það er forsenda þess að hægt er að halda áfram á sömu braut.“ Rósa er 56 ára, gift Jónasi Sigurgeirssyni og eiga þau fjögur börn á aldrinum 27-17 ára, hundinn Öskju og hænurnar Málfríði, Rósalind og Hænulínu. Hún er stjórnmálafræðingur að mennt og starfaði um langt árabil sem blaða- og fréttamaður. Rósa var um fimm ára skeið framkvæmdastjóri Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna og hefur gegnt formennsku stjórnar félagsins frá árinu 2009. Klippa: Oddvitaáskorun - Róssa Guðbjartsdóttir Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Hafnarfjörður er fallegastur, höfnin, Hvaleyrin, gömlu húsin, hraunið og upplandið er engu líkt. Er eitthvað lítilvægt sem fer þó í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt að sé lagað? Ég legg mikið upp úr því að bærinn sé snyrtilegur og fallegur, blómum skrýddur og allt sé gert til að hreinsa sem oftast og best. Það fer í taugarnar á mér þegar ég sé eitthvað sem betur mætti fara þar en það eru allir að gera sitt besta í þeim efnum og brugðist er hratt við ábendingum. Þátttaka bæjarbúa skiptir líka miklu máli í að halda bænum fallegum og hreinum. Margt smátt gerir svo sannarlega eitt risastórt. Hvert er þitt uppáhalds áhugamál sem gæti þótt skrítið? Ég hef frá unglingsaldri elskað allt gamalt og alltaf sótt nytjamarkaði og antikverslanir í leit að einhverju spennandi, jafnt til heimilisins eða notaðan fatnað. Þessi veiki læknast ekkert en gýs upp með hæðum og lægðum. Börnunum mínum finnst það stundum „of hippalegt“. Hver eru þín minnistæðustu samskipti við lögregluna? Eitt sinn var mikil lögregluaðgerð fyrir utan heimili mitt. Lögreglubílar og blikkandi ljós. Ég vissi ekki hvaðan á mig stóð veðrið. En svo kom í ljós að lögreglan for götuvillt. Einnig fyrir nokkrum árum bankaði lögreglan upp á þegar ,,meint afskiptalaust unglingapartí“ átti að vera í gangi. En það var snarlega leiðrétt þegar við foreldrar unglingsins mættum bæði til dyra. Hvað færðu þér á pizzu? Mér finnast alltaf þistilhjörtu og ólífur algjör negla á pítsuna. Hvaða lag peppar þig mest? Hvílíkur dagur með Frikka Dór. Hvað getur þú tekið margar armbeygjur? Mjög margar á góðum degi. Göngutúr eða skokk? Göngutúr takk fyrir - helst í upplandi Hafnarfjarðar. Hvað er þitt draumafríi? Bara að geta gleymt mér í garðvinnu eða með kaffibolla á veröndinni og blaðað í bók. En það jafnast heldur ekkert á við að ,,fara út að leika„ í góðu veðri úti á golfvelli og gleyma sér í góðra vina hópi. En ég á mér ekki drauma um frí á einhverjum exótískum stöðum í útlöndum. Kannski kemur að því síðar. Hvort fannst þér 2020 eða 2021 vera verra ár? Hugsa ekki til þessara ára sem vondra ára heldur ár óvæntra og krefjandi áskorana. Við lærðum líka svo margt á þessu tímabili og fyrst og fremst hvað heilsan og frelsið er dýrmætt. Uppáhalds tónlistarmaður? Það er Björgvin Halldórsson en fast á hæla hans kemur Friðrik Dór. Hvað er það skrýtnasta sem þú manst eftir að hafa gert? Það er ekki birtingarhæft. Ef það væri gerð kvikmynd um ævi þína, hver ætti að leika þig? Má vera íslenskur eða útlenskur. Líklega yrði það nafna mín Rose Leslie. Hefur þú verið í verbúð? Nei, en elskaði þættina. Áhrifamesta kvikmyndin? „The fault in our stars“ kemur fyrst upp í hugann en „Bridget Jones“ myndirnar eru líka frábærar og get ég horft á þær aftur og aftur. Áttu eftir að sakna Nágranna? Nei því miður hef aldrei horft á Nágranna. Ef þú yrðir að flytja úr þínu sveitarfélagi, hvert myndir þú helst vilja fara? Þá myndi ég helst getað hugsað mér sveitina á Suðurlandi eða lítið þorp á Ítalíu. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Vill svo skemmtilega að til að það eru tvö lög, bæði með uppáhaldssöngvurunum mínum, Bjögga og Frikka Dór. Annars vegar Hringdu í mig og Skólaball. Ég hækka í botn og syng með af krafti þegar þessi lög eru spiluð í útvarpinu í bílnum.
Oddvitaáskorunin Sveitarstjórnarkosningar 2022 Hafnarfjörður Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira