Oddvitaáskorunin: Tók þátt í tískusýningu þar sem allt var úr rúlluplasti Samúel Karl Ólason skrifar 12. maí 2022 11:00 Lilja Björg og eiginmaðurinn í uppáhalds svuntunum. Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2022 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í sveitarfélögum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Lilja Björg Ágústsdóttir leiðir lista Sjálfstæðisflokksins í Borgarbyggð í komandi sveitarstjórnarkosningum. Ég heiti Lilja Björg Ágústsdóttir og ég er 39 ára gömul. Ég er fædd og uppalin í Búðardal en hef búið í Borgarbyggð síðan árið 2006. Við fjölskyldan bjuggum uppsveitum Borgarfjarðar í 15 ár, fyrst á Kleppjárnsreykjum og svo á Signýjarstöðum en fluttum í Borgarnes fyrir um það bil mánuði síðan. Keyptum okkur þar yndislegt hús sem Halldór E. Sigurðsson fyrrverandi sveitarstjóri og ráðherra byggði á sínum tíma en það stendur á besta stað í eldri hluta Borgarness og með útsýni yfir marga af fallegustu stöðum bæjarins. Ég er gift Þorsteini Pálssyni sem er frá Signýjarstöðum og á fjóra syni þá Benjamín Karl sem er 21 árs, Ágúst Pál sem er 17 ára, Brynjar Þór er 12 ára og Arnþór Frey er 5 ára. Nú ég á líka eina tengdadóttur sem heitir Tanja Lilja Jónsdóttir. Svo eigum við fjölskyldan kisuna Rósu og hundinn Uglu en þær eiga kannski erfiðast með að venjast lífinu í þéttbýlinu. Ég er mikil fjölskyldukona og varð ung móðir eða á nítjánda ári. Ég hafði alltaf hugsað mér að eiga barn ung og fann mig strax í móðurhlutverkinu. Þetta mótaði mig mikið en ég fór að hugsa öðruvísi. Hafði verið nokkuð rótlaus og vissi ekki alveg hvar mín hilla var í lífinu en þegar ég var farin að bera ábyrgð á öðrum eintaklingi þá sá ég að best væri að afla sér menntunar og styrkja þannig stöðu okkar. Ég tók þetta alla leið en ég var í námi með stuttum pásum alveg þar til ég varð 35 ára gömul. Áhugamálin eru nokkuð klassísk ! Ég elska ferðalög bæði innan og utanlands með fjölskyldunni eða góðum vinum. Hef gaman af útivist og bakstri. Eins er ég mikill bókaormur og er ein af þeim sem streitist á móti alls konar tækninýjungum sem koma í stað bóka en það er eitthvað svo róandi við það að setjast niður með kaffibolla og góða bók í rólegu umhverfi. Ég er líka mikil prjónakona (sem kannski fáir vita) en ég fékk það í arf í beinan legg frá móður minni en hún hefur alltaf prjónað mjög mikið. Ég var pínu lítil þegar mamma kenndi mér að prjóna og það hefur alltaf haft mjög róandi áhrif á mig sem er bara jákvætt því ég er frekar ör týpa í grunninn. Eina leiðin fyrir mig til að setjast niður og horfa á sjónvarpið í smá stund er að grípa í prjónana á að meðan ! Ég er í grunninn menntaður grunnskólakennari og kenndi við Grunnskóla Borgarfjarðar í 7 ár. Fór síðan aftur í nám og kláraði lögfræði, tók lögmannspróf árið 2018 og hef starfað hjá OPUS lögmönnum síðan þá. Ég hef komið að sveitarstjórnarmálunum frá árinu 2012 og gengt fjölmörgum trúnaðarstörfum fyrir sveitarfélagið m.a. verið forseti sveitarstjórnar, formaður SSV og setið nefndum og stjórnum. Ég brenn fyrir öllum þeim málum sem snúa að því að gera samfélagið okkar betra. Góð þjónusta, velferð og fallegt umhverfi. Eins stendur sveitarfélagið Borgarbyggð á ákveðnum krossgötum. Árið 2018 var nægt framboð lóða en fáir sem sáu hag sinn í því að byggja þar sem söluvirði fasteigna var ekki sérlega hátt. Sveitarfélagið brást við þessum með 50% afslátt gatnagerðargjalda sem svínvirkaði og eftirspurn eftir lóðum jókst. Nú höfum við nánast úthlutað öllum lóðum, fasteignaverð hefur hækkað töluvert síðasta eina og hálfa árið og eftirspurnin orðin mun meira en framboðið. Næsta verkefni er því að láta skipuleggja og stórauka framboð lóða fyrir íbúðarhúsnæði. Það hafa aldrei búið fleiri í sveitarfélaginu okkar en íbúar telja nú tæplega 3.900 manns og því verðum við að huga að uppbyggingu innviða til að geta tekið á móti fjölgun íbúa sem er fyrirséð að verði á næstu mánuðum. Við ætlum því að byggja íþróttahús, grunnskólahús og þegar í kjölfarið nýja deild við leikskóla til að fjölga leikskólaplássum. Í Borgarbyggð hafa börn verið að komast inn á leikskóla 12 mánaða og við þannig brúað bilið á milli fæðingarorlofs og vinnumarkaðarins. Þannig viljum við hafa þetta áfram. Klippa: Oddvitaáskorun - Lilja Björg Ágústsdóttir Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Það er að sjálfsögðu Borgarfjörðurinn eins og hann leggur sig. Fáir staðir sem skarta jafn mörgum náttúruperlum. Er eitthvað lítilvægt sem fer þó í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt að sé lagað? Já, ég verð eiginlega að vera alveg heiðarleg og segja holurnar í götum víða í sveitarfélaginu. Finnst það stundum trufla akandi umferð og eyðileggur ásýnd. Hvert er þitt uppáhalds áhugamál sem gæti þótt skrítið? Ég á í mjög skrítnu sambandi við fugla almennt, er frekar hrædd við þá og myndi aldrei vilja halda á þeim eða koma við þá en að sama skapi finnst mér þeir mjög áhugaverðir og veit alls konar skrítna hluti um þá. Var mjög ung þegar ég þekkti mjög margar fuglategundir, hætti þeirra, varptíma og fleira. Fjölskyldan á Spáni síðasta sumar. Hver eru þín minnistæðustu samskipti við lögregluna? Þau voru við spænsku lögregluna fyrir nokkrum árum síðan en ég þurfti að mæta og gefa skýrslu vegna innbrots sem við urðum fyrir. Þeir voru mjög spenntir yfir því að ég væri íslendingur og tönglustu á því ásamt því að lækka stöðugt hitann í loftkælingunni því ég væri vön kulda. Ég væri íslendingur og því þyrfti að vera kalt en ég hafði á tilfinningunni að þeir væru að rugla íslendingum saman við mörgæsir. Ég sem mætti bara í stuttu pilsi og hlýrabol var að frjósa á meðan á skýrsutökunni stóð. Hvað færðu þér á pizzu? Skinku, sveppi, tómata, rauðlauk, papriku og hvítlauk. Hvaða lag peppar þig mest? Gefðu allt sem þú átt með Jóni Jónssyni! Finnst það bara bera með sér svo góðan boðskap. Alltaf að gera þitt allra besta í því sem þú tekur þér fyrir hendur en ég hef alltaf reynt að halda mig við það mottó í lífinu. Hvað getur þú tekið margar armbeygjur? Úff er bara ekki viss, held það sé best að segja sem minnst hér. Göngutúr eða skokk? Finnst bæði gaman. Uppáhalds brandari? Ég á engan uppáhalds en mér finnst svaka gaman að heyra góða brandara eða sögur og hlæja. Lilja Björg og Ugla. Hvað er þitt draumafríi? Það hefur alltaf verið draumur hjá mér að fara til Bandaríkjanna og ferðast þar um sögufræga staði og borgir. Eins væri mjög gaman að fara til Maldavíeyja. Hvort fannst þér 2020 eða 2021 vera verra ár? Ég verð að segja 2020 en ég missti pabba snemma það ár sem var okkur fjölskyldunni mjög erfitt. Uppáhalds tónlistarmaður? Ég held það sé bara Jón Jónsson, finnst hann syngja vel og með afar skemmtilega framkomu. Skemmir heldur ekki fyrir hvað hann er myndarlegur :) Hvað er það skrýtnasta sem þú manst eftir að hafa gert? Ég held það sé að taka þátt í tískusýningu þar sem allur fatnaður var gerður úr rúlluplasti og endurnýtanlegum efnum tengdum landbúnaði. Þetta var atriði sem við sýndum á árshátíð þegar ég útskrifaðist úr grunnskóla en alltaf jafn gaman að rifja þetta upp skoða myndir. Ef það væri gerð kvikmynd um ævi þína, hver ætti að leika þig? Má vera íslenskur eða útlenskur. Humm.. hallast að Reese Witherspoon. Hefur þú verið í verbúð? Nei. Áhrifamesta kvikmyndin? The boy in the striped pajamas. Svakalega átakanlegt að horfa á hana. Áttu eftir að sakna Nágranna? Nei get ekki sagt það, hef oft horft á þá en allt gott hefur sinn tíma. Ef þú yrðir að flytja úr þínu sveitarfélagi, hvert myndir þú helst vilja fara? Mosfellsbæ, hægt að búa aðeins út úr mannmergðinni en samt sem áður mjög nálægt höfuðborginni. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Two princes með Spin doctors. Arfleifð gelgjunnar sem blundar stundum þarna einhversstaðar. Kemur mér alltaf samstundis í gott skap. Fell stundum í þá gryfju að setja þetta lag á í partýjum... við misgóðar undirtektir gesta! Oddvitaáskorunin Sveitarstjórnarkosningar 2022 Borgarbyggð Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
Lilja Björg Ágústsdóttir leiðir lista Sjálfstæðisflokksins í Borgarbyggð í komandi sveitarstjórnarkosningum. Ég heiti Lilja Björg Ágústsdóttir og ég er 39 ára gömul. Ég er fædd og uppalin í Búðardal en hef búið í Borgarbyggð síðan árið 2006. Við fjölskyldan bjuggum uppsveitum Borgarfjarðar í 15 ár, fyrst á Kleppjárnsreykjum og svo á Signýjarstöðum en fluttum í Borgarnes fyrir um það bil mánuði síðan. Keyptum okkur þar yndislegt hús sem Halldór E. Sigurðsson fyrrverandi sveitarstjóri og ráðherra byggði á sínum tíma en það stendur á besta stað í eldri hluta Borgarness og með útsýni yfir marga af fallegustu stöðum bæjarins. Ég er gift Þorsteini Pálssyni sem er frá Signýjarstöðum og á fjóra syni þá Benjamín Karl sem er 21 árs, Ágúst Pál sem er 17 ára, Brynjar Þór er 12 ára og Arnþór Frey er 5 ára. Nú ég á líka eina tengdadóttur sem heitir Tanja Lilja Jónsdóttir. Svo eigum við fjölskyldan kisuna Rósu og hundinn Uglu en þær eiga kannski erfiðast með að venjast lífinu í þéttbýlinu. Ég er mikil fjölskyldukona og varð ung móðir eða á nítjánda ári. Ég hafði alltaf hugsað mér að eiga barn ung og fann mig strax í móðurhlutverkinu. Þetta mótaði mig mikið en ég fór að hugsa öðruvísi. Hafði verið nokkuð rótlaus og vissi ekki alveg hvar mín hilla var í lífinu en þegar ég var farin að bera ábyrgð á öðrum eintaklingi þá sá ég að best væri að afla sér menntunar og styrkja þannig stöðu okkar. Ég tók þetta alla leið en ég var í námi með stuttum pásum alveg þar til ég varð 35 ára gömul. Áhugamálin eru nokkuð klassísk ! Ég elska ferðalög bæði innan og utanlands með fjölskyldunni eða góðum vinum. Hef gaman af útivist og bakstri. Eins er ég mikill bókaormur og er ein af þeim sem streitist á móti alls konar tækninýjungum sem koma í stað bóka en það er eitthvað svo róandi við það að setjast niður með kaffibolla og góða bók í rólegu umhverfi. Ég er líka mikil prjónakona (sem kannski fáir vita) en ég fékk það í arf í beinan legg frá móður minni en hún hefur alltaf prjónað mjög mikið. Ég var pínu lítil þegar mamma kenndi mér að prjóna og það hefur alltaf haft mjög róandi áhrif á mig sem er bara jákvætt því ég er frekar ör týpa í grunninn. Eina leiðin fyrir mig til að setjast niður og horfa á sjónvarpið í smá stund er að grípa í prjónana á að meðan ! Ég er í grunninn menntaður grunnskólakennari og kenndi við Grunnskóla Borgarfjarðar í 7 ár. Fór síðan aftur í nám og kláraði lögfræði, tók lögmannspróf árið 2018 og hef starfað hjá OPUS lögmönnum síðan þá. Ég hef komið að sveitarstjórnarmálunum frá árinu 2012 og gengt fjölmörgum trúnaðarstörfum fyrir sveitarfélagið m.a. verið forseti sveitarstjórnar, formaður SSV og setið nefndum og stjórnum. Ég brenn fyrir öllum þeim málum sem snúa að því að gera samfélagið okkar betra. Góð þjónusta, velferð og fallegt umhverfi. Eins stendur sveitarfélagið Borgarbyggð á ákveðnum krossgötum. Árið 2018 var nægt framboð lóða en fáir sem sáu hag sinn í því að byggja þar sem söluvirði fasteigna var ekki sérlega hátt. Sveitarfélagið brást við þessum með 50% afslátt gatnagerðargjalda sem svínvirkaði og eftirspurn eftir lóðum jókst. Nú höfum við nánast úthlutað öllum lóðum, fasteignaverð hefur hækkað töluvert síðasta eina og hálfa árið og eftirspurnin orðin mun meira en framboðið. Næsta verkefni er því að láta skipuleggja og stórauka framboð lóða fyrir íbúðarhúsnæði. Það hafa aldrei búið fleiri í sveitarfélaginu okkar en íbúar telja nú tæplega 3.900 manns og því verðum við að huga að uppbyggingu innviða til að geta tekið á móti fjölgun íbúa sem er fyrirséð að verði á næstu mánuðum. Við ætlum því að byggja íþróttahús, grunnskólahús og þegar í kjölfarið nýja deild við leikskóla til að fjölga leikskólaplássum. Í Borgarbyggð hafa börn verið að komast inn á leikskóla 12 mánaða og við þannig brúað bilið á milli fæðingarorlofs og vinnumarkaðarins. Þannig viljum við hafa þetta áfram. Klippa: Oddvitaáskorun - Lilja Björg Ágústsdóttir Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Það er að sjálfsögðu Borgarfjörðurinn eins og hann leggur sig. Fáir staðir sem skarta jafn mörgum náttúruperlum. Er eitthvað lítilvægt sem fer þó í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt að sé lagað? Já, ég verð eiginlega að vera alveg heiðarleg og segja holurnar í götum víða í sveitarfélaginu. Finnst það stundum trufla akandi umferð og eyðileggur ásýnd. Hvert er þitt uppáhalds áhugamál sem gæti þótt skrítið? Ég á í mjög skrítnu sambandi við fugla almennt, er frekar hrædd við þá og myndi aldrei vilja halda á þeim eða koma við þá en að sama skapi finnst mér þeir mjög áhugaverðir og veit alls konar skrítna hluti um þá. Var mjög ung þegar ég þekkti mjög margar fuglategundir, hætti þeirra, varptíma og fleira. Fjölskyldan á Spáni síðasta sumar. Hver eru þín minnistæðustu samskipti við lögregluna? Þau voru við spænsku lögregluna fyrir nokkrum árum síðan en ég þurfti að mæta og gefa skýrslu vegna innbrots sem við urðum fyrir. Þeir voru mjög spenntir yfir því að ég væri íslendingur og tönglustu á því ásamt því að lækka stöðugt hitann í loftkælingunni því ég væri vön kulda. Ég væri íslendingur og því þyrfti að vera kalt en ég hafði á tilfinningunni að þeir væru að rugla íslendingum saman við mörgæsir. Ég sem mætti bara í stuttu pilsi og hlýrabol var að frjósa á meðan á skýrsutökunni stóð. Hvað færðu þér á pizzu? Skinku, sveppi, tómata, rauðlauk, papriku og hvítlauk. Hvaða lag peppar þig mest? Gefðu allt sem þú átt með Jóni Jónssyni! Finnst það bara bera með sér svo góðan boðskap. Alltaf að gera þitt allra besta í því sem þú tekur þér fyrir hendur en ég hef alltaf reynt að halda mig við það mottó í lífinu. Hvað getur þú tekið margar armbeygjur? Úff er bara ekki viss, held það sé best að segja sem minnst hér. Göngutúr eða skokk? Finnst bæði gaman. Uppáhalds brandari? Ég á engan uppáhalds en mér finnst svaka gaman að heyra góða brandara eða sögur og hlæja. Lilja Björg og Ugla. Hvað er þitt draumafríi? Það hefur alltaf verið draumur hjá mér að fara til Bandaríkjanna og ferðast þar um sögufræga staði og borgir. Eins væri mjög gaman að fara til Maldavíeyja. Hvort fannst þér 2020 eða 2021 vera verra ár? Ég verð að segja 2020 en ég missti pabba snemma það ár sem var okkur fjölskyldunni mjög erfitt. Uppáhalds tónlistarmaður? Ég held það sé bara Jón Jónsson, finnst hann syngja vel og með afar skemmtilega framkomu. Skemmir heldur ekki fyrir hvað hann er myndarlegur :) Hvað er það skrýtnasta sem þú manst eftir að hafa gert? Ég held það sé að taka þátt í tískusýningu þar sem allur fatnaður var gerður úr rúlluplasti og endurnýtanlegum efnum tengdum landbúnaði. Þetta var atriði sem við sýndum á árshátíð þegar ég útskrifaðist úr grunnskóla en alltaf jafn gaman að rifja þetta upp skoða myndir. Ef það væri gerð kvikmynd um ævi þína, hver ætti að leika þig? Má vera íslenskur eða útlenskur. Humm.. hallast að Reese Witherspoon. Hefur þú verið í verbúð? Nei. Áhrifamesta kvikmyndin? The boy in the striped pajamas. Svakalega átakanlegt að horfa á hana. Áttu eftir að sakna Nágranna? Nei get ekki sagt það, hef oft horft á þá en allt gott hefur sinn tíma. Ef þú yrðir að flytja úr þínu sveitarfélagi, hvert myndir þú helst vilja fara? Mosfellsbæ, hægt að búa aðeins út úr mannmergðinni en samt sem áður mjög nálægt höfuðborginni. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Two princes með Spin doctors. Arfleifð gelgjunnar sem blundar stundum þarna einhversstaðar. Kemur mér alltaf samstundis í gott skap. Fell stundum í þá gryfju að setja þetta lag á í partýjum... við misgóðar undirtektir gesta!
Oddvitaáskorunin Sveitarstjórnarkosningar 2022 Borgarbyggð Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira