Oddvitaáskorunin: Vill alla kattahatara til Húsavíkur Samúel Karl Ólason skrifar 10. maí 2022 09:01 Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2022 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í sveitarfélögum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Snorri Ásmundsson leiðir lista Kattaframboðsins á Akureyri í komandi sveitarstjórnarkosningum. Snorri Ásmundsson hefur verið starfandi sem myndlistamaður í tuttugu og fimm ár en á þeim tíma hefur Snorri staðið fyrir ýmsum samfélagsgjörningum sem hafa gjarnan vakið mikla athygli. Þar má nefna borgarstjóra framboð, forseta framboð og verið fyrsta karlkyns fjallkonan í Reykjavík. Einnig hefur Snorri boðið landslýð aflátsbréf til sölu gegn fyrirgefningu syndanna. Snorri hefur látið til sín taka sem gagnrýnandi á samfélagslegt ástand og notar til þess ýmsa miðla, t.d. málverk og teikningu, skúlptúr og innsetningar auk þess að hafa tekið kvikmyndalistina í sína þjónustu til að koma hugmyndum sínum á framfæri. Snorri er mikill baráttumaður fyrir ketti og er tengdur þeim andlega og hefur tekið að sér katta pössun um allan heim. Hann stofnaði kattaframboðið til að koma í veg fyrir banni við lausagöngu katta á Akureyri og hefur auk þess mikin áhuga á að betrumbæta bæinn. Hann býður sig fram til að klekkja á hatri og heimsku. Hann vill hjálpa fólki að opna hug sinn og hjarta fyrir fegurðinni og þakklætinu. Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Eyjafjörðurinn það er óumdeilanlegt, Ásbyrgi er þar næst í röðinni. Er eitthvað lítilvægt sem fer þó í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt að sé lagað? Ég vil hatursfulla kisu hatarana úr bæjarstjórn og alla kattahatara burt úr bænum. Þeir geta flutt á Húsavík og þá reddast húsnæðisvandinn á Akureyri. Hvert er þitt uppáhalds áhugamál sem gæti þótt skrítið? Ég spila mikið tölvuleiki…mjög mikið, enda finnst mér gaman að leika mér. Hver eru þín minnistæðustu samskipti við lögregluna? Hér árum áður þegar ég stundaði áfengisdrykkju átti ég oft samskipti við lögregluna. Einu sinni keyrði lögreglan mig heim til mín því ég var ofurölvi. Ekki vildi betur til en að þegar ég var rétt kominn inn í húsið sá ég bíllyklanna á bílnum hennar mömmu hangandi á nagla upp á vegg. Ég greip þá og fór út í bíl og setti allt í botn og keyrði fram úr lögreglubílnum sem keyrði mig heim nokkrum mínútum áður. Hún hóf strax að elta mig og ég náði að keyra í veg fyrir lögreglubílinn svo hann keyrði upp í snjóruðning, en það voru fleiri lögreglubílar að bætast í leikinn og ég var króaður af og ég hljóp þá eins og fætur toguðu en aftur tókst lögreglan að króa mig af inn í húsagörðum þá er sagt að ég hafi sagt. „Þið hefðuð aldrei náð mér hefði ég verið á Malibunum hans pabba.” Hvað færðu þér á pizzu? Pepperoni, osta, chilli og jalapeno. Hvaða lag peppar þig mest? In Private, Dusty Springfield. Annars kemur ABBA mér alltaf í gott skap. Hvað getur þú tekið margar armbeygjur? 50 í röð. Göngutúr eða skokk? Göngutúr. Uppáhalds brandari? Brandarinn með konuna sem fór með barnið í strætó og bílstjórinn sagði henni að hann hefði aldrei séð svona ljótt barn. Hvað er þitt draumafríi? Ég er í því núna hér í Californiu. Hvort fannst þér 2020 eða 2021 vera verra ár? Bæði mjög fín. Uppáhalds tónlistarmaður? Ennio Morricone. Hvað er það skrýtnasta sem þú manst eftir að hafa gert? Mér finnst ekkert skrýtið við það sem ég hef gert. Ef það væri gerð kvikmynd um ævi þína, hver ætti að leika þig? Má vera íslenskur eða útlenskur. Ég sjálfur því það er ekki til betri leikari, en ef ég nennti því ekki væri það líklega Josh Brolin. Hefur þú verið í verbúð? Já Grímsey, Höfn, Vestmannaeyjum og Grindavík. Áhrifamesta kvikmyndin? The Godfather hafði mótandi áhrif á mig. Áttu eftir að sakna Nágranna? Nei ég hef aldrei horft á þá. Ef þú yrðir að flytja úr þínu sveitarfélagi, hvert myndir þú helst vilja fara? Mexico eða suður Evrópu. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Unstoppable með Sia. Oddvitaáskorunin Sveitarstjórnarkosningar 2022 Akureyri Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Fleiri fréttir Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Sjá meira
Snorri Ásmundsson leiðir lista Kattaframboðsins á Akureyri í komandi sveitarstjórnarkosningum. Snorri Ásmundsson hefur verið starfandi sem myndlistamaður í tuttugu og fimm ár en á þeim tíma hefur Snorri staðið fyrir ýmsum samfélagsgjörningum sem hafa gjarnan vakið mikla athygli. Þar má nefna borgarstjóra framboð, forseta framboð og verið fyrsta karlkyns fjallkonan í Reykjavík. Einnig hefur Snorri boðið landslýð aflátsbréf til sölu gegn fyrirgefningu syndanna. Snorri hefur látið til sín taka sem gagnrýnandi á samfélagslegt ástand og notar til þess ýmsa miðla, t.d. málverk og teikningu, skúlptúr og innsetningar auk þess að hafa tekið kvikmyndalistina í sína þjónustu til að koma hugmyndum sínum á framfæri. Snorri er mikill baráttumaður fyrir ketti og er tengdur þeim andlega og hefur tekið að sér katta pössun um allan heim. Hann stofnaði kattaframboðið til að koma í veg fyrir banni við lausagöngu katta á Akureyri og hefur auk þess mikin áhuga á að betrumbæta bæinn. Hann býður sig fram til að klekkja á hatri og heimsku. Hann vill hjálpa fólki að opna hug sinn og hjarta fyrir fegurðinni og þakklætinu. Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Eyjafjörðurinn það er óumdeilanlegt, Ásbyrgi er þar næst í röðinni. Er eitthvað lítilvægt sem fer þó í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt að sé lagað? Ég vil hatursfulla kisu hatarana úr bæjarstjórn og alla kattahatara burt úr bænum. Þeir geta flutt á Húsavík og þá reddast húsnæðisvandinn á Akureyri. Hvert er þitt uppáhalds áhugamál sem gæti þótt skrítið? Ég spila mikið tölvuleiki…mjög mikið, enda finnst mér gaman að leika mér. Hver eru þín minnistæðustu samskipti við lögregluna? Hér árum áður þegar ég stundaði áfengisdrykkju átti ég oft samskipti við lögregluna. Einu sinni keyrði lögreglan mig heim til mín því ég var ofurölvi. Ekki vildi betur til en að þegar ég var rétt kominn inn í húsið sá ég bíllyklanna á bílnum hennar mömmu hangandi á nagla upp á vegg. Ég greip þá og fór út í bíl og setti allt í botn og keyrði fram úr lögreglubílnum sem keyrði mig heim nokkrum mínútum áður. Hún hóf strax að elta mig og ég náði að keyra í veg fyrir lögreglubílinn svo hann keyrði upp í snjóruðning, en það voru fleiri lögreglubílar að bætast í leikinn og ég var króaður af og ég hljóp þá eins og fætur toguðu en aftur tókst lögreglan að króa mig af inn í húsagörðum þá er sagt að ég hafi sagt. „Þið hefðuð aldrei náð mér hefði ég verið á Malibunum hans pabba.” Hvað færðu þér á pizzu? Pepperoni, osta, chilli og jalapeno. Hvaða lag peppar þig mest? In Private, Dusty Springfield. Annars kemur ABBA mér alltaf í gott skap. Hvað getur þú tekið margar armbeygjur? 50 í röð. Göngutúr eða skokk? Göngutúr. Uppáhalds brandari? Brandarinn með konuna sem fór með barnið í strætó og bílstjórinn sagði henni að hann hefði aldrei séð svona ljótt barn. Hvað er þitt draumafríi? Ég er í því núna hér í Californiu. Hvort fannst þér 2020 eða 2021 vera verra ár? Bæði mjög fín. Uppáhalds tónlistarmaður? Ennio Morricone. Hvað er það skrýtnasta sem þú manst eftir að hafa gert? Mér finnst ekkert skrýtið við það sem ég hef gert. Ef það væri gerð kvikmynd um ævi þína, hver ætti að leika þig? Má vera íslenskur eða útlenskur. Ég sjálfur því það er ekki til betri leikari, en ef ég nennti því ekki væri það líklega Josh Brolin. Hefur þú verið í verbúð? Já Grímsey, Höfn, Vestmannaeyjum og Grindavík. Áhrifamesta kvikmyndin? The Godfather hafði mótandi áhrif á mig. Áttu eftir að sakna Nágranna? Nei ég hef aldrei horft á þá. Ef þú yrðir að flytja úr þínu sveitarfélagi, hvert myndir þú helst vilja fara? Mexico eða suður Evrópu. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Unstoppable með Sia.
Oddvitaáskorunin Sveitarstjórnarkosningar 2022 Akureyri Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Fleiri fréttir Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Sjá meira