Oddvitaáskorunin: Reifst við landamæravörð um tilvist Íslands Samúel Karl Ólason skrifar 8. maí 2022 12:00 Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2022 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í sveitarfélögum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Sigurbjörg Erla Egilsdóttir leiðir lista Pírata í Kópavogi í komandi sveitarstjórnarkosningum. Ég heiti Sigurbjörg Erla og ég er bæjarfulltrúi og oddviti Pírata í Kópavogi. Ég er fædd 18. nóvember 1986 í Neskaupstað en flutti 15 ára gömul í Kópavog og bý nú í seilingarfjarlægð frá foreldrum mínum ásamt manninum mínum, mágkonu og börnunum okkar þremur í Birkigrundinni. Ég er menntaður sálfræðingur auk þess að vera með diplómu í opinberri stjórnsýslu og þessi bakgrunnur hefur reynst hinn besti grunnur í stjórnmálunum. Ég hef trú á að heiðarleiki, auðmýkt fyrir því að við vitum sjálf ekki alltaf best og góð samskipti sé leiðin til árangurs. Ég er í pólitík vegna þess að mig langar að stuðla að auknu lýðræði og að stjórnvöld taki vel upplýstar ákvarðanir. Stærstu áskoranir komandi ára eru loftslagsmálin og þar spila skipulag og samgöngur stóran sess. Ég hef mikinn metnað fyrir því að Kópavogur verði leiðandi í málaflokknum og ég tel Pírata hafa á að skipa bestu hugmyndafræðinni til þess að koma okkur þangað. Ég vil tryggja gæði byggðar, græn svæði og heilnæmt umhverfi í Kópavogi: Mannvænt og lifandi skipulag sem tekur mið af algildri hönnun og aðgengi fyrir öll, þar sem vistvænir ferðamátar og gróður eru í forgrunni og húsnæði á viðráðanlegu verði. Ég vil að Kópavogsbær sé fjölmenningarlegt, dýravænt samfélag og barnvænasti bær landsins með jöfnu aðgengi og jafnrétti í öllu skóla-, íþrótta- og tómstundastarfi. Allar stjórnsýsluákvarðanir ættu að ganga út frá því að standa vörð um lýðræðið og samráð og tryggja jafnrétti milli núverandi og komandi kynslóða. Klippa: Oddvitaáskorun - Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Norðfjörður, einnig þekktur sem 740 Paradís. Er eitthvað lítilvægt sem fer þó í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt að sé lagað? Lítilvægt atriði í augum einhverra en skiptir öllu máli fyrir aðra – að niðurtektir á gangstéttum séu samkvæmt staðli til að tryggja aðgengi og flæði fólks sem notar t.d. hjólastól, göngugrindur, er á hjóli eða með barnavagna. Algjörlega óþolandi þegar þetta er ekki í lagi. Hvert er þitt uppáhalds áhugamál sem gæti þótt skrítið? Það er kannski helst að forðast það gjarnan í lengstu lög að kaupa hluti þegar ég get látið það sem er til duga. Ég margbæti buxur barnanna og hef meira að segja kíttað í gúmmístígvél sem voru farin að leka. Hver eru þín minnistæðustu samskipti við lögregluna? Ætli það sé ekki þegar ég var stoppuð akandi á leiðinni heim úr partýi 17 ára gömul, nýkomin með bílpróf. Ég varð svo stressuð að það hvolfdist allt úr töskunni minni þegar ég var að leita að ökuskírteininu mínu og ég var í smá stund handviss um að nú væri ég komin í mikinn vanda, lögregluþjónninn hlyti að halda að ég væri drukkin þar sem ég hagaði mér svo kjánalega. En þetta var svo ekki neitt mál, ég var auðvitað bláedrú eins og góðum unglingi sæmir og hélt mína leið eftir vandræðalegheitin. Hvað færðu þér á pizzu? Allt mögulegt. Ég geri gjarnan pizzu úr afgöngum og það er til dæmis orðin hefð hjá okkur á jóladag að búa til pizzu með niðursneiddum hamborgarhrygg, brúnuðum kartöflum og maísbaunum. Hrikalega gott! Hvaða lag peppar þig mest? Peachy með Cell 7. Hvað getur þú tekið margar armbeygjur? Ég hélt alltaf að ég hefði bara ekki líkamsbygginguna í armbeygjur og gat ekki tekið tvær í röð en viti menn, ég er búin að vera að æfa mig og get núna tekið 25, stefni á ólympíugullið! Göngutúr eða skokk? Göngutúr meðfram strandlengjunni á meðan sólin bráðnar ofan í sæinn. Best. Uppáhalds brandari? Þegar ég komst að því á þorláksmessu, með 5 mánaða gamalt barnið mitt í fanginu, að ég væri orðin ólétt af þriðja krílinu. Nema það var ekki brandari. Hvað er þitt draumafríi? Tjaldútilega í Atlavík í sól og sumaryl, með fjölskyldunni og vinafjölskyldum. Hvort fannst þér 2020 eða 2021 vera verra ár? Fyrir mig persónulega voru þetta reyndar ekkert svo slæm ár, það var helst krefjandi þegar það þurfti að sinna vinnu að heiman og leikskólinn var lokaður. Uppáhalds tónlistarmaður? Ég held upp á marga en til að nefna einhvern einn þá á Ásgeir Trausti alveg sérstakan stað í hjarta mínu. Hvað er það skrýtnasta sem þú manst eftir að hafa gert? Þegar ég var tvítug á bakpokaferðalagi þurfi ég einu sinni að rökræða vel og lengi við vörð á litlum afskekktum landamærum um það hvort Ísland væri raunverulegt land. Hann var handviss um að það væri bara til Írland. Hann var meira að segja með eitthvað gamalt þvælt heimskort sem vantaði Ísland á (!?!?). Ef það væri gerð kvikmynd um ævi þína, hver ætti að leika þig? Má vera íslenskur eða útlenskur. Amy Poehler. Hefur þú verið í verbúð? Nei. Áhrifamesta kvikmyndin? Sódóma Reykjavík. Áttu eftir að sakna Nágranna? Hef aldrei horft á Nágranna. Ef þú yrðir að flytja úr þínu sveitarfélagi, hvert myndir þú helst vilja fara? Ætli ég færi þá ekki bara hérna yfir Fossvogsdalinn, í löndin Reykjavíkurmegin. Elska þennan dal. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Ég lifi í draumi með Bjögga. Oddvitaáskorunin Sveitarstjórnarkosningar 2022 Kópavogur Píratar Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Frægir fundu ástina 2024 Lífið Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Sjá meira
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir leiðir lista Pírata í Kópavogi í komandi sveitarstjórnarkosningum. Ég heiti Sigurbjörg Erla og ég er bæjarfulltrúi og oddviti Pírata í Kópavogi. Ég er fædd 18. nóvember 1986 í Neskaupstað en flutti 15 ára gömul í Kópavog og bý nú í seilingarfjarlægð frá foreldrum mínum ásamt manninum mínum, mágkonu og börnunum okkar þremur í Birkigrundinni. Ég er menntaður sálfræðingur auk þess að vera með diplómu í opinberri stjórnsýslu og þessi bakgrunnur hefur reynst hinn besti grunnur í stjórnmálunum. Ég hef trú á að heiðarleiki, auðmýkt fyrir því að við vitum sjálf ekki alltaf best og góð samskipti sé leiðin til árangurs. Ég er í pólitík vegna þess að mig langar að stuðla að auknu lýðræði og að stjórnvöld taki vel upplýstar ákvarðanir. Stærstu áskoranir komandi ára eru loftslagsmálin og þar spila skipulag og samgöngur stóran sess. Ég hef mikinn metnað fyrir því að Kópavogur verði leiðandi í málaflokknum og ég tel Pírata hafa á að skipa bestu hugmyndafræðinni til þess að koma okkur þangað. Ég vil tryggja gæði byggðar, græn svæði og heilnæmt umhverfi í Kópavogi: Mannvænt og lifandi skipulag sem tekur mið af algildri hönnun og aðgengi fyrir öll, þar sem vistvænir ferðamátar og gróður eru í forgrunni og húsnæði á viðráðanlegu verði. Ég vil að Kópavogsbær sé fjölmenningarlegt, dýravænt samfélag og barnvænasti bær landsins með jöfnu aðgengi og jafnrétti í öllu skóla-, íþrótta- og tómstundastarfi. Allar stjórnsýsluákvarðanir ættu að ganga út frá því að standa vörð um lýðræðið og samráð og tryggja jafnrétti milli núverandi og komandi kynslóða. Klippa: Oddvitaáskorun - Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Norðfjörður, einnig þekktur sem 740 Paradís. Er eitthvað lítilvægt sem fer þó í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt að sé lagað? Lítilvægt atriði í augum einhverra en skiptir öllu máli fyrir aðra – að niðurtektir á gangstéttum séu samkvæmt staðli til að tryggja aðgengi og flæði fólks sem notar t.d. hjólastól, göngugrindur, er á hjóli eða með barnavagna. Algjörlega óþolandi þegar þetta er ekki í lagi. Hvert er þitt uppáhalds áhugamál sem gæti þótt skrítið? Það er kannski helst að forðast það gjarnan í lengstu lög að kaupa hluti þegar ég get látið það sem er til duga. Ég margbæti buxur barnanna og hef meira að segja kíttað í gúmmístígvél sem voru farin að leka. Hver eru þín minnistæðustu samskipti við lögregluna? Ætli það sé ekki þegar ég var stoppuð akandi á leiðinni heim úr partýi 17 ára gömul, nýkomin með bílpróf. Ég varð svo stressuð að það hvolfdist allt úr töskunni minni þegar ég var að leita að ökuskírteininu mínu og ég var í smá stund handviss um að nú væri ég komin í mikinn vanda, lögregluþjónninn hlyti að halda að ég væri drukkin þar sem ég hagaði mér svo kjánalega. En þetta var svo ekki neitt mál, ég var auðvitað bláedrú eins og góðum unglingi sæmir og hélt mína leið eftir vandræðalegheitin. Hvað færðu þér á pizzu? Allt mögulegt. Ég geri gjarnan pizzu úr afgöngum og það er til dæmis orðin hefð hjá okkur á jóladag að búa til pizzu með niðursneiddum hamborgarhrygg, brúnuðum kartöflum og maísbaunum. Hrikalega gott! Hvaða lag peppar þig mest? Peachy með Cell 7. Hvað getur þú tekið margar armbeygjur? Ég hélt alltaf að ég hefði bara ekki líkamsbygginguna í armbeygjur og gat ekki tekið tvær í röð en viti menn, ég er búin að vera að æfa mig og get núna tekið 25, stefni á ólympíugullið! Göngutúr eða skokk? Göngutúr meðfram strandlengjunni á meðan sólin bráðnar ofan í sæinn. Best. Uppáhalds brandari? Þegar ég komst að því á þorláksmessu, með 5 mánaða gamalt barnið mitt í fanginu, að ég væri orðin ólétt af þriðja krílinu. Nema það var ekki brandari. Hvað er þitt draumafríi? Tjaldútilega í Atlavík í sól og sumaryl, með fjölskyldunni og vinafjölskyldum. Hvort fannst þér 2020 eða 2021 vera verra ár? Fyrir mig persónulega voru þetta reyndar ekkert svo slæm ár, það var helst krefjandi þegar það þurfti að sinna vinnu að heiman og leikskólinn var lokaður. Uppáhalds tónlistarmaður? Ég held upp á marga en til að nefna einhvern einn þá á Ásgeir Trausti alveg sérstakan stað í hjarta mínu. Hvað er það skrýtnasta sem þú manst eftir að hafa gert? Þegar ég var tvítug á bakpokaferðalagi þurfi ég einu sinni að rökræða vel og lengi við vörð á litlum afskekktum landamærum um það hvort Ísland væri raunverulegt land. Hann var handviss um að það væri bara til Írland. Hann var meira að segja með eitthvað gamalt þvælt heimskort sem vantaði Ísland á (!?!?). Ef það væri gerð kvikmynd um ævi þína, hver ætti að leika þig? Má vera íslenskur eða útlenskur. Amy Poehler. Hefur þú verið í verbúð? Nei. Áhrifamesta kvikmyndin? Sódóma Reykjavík. Áttu eftir að sakna Nágranna? Hef aldrei horft á Nágranna. Ef þú yrðir að flytja úr þínu sveitarfélagi, hvert myndir þú helst vilja fara? Ætli ég færi þá ekki bara hérna yfir Fossvogsdalinn, í löndin Reykjavíkurmegin. Elska þennan dal. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Ég lifi í draumi með Bjögga.
Oddvitaáskorunin Sveitarstjórnarkosningar 2022 Kópavogur Píratar Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Frægir fundu ástina 2024 Lífið Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Sjá meira