Ölgerðin hélt langþráða árshátíð í tékkneskum kastala Eiður Þór Árnason skrifar 4. maí 2022 14:19 Spænski salurinn í Prag kastala er einkar glæsilegur. Aðsend Árshátíð Ölgerðarinnar var haldin með pompi og prakt í Prag í Tékklandi á laugardag þar sem 450 starfsmenn komu saman í Prag kastala. Það færist nú í aukana að fyrirtæki haldi starfsmannafögnuði sína á erlendri grundu en skömmu á undan Ölgerðinni hélt verkfræðistofan Efla árshátíð sína í Marrakesh í Marokkó. Árshátíð Ölgerðarinnar fór fram í spænska salnum svokallaða, hátíðarsal sem hefur meðal annars verið notaður fyrir móttökur Tékklandsforseta. Salurinn var byggður á árunum 1602 til 1606 og er með tólf metra lofthæð en kastalann má finna á heimsminjaskrá UNESCO. Eva Ruza og Hjálmar Örn sáu þar um veislustjórnun og Siggi Gunnars þeytti skífum. Þetta var í fyrsta sinn í þrjú ár sem Ölgerðin hélt árshátíð og segir Jóhanna Laufdal Friðriksdóttir, mannauðsstjóri fyrirtækisins, að heimsfaraldurinn hafi auðvitað sett þar strik í reikninginn líkt og hjá öðrum stórum fyrirtækjum. Ölgerðin hafi þess í stað lagt fé til hliðar í árshátíðarsjóð og svo nýtt tækifærið til þess að fara utan. Mikið líf og fjör var á laugardagskvöld. Aðsend „Með þessu þakkaði Ölgerðin starfsfólkinu sínu fyrir frábæra vinnu við þær afar krefjandi aðstæður sem ríkt hafa undanfarin misseri og hafa meðal annars kostað það að starfsfólkið hefur ekki getað haldið árshátíðir eða komið saman,“ segir Jóhanna. Óhætt sé að segja að starfsfólkið hafi skemmt sér konunglega um helgina. Íslendingar orðnir ferðasjúkir Þór Bæring Ólafsson, annar eigenda ferðaskrifstofunnar Komdu með, segir að það hafi færst mjög í aukana eftir afléttingar sóttvarnatakmarkanna að fyrirtæki reyni að gera vel við starfsfólk sitt og leggi land undir fót. „Það er búið að vera hálfgerð sprenging í þeim efnum. Það eru ansi mörg fyrirtæki sem eru akkúrat í þessari stöðu núna að vilja fara út með fólkið enda ekki búið að fara neitt í tvö til þrjú ár og margir ekki einu sinni búnir að halda árshátíð svo eðlilega er reynt að gera þetta svolítið flott núna.“ Siggi Gunnars hélt uppi fjörinu.Aðsend Þór segir að Komdu með hafi skipulagt um tíu slíkar árshátíðir fyrir íslensk fyrirtæki upp á síðkastið og fjölmargar ferðir séu á dagskránni í haust. „Þetta er að vakna aftur til lífsins, það er alveg á hreinu.“ Misjafnt sé hvert fyrirtæki séu að fara en stærri fyrirtæki á borð við Ölgerðina taki oftast leiguvélar undir starfsfólk sitt. Auk þess að skipuleggja ferðir til Prag hefur fyrirtæki Þórs farið með starfsmannahópa á árshátíðir í Alicante, London, Berlín, París og Kaupmannahöfn og Split í Króatíu. Þá hefur fréttastofa upplýsingar um að fyrirtæki hafi sömuleiðis gert sér ferðir til Amsterdam og Brighton á Englandi. Spænski salurinn var kláraður árið 1606 og hefur verið vel haldið við. Aðsend Þór segir að í flestum tilvikum séu þetta helgarferðir þar sem fólk gisti í tvær eða þrjár nætur erlendis. Utanlandsferðirnar einskorðist ekki við ákveðin svið íslensks atvinnulífs heldur sé um að ræða fjölbreyttan hóp fyrirtækja. „Mér finnst vera mikill vilji hjá starfsmannafélögum, sem eru oft búin að safna upp peningum, til að gera eitthvað fyrir starfsfólkið. Það er mikill ferðavilji hjá fólki. Íslendingar eru bara ferðasjúkir núna.“ Árshátíð Ölgerðarinnar í kastala í Prag segir mér að það sé +- 8 mánuðir í næsta hrun.Njótum sumarsins pic.twitter.com/wW0C2SZbhd— Sindri Geir (@sindrigeir) April 30, 2022 Eva Ruza og Hjálmar Örn sáu um veislustjórn.Aðsend Hjónin Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar, og Marín Magnúsdóttir athafnakona létu sig ekki vanta. Aðsend DJ Sóley fékk frí frá skífuþeytingum þetta kvöldið og dansaði þeim mun meira í staðinn. Sóley er vörumerkjastjóri hjá Ölgerðinni. Samkvæmislífið Tékkland Íslendingar erlendis Mest lesið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Lífið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Quincy Jones er látinn Lífið Fleiri fréttir Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Leggur hristarann á hilluna eftir mótið Óþekkjanleg sem frægasta geimvera í heimi Sjá meira
Árshátíð Ölgerðarinnar fór fram í spænska salnum svokallaða, hátíðarsal sem hefur meðal annars verið notaður fyrir móttökur Tékklandsforseta. Salurinn var byggður á árunum 1602 til 1606 og er með tólf metra lofthæð en kastalann má finna á heimsminjaskrá UNESCO. Eva Ruza og Hjálmar Örn sáu þar um veislustjórnun og Siggi Gunnars þeytti skífum. Þetta var í fyrsta sinn í þrjú ár sem Ölgerðin hélt árshátíð og segir Jóhanna Laufdal Friðriksdóttir, mannauðsstjóri fyrirtækisins, að heimsfaraldurinn hafi auðvitað sett þar strik í reikninginn líkt og hjá öðrum stórum fyrirtækjum. Ölgerðin hafi þess í stað lagt fé til hliðar í árshátíðarsjóð og svo nýtt tækifærið til þess að fara utan. Mikið líf og fjör var á laugardagskvöld. Aðsend „Með þessu þakkaði Ölgerðin starfsfólkinu sínu fyrir frábæra vinnu við þær afar krefjandi aðstæður sem ríkt hafa undanfarin misseri og hafa meðal annars kostað það að starfsfólkið hefur ekki getað haldið árshátíðir eða komið saman,“ segir Jóhanna. Óhætt sé að segja að starfsfólkið hafi skemmt sér konunglega um helgina. Íslendingar orðnir ferðasjúkir Þór Bæring Ólafsson, annar eigenda ferðaskrifstofunnar Komdu með, segir að það hafi færst mjög í aukana eftir afléttingar sóttvarnatakmarkanna að fyrirtæki reyni að gera vel við starfsfólk sitt og leggi land undir fót. „Það er búið að vera hálfgerð sprenging í þeim efnum. Það eru ansi mörg fyrirtæki sem eru akkúrat í þessari stöðu núna að vilja fara út með fólkið enda ekki búið að fara neitt í tvö til þrjú ár og margir ekki einu sinni búnir að halda árshátíð svo eðlilega er reynt að gera þetta svolítið flott núna.“ Siggi Gunnars hélt uppi fjörinu.Aðsend Þór segir að Komdu með hafi skipulagt um tíu slíkar árshátíðir fyrir íslensk fyrirtæki upp á síðkastið og fjölmargar ferðir séu á dagskránni í haust. „Þetta er að vakna aftur til lífsins, það er alveg á hreinu.“ Misjafnt sé hvert fyrirtæki séu að fara en stærri fyrirtæki á borð við Ölgerðina taki oftast leiguvélar undir starfsfólk sitt. Auk þess að skipuleggja ferðir til Prag hefur fyrirtæki Þórs farið með starfsmannahópa á árshátíðir í Alicante, London, Berlín, París og Kaupmannahöfn og Split í Króatíu. Þá hefur fréttastofa upplýsingar um að fyrirtæki hafi sömuleiðis gert sér ferðir til Amsterdam og Brighton á Englandi. Spænski salurinn var kláraður árið 1606 og hefur verið vel haldið við. Aðsend Þór segir að í flestum tilvikum séu þetta helgarferðir þar sem fólk gisti í tvær eða þrjár nætur erlendis. Utanlandsferðirnar einskorðist ekki við ákveðin svið íslensks atvinnulífs heldur sé um að ræða fjölbreyttan hóp fyrirtækja. „Mér finnst vera mikill vilji hjá starfsmannafélögum, sem eru oft búin að safna upp peningum, til að gera eitthvað fyrir starfsfólkið. Það er mikill ferðavilji hjá fólki. Íslendingar eru bara ferðasjúkir núna.“ Árshátíð Ölgerðarinnar í kastala í Prag segir mér að það sé +- 8 mánuðir í næsta hrun.Njótum sumarsins pic.twitter.com/wW0C2SZbhd— Sindri Geir (@sindrigeir) April 30, 2022 Eva Ruza og Hjálmar Örn sáu um veislustjórn.Aðsend Hjónin Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar, og Marín Magnúsdóttir athafnakona létu sig ekki vanta. Aðsend DJ Sóley fékk frí frá skífuþeytingum þetta kvöldið og dansaði þeim mun meira í staðinn. Sóley er vörumerkjastjóri hjá Ölgerðinni.
Samkvæmislífið Tékkland Íslendingar erlendis Mest lesið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Lífið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Quincy Jones er látinn Lífið Fleiri fréttir Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Leggur hristarann á hilluna eftir mótið Óþekkjanleg sem frægasta geimvera í heimi Sjá meira