Covid-19 smit í portúgalska Eurovision hópnum Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 4. maí 2022 13:21 MARO á fyrstu æfingu sinni á stóra sviðinu í Tórínó. EBU Meðlimur í portúgalska Eurovision hópnum greindist með Covid-19 í skimun í PalaOlimpico tónleikahöllinni í Torino. Ekki kemur fram í tilkynningunni hvort einstaklingurinn sem greindist er hluti atriðinu á sviðinu eða hvort þetta er einhver í fylgdarhópnum. Portúgal keppir á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision þann 10. maí, líkt og Ísland. Samkvæmt tilkynningu frá skipuleggjendum Eurovision er einstaklingurinn ekki með nein einkenni. Reglum samkvæmt er einstaklingurinn kominn á hótelherbergi sitt í sjö daga einangrun. Þurfti viðkomandi líka að fara í PCR próf. Ekki liggur fyrir hvort smitaði einstaklingurinn verður laus úr einangrun þegar Portúgal keppir á þriðjudag. Söngkonan MARO flytur lag Portúgal í keppninni í ár og er með nokkrar bakraddir á sviðinu. Reglurnar í keppninni eru þannig að allir aðrir meðlimir portúgalska hópsins í keppninni þurfa nú að bera grímur bæði innan og utan Eurovision hallarinnar. Portúgal mun ekki hætta við æfingu sína á sviðinu sem á að fara fram síðar í dag. Hér fyrir neðan má sjá framlag Portúgals til Eurovision ár, MARO með lagið Saudade Saudade. Íslensku keppendurnir fengu ekki að keppa á stóra sviðinu í Eurovision í Rotterdam á síðasta ári vegna Covid smita innan hópsins. Þess í stað var upptaka frá æfingu Daða og Gagnamagnsins spiluð á lokakvöldinu. Það kom þó ekki að sök og endaði Ísland í fjórða sæti í lokakeppni Eurovision. Tónlist Eurovision Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Portúgal Tengdar fréttir Árný Fjóla verður stigakynnir Íslands á úrslitakvöldi Eurovision Árný Fjóla Ásmundsdóttir meðlimur í Gagnamagninu verður stigakynnir Íslands í Eurovision keppninni í ár. 4. maí 2022 12:40 „Stöndum öll saman þegar það kemur að stóru stundinni“ Íslenski Eurovision hópurinn flaug út til Tórínó um helgina. Systkinin Sigríður, Eyþór, Elísabet og Elín Eyþórsbörn tóku fyrstu æfinguna á sviðinu í gær. 2. maí 2022 13:31 Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Fleiri fréttir Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Ekki kemur fram í tilkynningunni hvort einstaklingurinn sem greindist er hluti atriðinu á sviðinu eða hvort þetta er einhver í fylgdarhópnum. Portúgal keppir á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision þann 10. maí, líkt og Ísland. Samkvæmt tilkynningu frá skipuleggjendum Eurovision er einstaklingurinn ekki með nein einkenni. Reglum samkvæmt er einstaklingurinn kominn á hótelherbergi sitt í sjö daga einangrun. Þurfti viðkomandi líka að fara í PCR próf. Ekki liggur fyrir hvort smitaði einstaklingurinn verður laus úr einangrun þegar Portúgal keppir á þriðjudag. Söngkonan MARO flytur lag Portúgal í keppninni í ár og er með nokkrar bakraddir á sviðinu. Reglurnar í keppninni eru þannig að allir aðrir meðlimir portúgalska hópsins í keppninni þurfa nú að bera grímur bæði innan og utan Eurovision hallarinnar. Portúgal mun ekki hætta við æfingu sína á sviðinu sem á að fara fram síðar í dag. Hér fyrir neðan má sjá framlag Portúgals til Eurovision ár, MARO með lagið Saudade Saudade. Íslensku keppendurnir fengu ekki að keppa á stóra sviðinu í Eurovision í Rotterdam á síðasta ári vegna Covid smita innan hópsins. Þess í stað var upptaka frá æfingu Daða og Gagnamagnsins spiluð á lokakvöldinu. Það kom þó ekki að sök og endaði Ísland í fjórða sæti í lokakeppni Eurovision.
Tónlist Eurovision Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Portúgal Tengdar fréttir Árný Fjóla verður stigakynnir Íslands á úrslitakvöldi Eurovision Árný Fjóla Ásmundsdóttir meðlimur í Gagnamagninu verður stigakynnir Íslands í Eurovision keppninni í ár. 4. maí 2022 12:40 „Stöndum öll saman þegar það kemur að stóru stundinni“ Íslenski Eurovision hópurinn flaug út til Tórínó um helgina. Systkinin Sigríður, Eyþór, Elísabet og Elín Eyþórsbörn tóku fyrstu æfinguna á sviðinu í gær. 2. maí 2022 13:31 Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Fleiri fréttir Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Árný Fjóla verður stigakynnir Íslands á úrslitakvöldi Eurovision Árný Fjóla Ásmundsdóttir meðlimur í Gagnamagninu verður stigakynnir Íslands í Eurovision keppninni í ár. 4. maí 2022 12:40
„Stöndum öll saman þegar það kemur að stóru stundinni“ Íslenski Eurovision hópurinn flaug út til Tórínó um helgina. Systkinin Sigríður, Eyþór, Elísabet og Elín Eyþórsbörn tóku fyrstu æfinguna á sviðinu í gær. 2. maí 2022 13:31