Sendifulltrúi Rauða krossins kominn til Lviv í Úkraínu Heimsljós 2. maí 2022 11:19 Orri Gunnarsson. Rauði krossinn Orri Gunnarsson sendifulltrúi Rauða krossins á Íslandi og verkfræðingur verður að störfum í Lviv í Úkraínu næstu tvo mánuði sem samræmingaraðili við gerð skýla fyrir fólk á vergangi innan Úkraínu. „Skýli er mjög vítt skilgreint í þessu samhengi. Í raun kem ég að því að hugsa um uppbyggingu á samastað fyrir fólk frá a-ö. Íbúafjöldi í Lviv hefur aukist mjög mikið síðastliðnar vikur og gistrými er uppurið. Nú þegar er kerfi í gangi þar sem úkraínska ríkið greiðir gestgjöfum í borginni hálfa evru fyrir að hýsa fólk. Mögulega mun það kerfi halda áfram að ganga vel og Rauða kross hreyfingin hefur ákveðið að efla það í stað þess að búa til okkar eigin kerfi. En það er þó kannski líklegra, þar sem ástandið gæti varað lengi, að nauðsynlegt sé að byggja upp húsnæði. Þá þarf að kanna möguleikann á því að reisa búðir eða íbúðarhúsnæði sem eru hugsaðar til lengri tíma fyrir fólk sem ætlar sér ekki að fara lengra, en einnig skammtímabúðir fyrir fólk sem er meira eins og vegahótel, fólk sem stoppar stutt áður en það heldur svo áfram, t.d. til Póllands. Það er ekki hægt að byggja tjaldbúðir eins og þekkist víða annars staðar þar sem veturinn er kaldur og einnig eru margskonar innviðir til staðar sem hægt er að byggja ofan á sem ekki er hægt alls staðar í heiminum,“ segir Orri. Hann bætir við að í rauninni sé verið að byggja upp heilt sveitarfélag með öllu því sem þarf að huga að í því samhengi, allt frá skólpi, sorphirðu, vatni, rafmagni, fjarskiptamöstrum og svo íbúðarhúsnæðinu sjálfu. „Við þurfum að huga að því að styrkja markaðinn, að vinnuafl og slíkt komi innanlands frá en sé ekki utanaðkomandi og það helst i hendur við CASH-verkefni sem er mismunandi eftir stöðum hvort henti eða ekki – þ.e. þegar fólk fær afhenta peninga til þess að nota. Það má alls ekki skapa verðbólgum til dæmis ef lítið er um vörur en á nokkuð starfhæfum markaði getur þetta komið sér afskaplega vel fyrir alla.“ Áður hefur Orri starfað við að koma upp vettvangssjúkrahúsum í Cox Bazar í Bangladesh, Al Hol í Sýrlandi og á Bahamas eftir náttúruhamfarir. „Rauði krossinn þakkar Mannvinum, öllum þeim sem gefið hafa til neyðarsöfnunar Rauða krossins og utanríkisráðuneytinu kærlega fyrir þeirra framlag sem gerir félaginu m.a. kleift að senda sendifulltrúa til starfa á vettvangi en nú þegar eru sex aðrir að störfum í nágrannalöndum Úkraínu,“ segir í frétt frá Rauða krossinum. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent
„Skýli er mjög vítt skilgreint í þessu samhengi. Í raun kem ég að því að hugsa um uppbyggingu á samastað fyrir fólk frá a-ö. Íbúafjöldi í Lviv hefur aukist mjög mikið síðastliðnar vikur og gistrými er uppurið. Nú þegar er kerfi í gangi þar sem úkraínska ríkið greiðir gestgjöfum í borginni hálfa evru fyrir að hýsa fólk. Mögulega mun það kerfi halda áfram að ganga vel og Rauða kross hreyfingin hefur ákveðið að efla það í stað þess að búa til okkar eigin kerfi. En það er þó kannski líklegra, þar sem ástandið gæti varað lengi, að nauðsynlegt sé að byggja upp húsnæði. Þá þarf að kanna möguleikann á því að reisa búðir eða íbúðarhúsnæði sem eru hugsaðar til lengri tíma fyrir fólk sem ætlar sér ekki að fara lengra, en einnig skammtímabúðir fyrir fólk sem er meira eins og vegahótel, fólk sem stoppar stutt áður en það heldur svo áfram, t.d. til Póllands. Það er ekki hægt að byggja tjaldbúðir eins og þekkist víða annars staðar þar sem veturinn er kaldur og einnig eru margskonar innviðir til staðar sem hægt er að byggja ofan á sem ekki er hægt alls staðar í heiminum,“ segir Orri. Hann bætir við að í rauninni sé verið að byggja upp heilt sveitarfélag með öllu því sem þarf að huga að í því samhengi, allt frá skólpi, sorphirðu, vatni, rafmagni, fjarskiptamöstrum og svo íbúðarhúsnæðinu sjálfu. „Við þurfum að huga að því að styrkja markaðinn, að vinnuafl og slíkt komi innanlands frá en sé ekki utanaðkomandi og það helst i hendur við CASH-verkefni sem er mismunandi eftir stöðum hvort henti eða ekki – þ.e. þegar fólk fær afhenta peninga til þess að nota. Það má alls ekki skapa verðbólgum til dæmis ef lítið er um vörur en á nokkuð starfhæfum markaði getur þetta komið sér afskaplega vel fyrir alla.“ Áður hefur Orri starfað við að koma upp vettvangssjúkrahúsum í Cox Bazar í Bangladesh, Al Hol í Sýrlandi og á Bahamas eftir náttúruhamfarir. „Rauði krossinn þakkar Mannvinum, öllum þeim sem gefið hafa til neyðarsöfnunar Rauða krossins og utanríkisráðuneytinu kærlega fyrir þeirra framlag sem gerir félaginu m.a. kleift að senda sendifulltrúa til starfa á vettvangi en nú þegar eru sex aðrir að störfum í nágrannalöndum Úkraínu,“ segir í frétt frá Rauða krossinum. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent