Dusty rústaði Sögu og leikur til úrslita í kvöld Snorri Rafn Hallsson skrifar 30. apríl 2022 13:31 Það voru deildarmeistararnir Dusty sem tóku á möti Sögu í fyrri leik undanúrslitanna í Stórmeistaramótinu í CS:GO. Undanúrslitin í Stórmeistaramótinu í CS:GO fóru fram í gærkvöldi í Arena. Á Stórmeistaramótinu eru leiknir þrír leikir í hverri viðureign og það lið sem vinnur tvo leiki fer áfram. Dusty hafði farið létt með BadCompany í 8-liða úrslitunum, vann 16–3 í Overpass og 16–7 í Inferno. Saga þurfti að hafa örlítið meira fyrir því að komast í undanúrslitin, lenti undir með 16–7 tapi fyrir Ármanni í Ancient, jafnaði með 16–4 sigri í Dust 2 og hafði loks betur í framlengingu 19–16 í Nuke. Liðin Lið Sögu skipuðu ADHD, Dom, Brnr, Skoon og Wzrd. Uppistaða liðsins var sú sama og lék undir lok tímabilsins, og sneri Dom til baka eftir að Zerq leysti hann af í 8-liða úrslitunum. Lið Dusty skipuðu Clvr, Eddezennn, Thor, LeFluff og Bjarni. Kortaval Liðin skiptust á að velja og hafna kortum og fór kortavalið þannig fram: Saga bannaði Vertigo Dusty bannaði Ancient Saga valdi Dust2 Dusty valdi Inferno Saga bannaði Mirage Dusty bannaði Nuke Úrslitakort: Overpass Það var áhugavert að Saga skildi ekki banna Overpass en þegar liðin mættust í Ljósleiðaradeildinni í vetur hafði Dusty betur í öll þrjú skiptin, 16–4 í Overpass, og 16– 10 og 16–14 í Nuke. Það var því strategískt hjá Dusty að banna Nuke og velja Overpass sem úrslitakortið. Leikur 1: Dust 2 Það kom ekki á óvart að Saga veldi Dust 2 enda hentar það vappaspilaranum ADHD virkilega vel. Að auki hefur Dusty ekki sést mikið í Dust 2 og lék það kort aldrei á síðasta tímabili Ljósleiðaradeildarinnar. Vegna þess að Saga valdi kortið fékk Dusty að byrja í vörn. Saga náði snemma yfirhöndinni í skammbyssulotunni en með ótrúlegum hætti sneri Thor lotunni við með fjórfaldri fellu og setti tóninn fyrir Dusty með fyrsta stiginu. Lék hann sama leik í næstu lotu og var kominn með 8 fellur eftir 2 lotur. Saga náði loks að koma sprengjunni fyrir í fjórðu lotu og verja hana með herkjum og einungis einn leikmann á lífi. Með vel uppsettri sókn minnkaði Saga muninn í 3–2 og sendi Dusty í spar. Tíminn hljóp þó frá Sögu í sparlotunni á Dusty sigtaði þá út og vann. Dusty byggði upp smá forskot en ADHD tók völdin á miðjunni og með fjórfaldri fellu á vappanum tryggði hann Sögu þriðja stigið í stöðunni 6–3 fyrir Dusty og var lykilmaður í að minnka muninn í 6–4 strax í kjölfarið. Ekki leið á löngu þar til Saga var búin að jafna metin og var fjárhagur Dusty ekki upp á marga fiska. Saga var óhrædd við að sækja hart í lok hálfleiksins en það var stál í stál þegar Dusty náði loks lotu eftir 5 lotu runu Sögu en þreföld fella frá Brnr á síðustu stundu gerði það að verkum að Saga var yfir þegar hálfleiknum lauk. Staða í hálfleik: Saga 8 – 7 Dusty Aftur hafði Dusty völd á leiknum í upphafi hálfleiks. Leikmenn liðsins höfðu mikið fyrir því að vinna skammbyssulotuna og fylgja því eftir með gallalausri lotu og komast yfir á ný. Var Thor þá kominn í 22 fellur og Brnr hjá Sögu í 17. Saga átti mjög erfitt uppdráttur í vörninni framan af, tókst hvorki að halda aftur af sókn Dusty né að halda vopnum sínum inn í næstu lotur. Eftir 6 lotur í röð hjá Dusty var liðið komið með aðra höndina á sigur í leiknum þar sem ADHD var ekki eins hittinn og í fyrri hálfleik. Það þýddi að Saga virtist örlítið ráðalaus en enda leikur liðsins byggður að stórum hluta í kringum hann. Með tæpum sigri í 21. lotu komst Saga loks á blað í síðari hálfleik. Eftir að hafa tapað lotunni eftir það tók Saga leikhlé og gátu Dom og ADHD stillt strengi sína og sett saman mikilvæga lotu en eftir það gengu uppstillingar þeirra ekki upp. Síðasta lotan var örstutt þar sem enginn annar en Thor sigldi sigrinum heim með þrítugustu og annarri fellu sinni í leiknum og kom Dusty í 1–0 í einvíginu. Lokatölur: Saga 10 – 16 Dusty Leikur 2: Inferno Inferno kortið var sterkt val hjá Dusty enda eitt af þeirra uppáhaldskortum og Saga lék það einungis einu sinni á síðasta tímabili og tapaði. Dusty valdi kortið og Saga byrjaði í vörn. Í upphafi skammbyssulotunnar skiptust liðin á mönnum en Dusty vann. Saga forsaði þá inn í næstu lotu og fara hratt á miðjuna en uppstilling Dusty kom snarlega í veg fyrir það og ekki skemmdi þreföld fella frá Thor fyrir. Í þriðju lotu var Dusty ekki lengi að fella B-svæðið og fara upp bananann til að keyra leikinn í gang af miklum krafti. Fjórða lotan féll einnig með Dusty en ADHD kom sér í góða stöðu og felldi þrjá leikmenn rétt áður en sprengjan sprakk til að gera sigurinn dýran fyrir Dusty. Dusty hafði fullkomin völd á kortinu, veitti Sögu engin tækifæri, tók leikinn skref fyrir skref og gerði þeim ekki kleift að ná neinum almennilegum fellum eða vopnum. Saga komst ekki á skrið og hvert sem þeir fóru mættu þeir sjóðheitum leikmönnum Dusty. Þar var Thor enn fremstur í flokki og lét til sín taka í 8. lotu með enn einni fjórföldu fellunni. Það þurfti fjórfalda fellu frá Brnr á B-svæðinu til að koma Sögu á blað en það var heldur seint í rassinn gripið og dugði þeim ekki til að spila sig almennilega inn í leikinn Leikmenn Dusty voru einfaldlega miklu agaðri og betri og endurspeglaðist það í stigum liðanna. Staða í hálfleik: Saga 2 – 13 Dusty Það var því brött brekka sem blasti við Sögu þegar síðari hálfleikur fór af stað. Saga sótti hratt en sóknin féll um sjálfa sig svo eftir skammbyssulotuna var Dusty einungis tveimur stigum frá því að vinna leikinn og þar með viðureignina. Saga vann aðra lotuna en Eddezennn fór á kostum á deiglunni í þeirri þriðju til að vinna hana örugglega þó Dusty væri í spari. Úrslitin réðust í 20. lotu þar sem ADHD og Clvr voru einir tveir eftir og Clvr hafði betur með skammbyssunni. Lokatölur: Saga 4 – 16 Dusty Það eru því ríkjandi Stórmeistarar og deildarmeistarar Dusty sem leika til úrslita í kvöld. Leikurinn fer fram klukkan 20:15 í beinni útsendingu á Stöð 2 Esport og á Twitch síðu Rafíþróttasamtaka Íslands. Ljósleiðaradeildin Rafíþróttir Dusty Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport
Undanúrslitin í Stórmeistaramótinu í CS:GO fóru fram í gærkvöldi í Arena. Á Stórmeistaramótinu eru leiknir þrír leikir í hverri viðureign og það lið sem vinnur tvo leiki fer áfram. Dusty hafði farið létt með BadCompany í 8-liða úrslitunum, vann 16–3 í Overpass og 16–7 í Inferno. Saga þurfti að hafa örlítið meira fyrir því að komast í undanúrslitin, lenti undir með 16–7 tapi fyrir Ármanni í Ancient, jafnaði með 16–4 sigri í Dust 2 og hafði loks betur í framlengingu 19–16 í Nuke. Liðin Lið Sögu skipuðu ADHD, Dom, Brnr, Skoon og Wzrd. Uppistaða liðsins var sú sama og lék undir lok tímabilsins, og sneri Dom til baka eftir að Zerq leysti hann af í 8-liða úrslitunum. Lið Dusty skipuðu Clvr, Eddezennn, Thor, LeFluff og Bjarni. Kortaval Liðin skiptust á að velja og hafna kortum og fór kortavalið þannig fram: Saga bannaði Vertigo Dusty bannaði Ancient Saga valdi Dust2 Dusty valdi Inferno Saga bannaði Mirage Dusty bannaði Nuke Úrslitakort: Overpass Það var áhugavert að Saga skildi ekki banna Overpass en þegar liðin mættust í Ljósleiðaradeildinni í vetur hafði Dusty betur í öll þrjú skiptin, 16–4 í Overpass, og 16– 10 og 16–14 í Nuke. Það var því strategískt hjá Dusty að banna Nuke og velja Overpass sem úrslitakortið. Leikur 1: Dust 2 Það kom ekki á óvart að Saga veldi Dust 2 enda hentar það vappaspilaranum ADHD virkilega vel. Að auki hefur Dusty ekki sést mikið í Dust 2 og lék það kort aldrei á síðasta tímabili Ljósleiðaradeildarinnar. Vegna þess að Saga valdi kortið fékk Dusty að byrja í vörn. Saga náði snemma yfirhöndinni í skammbyssulotunni en með ótrúlegum hætti sneri Thor lotunni við með fjórfaldri fellu og setti tóninn fyrir Dusty með fyrsta stiginu. Lék hann sama leik í næstu lotu og var kominn með 8 fellur eftir 2 lotur. Saga náði loks að koma sprengjunni fyrir í fjórðu lotu og verja hana með herkjum og einungis einn leikmann á lífi. Með vel uppsettri sókn minnkaði Saga muninn í 3–2 og sendi Dusty í spar. Tíminn hljóp þó frá Sögu í sparlotunni á Dusty sigtaði þá út og vann. Dusty byggði upp smá forskot en ADHD tók völdin á miðjunni og með fjórfaldri fellu á vappanum tryggði hann Sögu þriðja stigið í stöðunni 6–3 fyrir Dusty og var lykilmaður í að minnka muninn í 6–4 strax í kjölfarið. Ekki leið á löngu þar til Saga var búin að jafna metin og var fjárhagur Dusty ekki upp á marga fiska. Saga var óhrædd við að sækja hart í lok hálfleiksins en það var stál í stál þegar Dusty náði loks lotu eftir 5 lotu runu Sögu en þreföld fella frá Brnr á síðustu stundu gerði það að verkum að Saga var yfir þegar hálfleiknum lauk. Staða í hálfleik: Saga 8 – 7 Dusty Aftur hafði Dusty völd á leiknum í upphafi hálfleiks. Leikmenn liðsins höfðu mikið fyrir því að vinna skammbyssulotuna og fylgja því eftir með gallalausri lotu og komast yfir á ný. Var Thor þá kominn í 22 fellur og Brnr hjá Sögu í 17. Saga átti mjög erfitt uppdráttur í vörninni framan af, tókst hvorki að halda aftur af sókn Dusty né að halda vopnum sínum inn í næstu lotur. Eftir 6 lotur í röð hjá Dusty var liðið komið með aðra höndina á sigur í leiknum þar sem ADHD var ekki eins hittinn og í fyrri hálfleik. Það þýddi að Saga virtist örlítið ráðalaus en enda leikur liðsins byggður að stórum hluta í kringum hann. Með tæpum sigri í 21. lotu komst Saga loks á blað í síðari hálfleik. Eftir að hafa tapað lotunni eftir það tók Saga leikhlé og gátu Dom og ADHD stillt strengi sína og sett saman mikilvæga lotu en eftir það gengu uppstillingar þeirra ekki upp. Síðasta lotan var örstutt þar sem enginn annar en Thor sigldi sigrinum heim með þrítugustu og annarri fellu sinni í leiknum og kom Dusty í 1–0 í einvíginu. Lokatölur: Saga 10 – 16 Dusty Leikur 2: Inferno Inferno kortið var sterkt val hjá Dusty enda eitt af þeirra uppáhaldskortum og Saga lék það einungis einu sinni á síðasta tímabili og tapaði. Dusty valdi kortið og Saga byrjaði í vörn. Í upphafi skammbyssulotunnar skiptust liðin á mönnum en Dusty vann. Saga forsaði þá inn í næstu lotu og fara hratt á miðjuna en uppstilling Dusty kom snarlega í veg fyrir það og ekki skemmdi þreföld fella frá Thor fyrir. Í þriðju lotu var Dusty ekki lengi að fella B-svæðið og fara upp bananann til að keyra leikinn í gang af miklum krafti. Fjórða lotan féll einnig með Dusty en ADHD kom sér í góða stöðu og felldi þrjá leikmenn rétt áður en sprengjan sprakk til að gera sigurinn dýran fyrir Dusty. Dusty hafði fullkomin völd á kortinu, veitti Sögu engin tækifæri, tók leikinn skref fyrir skref og gerði þeim ekki kleift að ná neinum almennilegum fellum eða vopnum. Saga komst ekki á skrið og hvert sem þeir fóru mættu þeir sjóðheitum leikmönnum Dusty. Þar var Thor enn fremstur í flokki og lét til sín taka í 8. lotu með enn einni fjórföldu fellunni. Það þurfti fjórfalda fellu frá Brnr á B-svæðinu til að koma Sögu á blað en það var heldur seint í rassinn gripið og dugði þeim ekki til að spila sig almennilega inn í leikinn Leikmenn Dusty voru einfaldlega miklu agaðri og betri og endurspeglaðist það í stigum liðanna. Staða í hálfleik: Saga 2 – 13 Dusty Það var því brött brekka sem blasti við Sögu þegar síðari hálfleikur fór af stað. Saga sótti hratt en sóknin féll um sjálfa sig svo eftir skammbyssulotuna var Dusty einungis tveimur stigum frá því að vinna leikinn og þar með viðureignina. Saga vann aðra lotuna en Eddezennn fór á kostum á deiglunni í þeirri þriðju til að vinna hana örugglega þó Dusty væri í spari. Úrslitin réðust í 20. lotu þar sem ADHD og Clvr voru einir tveir eftir og Clvr hafði betur með skammbyssunni. Lokatölur: Saga 4 – 16 Dusty Það eru því ríkjandi Stórmeistarar og deildarmeistarar Dusty sem leika til úrslita í kvöld. Leikurinn fer fram klukkan 20:15 í beinni útsendingu á Stöð 2 Esport og á Twitch síðu Rafíþróttasamtaka Íslands.
Ljósleiðaradeildin Rafíþróttir Dusty Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport