Stökkið:„Það var klárlega mest krefjandi ár lífs míns hingað til“ Elísabet Hanna skrifar 2. maí 2022 07:00 Sandra elskar að búa í Los Angeles Aðsend Sandra Björg Helgadóttir er búsett í Los Angeles ásamt manninum sínum Hilmari Arnarsyni þar sem hún stundar MBA nám í LMU. Hún er stofnandi og eigandi Absolute Training, er dugleg að setja sér stór markmið og taka réttu skrefin til þess að ná þeim. View this post on Instagram A post shared by Sandra Bjo rg Helgado ttir (@sandrahelga) Hvar ertu búsett?Ég er búsett í Los Angeles, Bandaríkjunum. Ég hef alltaf verið hrifin af Bandaríkjunum. Kannski vegna þess að fjölskyldan býr í San Diego þegar ég var nýfædd meðan pabbi var í skóla og mamma með mig og Evu systur mína litlar úti. „Ég man ekkert eftir því en mér líður eins og það hafi myndast smá tenging við Kaliforníu.“ View this post on Instagram A post shared by Sandra Bjo rg Helgado ttir (@sandrahelga) Þegar ég var nítján ára, 2019, kem ég svo sjálf til LA til að sækja danstíma og heillast algjörlega af borginni. Það fer ekkert á milli mála að veðrið hafi áhrif en umfram það þá finnst mér LA heillandi staður út af þeim lífsstíl sem ég kýs að lifa sem inniheldur mikla og fjölbreytta hreyfingu, allskonar utandyra afþreyingu og hollur og góður matur. View this post on Instagram A post shared by Sandra Bjo rg Helgado ttir (@sandrahelga) Með hverjum býrðu úti? Ég bý með Hilmari Arnarsyni manninum mínum. Hann var svo sætur að styðja mig í þessari ævintýraþrá minni, enda hefði ég aldrei farið án hans. View this post on Instagram A post shared by Sandra Bjo rg Helgado ttir (@sandrahelga) Hvenær fluttirðu út? Stóri dagurinn var 25. ágúst 2021. Langaði þig alltaf til þess að flytja út? Í rauninni langaði mig alltaf að flytja út já. Þegar ég var nýfædd flytur fjölskyldan til San Diego og þegar ég er sex ára flytjum við til Danmerkur og svo flytjum við til Íslands þegar ég er ellefu ára. Ég sá alltaf fyrir mér að flytjast erlendis á mínum fullorðins árum en svo líður tíminn og það gerist lítið nema maður taki ákvörðun og vinni markvisst að henni. Því það þarf auðvitað ansi margt að ganga upp til að maður geti flutt erlendis og hvað þá til Bandaríkjanna. „Ég var alltaf með augun á LA, það kom ekkert annað til greina a.m.k. þetta skiptið.“ View this post on Instagram A post shared by Sandra Bjo rg Helgado ttir (@sandrahelga) Hvernig hefur heimsfaraldurinn haft áhrif á flutningana? Faraldurinn frestaði okkar flutningum um eitt ár. Ég komst upphaflega inn í námið sem ég er í núna haustið 2020 en þá hefði ég verið í öllum tímum á Zoom. Það heillaði mig ekki svo ég ákvað að fresta um ár og vonast til að komast í skólastofuna þá. View this post on Instagram A post shared by Sandra Bjo rg Helgado ttir (@sandrahelga) Hvernig byrjaðir þú að undirbúa ferlið að flytja? Mér fannst allt byrja á ákvörðuninni um að láta reyna á þetta. Eins og með öll stór verkefni þá veit maður ekki hvernig þau munu enda, en ég var tilbúin í vinnuna sem þurfti að leggja inn til að komast hingað en gulrótin þarf að vera ansi stór til að maður haldi svona út. View this post on Instagram A post shared by Sandra Bjo rg Helgado ttir (@sandrahelga) Ég byrjaði á að skoða hvaða nám mig langaði í og hvaða skóla. Ég sótti þrisvar sinnum um í MBA námið í UCLA og komst ekki inn. Svo sótti ég um í LMU og komst inn í MBA námið þar, sem hentar mér í rauninni ótrúlega vel því það er nám með vinnu, allt árið um kring. „Það gerir mér kleift að halda áfram að reka þau fyrirtæki sem ég er með á Íslandi.“ View this post on Instagram A post shared by Sandra Bjo rg Helgado ttir (@sandrahelga) Varðandi fjárhagslegu hliðina, þá einmitt huguðum við að því að við þyrftum að vera með einhverjar tekjur að heiman. Árin áður en við fluttum út fóru því í gífurlega mikla vinnu, fjárfestingar og undirbúning. Árið 2019 seldum við íbúðina okkar, keyptum hús til útleigu, bjuggum í bílskúrnum og samhliða því var ég að þjálfa Absolute Training morgna, hádegi og seinnipart ásamt því að vinna í Ölgerðinni þess á milli. View this post on Instagram A post shared by Absolute Training (@the_absolute_training) „Það var klárlega mest krefjandi ár lífs míns hingað til. Það var lítið sofið og mikið álag, en alltaf með markmiðið skýrt í huganum sem gaf mér mikinn drifkraft.“ Ég held svolítið upp á eitt hugtak sem pabbi sagði við mig einu sinni „Don’t cross the bridge till you come to it”. Þetta á vel við þegar maður er í svona ferli að flytja erlendis. Ég fékk til dæmis oft spurninguna: „Hvar ætli þið að búa? Er ekki svo erfitt að fá húsnæði þarna?” Þegar ég var ekki kominn inn í námið. „Það eru mörg skref sem maður þarf að taka í svona ferli og það er langbest að einblína bara á eitt skref í einu.“ View this post on Instagram A post shared by Sandra Bjo rg Helgado ttir (@sandrahelga) Þegar kom að því að við vorum að fara að flytja var vinkona mín einmitt að flytja frá borginni svo ég gat leigt íbúðina af henni. Það hefði ekki verið ljóst löngu fyrir flutninga. Ég hef tamið mér jákvætt hugarfar og hef mikla trú á að hlutirnir gerist eins og þeir eigi að gerast og einblíni bara á næsta verkefni sem ég þarf að tækla og set alla orkuna í það. View this post on Instagram A post shared by Sandra Bjo rg Helgado ttir (@sandrahelga) Hvað þarf að hafa í huga ef að maður ætlar að flytja til útlanda almennt? Ég myndi mæla með að kynna sér aðeins staðinn, hafa í huga hvernig lífstíl þú getur lifað á staðnum og hvort það passi við þann lífstíl sem þú vilt lifa. Til dæmis er stór ástæða fyrir því að ég valdi LA að það er mikil heilsumenning hér. „Líkamsræktarstöðvar eru að keppast við að hafa sem mest í boði og það besta, það er algjör draumur fyrir mig að vera í þannig umhverfi sem þjálfari.“ Ég vissi líka að ég þyrfti bíl og það er erfitt að vera hér á hjóli eða mikið gangandi, þannig þetta eru sem dæmi hlutir sem þarf að hafa í huga. View this post on Instagram A post shared by Sandra Bjo rg Helgado ttir (@sandrahelga) Þegar fólk er að flytja til Bandaríkjanna þá þarf náttúrulega að hafa í huga að það má ekki vinna nema hafa starfsleyfi og þá þarf að hafa í huga hvort maður geti haft tekjur að heiman eða hvernig maður ætlar að fjármagna dvölina. Eins er undirbúningur á flutningi til Bandaríkjanna svolítið langur út af landvistarleyfinu og þessháttar. „Það krefst tíma og vinnu og það er gott að vera undirbúinn í það andlega svo maður sé ekki að pirra sig á því ferli.“ View this post on Instagram A post shared by Sandra Bjo rg Helgado ttir (@sandrahelga) Hvernig komstu í kynni við námið og verkefnin sem þú ert í? Ég er í MBA námi í LMU. Mig hefur lengi langað í MBA nám og hafði sótt um aðra skóla eins og UCLA og USC hér í LA en ekki komist inn. Litli bróðir minn, Ísak Óli, fór svo í grunnnám í LMU og benti mér á að sækja um þar sem hann var að njóta sín vel í skólanum og þannig enda ég í MBA námi í þeim skóla. View this post on Instagram A post shared by Sandra Bjo rg Helgado ttir (@sandrahelga) Það er ótrúlegt hvað hlutirnir enda einhvern veginn oft eins og þeir eiga að enda því þetta nám hentar mér ótrúlega vel og skipulagið á prógramminu. Ég er í kvöldskóla sem gerir mér auðveldara að sinna vinnu frá Íslandi á daginn. View this post on Instagram A post shared by Sandra Bjo rg Helgado ttir (@sandrahelga) Hvers saknarðu mest við Ísland? Fyrir utan vini og fjölskyldu er það maturinn, mömmumatur auðvitað, flatkökur, piparostur, mexíkóostur, súkkulaðið og nammið. Ég sakna líka World Class og að labba inn í ræktina og þekkja fólkið en það er að breytast hérna úti þegar maður kynnist fólki hér. En World Class stöðvarnar eru með þeim flottari sem sjást í fitness heiminum. View this post on Instagram A post shared by Sandra Bjo rg Helgado ttir (@sandrahelga) Hvers saknarðu minnst við Ísland? Veðursins, ég væri til í að færa Ísland svo það væri aðeins betra veður hjá okkur. Það gerir ekkert smá mikið fyrir andlegu hliðina að vakna í sól allan ársins hring. Hvernig er veðrið? Fullkomið. Ég segi á hverjum degi við manninn minn „ég trúi ekki að ég búi hérna”. Þetta er bara dásamlegt. View this post on Instagram A post shared by Sandra Bjo rg Helgado ttir (@sandrahelga) Hvaða ferðamáta notast þú við? Við keyptum okkur bíl um leið og við fluttum út. Svo erum við með eitt hjól sem ég nota þegar hann er kannski lengi í burtu á bílnum en við erum mest megnis saman á bílnum. View this post on Instagram A post shared by Sandra Bjo rg Helgado ttir (@sandrahelga) Kemurðu oft til Íslands? Já ég er búin að vera að koma ansi oft miðað við hvað ferðalagið er langt. Mér finnst hins vegar lítið mál að fljúga og ferðast og nýt þess í rauninni mjög vel. Fyrst kom ég heim í nóvember 2021 til að dansa á tónleikum sem svo frestuðust vegna Covid en ferðin nýttist vel í önnur verkefni. View this post on Instagram A post shared by Sandra Bjo rg Helgado ttir (@sandrahelga) Við Arnfríður systir mín vorum einmitt að opna Hátíðarvagninn á svipuðum tíma svo við nýttum tímann vel í að koma þeirri starfsemi vel af stað og halda opnunar partý og fleira skemmtilegt. Svo komum við heim um jólin og aftur núna í febrúar til að klára eitt verkefni sem við vorum í. Það er gaman að vera með starfsemi heima og geta kíkt heim og knúsa fjölskylduna í leiðinni. View this post on Instagram A post shared by Hátíðarvagninn (@hatidarvagninn) Upplifir þú það sem kostnaðarsamara eða ódýrara að búa þarna? Ótrúlegt en satt þá er Los Angeles nokkuð svipuð Íslandi í verðlagi, enda eru báðir þessir staðir með þeim dýrari í heiminum. Þegar við vorum nýflutt út þá versluðum við í matinn í Target, vissum ekki betur, sem er í raun eins og að versla í Hagkaup heima. Við fengum svo ráð frá Íslendingum hér úti að versla í Trader Joes, sem er með ótrúlega góðar lífrænar vörur og sú búð er nánast eins og Bónus þannig það breytti helling. „Við fengum smá sjokk á matarkörfunni þarna í byrjun.“ View this post on Instagram A post shared by Sandra Bjo rg Helgado ttir (@sandrahelga) Hefurðu verið að fá mikið af heimsóknum út? Það var ferðabann til Bandaríkjanna þar til í Nóvember 2021 en eftir það hefur nánast verið stöðugur gestagangur. Ég var að kveðja Arnfríði litlu systur og Skugga kærasta hennar sem voru hjá okkur yfir páskana í meira en tvær vikur og næstu gestir eru væntanlegir í byrjun maí. View this post on Instagram A post shared by Sandra Bjo rg Helgado ttir (@sandrahelga) Er sterkt íslendingasamfélag þar sem þú ert? Ég hef ekki upplifun af sérstöku Íslendingasamfélagi en þeir Íslendingar sem við þekkjum hérna úti eru yndislegir og svo ótrúlega hjálpsamir og taka manni í rauninni bara eins og fjölskyldu þegar maður flytur út. Það er svo fallegt við Ísland, við erum eins og ein stór fjölskylda þegar við förum út í heim. View this post on Instagram A post shared by Sandra Bjo rg Helgado ttir (@sandrahelga) Áttu þér uppáhalds stað? Já ég elska The Grove sem er lítið útimoll. Það er í tíu mínútna göngufjarlægð frá okkur svo ég fer þangað reglulega og rölti um, fæ mér kaffibolli eða kaupi mér hádegismat á salatbarnum í Whole Foods rétt hjá og fer og sest í grasið í Grove-inu og slaka á. View this post on Instagram A post shared by Sandra Bjo rg Helgado ttir (@sandrahelga) Hvaða matsölustöðum myndir þú mæla með? Við fórum á æðislegan Mexíkanskan stað sem heitir Mercado rétt hjá þar sem við búum með Magga vin okkar. Það eru mjög margir innflytjendur hér frá Mexíkó þannig sú matargerð er ótrúlega góð hérna og það er mjög mikið af svoleiðis stöðum. Ég kvarta ekki því gott guacamole er eitt það besta sem ég fæ. Það er ekki erfitt að finna það hér. View this post on Instagram A post shared by Sandra Bjo rg Helgado ttir (@sandrahelga) Hvað er eitthvað sem allir verða að gera á þessum stað? Topp þrjú augnablikin mín síðan ég flutti út eru að: Rölta og slaka á í Grove-inu Sitja á ströndinni þegar það er sólsetur Hjóla, skokka, línuskauta strandlengjuna frá Santa Monica að Venice View this post on Instagram A post shared by Sandra Bjo rg Helgado ttir (@sandrahelga) Hvernig er týpískur dagur hjá þér úti? Ég vakna milli átta og níu. Kíki á póstinn og það sem hefur átt sér stað þann dag á Íslandi (því þá er klukkan þrjú til fjögur á Íslandi). Svo fer ég í Yoga Barre í Hot8Yoga frá hálf tíu til hálf ellefu. Kem heim, fæ mér hafragraut og te eða kaffi. View this post on Instagram A post shared by Sandra Bjo rg Helgado ttir (@sandrahelga) Eftir það fer ég oft með lesefni fyrir skólann uppi á þak og les í sólbaði í tvo klukkutíma. Svo fer ég að undirbúa hádegismat og skólann. Um tvö til þrjú leitið skutlar Hilmar mér svo í skólann þar sem ég fæ mér Starbucks og læri þar til ég fer í tíma frá sex til tíu. View this post on Instagram A post shared by Sandra Bjo rg Helgado ttir (@sandrahelga) Hvað er það besta við staðinn þinn? Af öllu því sem ég elska við borgina þá held ég að veðrið sé stærsti kosturinn. View this post on Instagram A post shared by Sandra Bjo rg Helgado ttir (@sandrahelga) Hvað er það versta við staðinn þinn? Heimilisleysið. „Það er skelfilegt að sjá hversu margir eru heimilislausir og eiga við andleg veikindi eða fíkniefnavanda að stríða og lausnir virðast vera af skornum skammti.“ Sérðu fyrir þér að flytja aftur til Íslands?Já við stefnum að því að flytja aftur til Íslands. Við erum bæði svo náin fjölskyldunni okkar að við sjáum ekki fyrir okkur að geta búið svona langt frá þeim til lengri tíma, þar sem þau eru öll búsett á Íslandi þá togar það í mann. View this post on Instagram A post shared by Sandra Bjo rg Helgado ttir (@sandrahelga) Við erum hins vegar alltaf að verða hrifnari af LA með hverjum mánuðinum og okkur dreymir um að eiga heimili á báðum stöðum. Næstu ár verða spennandi og við hlökkum til að sjá hvaða tækifæri opnast og þau munu klárlega ráða ferðinni líka. Stökkið er viðtalsliður á Lífinu á Vísi þar sem við ræðum við Íslendinga sem hafa tekið stökkið og flutt utan til skamms eða lengri tíma. Endilega sendið ábendingar um einstaklinga sem gætu átt heima í Stökkinu á elisabethm@stod2.is. Stökkið Bandaríkin Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Stökkið: „Við skrifuðum undir leigusamning án þess að sjá íbúðina okkar“ Álfhildur Reynisdóttir býr í Álaborg í Danmörku þar sem hún er að klára síðustu mánuðina í master í læknisfræði eftir að hafa upphaflega flutt til Slóvakíu þar sem hún hóf námið. Hún heldur einnig uppi miðlinum Barnabitar í frítíma sínum. 25. apríl 2022 07:01 „Það er bara þumalputtaregla að vera skynsamur og fara ekki út seint á kvöldin“ Guðrún Lund og unnusti hennar Max Hopkins eru í hálfs árs Suður-Ameríku reisu þar sem þau eru að búa til stórbrotnar minningar saman, labba að Machu Picchu og hitta lamadýr. Þau elska að ferðast og hafa oftast einhver ferðalög bókuð fram í tímann. 21. apríl 2022 07:01 Stökkið: „Mér leið stundum eins og ég hefði tekið skref aftur á bak við að flytja út“ Sigurlaug Sara tók Stökkið til Stokkhólms í miðjum heimsfaraldri árið 2020 með kærastanum sínum Ásgeiri Pétri þar sem hann stundar sérnám í svæfingalækningum á Karolinska og hún stundar mastersnám í stafrænni stjórnun. 18. apríl 2022 07:01 Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Sjá meira
View this post on Instagram A post shared by Sandra Bjo rg Helgado ttir (@sandrahelga) Hvar ertu búsett?Ég er búsett í Los Angeles, Bandaríkjunum. Ég hef alltaf verið hrifin af Bandaríkjunum. Kannski vegna þess að fjölskyldan býr í San Diego þegar ég var nýfædd meðan pabbi var í skóla og mamma með mig og Evu systur mína litlar úti. „Ég man ekkert eftir því en mér líður eins og það hafi myndast smá tenging við Kaliforníu.“ View this post on Instagram A post shared by Sandra Bjo rg Helgado ttir (@sandrahelga) Þegar ég var nítján ára, 2019, kem ég svo sjálf til LA til að sækja danstíma og heillast algjörlega af borginni. Það fer ekkert á milli mála að veðrið hafi áhrif en umfram það þá finnst mér LA heillandi staður út af þeim lífsstíl sem ég kýs að lifa sem inniheldur mikla og fjölbreytta hreyfingu, allskonar utandyra afþreyingu og hollur og góður matur. View this post on Instagram A post shared by Sandra Bjo rg Helgado ttir (@sandrahelga) Með hverjum býrðu úti? Ég bý með Hilmari Arnarsyni manninum mínum. Hann var svo sætur að styðja mig í þessari ævintýraþrá minni, enda hefði ég aldrei farið án hans. View this post on Instagram A post shared by Sandra Bjo rg Helgado ttir (@sandrahelga) Hvenær fluttirðu út? Stóri dagurinn var 25. ágúst 2021. Langaði þig alltaf til þess að flytja út? Í rauninni langaði mig alltaf að flytja út já. Þegar ég var nýfædd flytur fjölskyldan til San Diego og þegar ég er sex ára flytjum við til Danmerkur og svo flytjum við til Íslands þegar ég er ellefu ára. Ég sá alltaf fyrir mér að flytjast erlendis á mínum fullorðins árum en svo líður tíminn og það gerist lítið nema maður taki ákvörðun og vinni markvisst að henni. Því það þarf auðvitað ansi margt að ganga upp til að maður geti flutt erlendis og hvað þá til Bandaríkjanna. „Ég var alltaf með augun á LA, það kom ekkert annað til greina a.m.k. þetta skiptið.“ View this post on Instagram A post shared by Sandra Bjo rg Helgado ttir (@sandrahelga) Hvernig hefur heimsfaraldurinn haft áhrif á flutningana? Faraldurinn frestaði okkar flutningum um eitt ár. Ég komst upphaflega inn í námið sem ég er í núna haustið 2020 en þá hefði ég verið í öllum tímum á Zoom. Það heillaði mig ekki svo ég ákvað að fresta um ár og vonast til að komast í skólastofuna þá. View this post on Instagram A post shared by Sandra Bjo rg Helgado ttir (@sandrahelga) Hvernig byrjaðir þú að undirbúa ferlið að flytja? Mér fannst allt byrja á ákvörðuninni um að láta reyna á þetta. Eins og með öll stór verkefni þá veit maður ekki hvernig þau munu enda, en ég var tilbúin í vinnuna sem þurfti að leggja inn til að komast hingað en gulrótin þarf að vera ansi stór til að maður haldi svona út. View this post on Instagram A post shared by Sandra Bjo rg Helgado ttir (@sandrahelga) Ég byrjaði á að skoða hvaða nám mig langaði í og hvaða skóla. Ég sótti þrisvar sinnum um í MBA námið í UCLA og komst ekki inn. Svo sótti ég um í LMU og komst inn í MBA námið þar, sem hentar mér í rauninni ótrúlega vel því það er nám með vinnu, allt árið um kring. „Það gerir mér kleift að halda áfram að reka þau fyrirtæki sem ég er með á Íslandi.“ View this post on Instagram A post shared by Sandra Bjo rg Helgado ttir (@sandrahelga) Varðandi fjárhagslegu hliðina, þá einmitt huguðum við að því að við þyrftum að vera með einhverjar tekjur að heiman. Árin áður en við fluttum út fóru því í gífurlega mikla vinnu, fjárfestingar og undirbúning. Árið 2019 seldum við íbúðina okkar, keyptum hús til útleigu, bjuggum í bílskúrnum og samhliða því var ég að þjálfa Absolute Training morgna, hádegi og seinnipart ásamt því að vinna í Ölgerðinni þess á milli. View this post on Instagram A post shared by Absolute Training (@the_absolute_training) „Það var klárlega mest krefjandi ár lífs míns hingað til. Það var lítið sofið og mikið álag, en alltaf með markmiðið skýrt í huganum sem gaf mér mikinn drifkraft.“ Ég held svolítið upp á eitt hugtak sem pabbi sagði við mig einu sinni „Don’t cross the bridge till you come to it”. Þetta á vel við þegar maður er í svona ferli að flytja erlendis. Ég fékk til dæmis oft spurninguna: „Hvar ætli þið að búa? Er ekki svo erfitt að fá húsnæði þarna?” Þegar ég var ekki kominn inn í námið. „Það eru mörg skref sem maður þarf að taka í svona ferli og það er langbest að einblína bara á eitt skref í einu.“ View this post on Instagram A post shared by Sandra Bjo rg Helgado ttir (@sandrahelga) Þegar kom að því að við vorum að fara að flytja var vinkona mín einmitt að flytja frá borginni svo ég gat leigt íbúðina af henni. Það hefði ekki verið ljóst löngu fyrir flutninga. Ég hef tamið mér jákvætt hugarfar og hef mikla trú á að hlutirnir gerist eins og þeir eigi að gerast og einblíni bara á næsta verkefni sem ég þarf að tækla og set alla orkuna í það. View this post on Instagram A post shared by Sandra Bjo rg Helgado ttir (@sandrahelga) Hvað þarf að hafa í huga ef að maður ætlar að flytja til útlanda almennt? Ég myndi mæla með að kynna sér aðeins staðinn, hafa í huga hvernig lífstíl þú getur lifað á staðnum og hvort það passi við þann lífstíl sem þú vilt lifa. Til dæmis er stór ástæða fyrir því að ég valdi LA að það er mikil heilsumenning hér. „Líkamsræktarstöðvar eru að keppast við að hafa sem mest í boði og það besta, það er algjör draumur fyrir mig að vera í þannig umhverfi sem þjálfari.“ Ég vissi líka að ég þyrfti bíl og það er erfitt að vera hér á hjóli eða mikið gangandi, þannig þetta eru sem dæmi hlutir sem þarf að hafa í huga. View this post on Instagram A post shared by Sandra Bjo rg Helgado ttir (@sandrahelga) Þegar fólk er að flytja til Bandaríkjanna þá þarf náttúrulega að hafa í huga að það má ekki vinna nema hafa starfsleyfi og þá þarf að hafa í huga hvort maður geti haft tekjur að heiman eða hvernig maður ætlar að fjármagna dvölina. Eins er undirbúningur á flutningi til Bandaríkjanna svolítið langur út af landvistarleyfinu og þessháttar. „Það krefst tíma og vinnu og það er gott að vera undirbúinn í það andlega svo maður sé ekki að pirra sig á því ferli.“ View this post on Instagram A post shared by Sandra Bjo rg Helgado ttir (@sandrahelga) Hvernig komstu í kynni við námið og verkefnin sem þú ert í? Ég er í MBA námi í LMU. Mig hefur lengi langað í MBA nám og hafði sótt um aðra skóla eins og UCLA og USC hér í LA en ekki komist inn. Litli bróðir minn, Ísak Óli, fór svo í grunnnám í LMU og benti mér á að sækja um þar sem hann var að njóta sín vel í skólanum og þannig enda ég í MBA námi í þeim skóla. View this post on Instagram A post shared by Sandra Bjo rg Helgado ttir (@sandrahelga) Það er ótrúlegt hvað hlutirnir enda einhvern veginn oft eins og þeir eiga að enda því þetta nám hentar mér ótrúlega vel og skipulagið á prógramminu. Ég er í kvöldskóla sem gerir mér auðveldara að sinna vinnu frá Íslandi á daginn. View this post on Instagram A post shared by Sandra Bjo rg Helgado ttir (@sandrahelga) Hvers saknarðu mest við Ísland? Fyrir utan vini og fjölskyldu er það maturinn, mömmumatur auðvitað, flatkökur, piparostur, mexíkóostur, súkkulaðið og nammið. Ég sakna líka World Class og að labba inn í ræktina og þekkja fólkið en það er að breytast hérna úti þegar maður kynnist fólki hér. En World Class stöðvarnar eru með þeim flottari sem sjást í fitness heiminum. View this post on Instagram A post shared by Sandra Bjo rg Helgado ttir (@sandrahelga) Hvers saknarðu minnst við Ísland? Veðursins, ég væri til í að færa Ísland svo það væri aðeins betra veður hjá okkur. Það gerir ekkert smá mikið fyrir andlegu hliðina að vakna í sól allan ársins hring. Hvernig er veðrið? Fullkomið. Ég segi á hverjum degi við manninn minn „ég trúi ekki að ég búi hérna”. Þetta er bara dásamlegt. View this post on Instagram A post shared by Sandra Bjo rg Helgado ttir (@sandrahelga) Hvaða ferðamáta notast þú við? Við keyptum okkur bíl um leið og við fluttum út. Svo erum við með eitt hjól sem ég nota þegar hann er kannski lengi í burtu á bílnum en við erum mest megnis saman á bílnum. View this post on Instagram A post shared by Sandra Bjo rg Helgado ttir (@sandrahelga) Kemurðu oft til Íslands? Já ég er búin að vera að koma ansi oft miðað við hvað ferðalagið er langt. Mér finnst hins vegar lítið mál að fljúga og ferðast og nýt þess í rauninni mjög vel. Fyrst kom ég heim í nóvember 2021 til að dansa á tónleikum sem svo frestuðust vegna Covid en ferðin nýttist vel í önnur verkefni. View this post on Instagram A post shared by Sandra Bjo rg Helgado ttir (@sandrahelga) Við Arnfríður systir mín vorum einmitt að opna Hátíðarvagninn á svipuðum tíma svo við nýttum tímann vel í að koma þeirri starfsemi vel af stað og halda opnunar partý og fleira skemmtilegt. Svo komum við heim um jólin og aftur núna í febrúar til að klára eitt verkefni sem við vorum í. Það er gaman að vera með starfsemi heima og geta kíkt heim og knúsa fjölskylduna í leiðinni. View this post on Instagram A post shared by Hátíðarvagninn (@hatidarvagninn) Upplifir þú það sem kostnaðarsamara eða ódýrara að búa þarna? Ótrúlegt en satt þá er Los Angeles nokkuð svipuð Íslandi í verðlagi, enda eru báðir þessir staðir með þeim dýrari í heiminum. Þegar við vorum nýflutt út þá versluðum við í matinn í Target, vissum ekki betur, sem er í raun eins og að versla í Hagkaup heima. Við fengum svo ráð frá Íslendingum hér úti að versla í Trader Joes, sem er með ótrúlega góðar lífrænar vörur og sú búð er nánast eins og Bónus þannig það breytti helling. „Við fengum smá sjokk á matarkörfunni þarna í byrjun.“ View this post on Instagram A post shared by Sandra Bjo rg Helgado ttir (@sandrahelga) Hefurðu verið að fá mikið af heimsóknum út? Það var ferðabann til Bandaríkjanna þar til í Nóvember 2021 en eftir það hefur nánast verið stöðugur gestagangur. Ég var að kveðja Arnfríði litlu systur og Skugga kærasta hennar sem voru hjá okkur yfir páskana í meira en tvær vikur og næstu gestir eru væntanlegir í byrjun maí. View this post on Instagram A post shared by Sandra Bjo rg Helgado ttir (@sandrahelga) Er sterkt íslendingasamfélag þar sem þú ert? Ég hef ekki upplifun af sérstöku Íslendingasamfélagi en þeir Íslendingar sem við þekkjum hérna úti eru yndislegir og svo ótrúlega hjálpsamir og taka manni í rauninni bara eins og fjölskyldu þegar maður flytur út. Það er svo fallegt við Ísland, við erum eins og ein stór fjölskylda þegar við förum út í heim. View this post on Instagram A post shared by Sandra Bjo rg Helgado ttir (@sandrahelga) Áttu þér uppáhalds stað? Já ég elska The Grove sem er lítið útimoll. Það er í tíu mínútna göngufjarlægð frá okkur svo ég fer þangað reglulega og rölti um, fæ mér kaffibolli eða kaupi mér hádegismat á salatbarnum í Whole Foods rétt hjá og fer og sest í grasið í Grove-inu og slaka á. View this post on Instagram A post shared by Sandra Bjo rg Helgado ttir (@sandrahelga) Hvaða matsölustöðum myndir þú mæla með? Við fórum á æðislegan Mexíkanskan stað sem heitir Mercado rétt hjá þar sem við búum með Magga vin okkar. Það eru mjög margir innflytjendur hér frá Mexíkó þannig sú matargerð er ótrúlega góð hérna og það er mjög mikið af svoleiðis stöðum. Ég kvarta ekki því gott guacamole er eitt það besta sem ég fæ. Það er ekki erfitt að finna það hér. View this post on Instagram A post shared by Sandra Bjo rg Helgado ttir (@sandrahelga) Hvað er eitthvað sem allir verða að gera á þessum stað? Topp þrjú augnablikin mín síðan ég flutti út eru að: Rölta og slaka á í Grove-inu Sitja á ströndinni þegar það er sólsetur Hjóla, skokka, línuskauta strandlengjuna frá Santa Monica að Venice View this post on Instagram A post shared by Sandra Bjo rg Helgado ttir (@sandrahelga) Hvernig er týpískur dagur hjá þér úti? Ég vakna milli átta og níu. Kíki á póstinn og það sem hefur átt sér stað þann dag á Íslandi (því þá er klukkan þrjú til fjögur á Íslandi). Svo fer ég í Yoga Barre í Hot8Yoga frá hálf tíu til hálf ellefu. Kem heim, fæ mér hafragraut og te eða kaffi. View this post on Instagram A post shared by Sandra Bjo rg Helgado ttir (@sandrahelga) Eftir það fer ég oft með lesefni fyrir skólann uppi á þak og les í sólbaði í tvo klukkutíma. Svo fer ég að undirbúa hádegismat og skólann. Um tvö til þrjú leitið skutlar Hilmar mér svo í skólann þar sem ég fæ mér Starbucks og læri þar til ég fer í tíma frá sex til tíu. View this post on Instagram A post shared by Sandra Bjo rg Helgado ttir (@sandrahelga) Hvað er það besta við staðinn þinn? Af öllu því sem ég elska við borgina þá held ég að veðrið sé stærsti kosturinn. View this post on Instagram A post shared by Sandra Bjo rg Helgado ttir (@sandrahelga) Hvað er það versta við staðinn þinn? Heimilisleysið. „Það er skelfilegt að sjá hversu margir eru heimilislausir og eiga við andleg veikindi eða fíkniefnavanda að stríða og lausnir virðast vera af skornum skammti.“ Sérðu fyrir þér að flytja aftur til Íslands?Já við stefnum að því að flytja aftur til Íslands. Við erum bæði svo náin fjölskyldunni okkar að við sjáum ekki fyrir okkur að geta búið svona langt frá þeim til lengri tíma, þar sem þau eru öll búsett á Íslandi þá togar það í mann. View this post on Instagram A post shared by Sandra Bjo rg Helgado ttir (@sandrahelga) Við erum hins vegar alltaf að verða hrifnari af LA með hverjum mánuðinum og okkur dreymir um að eiga heimili á báðum stöðum. Næstu ár verða spennandi og við hlökkum til að sjá hvaða tækifæri opnast og þau munu klárlega ráða ferðinni líka. Stökkið er viðtalsliður á Lífinu á Vísi þar sem við ræðum við Íslendinga sem hafa tekið stökkið og flutt utan til skamms eða lengri tíma. Endilega sendið ábendingar um einstaklinga sem gætu átt heima í Stökkinu á elisabethm@stod2.is.
Stökkið er viðtalsliður á Lífinu á Vísi þar sem við ræðum við Íslendinga sem hafa tekið stökkið og flutt utan til skamms eða lengri tíma. Endilega sendið ábendingar um einstaklinga sem gætu átt heima í Stökkinu á elisabethm@stod2.is.
Stökkið Bandaríkin Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Stökkið: „Við skrifuðum undir leigusamning án þess að sjá íbúðina okkar“ Álfhildur Reynisdóttir býr í Álaborg í Danmörku þar sem hún er að klára síðustu mánuðina í master í læknisfræði eftir að hafa upphaflega flutt til Slóvakíu þar sem hún hóf námið. Hún heldur einnig uppi miðlinum Barnabitar í frítíma sínum. 25. apríl 2022 07:01 „Það er bara þumalputtaregla að vera skynsamur og fara ekki út seint á kvöldin“ Guðrún Lund og unnusti hennar Max Hopkins eru í hálfs árs Suður-Ameríku reisu þar sem þau eru að búa til stórbrotnar minningar saman, labba að Machu Picchu og hitta lamadýr. Þau elska að ferðast og hafa oftast einhver ferðalög bókuð fram í tímann. 21. apríl 2022 07:01 Stökkið: „Mér leið stundum eins og ég hefði tekið skref aftur á bak við að flytja út“ Sigurlaug Sara tók Stökkið til Stokkhólms í miðjum heimsfaraldri árið 2020 með kærastanum sínum Ásgeiri Pétri þar sem hann stundar sérnám í svæfingalækningum á Karolinska og hún stundar mastersnám í stafrænni stjórnun. 18. apríl 2022 07:01 Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Sjá meira
Stökkið: „Við skrifuðum undir leigusamning án þess að sjá íbúðina okkar“ Álfhildur Reynisdóttir býr í Álaborg í Danmörku þar sem hún er að klára síðustu mánuðina í master í læknisfræði eftir að hafa upphaflega flutt til Slóvakíu þar sem hún hóf námið. Hún heldur einnig uppi miðlinum Barnabitar í frítíma sínum. 25. apríl 2022 07:01
„Það er bara þumalputtaregla að vera skynsamur og fara ekki út seint á kvöldin“ Guðrún Lund og unnusti hennar Max Hopkins eru í hálfs árs Suður-Ameríku reisu þar sem þau eru að búa til stórbrotnar minningar saman, labba að Machu Picchu og hitta lamadýr. Þau elska að ferðast og hafa oftast einhver ferðalög bókuð fram í tímann. 21. apríl 2022 07:01
Stökkið: „Mér leið stundum eins og ég hefði tekið skref aftur á bak við að flytja út“ Sigurlaug Sara tók Stökkið til Stokkhólms í miðjum heimsfaraldri árið 2020 með kærastanum sínum Ásgeiri Pétri þar sem hann stundar sérnám í svæfingalækningum á Karolinska og hún stundar mastersnám í stafrænni stjórnun. 18. apríl 2022 07:01