Makamál

„Þegar ég sá hana var ég bara: Jæja Aron, nú þarftu að vanda þig!“

Ása Ninna Pétursdóttir og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa
Aron og Heiða bræddu áhorfendur á einlægu og fallegu stefnumóti í þáttunum Fyrsta blikið á Stöð 2. 
Aron og Heiða bræddu áhorfendur á einlægu og fallegu stefnumóti í þáttunum Fyrsta blikið á Stöð 2.  Stöð 2

Það var erfitt að hrífast ekki að þeim Aroni og Heiðu sem leidd voru saman á blint stefnumót í fjórða þætti Fyrsta bliksins á Stöð 2. 

Þó svo að það hafi mátt greina örlitla feimni og stress í byrjun var ekki annað hægt að sjá en að farið hafi vel á með parinu sem komst fljótt að því að þau áttu eitt og annað sameiginlegt.  

Höskuldarviðvörun (e. spoiler alert)

Fyrir þá sem ætla sér að horfa á þátt fjögur, en hafa enn ekki séð hann, þá mælum við sterklega með því að hætta að lesa hér.

....

Bæði eru Heiða og Aron mikið íþróttafólk og elska það að skora á sjálfan sig og prófa nýja hluti.

Heiða er stúdent frá MH og Aron stundar nú nám í Hagfræði í Háskóla Íslands en bæði starfa þau í umönnunarstörfum sem eiga hug þeirra og hjörtu. 

  Eins og sjá má í klippunni hér fyrir neðan var ýmislegt sem tikkaði í réttu boxin. 

Klippa: Fyrsta blikið: Jæja Aron, nú þarftu að vanda þig

Bæði segjast Aron og Heiða hafa ekki alveg náð á slaka á á stefnumótinu sjálfu og vera alveg þau sjálf en þó hafa fundið að þau hafi viljað láta reyna á það að kynnast betur. 

Samkvæmt nýjustu heimildum hafa stefnumótin orðið fleiri en eitt þó svo að ekki hafi orðið úr samband enn sem komið er. 

Það var falleg stund þegar Aron sá Heiðu labba inn á stefnumótið. Stöð 2


Fyrsta bliks lagalistar á Spotify

Tónlistin úr þáttunum hefur vakið töluverða athygli og nú verður hægt að nálgast lögin úr hverjum þætti inn á Spotify síðu Fyrsta bliksins.

Þeir sem vilja koma sér í réttu stemninguna fyrir kvöldið geta nálgast lagalistana úr þáttunum hér fyrir neðan. 

Fjórði þáttur: 

Þriðji þáttur: 

Annar þáttur: 

Fyrsti þáttur: 


Fyrsta blikið eru stefnumóta- og raunveruleikaþættir sem sýndir eru á Stöð 2. Í hverjum þættir eru kynntir til leiks fjórir einstaklingar sem áhorfendur fá að kynnast í gegnum sófaspjall sem og spjall við aðstandendur. Sýnt er frá spennunni fyrir stefnumótið og auðvitað stefnumótinu sjálfu sem gerist á veitingastaðnum Sjálandi í Garðabæ. 

Aðdáendur Fyrsta bliksins geta fylgst með skemmtilegu aukaefni á Instagram síðu þáttarins @fyrstablikid.

Þættirnir eru átta talsins og verða á dagskrá Stöðvar 2 á föstudagskvöldum klukkan 18:55. Í kjölfarið verða allir þættirnir aðgengilegir á Stöð 2+. Hægt er að kaupa áskrift að Stöð 2+ hér.


Tengdar fréttir

Blint stefnumót Skúla og Birtu endaði með bíómyndakossi

Þau elska bæði Harry Potter, spila sömu tölvuleiki, segjast bæði vera Nexus-nördar og horfa á sömu kvikmyndirnar. Birta Rós og Skúli voru eitt tveggja para í stefnumótaþættinum Fyrsta blikið síðasta föstudagskvöld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×