Lífið

Oddvitaáskorunin: Tekur allar armbeygjurnar, „Chuck Norris style“

Samúel Karl Ólason skrifar
271A7C44-B4DD-4C3C-9280-45A683D31236.jpeg

Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2022 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í sveitarfélögum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum.

Bjarni Gunnólfsson er oddviti Miðflokksins í Reykjanesbæ.

Ég heiti Bjarni Gunnólfsson og er 49 ára giftur maður með þrjú börn, öll fædd sitthvorn áratuginn, 1997, 2001 og 2011. Konan mín heitir Elín Arnardóttir og er kennari og börnin í aldursröð, Oliver Aron, Fanney Lovísa og Róbert Örn.

Ég er menntaður framreiðslumaður og hef AS gráðu í hótelstjórnun, hef í mínu lífi starfað og búið í fimm löndum og hef verið í stjórnun í þeim öllum. Hef starfað á tveimur af hundrað bestu hótelum heims að mati Conde Nast tímaritisins og var annað þeirra númer tvö þegar ég starfaði þar. Annað þeirra flutti mig frá Ameríku til Englands í eitt ár og greiddi síðan fyrir mig atvinnuleyfið ári seinna til að fá mig tilbaka. Ég á þrjú systkini, Guðlaugur, Fannar Berg og Helga heita þau.

Foreldrar mínir eru Gunnólfur Árnason pípulagningameistari sem er nú kominn á eftirlaun og Fanney Bjarnadóttir sem er einnig hætt að vinna, þau dvelja nú langdvölum á Spáni þar sem þau eiga hús.

Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi?

Ásbyrgi.

Er eitthvað lítilvægt sem fer þó í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt að sé lagað?

Mismunur fyrir barnafólk miðað við búsetu í bæjarfélaginu.

Hvert er þitt uppáhalds áhugamál sem gæti þótt skrítið?

Allt í sambandi við hótelrekstur semsagt vinnan.

Bjarni og hafið.

Hver eru þín minnistæðustu samskipti við lögregluna?

Það er allt í lögregluskjölunum og finnst aðeins þar.

Hvað færðu þér á pizzu?

Alltaf Beikon annað er bara fylgihlutir.

Hvaða lag peppar þig mest?

Get the party started með Pink.

Hvað getur þú tekið margar armbeygjur?

Get tekið þær allar. Chuck Norris style.

Göngutúr eða skokk?

Ekkert betra en að ganga í fallegu umhverfi Reykjanesbæjar.

Uppáhalds brandari?

Alltof margir þar sem lífið er yfirhöfuð mjög fyndið.

Hvað er þitt draumafríi?

Væri til í að fara með konunni til Bali í algjöra afslöppun.

Hvort fannst þér 2020 eða 2021 vera verra ár?

Bara bæði vont.

Uppáhalds tónlistarmaður?

Er með mjög skrýtin tónlistarsmekk en ef ég ætti að velja eitthvað eitt eða tvennt myndi ég velja Metallicu eða U2.

Hvað er það skrýtnasta sem þú manst eftir að hafa gert?

Hef aldrei gert neitt skrýtið að mínu mati held samt að mínir nánustu mundu líklega segja að fara í framboð sé það skrýtnasta af mörgu skrýtnu.

Ef það væri gerð kvikmynd um ævi þína, hver ætti að leika þig? Má vera íslenskur eða útlenskur.

Líklega Ralph Fiennes.

Hefur þú verið í verbúð?

Já, var á Ásbyrgi á Höfn í Hornafirði í kringum ´92.

Áhrifamesta kvikmyndin?

Fyrsta Star Wars myndin þar sem ég sá hana nálægt 30 sinnum sem barn.

Áttu eftir að sakna Nágranna?

Sakna alltaf nágranna minna þegar þeir fara en þáttaröðina hef ég ekki séð í mörg, mörg ár.

Ef þú yrðir að flytja úr þínu sveitarfélagi, hvert myndir þú helst vilja fara?

Akureyri eða Dalvík.

Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla)

Hero með Enrique Iglesias.

Vísir skorar á oddvita stjórnmálaflokka út um allt land að taka þátt í Oddvitaáskoruninni til að kynna sig og sín málefni. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast með því að senda póst á samuel@stod2.is og anitaga@stod2.is. Fyrri Oddvitaáskoranir má skoða á síðunni visir.is/p/oddvitaaskorun.


Tengdar fréttir

Oddvitaáskorunin: Pantar sér oft pizzu í blindni

Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2021 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í sveitarfélögum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×