Lífið

Loksins gekk allt upp

Stefán Árni Pálsson skrifar
Frikki var heldur betur sáttur með Dóra.
Frikki var heldur betur sáttur með Dóra.

Þættirnir Skítamix eru á dagskrá Stöðvar 2 á sunnudagskvöldum og í þeim fer Halldór Halldórsson, Dóri DNA, heim til þekktra Íslendinga sem þurfa að ráðast í framkvæmdir á heimilinu.

Skítamix fór af stað á nýjan leik í gærkvöldi og er um að ræða þáttaröð númer tvö. Í fyrsta þættinum fór Halldór heim til söngvarans Friðriks Dórs í einbýlishús í Hafnarfirðinum.

Þar átti eftir að klæða bekk með pallaefni og réðust þeir félagarnir í málið. Sem gekk nú nokkuð vel að þessu sinni, betur en áður í það minnsta.

Hér að neðan má sjá brot úr þættinum í gærkvöldi.

Klippa: Loksins gekk allt upp





Fleiri fréttir

Sjá meira


×