Einkatónleikar og NFT – Kig & Husk safnar fyrir vínyl-útgáfu á Karolina Fund Steinar Fjeldsted skrifar 14. apríl 2022 14:31 KILL THE MOON, fyrsta breiðskífa KIG & HUSK kom út um mitt síðasta ár (2021) og fékk um leið frábærar viðtökur tónlistargagnrýnenda auk þess sem hún hlaut tilnefningu til Íslensku Tónlistarverðlaunanna sem besta plata ársins 2021. Platan hefur hingað til aðeins verið aðgengileg á streymisveitum (Spotify, Tidal, Bandcamp) en nú stendur til að framleiða 200+ vínyl plötur með aðstoð Karolina Fund. Tónlist KIG & HUSK hefur verið lýst sem poppuðu art-rokki þar sem hefðbundið tónlistarform er þanið út og óhljóðum stillt upp á móti melódískum lag- og sönglinum. Hljóðfæraleikur, söngur, forritun, útsetningar og hljóðblöndun er í höndum KIG & HUSK en eftirtaldir hljóðfæraleikarar lögðu einnig hönd á plóg: Kjartan Guðnason (trommur), Paul Maguire (trommur), Hallgrímur Jón Hallgrímsson (trommur), Óttar Sæmundsen (bassi), Pétur Ben (gítar). Af hverju vínyl-útgáfa? „Nokkrar ástæður. Í fyrsta lagi er ekki hægt að treysta því að Spotify verði til í framtíðinni. Eða aðrar hagnaðardrifnar tónlistarveitur. Þegar ég byrjaði að nota Spotify voru bara sjóræningjaútgáfur og karaoke-plötur í boði og það kæmi manni ekki á óvart ef Spotify endaði þannig líka. Í öðru lagi er tónlist svo miklu meira en bara hljóðbylgjur úr hátalara. Þegar við vorum að byrja að hlusta á tónlist og maður uppgötvaði nýja hljómsveit þá skipti umslagið eiginlega öllu máli. Maður kom heim úr plötubúð, reif plastið af og skannaði svo hvern einasta millimetra albúmsins á meðan maður hlustaði einbeittur. Maður hlustaði eiginlega með öllum skynfærunum. Þegar okkur tókst svo að plata Ragnar Helga Ólafsson til að hanna umslagið þá var þetta no-brainer. Þetta er flottasta plötuumslag sem ég hef séð og rímar fullkomlega við tónlistina. En sko, að handleika nýpressaða vínylplötu í fyrsta sinn er frumspekileg upplifun. Trúarleg. Þess vegna vínyl-útgáfa” – Höskuldur Ólafsson. Hægt er að veita verkefninu lið á ýmsa vegu. Eins og t.d að styrkja um35 evrurog alveg upp í 840 evrur, og þar af leiðandi fær viðkomandi ýmislegt í staðin eins og t.d áritaðar vínylplötur, persónuleg kveðja/kort og 30 mín einkatónleika svo fátt sé nefnt. Kíktu áKarolina Fund og veittu þessari flottu söfnun lið. HÖSKULDUR ÓLAFSSON hefur starfað með hinum ýmsu hljómsveitum komið að leiksýningum og kvikmyndum og gefið út hljómplötur með bæði Ske og Quarashi þ.á.m. hjá Sony Columbia Records árið 2002 (Quarashi) sem var dreift af EMI Publishing um allan heim. Platan seldist í fleiri en 500.000 eintökum og hljómsveitin kom fram á tónleikum og tónleikahátíðum í N-Ameríku, Evrópu, Japan og Ástralíu. Höskuldur Ólafsson lauk prófi í íslensku- og bókmenntafræði frá Háskóla Íslands árið 2004 og nokkrum árum síðar meistaraprófi í list speki frá University of East Anglia (UEA) í Englandi, auk rannsóknar-meistaragráðu í heimspeki frá sama háskóla ári síðar. FRANK HALL nam tón- og myndlist við The Royal Conservatory og The Royal Academy í Hollandi og útskrifaðist þaðan með MA gráðu árið 2006. Frank hefur samið tónlist við fimm kvikmyndir, Svartur á leik, Julia, Afinn, Ég man þig og Albanian Gangster. Hann hlaut tilnefningu til Eddunnar fyrir Svartur á leik, hlaut verðlaun fyrir bestu frumsömdu tónlist fyrir Julia á kvikmyndahátíðinni Screamfest í Los Angeles. Hann var einnig tilnefndur fyrir tónlist ársins í Leikhús- og kvikmyndatónlist á Íslensku tónlistarverðlaununum árið 2018 fyrir tónlistina við kvikmyndina Ég man þig. Frank er meðlimur í hljómsveitunum Skárren ekkert og Ske og þær sveitir hafa gefið út talsvert af tónlist. Frank hefur einnig unnið tónlist og hljóðmynd fyrir fjölda leiksýninga, hvort sem er einn sín liðs eða í samstarfi við aðra. Smelltu HÉR til að leggja þessu flotta verkefni lið. Fylgstu með Kig & Husk á: Instagram / Kiganshusk.com Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband í albumm@albumm.is. Tónlist Mest lesið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið
Platan hefur hingað til aðeins verið aðgengileg á streymisveitum (Spotify, Tidal, Bandcamp) en nú stendur til að framleiða 200+ vínyl plötur með aðstoð Karolina Fund. Tónlist KIG & HUSK hefur verið lýst sem poppuðu art-rokki þar sem hefðbundið tónlistarform er þanið út og óhljóðum stillt upp á móti melódískum lag- og sönglinum. Hljóðfæraleikur, söngur, forritun, útsetningar og hljóðblöndun er í höndum KIG & HUSK en eftirtaldir hljóðfæraleikarar lögðu einnig hönd á plóg: Kjartan Guðnason (trommur), Paul Maguire (trommur), Hallgrímur Jón Hallgrímsson (trommur), Óttar Sæmundsen (bassi), Pétur Ben (gítar). Af hverju vínyl-útgáfa? „Nokkrar ástæður. Í fyrsta lagi er ekki hægt að treysta því að Spotify verði til í framtíðinni. Eða aðrar hagnaðardrifnar tónlistarveitur. Þegar ég byrjaði að nota Spotify voru bara sjóræningjaútgáfur og karaoke-plötur í boði og það kæmi manni ekki á óvart ef Spotify endaði þannig líka. Í öðru lagi er tónlist svo miklu meira en bara hljóðbylgjur úr hátalara. Þegar við vorum að byrja að hlusta á tónlist og maður uppgötvaði nýja hljómsveit þá skipti umslagið eiginlega öllu máli. Maður kom heim úr plötubúð, reif plastið af og skannaði svo hvern einasta millimetra albúmsins á meðan maður hlustaði einbeittur. Maður hlustaði eiginlega með öllum skynfærunum. Þegar okkur tókst svo að plata Ragnar Helga Ólafsson til að hanna umslagið þá var þetta no-brainer. Þetta er flottasta plötuumslag sem ég hef séð og rímar fullkomlega við tónlistina. En sko, að handleika nýpressaða vínylplötu í fyrsta sinn er frumspekileg upplifun. Trúarleg. Þess vegna vínyl-útgáfa” – Höskuldur Ólafsson. Hægt er að veita verkefninu lið á ýmsa vegu. Eins og t.d að styrkja um35 evrurog alveg upp í 840 evrur, og þar af leiðandi fær viðkomandi ýmislegt í staðin eins og t.d áritaðar vínylplötur, persónuleg kveðja/kort og 30 mín einkatónleika svo fátt sé nefnt. Kíktu áKarolina Fund og veittu þessari flottu söfnun lið. HÖSKULDUR ÓLAFSSON hefur starfað með hinum ýmsu hljómsveitum komið að leiksýningum og kvikmyndum og gefið út hljómplötur með bæði Ske og Quarashi þ.á.m. hjá Sony Columbia Records árið 2002 (Quarashi) sem var dreift af EMI Publishing um allan heim. Platan seldist í fleiri en 500.000 eintökum og hljómsveitin kom fram á tónleikum og tónleikahátíðum í N-Ameríku, Evrópu, Japan og Ástralíu. Höskuldur Ólafsson lauk prófi í íslensku- og bókmenntafræði frá Háskóla Íslands árið 2004 og nokkrum árum síðar meistaraprófi í list speki frá University of East Anglia (UEA) í Englandi, auk rannsóknar-meistaragráðu í heimspeki frá sama háskóla ári síðar. FRANK HALL nam tón- og myndlist við The Royal Conservatory og The Royal Academy í Hollandi og útskrifaðist þaðan með MA gráðu árið 2006. Frank hefur samið tónlist við fimm kvikmyndir, Svartur á leik, Julia, Afinn, Ég man þig og Albanian Gangster. Hann hlaut tilnefningu til Eddunnar fyrir Svartur á leik, hlaut verðlaun fyrir bestu frumsömdu tónlist fyrir Julia á kvikmyndahátíðinni Screamfest í Los Angeles. Hann var einnig tilnefndur fyrir tónlist ársins í Leikhús- og kvikmyndatónlist á Íslensku tónlistarverðlaununum árið 2018 fyrir tónlistina við kvikmyndina Ég man þig. Frank er meðlimur í hljómsveitunum Skárren ekkert og Ske og þær sveitir hafa gefið út talsvert af tónlist. Frank hefur einnig unnið tónlist og hljóðmynd fyrir fjölda leiksýninga, hvort sem er einn sín liðs eða í samstarfi við aðra. Smelltu HÉR til að leggja þessu flotta verkefni lið. Fylgstu með Kig & Husk á: Instagram / Kiganshusk.com Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband í albumm@albumm.is.
Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband í albumm@albumm.is.
Tónlist Mest lesið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið