„Við eigum Íslandsmet í fjarsambandi held ég“ Elísabet Hanna skrifar 19. apríl 2022 10:30 Margrét Lára Viðarsdóttir og Einar Örn Guðmundsson Betri helmingurinn Fótboltakonan Margrét Lára Viðarsdóttir og Einar Örn Guðmundsson, sjúkraþjálfari og fyrrum handboltamaður fundu ástina þegar örlögin leiddu þau saman árið 2007. Í kjölfarið slógu þau „Íslandsmet“ í fjarsambandi og hafa byggt upp fallegt líf saman. Þau Margrét Lára og Einar Örn voru gestir í fimmtugasta og öðrum þætti af hlaðvarpinu Betri helmingurinn með Ása. Umsjónarmaður þáttanna er Ásgrímur Geir Logason en hann fær til sín þjóðþekkta einstaklinga ásamt þeirra betri helming og ræðir um ástina, lífið og tilveruna. Engin miskun Í dag eiga þau þrjá syni og giftu þau sig árið 2020 í vestmannaeyjum með pompi og prakt í miðju covid fimm dögum áður en Þjóðhátíð var blásin af. Þau kynntust fyrst þegar Margrét Lára var að spila með Val en hún stakk því að vinkonu sinni að hún hafði miklar mætur á sjúkraþjálfaranum sem hún sá. Einar var fljótur að grípa þann bolta, enda á þeim tíma efnilegur handboltamaður og hringdi í hana og bauð á stefnumót. Í kjölfarið byrjuðu þau að deita og hafa notið lífsins saman síðan. Það má segja að þau séu heppin í ástum en ekki jafn heppin í spilum þar sem keppnisskapið tekur völdin og settu þau reglu í sambandinu að spila helst ekki því það er engin miskun. Brot úr þættinum má heyra hér fyrir neðan og ræða þau meðal annars um eftirminnilega ræðu úr brúðkaupinu. Klippa: Betri helmingurinn - Margrét Lára Viðarsdóttir og Einar Örn Guðmundsson „Íslandsmet“ í fjarsambandi Margrét Lára flutti 2006 til Þýskalands til þess að spila með meisturum en kom heim í kringum febrúar 2007 þar sem henni leið ekki vel úti. Þegar hún var á landinu leiddu örlögin þau saman. Það var svo í ársbyrjun 2009 sem hún flutti aftur út þar sem hún var að spila til 2013. „Við eigum íslandsmet í fjarsambandi held ég. Við vorum í fjarsambandi frá 2009 til 2013, það voru alveg fjögur fimm ár sirka. Svo komstu heim, eignaðist Emil og svo fór ég út með henni.“ Sjálfur var Einar í handbolta og námi á þessum tíma og þeim fannst það þess virði að þau fengu bæði að njóta sín í sínu á þessum tíma sem þau voru í fjarsambandi þó það væri stundum erfitt. Eftir að elsti strákurinn kom í heiminn flutti Einar með þeim út og grínast þau með það að hafa eignast barn áður en þau hafi flutt inn saman. Margir efuðust um tilvist Margrétar Einar er ættaður úr sveit og segir að allir þar hafi efast um tilvist Margrétar því í hvert skipti sem hann mætti í réttir komu alltaf sömu spurningarnar. „Hún var aldrei, hún mætti aldrei sko, þetta voru örugglega sex sjö ár þar sem allir voru bara hvar er hún? Hún er bara erlendis skilurðu. Það var enginn búinn að hitta hana,“ segir hann og hlær. Í þættinum ræða þau meðal annars lífið úti, atvinnumennskuna, fjarsambandið, Árbæinn góða, stofuna sem þau eru að byggja upp saman, brúðkaupið og fjölskyldulífið í kringum íþróttirnar. Heyra má þáttinn í heild sinni hér að neðan: Betri helmingurinn með Ása Ástin og lífið Tengdar fréttir Hægðastoppandi lyf gerðu Sigga óleik á fyrsta stefnumótinu „Ég vissi ekki að hún væri einhleyp. En eftir á er bara mjög fínt að hafa haldið það, því ég var ekkert stressaður í kringum hana,“ segir Siggi Þór um fyrstu kynnin við unnustu sína Sonju. Þau smullu saman og fóru fljótlega á sitt fyrsta stefnumót sem tók óvæntan snúning fyrir Sigga. 7. apríl 2022 22:01 Voru á leið í glasafrjóvgun þegar þau fengu óvænt jákvætt óléttupróf Einar og Milla höfðu verið samstarfsfélagar í þónokkur ár þegar ástin kviknaði á milli þeirra. Þau giftu sig í miðjum heimsfaraldri og eiga þau nú von á sínu fyrsta barni saman. Þau tala opinskátt um það að hafa glímt við ófrjósemi, en þau voru á leiðinni í glasafrjóvgun þegar kraftaverkið kom óvænt undir. 1. apríl 2022 22:01 Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað „Hann var of góður fyrir þennan grimma heim sem við búum í“ „Mér finnst ekkert skemmtilegra en að spila bridge“ Sjá meira
Þau Margrét Lára og Einar Örn voru gestir í fimmtugasta og öðrum þætti af hlaðvarpinu Betri helmingurinn með Ása. Umsjónarmaður þáttanna er Ásgrímur Geir Logason en hann fær til sín þjóðþekkta einstaklinga ásamt þeirra betri helming og ræðir um ástina, lífið og tilveruna. Engin miskun Í dag eiga þau þrjá syni og giftu þau sig árið 2020 í vestmannaeyjum með pompi og prakt í miðju covid fimm dögum áður en Þjóðhátíð var blásin af. Þau kynntust fyrst þegar Margrét Lára var að spila með Val en hún stakk því að vinkonu sinni að hún hafði miklar mætur á sjúkraþjálfaranum sem hún sá. Einar var fljótur að grípa þann bolta, enda á þeim tíma efnilegur handboltamaður og hringdi í hana og bauð á stefnumót. Í kjölfarið byrjuðu þau að deita og hafa notið lífsins saman síðan. Það má segja að þau séu heppin í ástum en ekki jafn heppin í spilum þar sem keppnisskapið tekur völdin og settu þau reglu í sambandinu að spila helst ekki því það er engin miskun. Brot úr þættinum má heyra hér fyrir neðan og ræða þau meðal annars um eftirminnilega ræðu úr brúðkaupinu. Klippa: Betri helmingurinn - Margrét Lára Viðarsdóttir og Einar Örn Guðmundsson „Íslandsmet“ í fjarsambandi Margrét Lára flutti 2006 til Þýskalands til þess að spila með meisturum en kom heim í kringum febrúar 2007 þar sem henni leið ekki vel úti. Þegar hún var á landinu leiddu örlögin þau saman. Það var svo í ársbyrjun 2009 sem hún flutti aftur út þar sem hún var að spila til 2013. „Við eigum íslandsmet í fjarsambandi held ég. Við vorum í fjarsambandi frá 2009 til 2013, það voru alveg fjögur fimm ár sirka. Svo komstu heim, eignaðist Emil og svo fór ég út með henni.“ Sjálfur var Einar í handbolta og námi á þessum tíma og þeim fannst það þess virði að þau fengu bæði að njóta sín í sínu á þessum tíma sem þau voru í fjarsambandi þó það væri stundum erfitt. Eftir að elsti strákurinn kom í heiminn flutti Einar með þeim út og grínast þau með það að hafa eignast barn áður en þau hafi flutt inn saman. Margir efuðust um tilvist Margrétar Einar er ættaður úr sveit og segir að allir þar hafi efast um tilvist Margrétar því í hvert skipti sem hann mætti í réttir komu alltaf sömu spurningarnar. „Hún var aldrei, hún mætti aldrei sko, þetta voru örugglega sex sjö ár þar sem allir voru bara hvar er hún? Hún er bara erlendis skilurðu. Það var enginn búinn að hitta hana,“ segir hann og hlær. Í þættinum ræða þau meðal annars lífið úti, atvinnumennskuna, fjarsambandið, Árbæinn góða, stofuna sem þau eru að byggja upp saman, brúðkaupið og fjölskyldulífið í kringum íþróttirnar. Heyra má þáttinn í heild sinni hér að neðan:
Betri helmingurinn með Ása Ástin og lífið Tengdar fréttir Hægðastoppandi lyf gerðu Sigga óleik á fyrsta stefnumótinu „Ég vissi ekki að hún væri einhleyp. En eftir á er bara mjög fínt að hafa haldið það, því ég var ekkert stressaður í kringum hana,“ segir Siggi Þór um fyrstu kynnin við unnustu sína Sonju. Þau smullu saman og fóru fljótlega á sitt fyrsta stefnumót sem tók óvæntan snúning fyrir Sigga. 7. apríl 2022 22:01 Voru á leið í glasafrjóvgun þegar þau fengu óvænt jákvætt óléttupróf Einar og Milla höfðu verið samstarfsfélagar í þónokkur ár þegar ástin kviknaði á milli þeirra. Þau giftu sig í miðjum heimsfaraldri og eiga þau nú von á sínu fyrsta barni saman. Þau tala opinskátt um það að hafa glímt við ófrjósemi, en þau voru á leiðinni í glasafrjóvgun þegar kraftaverkið kom óvænt undir. 1. apríl 2022 22:01 Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað „Hann var of góður fyrir þennan grimma heim sem við búum í“ „Mér finnst ekkert skemmtilegra en að spila bridge“ Sjá meira
Hægðastoppandi lyf gerðu Sigga óleik á fyrsta stefnumótinu „Ég vissi ekki að hún væri einhleyp. En eftir á er bara mjög fínt að hafa haldið það, því ég var ekkert stressaður í kringum hana,“ segir Siggi Þór um fyrstu kynnin við unnustu sína Sonju. Þau smullu saman og fóru fljótlega á sitt fyrsta stefnumót sem tók óvæntan snúning fyrir Sigga. 7. apríl 2022 22:01
Voru á leið í glasafrjóvgun þegar þau fengu óvænt jákvætt óléttupróf Einar og Milla höfðu verið samstarfsfélagar í þónokkur ár þegar ástin kviknaði á milli þeirra. Þau giftu sig í miðjum heimsfaraldri og eiga þau nú von á sínu fyrsta barni saman. Þau tala opinskátt um það að hafa glímt við ófrjósemi, en þau voru á leiðinni í glasafrjóvgun þegar kraftaverkið kom óvænt undir. 1. apríl 2022 22:01