Lífið

Búa í helli á Kanarí en nafni Gunnars lék þau grátt

Stefán Árni Pálsson skrifar
Gunnar Smári er Helgason, ekki Egilsson.
Gunnar Smári er Helgason, ekki Egilsson.

Í síðasta þætti af Hvar er best að búa skellti Lóa Pind sér á Kanarí.

Þar hitti hún hjónin Kristínu Magneu Sigurjónsdóttur og Gunnar Smára Helgason sem búa í hellinum Syðri Glaumbæ á eyjunni.

Kristín var ekki bjartsýn til að byrja með en Gunnar náði að sannfæra hana. Þegar þau fjárfestu í hellinum kom á daginn að nafn Gunnars truflaði ferlið.

Hann ber nefnilega sama nafn og Gunnar Smári Egilsson, nema hann er bara Helgason.

Það var flókið að fá bankareikning.

„Þeir rugluðu mig saman við nafna minn Egilsson sem hefur verið áberandi í pólitík mjög lengi og það líkaði þeim ekki. Þeir vildu ekki láta fólk með pólitíska sögu fá bankareikning bara sí svona,“ segir Gunnar Smári.

Í þessari seríu heimsækir Lóa alls konar fólk og fjölskyldur sem býr í stórborgum, sveit, helli, fjallaþorpum, bæjum og miðaldaþorpum í Portúgal, Frakklandi, Tékklandi, á Grænlandi, Gran Kanaría og Ítalíu.

Framleiðandi og leikstjóri þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumaður er Ívar Kristján Ívarsson, klippingu önnuðust Kári Jóhannsson og Sigurður Kristinn Ómarsson hjá Obbosí. Framleitt af Lóu Production fyrir Stöð 2.

Klippa: Búa í helli á Kanarí





Fleiri fréttir

Sjá meira


×