Lífið

Blökastið heldur páska­bingó með veg­legum vinningum

Tinni Sveinsson skrifar
Steindi og Auddi eru stórskemmtilegir bingóstjórar.
Steindi og Auddi eru stórskemmtilegir bingóstjórar.

Páskabingó Blökastsins verður miðvikudaginn 13. apríl klukkan 20. Auddi og Steindi lofa mikilli skemmtun og frábærum vinningum. Bingóið verður sýnt í opinni dagskrá á Vísi og á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi.

Sérstakir gestir BLÖ-drengjanna verða Sverrir Bergmann, Stefanía Svavars og Halldór Gunnar. Auglýsingu fyrir páskabingóið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.

Klippa: Páskabingó Blökastsins verður haldið 13. apríl

Svakalegir vinningar

Fjöldi veglegra vinninga eru í boði fyrir þá sem eru svo heppnir að fá bingó. Þá helstu má sjá hér fyrir neðan.

  • Playstation 5 tölva
  • 100 þúsund krónur hjá Icelandair
  • Frítt í lúxus salinn í Sambíóunum í heilt ár
  • Rúm frá Dorma
  • Páskaegg fyrir alla sem fá BINGÓ
  • Hátalarar frá Origo
  • Miðar á FM95BLÖ tónleikana

Svona virkar þetta

Áskrifendur Blökastsins fá aðgang að hlekk með bingóinu og getur hver fjölskyldumeðlimur sótt sér þrjú spjöld. Þeir sem vilja taka þátt fara á hlekkinn, skrifa fullt nafn og slá inn símanúmer. Síðan skrá þeir sig inn með tölunum sem sendar eru með smáskilaboðum í það símanúmer. Þá eru spjöldin orðin virk.

Athugið að spjöldum er úthlutað á símanúmer, hægt er að skrá sama símanúmer í fleiri en eitt tæki en þá koma sömu spjöld. Tækin muna eftir innskráningunni þannig að hægt er að fara af síðunni og koma aftur. Hægt er að sækja spjöld með öllum símanúmerum.

Hægt er að gerast áskrifandi á vef Tals hér á Vísi.


Blökastið er áskriftarhlaðvarp með Audda, Steinda og Agli úr útvarpsþættinum FM95BLÖ. Nýir þættir koma út á hverjum þriðjudegi, ásamt skemmtilegu aukaefni eins og reglulegum sjónvarpsþáttum. Nánar á FM95BLO.is.


Tengdar fréttir

Jóhanna Guðrún flytur Is It True?

Tónlistarkonan Jóhanna Guðrún var ein gesta Auðuns Blöndal og Steinþórs Hróars Steinþórssonar í nýársbingói FM95BLÖ, sem var streymt á Vísi og Stöð 2 Vísi í kvöld. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×