Kalt heimskautaloft berst yfir landið úr norðri Atli Ísleifsson skrifar 5. apríl 2022 07:18 Í dag er útlit fyrir norðaustan strekking. Vísir/Vilhelm Eftir milda og rólega tíð í síðustu viku hefur kalt heimskautaloft nú borist yfir landið úr norðri. Búast má við köldu veðri út vikuna. Frá þessu segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunni. Í dag er útlit fyrir norðaustan strekking, en í nótt hefur snjóað eitthvað í flestum landshlutum. Sunnan- og suðvestanlands á hins vegar að létta til með deginum. „Seint í dag bætir í snjókomuna á Norður- og Austurlandi með allhvössum vindi, geta akstursskilyrði þá orðið erfið. Frost á landinu yfirleitt á bilinu 2 til 7 stig. Á morgun er spáð norðan kalda eða strekkingi og hvassara í vindstrengjum suðaustanlands. Dálítil él norðaustantil, en þurrt og bjart veður á sunnan- og vestanverðu landinu. Annað kvöld dregur síðan úr vindinum. Þegar lægir eftir kalda norðanátt, þá nær frostið sér oft á strik og búast má við talsverðu frosti aðfaranótt fimmtudags.“ Spákort fyrir klukkan 14.Veðurstofan Veðurhorfur á landinu næstu daga Á miðvikudag: Norðan 8-13 m/s, en 13-18 í vindstrengjum á suðaustanverðu landinu. Dálítil él á Norður- og Austurlandi, en léttskýjað sunnan heiða. Frost 2 til 7 stig, en frostlaust við suðurströndina yfir daginn. Á fimmtudag: Hæg norðlæg eða breytileg átt og víða þurrt og bjart veður, en stöku él norðaustantil á landinu. Áfram kalt í veðri og sums staðar talsvert næturfrost. Á föstudag: Breytileg átt 3-8. Skýjað með köflum og stöku él, einkum við ströndina. Frost víða 0 til 4 stig að deginum. Á laugardag: Suðaustan strekkingur og snjókoma með köflum á vestanverðu landinu. Hægari vindur annars staðar, skýjað með köflum og stöku él. Hiti breytist lítið. Á sunnudag: Austlæg átt og líkur á snjókomu á flestum landshlutum, en slyddu syðst. Frost 1 til 5 stig norðantil, en kringum frostmark sunnanlands. Á mánudag: Austanátt með slyddu eða rigningu sunnanlands, en yfirleitt þurrt í öðrum landshlutum. Hlýnar í veðri. Veður Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Fleiri fréttir Hvassviðri við suður- og vesturströndina Veður gengið niður en fer kólnandi Áfram norðaustanhríð og appelsínugular viðvaranir Hvessir sunnan- og austantil í kvöld Kólnar í veðri Vindur nær stormstyrk á norðvestanverðu landinu Gular viðvaranir fyrir norðan og vestan Auknar líkur á skriðum á Vestfjörðum, Vestur- og Suðurlandi Bætir í úrkomu og hiti nær tíu stigum Suðlægur vindur og væta sunnan- og vestantil Veðurviðvaranir um allt land vegna hvassviðris og hláku Úrkomusvæði vaxandi lægðar nálgast óðum Víða skúrir og hlýnandi veður Bjart, kalt og hægur vindur Yfirleitt þurrt og bjart veður sunnan- og vestantil Má reikna með snjókomu eða éljum síðdegis Norðanáttin getur náð stormstyrk Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Slydda eða snjókoma sunnan- og vestantil Dálítil él og frost að tíu stigum Kalt og rólegt veður á fyrsta degi ársins Talsvert frost en rólegt veður þegar nýtt ár gengur í garð Segir umferðarmenninguna oft erfiða á Hellisheiðinni Snjómokstur hófst klukkan fjögur í nótt „Það versta stendur yfir áramótin“ Útlit fyrir snjókomu vestast Smálægðir keppast við að stýra veðrinu í dag Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Stíf suðvestanátt áfram ríkjandi Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Sjá meira
Frá þessu segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunni. Í dag er útlit fyrir norðaustan strekking, en í nótt hefur snjóað eitthvað í flestum landshlutum. Sunnan- og suðvestanlands á hins vegar að létta til með deginum. „Seint í dag bætir í snjókomuna á Norður- og Austurlandi með allhvössum vindi, geta akstursskilyrði þá orðið erfið. Frost á landinu yfirleitt á bilinu 2 til 7 stig. Á morgun er spáð norðan kalda eða strekkingi og hvassara í vindstrengjum suðaustanlands. Dálítil él norðaustantil, en þurrt og bjart veður á sunnan- og vestanverðu landinu. Annað kvöld dregur síðan úr vindinum. Þegar lægir eftir kalda norðanátt, þá nær frostið sér oft á strik og búast má við talsverðu frosti aðfaranótt fimmtudags.“ Spákort fyrir klukkan 14.Veðurstofan Veðurhorfur á landinu næstu daga Á miðvikudag: Norðan 8-13 m/s, en 13-18 í vindstrengjum á suðaustanverðu landinu. Dálítil él á Norður- og Austurlandi, en léttskýjað sunnan heiða. Frost 2 til 7 stig, en frostlaust við suðurströndina yfir daginn. Á fimmtudag: Hæg norðlæg eða breytileg átt og víða þurrt og bjart veður, en stöku él norðaustantil á landinu. Áfram kalt í veðri og sums staðar talsvert næturfrost. Á föstudag: Breytileg átt 3-8. Skýjað með köflum og stöku él, einkum við ströndina. Frost víða 0 til 4 stig að deginum. Á laugardag: Suðaustan strekkingur og snjókoma með köflum á vestanverðu landinu. Hægari vindur annars staðar, skýjað með köflum og stöku él. Hiti breytist lítið. Á sunnudag: Austlæg átt og líkur á snjókomu á flestum landshlutum, en slyddu syðst. Frost 1 til 5 stig norðantil, en kringum frostmark sunnanlands. Á mánudag: Austanátt með slyddu eða rigningu sunnanlands, en yfirleitt þurrt í öðrum landshlutum. Hlýnar í veðri.
Veður Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Fleiri fréttir Hvassviðri við suður- og vesturströndina Veður gengið niður en fer kólnandi Áfram norðaustanhríð og appelsínugular viðvaranir Hvessir sunnan- og austantil í kvöld Kólnar í veðri Vindur nær stormstyrk á norðvestanverðu landinu Gular viðvaranir fyrir norðan og vestan Auknar líkur á skriðum á Vestfjörðum, Vestur- og Suðurlandi Bætir í úrkomu og hiti nær tíu stigum Suðlægur vindur og væta sunnan- og vestantil Veðurviðvaranir um allt land vegna hvassviðris og hláku Úrkomusvæði vaxandi lægðar nálgast óðum Víða skúrir og hlýnandi veður Bjart, kalt og hægur vindur Yfirleitt þurrt og bjart veður sunnan- og vestantil Má reikna með snjókomu eða éljum síðdegis Norðanáttin getur náð stormstyrk Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Slydda eða snjókoma sunnan- og vestantil Dálítil él og frost að tíu stigum Kalt og rólegt veður á fyrsta degi ársins Talsvert frost en rólegt veður þegar nýtt ár gengur í garð Segir umferðarmenninguna oft erfiða á Hellisheiðinni Snjómokstur hófst klukkan fjögur í nótt „Það versta stendur yfir áramótin“ Útlit fyrir snjókomu vestast Smálægðir keppast við að stýra veðrinu í dag Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Stíf suðvestanátt áfram ríkjandi Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent