Tónlist

Rottweilerhundar, Stuðmenn og Ragga Gísla á Kótelettunni í ár

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
XXX Rottweilerhunda boða endurkomu sína á hátiðinni
XXX Rottweilerhunda boða endurkomu sína á hátiðinni

Kótelettan 2022, sem haldin er á Selfossi í tólfta sinn dagana 7. -10. júlí verður er ein hin veglegasta frá upphafi samkvæmt nýrri fréttatilkynningu.

„Nú hefur dagkrá hátíðarinnar verið opinberuð en það verða hvorki meira né minna en 30 listamenn á tveimur sviðum,“ segir Einar Björnsson framkvæmdastjóri hátíðarinnar og segir að á hátíðinni megi finna eitthvað fyrir alla.

„XXX Rottweilerhundar hafa boðað endurkomu sína en þeir fagna 20 ára afmæli um þessari mundir. Stuðmenn stíga einnig á stokk ásamt Röggu Gísla og þá er mikil spenna svo fyrir Aldamótatónleikunum þar sem m.a. Birgitta Haukdal, Magni, Hreimur og fleiri kalla fram nostalgíu síðustu aldamóta.”

Miðasala er hafin á kotelettan.is en sérstakri forsölu á helgarpassa lýkur 1.apríl en eftir það, þann 2. apríl hækkar verðið úr 11.900 kr. í 13.900 kr. en viðtökur hafa verið afar góðar. Frekari upplýsingar um hátíðina má finna á sömu vefsíðu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.