Saga palestínskrar fjölskyldu á Íslandi sem býr við endalausa óvissu Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 30. mars 2022 12:17 Stilla úr tónlistarmyndbandinu við lagið TAL 11 sem hljómsveitin BSÍ sendi frá sér í dag. Aðsend Hljómsveitin BSÍ sendir frá nýtt myndband við lagið þeirra TAL 11. Leikstjóri myndbandsins er Erlendur Sveinsson en lagið er af fyrstu breiðskífunni BSÍ sem kom út í fyrra. Myndbandið lokar þar með hringnum í kringum útgáfu plötunnar þeirra „Stundum þunglynd ... en alltaf andfasísk“. Hér má sjá myndbandið: Hversdagsleikinn í endalausri óvissu Að sögn hljómsveitarmeðlima er þetta tónlistarmyndband eins konar heimildarmynd um fjölskyldu á Íslandi, þar sem fylgst er með þeim í einn dag í þeirra lífi. Þótt myndefnið sýni þau í hinum ýmsu áskorunum og gleðistundum hversdagslífsins eins og hver önnur íslensk fjölskylda stendur frammi fyrir, þá er eini munurinn sá að þessi fjölskylda býr við endalausa óvissu. Stilla úr umræddu tónlistarmyndbandi.Aðsend „Fjölskyldan er flóttafólk frá Palestínu sem náði til Evrópu á litlum bát sem lenti við strendur Grikklands og vita nú ekki hvort umsókn þeirra um hæli verði samþykkt hér á Íslandi.“ „Á sama tíma mun Alþingi brátt taka fyrir og ræða nýtt frumvarp sem inniheldur breytingar á lögum um útlendinga. Þessar lagabreytingar, ef samþykktar, myndu skerða réttindi hælisleitenda og fólks á flótta enn meira en nú, eru taldar stangast á við grundvallarmannréttindi og þess vegna harðlega gagnrýndar af samtökum á borð við Rauða Krossinn, Amnesty International, No Borders og fleiri.“ Ef frumvarpið verður samþykkt á Alþingi, eiga fjölskyldur, eins og þessi í myndbandinu, minni von um að íslensk yfirvöld leyfi þeim að setjast hér að og byrja nýtt líf. „Myndbandið lifir sem heimild um líf þeirra á Íslandi“ Leikstjórinn, Erlendur Sveinsson, er Fullbright styrkþegi sem útskrifaðist frá Columbia University í New York með MFA gráðu í leikstjórn árið 2018. View this post on Instagram A post shared by Erlendur Sveinsson (@mr.erlendur) Hann hefur leikstýrt tónleikamyndum og tónlistarmyndböndum fyrir marga íslenska tónlistarmenn á borð við GDRN, Aron Can, Vök, Birni, Bríeti, Gugusar, Árný Margréti og fleiri. Erlendur vinnur nú að sinni fyrstu leiknu kvikmynd í fullri lengd ásamt heimildarmynd um Litla Hraun. „Á síðu sem heitir Refugees in Iceland komst ég í samband við Fathiu og Mohammed frá Palestínu sem búa í Grafarvoginum með þremur börnum. Þau tóku mér opnum örmum og eftir að við hittumst fyrst með túlk kom ég með myndavélina og fékk að fylgja þeim eftir. Úr varð myndband sem samanstendur af degi úr lífi þeirra á Íslandi,“ segir Erlendur um ferlið á bak við myndbandið. Hann bætir við: „Það er óvíst hver staða þeirra verður í náinni framtíð, hvar þau munu búa o.sv.fr. En þetta myndband mun lifa sem heimild um líf þeirra hér á Íslandi. Ég er í reglulegu sambandi við Fathiu og fjölskyldu, börnin okkar leika sér saman og við höldum matarboð reglulega. Þeim líður vel á Íslandi og hér vilja þau vera. Mér þykir ótrúlega vænt um þetta verkefni sem hefur gefið mér svo margt og ég er virkilega þakklátur fyrir að hafa fengið þetta tækifæri.“ View this post on Instagram A post shared by BSÍ (@bsi.band) Hljómsveitin BSÍ hefur verið að gera öfluga hluti í íslensku tónlistarlífi að undanförnu. Sveitin var tilnefnd til tveggja verðlauna á Hlustendaverðlaununum og er tilnefnd til þriggja verðlauna á Íslensku tónlistarverðlaununum í kvöld. Tónlist Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir „Að verða verri og verri í því sem við gerum er svona helsta markmiðið okkar“ Bestu vinirnir Sigurlaug Thorarensen og Julius Pollux Rothlaender skipa hljómsveitina BSÍ. Þau dansa gjarnan léttklædd í snjónum, stoppa umferð og elska tónleika en hljómsveitin Spice Girls hafði mótandi áhrif á tónlistar ástríðu þeirra. BSÍ er tilnefnd sem Nýliði Ársins á Hlustendaverðlaununum í ár. 3. mars 2022 11:31 Strandgestir í Vesturbænum í stríði við einkabílinn Hljómsveitin BSÍ sem samanstendur af Juliusi Pollux Rothlaender og Sigurlaugu Thorarensen gefur í dag út sína fyrstu stóru plötu. Í rauninni eru þetta tvær plötur í einni, því hvor hlið plötunnar hefur að geyma sinn hljóðheim og standa þær báðar sem sér útgáfa, en saman endurspegla þær breytilegan hljóm dúósins. 21. maí 2021 09:01 Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Hversdagsleikinn í endalausri óvissu Að sögn hljómsveitarmeðlima er þetta tónlistarmyndband eins konar heimildarmynd um fjölskyldu á Íslandi, þar sem fylgst er með þeim í einn dag í þeirra lífi. Þótt myndefnið sýni þau í hinum ýmsu áskorunum og gleðistundum hversdagslífsins eins og hver önnur íslensk fjölskylda stendur frammi fyrir, þá er eini munurinn sá að þessi fjölskylda býr við endalausa óvissu. Stilla úr umræddu tónlistarmyndbandi.Aðsend „Fjölskyldan er flóttafólk frá Palestínu sem náði til Evrópu á litlum bát sem lenti við strendur Grikklands og vita nú ekki hvort umsókn þeirra um hæli verði samþykkt hér á Íslandi.“ „Á sama tíma mun Alþingi brátt taka fyrir og ræða nýtt frumvarp sem inniheldur breytingar á lögum um útlendinga. Þessar lagabreytingar, ef samþykktar, myndu skerða réttindi hælisleitenda og fólks á flótta enn meira en nú, eru taldar stangast á við grundvallarmannréttindi og þess vegna harðlega gagnrýndar af samtökum á borð við Rauða Krossinn, Amnesty International, No Borders og fleiri.“ Ef frumvarpið verður samþykkt á Alþingi, eiga fjölskyldur, eins og þessi í myndbandinu, minni von um að íslensk yfirvöld leyfi þeim að setjast hér að og byrja nýtt líf. „Myndbandið lifir sem heimild um líf þeirra á Íslandi“ Leikstjórinn, Erlendur Sveinsson, er Fullbright styrkþegi sem útskrifaðist frá Columbia University í New York með MFA gráðu í leikstjórn árið 2018. View this post on Instagram A post shared by Erlendur Sveinsson (@mr.erlendur) Hann hefur leikstýrt tónleikamyndum og tónlistarmyndböndum fyrir marga íslenska tónlistarmenn á borð við GDRN, Aron Can, Vök, Birni, Bríeti, Gugusar, Árný Margréti og fleiri. Erlendur vinnur nú að sinni fyrstu leiknu kvikmynd í fullri lengd ásamt heimildarmynd um Litla Hraun. „Á síðu sem heitir Refugees in Iceland komst ég í samband við Fathiu og Mohammed frá Palestínu sem búa í Grafarvoginum með þremur börnum. Þau tóku mér opnum örmum og eftir að við hittumst fyrst með túlk kom ég með myndavélina og fékk að fylgja þeim eftir. Úr varð myndband sem samanstendur af degi úr lífi þeirra á Íslandi,“ segir Erlendur um ferlið á bak við myndbandið. Hann bætir við: „Það er óvíst hver staða þeirra verður í náinni framtíð, hvar þau munu búa o.sv.fr. En þetta myndband mun lifa sem heimild um líf þeirra hér á Íslandi. Ég er í reglulegu sambandi við Fathiu og fjölskyldu, börnin okkar leika sér saman og við höldum matarboð reglulega. Þeim líður vel á Íslandi og hér vilja þau vera. Mér þykir ótrúlega vænt um þetta verkefni sem hefur gefið mér svo margt og ég er virkilega þakklátur fyrir að hafa fengið þetta tækifæri.“ View this post on Instagram A post shared by BSÍ (@bsi.band) Hljómsveitin BSÍ hefur verið að gera öfluga hluti í íslensku tónlistarlífi að undanförnu. Sveitin var tilnefnd til tveggja verðlauna á Hlustendaverðlaununum og er tilnefnd til þriggja verðlauna á Íslensku tónlistarverðlaununum í kvöld.
Tónlist Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir „Að verða verri og verri í því sem við gerum er svona helsta markmiðið okkar“ Bestu vinirnir Sigurlaug Thorarensen og Julius Pollux Rothlaender skipa hljómsveitina BSÍ. Þau dansa gjarnan léttklædd í snjónum, stoppa umferð og elska tónleika en hljómsveitin Spice Girls hafði mótandi áhrif á tónlistar ástríðu þeirra. BSÍ er tilnefnd sem Nýliði Ársins á Hlustendaverðlaununum í ár. 3. mars 2022 11:31 Strandgestir í Vesturbænum í stríði við einkabílinn Hljómsveitin BSÍ sem samanstendur af Juliusi Pollux Rothlaender og Sigurlaugu Thorarensen gefur í dag út sína fyrstu stóru plötu. Í rauninni eru þetta tvær plötur í einni, því hvor hlið plötunnar hefur að geyma sinn hljóðheim og standa þær báðar sem sér útgáfa, en saman endurspegla þær breytilegan hljóm dúósins. 21. maí 2021 09:01 Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
„Að verða verri og verri í því sem við gerum er svona helsta markmiðið okkar“ Bestu vinirnir Sigurlaug Thorarensen og Julius Pollux Rothlaender skipa hljómsveitina BSÍ. Þau dansa gjarnan léttklædd í snjónum, stoppa umferð og elska tónleika en hljómsveitin Spice Girls hafði mótandi áhrif á tónlistar ástríðu þeirra. BSÍ er tilnefnd sem Nýliði Ársins á Hlustendaverðlaununum í ár. 3. mars 2022 11:31
Strandgestir í Vesturbænum í stríði við einkabílinn Hljómsveitin BSÍ sem samanstendur af Juliusi Pollux Rothlaender og Sigurlaugu Thorarensen gefur í dag út sína fyrstu stóru plötu. Í rauninni eru þetta tvær plötur í einni, því hvor hlið plötunnar hefur að geyma sinn hljóðheim og standa þær báðar sem sér útgáfa, en saman endurspegla þær breytilegan hljóm dúósins. 21. maí 2021 09:01