Reisa stærsta sólarorkuver á Íslandi og það fyrsta í Reykjavík Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 30. mars 2022 07:01 Sólarsellur. Brimborg mun í vor opna nýjan Polestar Destination sýningarsal fyrir Polestar rafbíla og á þaki hans verður reist stærsta sólarorkuver á Íslandi og það fyrsta í Reykjavík og mun orkuverið framleiða um 50% af orkuþörf sýningarsalarins í kWst á ársgrundvelli. Húsnæðið hefur allt verið endurnýjað með það í huga að spara raforku m.a. með LED ljósum, ljósastýringu og orkunýtnum raftækjum. Eftirfarandi er unnið upp úr fréttatilkynningu frá Brimborg. Hálfur milljarður í sjálfbærniverkefni í fyrra Fjárfestingar í útrýmingu jarðefnaeldsneytis, auknum orkusparnaði og uppbyggingu sólarorkuvers er liður í fjárfestingum Brimborgar í sjálfbærni. Á árinu 2021 fjárfesti Brimborg fyir 520 milljónir í margvíslegum sjálfbærniverkefnum. Þar má nefna uppsetningu LED ljósa í fasteignum félagsins, uppsetningu fjölda hleðslustöðva á starfsstöðvum sínum, bæði til hæghleðslu (AC) og hraðhleðslu (DC) og til kaupa á bílum sem ganga fyrir rafmagni svo fátt eitt sé nefnt. Haldið verður áfram á sömu braut á árinu 2022. Við ítarlegan undirbúning Brimborgar að uppsetningu sólarorkuversins á þaki Polestar Destination sýningarsalarins kom á óvart hversu mikil raforkuframleiðslan er ef notuð er nýjasta tækni og rétt er staðið að málum. Sólarsellur verða sífellt betri og nýting batnar stöðugt með nýrri tækni og verð þeirra fer lækkandi eftir því sem framleiðsla á sólarsellum eykst í heiminum. Uppsett afl sólarorkuvera á heimsvísu setti nýlega met þegar það fór yfir 1 TW. Evrópusambandið framleiðir nú um 3,6% af sinni raforku með sólarorku, og þar er Þýskaland í fararbroddi, og Bretland er með um 4,1% af sinni raforkuframleiðslu frá sólarorku. Sólarorkuver nýta ekki eingöngu beina geisla sólar heldur einnig óbeina geislun, birtuna frá sólinni og þar kemur Ísland sterkt inn með sína löngu daga þar sem mögulegt er hluta úr ári að framleiða rafmagn nánast allan sólarhringinn. Auk þess kemur íslenski kuldinn, aldrei þessu vant, sér vel því á Íslandi eru engar líkur á að sólarsellurnar ofhitni með tilheyrandi orkutapi. Brimborg fékk ísbíl í heimsókn fyrir framan húsnæðið þar sem Polestar Destination sýningarsalurinn er hýstur. Fyrirtæki frekar en heimili Við skoðun Brimborgar kom í ljós að sólarorka nýtist best í rekstur fyrirtækja frekar en heimili. Sólarorkuframleiðsla á þaki bygginga fyrirtækja er einstaklega hagkvæm því orkan nýtist beint í reksturinn þar sem raforkunotkun fyrirtækja fer nánast öll fram yfir daginn þegar birtu nýtur en því er öfugt farið á heimilum. Kvöld og næturframleiðslan er minni en dugar hluta úr ári til að halda næturlýsingu og lágmarkskerfum fyrirtækja í gangi en á daginn þegar raforkunotkun rekstrarins eykst er raforkuframleiðslan einnig á hápunkti. Sólarorkuver á þaki bygginga fyrirtækja taka auðvitað ekkert auka landrými og ganga því ekki á viðkvæma náttúru Íslands og sjónmengun er nánast engin vegna heppilegrar staðsetningar. Á hápunkti framleiðslunnar þegar dagar eru lengstir vor og sumar þá mun sólarorkuverið framleiða meiri orku en Polestar Destination sýningarsalurinn mun þurfa á að halda en engin raforka frá verinu mun fara til spillis. Lausnin á því er einföld þar sem framleiðslan fer fram á starfssvæði Brimborgar þar sem margvíslegur annar rekstur kallar á raforku. Umframorkan verður þá notuð í öðrum byggingum á svæðinu og því þarf ekki að fjárfesta í dýrum geymslulausnum fyrir raforku. Brimborg mun þó einnig setja upp búnað sem gerir félaginu kleift að selja umframorku til baka inn á almenna dreifikerfi raforku ef á því þyrfti að halda t.d. á þeim dögum eins og sunnudögum eða opinberum frídögum sem lítil sem engin starfsemi er hjá Brimborg. Stærsta sólarorkuver á Íslandi Sólarorkuver Brimborgar verður það stærsta á Íslandi hvort sem mælt er miðað við uppsett afl í kW, fjölda sólarsella, fjölda fermetra sólarsella eða reiknaða raforkuframleiðslu í kWst. Uppsett afl þess er 26 kW en um er að ræða 70 sólarsellur þar sem hver þeirra er 370 W og þekja þær 130 fermetra á þaki sýningarsalarins. Því er reiknað með að raforkuframleiðslan geti numið allt að 24.000 kWst á ári sem er um 50% af áætlaðri orkuþörf starfsemi Polestar á Íslandi. Áætlað er að framleiðslan muni hefjast nú í vor 2022 Egill Jóhannsson er forstjóri Brimborgar.Vísir/Sigurjón Sjálfbærniuppgjör Brimborg gefur út heildstætt sjálfbærniuppgjör. Í fyrsta sinn vegna rekstrarársins 2021 fyrir umfang 1 go 2 og hluta af umfangi 3 fyrir öll rekstrarsvið félagsins á öllum starfsstöðvum um allt land með ítarlegum upplýsingum um áhrif á starfsemi sinnar á umhverfið, félagslega þætti og stjórnarhætti (UFS). Sjálfbærniuppgjörið upplýsir m.a. um umhverfisáhrif starfsemi Brimborgar og samkvæmt umhverfisstefnu félagsins, Visthæf skref, þá skal unnið skipulega að því að draga úr þessum áhrifum. Það gerir Brimborg nú og stígur enn eitt vistskrefið sem byggir á auknum orkusparnaði annars vegar og hins vegar virkjun sólarinnar til raforkuframleiðslu. Orkuskiptin eru mikilvæg fyrir Íslendinga Orkuskiptin eru gríðarlegt hagsmunamál fyrir Íslendinga og þar þurfa fyrirtæki að leggja sitt af mörkum enda ávinningur mikill af því að vinna markvisst að orkuskiptum og auka hlutfall endurnýjanlegrar orku. Skref Brimborgar til að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis, nýta betur núverandi orku og með staðbundinni raforkuframleiðslu hafa margvísleg jákvæð áhrif og skapar að von Brimborgar fordæmi fyrir önnur fyrirtæki. Þau skref sem Brimborg hefur stigið fela í sér notkun á LED ljósum, ljósastýringu og orkusparandi tækjum. Auk þess mun staðbundin framleiðsla raforku með sólarorkuveri draga úr þörf á aðkeyptri orku, sem getur þá nýst betur til orkuskipta í samgöngum. „Þegar ekki er lengur þörf á jarðefnaeldsneyti hætta erlendar verðsveiflur á olíuverði að hafa áhrif á verðbólgu á Íslandi sem er hagsmunamál fyrir heimilin auk þess sem íslenskt rafmagn sem orka á bíl heimilisins er ódýrara og verðlag stöðugra,“ segir í tilkynningu frá Brimborg. Polestar 2 Brimborg BREEAM umhverfisvottaður sýningarsalur Polestar sýningarsalurinn verður í húsnæði sem Brimborg notaði áður undir aðra starfsemi en húsnæðið þurfti að endurhanna fyrir Polestar. Strax var lögð áhersla á að húsnæðið fengi BREEAM umhverfisvottun og því var strax hugsað út í sparnað í raforkunotkun t.d. með LED lýsingu, ljósastýringu, betri einangrun útveggja og einangrandi gler til að spara hita auk þess sem hugað var að orkuframleiðslu á staðnum. Þetta gerði það að verkum að kostnaður við verkefnið var muni minni en ef þessi mál hefðu verið hugsuð eftir á sem þýðir að fjárfestingin verður fljótt mjög arðbær. Með því að hanna út frá umhverfissjónarmiðum þá er hægt að draga úr kolefnisspori húsnæðis og rekstrar og öðrum umhverfisáhrifum, hvort sem er vegna losunar gróðurhúsalofttegunda við framleiðslu byggingarefna, notkunar orkugjafa á byggingartíma, viðhaldi og einnig vegna orkunotkunar og viðhaldsþarfar við reksturinn til framtíðar. BREEAM vistvottunarkerfið er alþjóðlegt og var stofnað í Bretlandi árið 1990. Brimborg BREEAM vottar endurgerð byggingar en þetta vottunarkerfi er líka hægt að nota fyrir nýbyggingar, byggingar í notkun (BREEAM in use) og skipulag svæða (BREEAM communities). Vistvænir bílar Orkuskipti Reykjavík Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent
Eftirfarandi er unnið upp úr fréttatilkynningu frá Brimborg. Hálfur milljarður í sjálfbærniverkefni í fyrra Fjárfestingar í útrýmingu jarðefnaeldsneytis, auknum orkusparnaði og uppbyggingu sólarorkuvers er liður í fjárfestingum Brimborgar í sjálfbærni. Á árinu 2021 fjárfesti Brimborg fyir 520 milljónir í margvíslegum sjálfbærniverkefnum. Þar má nefna uppsetningu LED ljósa í fasteignum félagsins, uppsetningu fjölda hleðslustöðva á starfsstöðvum sínum, bæði til hæghleðslu (AC) og hraðhleðslu (DC) og til kaupa á bílum sem ganga fyrir rafmagni svo fátt eitt sé nefnt. Haldið verður áfram á sömu braut á árinu 2022. Við ítarlegan undirbúning Brimborgar að uppsetningu sólarorkuversins á þaki Polestar Destination sýningarsalarins kom á óvart hversu mikil raforkuframleiðslan er ef notuð er nýjasta tækni og rétt er staðið að málum. Sólarsellur verða sífellt betri og nýting batnar stöðugt með nýrri tækni og verð þeirra fer lækkandi eftir því sem framleiðsla á sólarsellum eykst í heiminum. Uppsett afl sólarorkuvera á heimsvísu setti nýlega met þegar það fór yfir 1 TW. Evrópusambandið framleiðir nú um 3,6% af sinni raforku með sólarorku, og þar er Þýskaland í fararbroddi, og Bretland er með um 4,1% af sinni raforkuframleiðslu frá sólarorku. Sólarorkuver nýta ekki eingöngu beina geisla sólar heldur einnig óbeina geislun, birtuna frá sólinni og þar kemur Ísland sterkt inn með sína löngu daga þar sem mögulegt er hluta úr ári að framleiða rafmagn nánast allan sólarhringinn. Auk þess kemur íslenski kuldinn, aldrei þessu vant, sér vel því á Íslandi eru engar líkur á að sólarsellurnar ofhitni með tilheyrandi orkutapi. Brimborg fékk ísbíl í heimsókn fyrir framan húsnæðið þar sem Polestar Destination sýningarsalurinn er hýstur. Fyrirtæki frekar en heimili Við skoðun Brimborgar kom í ljós að sólarorka nýtist best í rekstur fyrirtækja frekar en heimili. Sólarorkuframleiðsla á þaki bygginga fyrirtækja er einstaklega hagkvæm því orkan nýtist beint í reksturinn þar sem raforkunotkun fyrirtækja fer nánast öll fram yfir daginn þegar birtu nýtur en því er öfugt farið á heimilum. Kvöld og næturframleiðslan er minni en dugar hluta úr ári til að halda næturlýsingu og lágmarkskerfum fyrirtækja í gangi en á daginn þegar raforkunotkun rekstrarins eykst er raforkuframleiðslan einnig á hápunkti. Sólarorkuver á þaki bygginga fyrirtækja taka auðvitað ekkert auka landrými og ganga því ekki á viðkvæma náttúru Íslands og sjónmengun er nánast engin vegna heppilegrar staðsetningar. Á hápunkti framleiðslunnar þegar dagar eru lengstir vor og sumar þá mun sólarorkuverið framleiða meiri orku en Polestar Destination sýningarsalurinn mun þurfa á að halda en engin raforka frá verinu mun fara til spillis. Lausnin á því er einföld þar sem framleiðslan fer fram á starfssvæði Brimborgar þar sem margvíslegur annar rekstur kallar á raforku. Umframorkan verður þá notuð í öðrum byggingum á svæðinu og því þarf ekki að fjárfesta í dýrum geymslulausnum fyrir raforku. Brimborg mun þó einnig setja upp búnað sem gerir félaginu kleift að selja umframorku til baka inn á almenna dreifikerfi raforku ef á því þyrfti að halda t.d. á þeim dögum eins og sunnudögum eða opinberum frídögum sem lítil sem engin starfsemi er hjá Brimborg. Stærsta sólarorkuver á Íslandi Sólarorkuver Brimborgar verður það stærsta á Íslandi hvort sem mælt er miðað við uppsett afl í kW, fjölda sólarsella, fjölda fermetra sólarsella eða reiknaða raforkuframleiðslu í kWst. Uppsett afl þess er 26 kW en um er að ræða 70 sólarsellur þar sem hver þeirra er 370 W og þekja þær 130 fermetra á þaki sýningarsalarins. Því er reiknað með að raforkuframleiðslan geti numið allt að 24.000 kWst á ári sem er um 50% af áætlaðri orkuþörf starfsemi Polestar á Íslandi. Áætlað er að framleiðslan muni hefjast nú í vor 2022 Egill Jóhannsson er forstjóri Brimborgar.Vísir/Sigurjón Sjálfbærniuppgjör Brimborg gefur út heildstætt sjálfbærniuppgjör. Í fyrsta sinn vegna rekstrarársins 2021 fyrir umfang 1 go 2 og hluta af umfangi 3 fyrir öll rekstrarsvið félagsins á öllum starfsstöðvum um allt land með ítarlegum upplýsingum um áhrif á starfsemi sinnar á umhverfið, félagslega þætti og stjórnarhætti (UFS). Sjálfbærniuppgjörið upplýsir m.a. um umhverfisáhrif starfsemi Brimborgar og samkvæmt umhverfisstefnu félagsins, Visthæf skref, þá skal unnið skipulega að því að draga úr þessum áhrifum. Það gerir Brimborg nú og stígur enn eitt vistskrefið sem byggir á auknum orkusparnaði annars vegar og hins vegar virkjun sólarinnar til raforkuframleiðslu. Orkuskiptin eru mikilvæg fyrir Íslendinga Orkuskiptin eru gríðarlegt hagsmunamál fyrir Íslendinga og þar þurfa fyrirtæki að leggja sitt af mörkum enda ávinningur mikill af því að vinna markvisst að orkuskiptum og auka hlutfall endurnýjanlegrar orku. Skref Brimborgar til að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis, nýta betur núverandi orku og með staðbundinni raforkuframleiðslu hafa margvísleg jákvæð áhrif og skapar að von Brimborgar fordæmi fyrir önnur fyrirtæki. Þau skref sem Brimborg hefur stigið fela í sér notkun á LED ljósum, ljósastýringu og orkusparandi tækjum. Auk þess mun staðbundin framleiðsla raforku með sólarorkuveri draga úr þörf á aðkeyptri orku, sem getur þá nýst betur til orkuskipta í samgöngum. „Þegar ekki er lengur þörf á jarðefnaeldsneyti hætta erlendar verðsveiflur á olíuverði að hafa áhrif á verðbólgu á Íslandi sem er hagsmunamál fyrir heimilin auk þess sem íslenskt rafmagn sem orka á bíl heimilisins er ódýrara og verðlag stöðugra,“ segir í tilkynningu frá Brimborg. Polestar 2 Brimborg BREEAM umhverfisvottaður sýningarsalur Polestar sýningarsalurinn verður í húsnæði sem Brimborg notaði áður undir aðra starfsemi en húsnæðið þurfti að endurhanna fyrir Polestar. Strax var lögð áhersla á að húsnæðið fengi BREEAM umhverfisvottun og því var strax hugsað út í sparnað í raforkunotkun t.d. með LED lýsingu, ljósastýringu, betri einangrun útveggja og einangrandi gler til að spara hita auk þess sem hugað var að orkuframleiðslu á staðnum. Þetta gerði það að verkum að kostnaður við verkefnið var muni minni en ef þessi mál hefðu verið hugsuð eftir á sem þýðir að fjárfestingin verður fljótt mjög arðbær. Með því að hanna út frá umhverfissjónarmiðum þá er hægt að draga úr kolefnisspori húsnæðis og rekstrar og öðrum umhverfisáhrifum, hvort sem er vegna losunar gróðurhúsalofttegunda við framleiðslu byggingarefna, notkunar orkugjafa á byggingartíma, viðhaldi og einnig vegna orkunotkunar og viðhaldsþarfar við reksturinn til framtíðar. BREEAM vistvottunarkerfið er alþjóðlegt og var stofnað í Bretlandi árið 1990. Brimborg BREEAM vottar endurgerð byggingar en þetta vottunarkerfi er líka hægt að nota fyrir nýbyggingar, byggingar í notkun (BREEAM in use) og skipulag svæða (BREEAM communities).
Vistvænir bílar Orkuskipti Reykjavík Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent