„Fjölbreytileiki til árangurs” HR Monitor 24. mars 2022 08:50 Heiðdís Björnsdóttir mannauðsstjóri Ölgerðarinnar Heiðdís Björnsdóttir hefur verið starfsmaður hjá Ölgerðinni frá byrjun árs 2017 og starfar sem mannauðsstjóri í dag. Hennar helstu áhugamál tengjast fjölskyldunni, útivist og ferðalögum. Hún er með BSc í viðskiptafræði og diplóma í leiðtogafræðum og verkefnastjórnun. Hennar leið lá ekki alltaf í mannauðsmálin en hún starfaði áður sem sölustjóri yfir margmennri deild hjá Símanum. „Þá vann ég mjög náið með mannauðsdeildinni hjá Símanum sem var gott og fagmannlegt starf. Þá áttaði ég mig á því að þetta væri það sem ég vildi starfa við í framtíðinni. Þetta voru verkefnin sem ég brann fyrir.” Hvað er skemmtilegast við mannauðsstjórnun? „Mannauðsfólk þarf að vera með svo marga hatta. Þetta er svo ofboðslega fjölbreytt starf, fjölbreytt verkefni og fjölbreyttur hópur fólks sem þú ert að vinna með. Þú færð tækifæri til að hjálpa fólki og aðstoða það og þú færð að kynnast mannverunni í svo mörgu.” „Ölgerðin er stór og flókinn vinnustaður og engin leið fyrir eina manneskju að sinna öllum þeim verkefnum sem koma upp hverju sinni. Fyrirkomulagið hjá okkur er að við störfum tvær í mannauðsmálum og erum því báðar inni í öllum málum, það dreifir álaginu og reynist okkur vel þar sem við getum speglað hvor aðra og rætt okkar á milli ef upp koma erfið mál.“ Heiðdís talar um að það sem einkenni Ölgerðina sé hve skemmtilegt og lifandi fyrirtækið er, ekki síst vegna þess hve fjölbreyttur og orkumikill hópur af fólki starfi þar. „Þó að Ölgerðin sé 109 ára þá er fólkið svo skapandi og fyrirtækið einkennist af stöðugri vöruþróun, breytingum og vexti. Fyrirtækið er óhrætt við að takast á við allskonar áskoranir og nýjungar. Það er fólkið sem skapar menninguna og menningin einkennist af mjög háu orkustigi. Að vera starfsmaður Ölgerðarinnar er bara ótrúlega skemmtilegt og gefandi. Þrátt fyrir að starfsfólkið telji í kring um 380 þá er eins og þú tilheyrir lítilli fjölskyldu með sterka liðsheild.” Það eru spennandi tímar framundan hjá Ölgerðinni og stefna þau á markað í vor. „Við erum á mjög ákveðinni vegferð og fyrirtækið er búið að setja sér fjórar áherslur ofan á gildin okkar sem við höfum hugfast í öllu sem við gerum og er okkar „roadmap” til ársins 2024, þ.e. um vöxt, sjálfbærni, stafræna þróun og fjölbreytileika.” Hvers vegna leggið þið áherslu á fjölbreytileika í þessari vegferð? „Fjölbreytileiki og jafnréttismál eru svona okkar helstu áherslur í mannauðsmálum í dag. Það er svo mikilvægt að hlúa að öllu starfsfólkinu okkar, það er okkar stærsta auðlind. Við trúum því að með fjölbreyttum hópi af starfsfólki náum við betri árangri og þannig erum við að skapa eftirsóttan vinnustað. Við viljum að við séum vinnustaður fyrir alla.” Heiðdís útskýrir að á sama tíma og mikil tækifæri felast í að hafa fjölbreyttan hóp starfsfólks geta líka komið upp ýmsar áskoranir sem mikilvægt er að mæta. „Við erum með fjölbreyttan hóp af fólki sem er æðislegt og gerir vinnustaðinn skemmtilegan, en áskorunin býr einnig í fjölbreytileikanum. Í stóru og fjölbreyttu fyrirtæki þá er alltaf til staðar áskorun tengt upplýsingaflæði, að allar upplýsingar komist rétt til skila. Við þurfum sérstaklega að passa upp á tungumálið svo að erlenda fólkið okkar skilji og sé með í allri starfseminni.” Heiðdís segir að nauðsynlegt sé fyrir fyrirtæki að vera í stöðugri umbótahugsun, vera jákvæð fyrir breytingum og þeim tækifærum sem kunna að felast í áskorunum. „Heimurinn sem við búum í í dag breytist mjög hratt. Við þurfum að vera í stöðugum umbótum, vera óhrædd við áskoranir sem koma og setja okkur krefjandi markmið. Það er það sem Ölgerðin hefur alla tíð gert, sett sér háleit markmið sem er ekki endilega auðvelt að ná.” Eitt af krefjandi markmiðum Ölgerðarinnar tengist starfsánægju og notar Ölgerðin mælitækið HR Monitor til að mæla og meta árangurinn. „HR Monitor hefur gagnast okkur mjög vel því eitt af fjórum lykilmarkmiðum Ölgerðarinnar er að ánægja starfsfólks sé 85% eða hærri yfir árið. Þetta er ekkert auðvelt markmið, alls ekki. Við notum þessar púlsmælingar mjög mikið og HR Monitor gerir okkur kleift að sjá alltaf stöðuna hverju sinni. Það er eitt að skynja umhverfið sitt en það er allt annað að fá staðfestingu á því á blaði.” Ölgerðin byrjaði að nota HR Monitor árið 2011 og hefur gert fjórar mælingar á hverju ári síðan. „Ef við mælum bara eina stóra mælingu á ári þá erum við þar á milli bara með einhverja tilfinningu í höndunum. Í þessum fjórum mælingum sem við gerum á ári getum við brugðist við strax, stutt við stjórnendur og starfsfólk. Við tökum þessum könnunum mjög alvarlega og þær eru okkur mikilvægar. Þær eru hluti af einu af lykilmarkmiði fyrirtækisins, að starfsánægja sé 85% eða hærri.” Finnst þér að öll fyrirtæki gætu nýtt sér HR Monitor? „Já. Mér finnst líka að öll fyrirtæki eigi að setja sér svona markmið. Það er svo algengt að fólk þekki meira til þess að verið sé að setja sér rekstrarmarkmið tengt fjármálum og svoleiðis. En ef þú ert ekki með ánægt starfsfólk, þá er mun ólíklegra að fyrirtækið nái þeim árangri sem til er ætlast.” Ertu með dæmi um tækifæri sem hafa skapast út frá mælingunum? „Já, tækifæri til breytinga og til þess að bæta starfsanda. Ef niðurstöður eru ekki nægilega góðar þá sjáum við það svart á hvítu hvað það er sem er að. Þá getum við farið beint að rótinni í stað þess að fara í vinnu við að komast að hvað býr þarna að baki. Við erum að vinna sem hópur og það er alltaf verið að tala um niðurstöðurnar, með stjórnendum og starfsfólki. Við náum árangri sem heild, sem sterk liðsheild. Þetta er keðja og við þurfum öll að vinna saman, þannig getum við breytt hlutunum.” Mannauðsmál Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Hvernig verður steypa græn? Land Cruiser 250: Frumsýning á laugardag Jólagjöf sem hefur slegið í gegn - Dineout gjafabréf Krafturinn keyrir alla skynsemi á kaf - Polestar 4 reynsluakstur Á Hrafnistu vinna öll að sama markmiði Slepptu biðröðinni og bókaðu dekkjaskiptin á nesdekk.is Hvað gefa vinnustaðir í jólagjöf? Fyrirtækjagjafir á Vísi Met mæting í Klinkuboð Ert þú á leið í framkvæmdir og veist ekki hvar þú átt að byrja? Októberfest í Bílheimum á laugardaginn Spennandi tækifæri í Mosfellsbæ Sjá meira
Hennar leið lá ekki alltaf í mannauðsmálin en hún starfaði áður sem sölustjóri yfir margmennri deild hjá Símanum. „Þá vann ég mjög náið með mannauðsdeildinni hjá Símanum sem var gott og fagmannlegt starf. Þá áttaði ég mig á því að þetta væri það sem ég vildi starfa við í framtíðinni. Þetta voru verkefnin sem ég brann fyrir.” Hvað er skemmtilegast við mannauðsstjórnun? „Mannauðsfólk þarf að vera með svo marga hatta. Þetta er svo ofboðslega fjölbreytt starf, fjölbreytt verkefni og fjölbreyttur hópur fólks sem þú ert að vinna með. Þú færð tækifæri til að hjálpa fólki og aðstoða það og þú færð að kynnast mannverunni í svo mörgu.” „Ölgerðin er stór og flókinn vinnustaður og engin leið fyrir eina manneskju að sinna öllum þeim verkefnum sem koma upp hverju sinni. Fyrirkomulagið hjá okkur er að við störfum tvær í mannauðsmálum og erum því báðar inni í öllum málum, það dreifir álaginu og reynist okkur vel þar sem við getum speglað hvor aðra og rætt okkar á milli ef upp koma erfið mál.“ Heiðdís talar um að það sem einkenni Ölgerðina sé hve skemmtilegt og lifandi fyrirtækið er, ekki síst vegna þess hve fjölbreyttur og orkumikill hópur af fólki starfi þar. „Þó að Ölgerðin sé 109 ára þá er fólkið svo skapandi og fyrirtækið einkennist af stöðugri vöruþróun, breytingum og vexti. Fyrirtækið er óhrætt við að takast á við allskonar áskoranir og nýjungar. Það er fólkið sem skapar menninguna og menningin einkennist af mjög háu orkustigi. Að vera starfsmaður Ölgerðarinnar er bara ótrúlega skemmtilegt og gefandi. Þrátt fyrir að starfsfólkið telji í kring um 380 þá er eins og þú tilheyrir lítilli fjölskyldu með sterka liðsheild.” Það eru spennandi tímar framundan hjá Ölgerðinni og stefna þau á markað í vor. „Við erum á mjög ákveðinni vegferð og fyrirtækið er búið að setja sér fjórar áherslur ofan á gildin okkar sem við höfum hugfast í öllu sem við gerum og er okkar „roadmap” til ársins 2024, þ.e. um vöxt, sjálfbærni, stafræna þróun og fjölbreytileika.” Hvers vegna leggið þið áherslu á fjölbreytileika í þessari vegferð? „Fjölbreytileiki og jafnréttismál eru svona okkar helstu áherslur í mannauðsmálum í dag. Það er svo mikilvægt að hlúa að öllu starfsfólkinu okkar, það er okkar stærsta auðlind. Við trúum því að með fjölbreyttum hópi af starfsfólki náum við betri árangri og þannig erum við að skapa eftirsóttan vinnustað. Við viljum að við séum vinnustaður fyrir alla.” Heiðdís útskýrir að á sama tíma og mikil tækifæri felast í að hafa fjölbreyttan hóp starfsfólks geta líka komið upp ýmsar áskoranir sem mikilvægt er að mæta. „Við erum með fjölbreyttan hóp af fólki sem er æðislegt og gerir vinnustaðinn skemmtilegan, en áskorunin býr einnig í fjölbreytileikanum. Í stóru og fjölbreyttu fyrirtæki þá er alltaf til staðar áskorun tengt upplýsingaflæði, að allar upplýsingar komist rétt til skila. Við þurfum sérstaklega að passa upp á tungumálið svo að erlenda fólkið okkar skilji og sé með í allri starfseminni.” Heiðdís segir að nauðsynlegt sé fyrir fyrirtæki að vera í stöðugri umbótahugsun, vera jákvæð fyrir breytingum og þeim tækifærum sem kunna að felast í áskorunum. „Heimurinn sem við búum í í dag breytist mjög hratt. Við þurfum að vera í stöðugum umbótum, vera óhrædd við áskoranir sem koma og setja okkur krefjandi markmið. Það er það sem Ölgerðin hefur alla tíð gert, sett sér háleit markmið sem er ekki endilega auðvelt að ná.” Eitt af krefjandi markmiðum Ölgerðarinnar tengist starfsánægju og notar Ölgerðin mælitækið HR Monitor til að mæla og meta árangurinn. „HR Monitor hefur gagnast okkur mjög vel því eitt af fjórum lykilmarkmiðum Ölgerðarinnar er að ánægja starfsfólks sé 85% eða hærri yfir árið. Þetta er ekkert auðvelt markmið, alls ekki. Við notum þessar púlsmælingar mjög mikið og HR Monitor gerir okkur kleift að sjá alltaf stöðuna hverju sinni. Það er eitt að skynja umhverfið sitt en það er allt annað að fá staðfestingu á því á blaði.” Ölgerðin byrjaði að nota HR Monitor árið 2011 og hefur gert fjórar mælingar á hverju ári síðan. „Ef við mælum bara eina stóra mælingu á ári þá erum við þar á milli bara með einhverja tilfinningu í höndunum. Í þessum fjórum mælingum sem við gerum á ári getum við brugðist við strax, stutt við stjórnendur og starfsfólk. Við tökum þessum könnunum mjög alvarlega og þær eru okkur mikilvægar. Þær eru hluti af einu af lykilmarkmiði fyrirtækisins, að starfsánægja sé 85% eða hærri.” Finnst þér að öll fyrirtæki gætu nýtt sér HR Monitor? „Já. Mér finnst líka að öll fyrirtæki eigi að setja sér svona markmið. Það er svo algengt að fólk þekki meira til þess að verið sé að setja sér rekstrarmarkmið tengt fjármálum og svoleiðis. En ef þú ert ekki með ánægt starfsfólk, þá er mun ólíklegra að fyrirtækið nái þeim árangri sem til er ætlast.” Ertu með dæmi um tækifæri sem hafa skapast út frá mælingunum? „Já, tækifæri til breytinga og til þess að bæta starfsanda. Ef niðurstöður eru ekki nægilega góðar þá sjáum við það svart á hvítu hvað það er sem er að. Þá getum við farið beint að rótinni í stað þess að fara í vinnu við að komast að hvað býr þarna að baki. Við erum að vinna sem hópur og það er alltaf verið að tala um niðurstöðurnar, með stjórnendum og starfsfólki. Við náum árangri sem heild, sem sterk liðsheild. Þetta er keðja og við þurfum öll að vinna saman, þannig getum við breytt hlutunum.”
Mannauðsmál Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Hvernig verður steypa græn? Land Cruiser 250: Frumsýning á laugardag Jólagjöf sem hefur slegið í gegn - Dineout gjafabréf Krafturinn keyrir alla skynsemi á kaf - Polestar 4 reynsluakstur Á Hrafnistu vinna öll að sama markmiði Slepptu biðröðinni og bókaðu dekkjaskiptin á nesdekk.is Hvað gefa vinnustaðir í jólagjöf? Fyrirtækjagjafir á Vísi Met mæting í Klinkuboð Ert þú á leið í framkvæmdir og veist ekki hvar þú átt að byrja? Októberfest í Bílheimum á laugardaginn Spennandi tækifæri í Mosfellsbæ Sjá meira