„Ég ætla að vera eins og Raggi Bjarna og syngja þangað til ég verð 85 ára“ Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 23. mars 2022 11:30 Sigga Beinteins hlaut heiðursverðlaunin á Hlustendaverðlaununum í ár. Vísir/Vilhelm „Ég held að ég sé í mínu allra besta formi raddlega séð í dag,“ segir söngkonan Sigga Beinteins sem heldur upp á þrefalt stórafmæli í ár. Hún fagnar fjörutíu ára söngafmæli, ásamt því að verða sjálf sextug í júlí. Þá eru einnig tuttugu ár síðan Sigga og Sigrún Eva kepptu í Eurovision með lagið Nei eða já. Sigga er ein af okkar allra ástsælustu söngkonum og er óhætt að segja að hún hafi komið víða við á þeim fjörutíu árum sem hún hefur verið í tónlistarbransanum. Má þar nefna Stjórnina, Eurovision, Söngvaborg og hennar árlegu jólatónleika. Þannig hefur hún sungið sig inn í hug og hjörtu hverrar kynslóðarinnar á fætur annarri. Það var því vel við hæfi þegar hún hlaut heiðursverðlaun Hlustendaverðlaunanna nú um helgina. „Mér er alveg sama hvort ég sé að spila fyrir áttrætt fólk eða þriggja ára börn, mér finnst þetta allt jafn yndislegt. Ég bara syng fyrir þá sem vilja hlusta og þannig hef ég alltaf hugsað þetta,“ segir Sigga. Sigga kom fram á Hlustendaverðlaununum um helgina og hlaut hún sérstök heiðursverðlaun.Vísir/Hulda Margrét Varð þjóðþekkt á einni nóttu Sigga skaust upp á stjörnuhimininn á einni nóttu þegar hún söng inn á lagið Vertu ekki að plata mig með HLH flokknum. Hún segir það hafa verið stærsta vendipunktinn á sínum ferli þegar Björgvin Halldórsson leit við inn í hljóðver þar sem hún var að taka upp plötu með hljómsveitinni Kikk. „Ég var eflaust að garga eitthvað á háu nótunum þegar hann kemur þarna inn og kíkir á okkur. Svo fæ ég símtal frá honum stuttu seinna að þeim vantaði rödd í eitt lag, hvort ég væri til í að prófa.“ Hún segir Björgvin því hafa verið mikinn örlagavald í sínu lífi. Eftir að lagið kom út hafi leiðin bara legið upp á við fyrir hana í tónlistinni. „Ég veit ekki hvar ég væri ef ég hefði ekki kynnst honum. Ég veit hreinlega ekki hvort ég væri að syngja í dag eða hvort ég væri bara að gera eitthvað allt annað.“ Tilviljun hvernig hún byrjaði að syngja með Stjórninni „Ég var svo hrikalega feimin, þannig fyrir mig var þetta algjört sjokk. Fyrstu skiptin sem ég var að koma fram titraði ég og svitnaði og það var varla að ég gæti þetta. En einhvern veginn hjálpaði söngurinn mér að taka þessa feimni í burtu.“ Eftir að Vertu ekki að plata mig sló í gegn byrjaði Sigga að syngja á Hótel Íslandi. Þar söng hún á meðan gestir snæddu kvöldverð og síðan tók hljómsveit við sem lék fyrir dansi langt fram á nótt - hljómsveit að nafni Stjórnin. „Þá var önnur söngkona í bandinu, Alda Ólafsdóttir. Svo gerist það í kringum áramótin 88-89 að hún fær einhverja flensu og Grétar biður mig um að stíga inn fyrir hana. Ég geri það og stuttu seinna ákveður Alda að flytja til London og þá var mér var boðin staða sem söngkona sveitarinnar,“ segir Sigga sem vill meina að hún hafi verið leidd áfram í lífinu inn á þá braut sem henni var ætlað að feta. Sjá einnig: Grétar segist strax hafa orðið sjúkur í Siggu Beinteins Stjórnin varð svo ein vinsælasta hljómsveit landsins og er hún enn í fullu fjöri í dag rúmum þrjátíu árum síðar. „Ég held það sé af því að þetta eru skemmtileg lög með einföldum texta, þannig það er einfalt fyrir fólk að syngja með. Svo var bandið náttúrlega svo stórt árið 1990, þannig að þau börn sem voru að fæðast þarna árin á eftir, þau alast upp við þessa tónlist og það eru þau sem eru að mæta á böllin núna. Það er alveg geggjað. Þetta er svo ótrúleg tilfinning að spila fyrir fólk sem kann alla textana og syngur með allan tímann, ég þarf varla að syngja.“ Fagnar afmælinu með stórtónleikum Sigga ætlar að halda upp á þetta þrefalda stórafmæli eins og henni einni er lagið með stórtónleikum þann 7. maí í Eldborgarsal Hörpu. Þar mun hún koma fram ásamt níu manna hljómsveit og hinum ýmsu tónlistarmönnum og skemmtikröftum sem hún hefur unnið með í gegnum tíðina: Stjórnin, Björgvin Halldórsson, Friðrik Ómar, Regína Ósk, Jógvan, Guðrún Gunnars, Sigrún Eva, Erna Hrönn, Helga Braga og Bassi Maraj. „Mér fannst ég verða að gera eitthvað að þessu tilefni og þá liggur auðvitað beinast við að halda tónleika. Ég ætla að taka þetta alla leið og hafa þetta alvöru! Markmiðið er að fólk skemmti sér og allir fari glaðir heim. Það er náttúrlega margt búið að gerast á þessum fjörutíu árum og að einhverju leyti mun ég fara yfir það,“ en nánari upplýsingar um tónleikana er að finna hér. Það verður af nógu að taka enda hefur Sigga komið víða við á ferlinum. Hún hefur gefið út átta sólóplötur, sex plötur með Stjórninni og sjö Söngvaborg-diska, ásamt því að hafa haldið jólatónleikana Á hátíðlegum nótum síðustu tólf árin. Hér að neðan má sjá flutning Siggu eftir að hún var heiðruð á Hlustendaverðlaununum um helgina. Ætlar ekki að verða stirð uppi á sviði Eftir öll þessi ár segist Sigga alltaf hafa jafn gaman að starfi sínu og hefur það aldrei hvarflað að henni að hætta. „En skal alveg viðurkenna að það hafa komið tímabil í gegnum árin þar sem ég hef orðið þreytt á því að vera alltaf í burtu um helgar. Ég var alltaf að syngja á meðan aðrir voru í fríi, þannig fólk var bara hætt að bjóða mér í afmæli og svona því ég komst hvort sem er aldrei.“ Árið 2019 greindi Sigga frá því að hún hefði fengið blóðtappa eftir mörg ár af svefnlausum nóttum. Í kjölfarið tók hún meðvitaða ákvörðun um það að forgangsraða og setja sjálfa sig og heilsuna í fyrsta sæti. „Ég er farin að hugsa miklu betur um sjálfa mig. Ég fer alla virka daga í ræktina, af því þegar kemur að úthaldi í söngnum þá skiptir máli að vera í þokkalegu formi. Ég tók mjög meðvitaða ákvörðun um það að ég ætla ekki að vera orðin stirð uppi á sviði, ég vil geta hreyft mig og gert allt það sem mér finnst skemmtilegt.“ Markmiðið að syngja jafn lengi og Raggi Bjarna og Tina Turner „Ég held ég sé í mínu allra besta formi raddlega séð í dag. Ég er alltaf að ögra sjálfri mér. Ég ögra mér á hverju ári á jólatónleikunum mínum með því að taka einhver risa lög, bara til að athuga hvort allt sé ekki örugglega til staðar ennþá.“ Sigga segist ætla að halda áfram að syngja svo lengi sem röddin sé í lagi og fólk vilji ennþá hlusta. „Ég segi alltaf að ég ætli að vera eins og Raggi Bjarna, ég ætla að syngja þangað til ég verð 85 ára, eða þá Tina Turner sem söng síðasta konsertinn sinn 79 ára.“ Hlustendaverðlaunin Tónlist Tímamót FM957 Bylgjan Tengdar fréttir Þessi hlutu Hlustendaverðlaunin í ár Hlustendaverðlaunin voru afhent í Kolaportinu í kvöld. Sýnt var frá viðburðinum í beinni útsendingu á Stöð 2 og hér á Vísi. 19. mars 2022 20:22 Hvarflaði að Siggu Beinteins að reyna fyrir sér fyrir utan landsteinanna Þættirnir Á rúntinum hófu göngu sína á Vísi nú í maí en það þeir Bjarni Freyr Pétursson og Arnfinnur Rúnar Sigmundsson sem halda utan um þættina. 26. maí 2021 15:30 „Ég byrjaði að syngja ein inni í herbergi, helst þegar enginn var heima“ „Þegar ég var að byrja minn feril keypti ég mér kassagítar, svona þrettán ára og byrjaði að rugla í því að syngja,“ segir Sigga Beinteins þegar hún segir frá því hvernig hún byrjaði í tónlist. 30. september 2020 20:01 Grétar segist strax hafa orðið sjúkur í Siggu Beinteins Stjórnin hefur skemmt landanum í yfir þrjátíu ár. Margir tengja hvert lag við ákveðið tímabil, staðsetningu eða viðburð og eru sumarsmellirnir orðnir fjölmargir. Fylgst var með Stjórninni í Íslandi í dag í gærkvöldi og var þessari spurningu velt upp: Hversu vel þekkja Sigga og Grétar í Stjórninni hvort annað eftir að hafa verið „par“ í rúm þrjátíu ár og haldið tæplega þúsund tónleika saman? 1. maí 2020 08:16 Sigga Beinteins fékk blóðtappa Sigga Beinteins söngkona eignaðist tvíbura með fyrrverandi konu sinni Birnu Maríu þegar hún var 49 ára gömul. Eftir endalausar svefnlausar nætur í mörg ár og álag í vinnu, fékk Sigga blóðtappa sem hafði meðal annars þær afleiðingar að hún mundi ekki nöfn barnanna sinna. 20. nóvember 2019 11:30 Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Sjá meira
Sigga er ein af okkar allra ástsælustu söngkonum og er óhætt að segja að hún hafi komið víða við á þeim fjörutíu árum sem hún hefur verið í tónlistarbransanum. Má þar nefna Stjórnina, Eurovision, Söngvaborg og hennar árlegu jólatónleika. Þannig hefur hún sungið sig inn í hug og hjörtu hverrar kynslóðarinnar á fætur annarri. Það var því vel við hæfi þegar hún hlaut heiðursverðlaun Hlustendaverðlaunanna nú um helgina. „Mér er alveg sama hvort ég sé að spila fyrir áttrætt fólk eða þriggja ára börn, mér finnst þetta allt jafn yndislegt. Ég bara syng fyrir þá sem vilja hlusta og þannig hef ég alltaf hugsað þetta,“ segir Sigga. Sigga kom fram á Hlustendaverðlaununum um helgina og hlaut hún sérstök heiðursverðlaun.Vísir/Hulda Margrét Varð þjóðþekkt á einni nóttu Sigga skaust upp á stjörnuhimininn á einni nóttu þegar hún söng inn á lagið Vertu ekki að plata mig með HLH flokknum. Hún segir það hafa verið stærsta vendipunktinn á sínum ferli þegar Björgvin Halldórsson leit við inn í hljóðver þar sem hún var að taka upp plötu með hljómsveitinni Kikk. „Ég var eflaust að garga eitthvað á háu nótunum þegar hann kemur þarna inn og kíkir á okkur. Svo fæ ég símtal frá honum stuttu seinna að þeim vantaði rödd í eitt lag, hvort ég væri til í að prófa.“ Hún segir Björgvin því hafa verið mikinn örlagavald í sínu lífi. Eftir að lagið kom út hafi leiðin bara legið upp á við fyrir hana í tónlistinni. „Ég veit ekki hvar ég væri ef ég hefði ekki kynnst honum. Ég veit hreinlega ekki hvort ég væri að syngja í dag eða hvort ég væri bara að gera eitthvað allt annað.“ Tilviljun hvernig hún byrjaði að syngja með Stjórninni „Ég var svo hrikalega feimin, þannig fyrir mig var þetta algjört sjokk. Fyrstu skiptin sem ég var að koma fram titraði ég og svitnaði og það var varla að ég gæti þetta. En einhvern veginn hjálpaði söngurinn mér að taka þessa feimni í burtu.“ Eftir að Vertu ekki að plata mig sló í gegn byrjaði Sigga að syngja á Hótel Íslandi. Þar söng hún á meðan gestir snæddu kvöldverð og síðan tók hljómsveit við sem lék fyrir dansi langt fram á nótt - hljómsveit að nafni Stjórnin. „Þá var önnur söngkona í bandinu, Alda Ólafsdóttir. Svo gerist það í kringum áramótin 88-89 að hún fær einhverja flensu og Grétar biður mig um að stíga inn fyrir hana. Ég geri það og stuttu seinna ákveður Alda að flytja til London og þá var mér var boðin staða sem söngkona sveitarinnar,“ segir Sigga sem vill meina að hún hafi verið leidd áfram í lífinu inn á þá braut sem henni var ætlað að feta. Sjá einnig: Grétar segist strax hafa orðið sjúkur í Siggu Beinteins Stjórnin varð svo ein vinsælasta hljómsveit landsins og er hún enn í fullu fjöri í dag rúmum þrjátíu árum síðar. „Ég held það sé af því að þetta eru skemmtileg lög með einföldum texta, þannig það er einfalt fyrir fólk að syngja með. Svo var bandið náttúrlega svo stórt árið 1990, þannig að þau börn sem voru að fæðast þarna árin á eftir, þau alast upp við þessa tónlist og það eru þau sem eru að mæta á böllin núna. Það er alveg geggjað. Þetta er svo ótrúleg tilfinning að spila fyrir fólk sem kann alla textana og syngur með allan tímann, ég þarf varla að syngja.“ Fagnar afmælinu með stórtónleikum Sigga ætlar að halda upp á þetta þrefalda stórafmæli eins og henni einni er lagið með stórtónleikum þann 7. maí í Eldborgarsal Hörpu. Þar mun hún koma fram ásamt níu manna hljómsveit og hinum ýmsu tónlistarmönnum og skemmtikröftum sem hún hefur unnið með í gegnum tíðina: Stjórnin, Björgvin Halldórsson, Friðrik Ómar, Regína Ósk, Jógvan, Guðrún Gunnars, Sigrún Eva, Erna Hrönn, Helga Braga og Bassi Maraj. „Mér fannst ég verða að gera eitthvað að þessu tilefni og þá liggur auðvitað beinast við að halda tónleika. Ég ætla að taka þetta alla leið og hafa þetta alvöru! Markmiðið er að fólk skemmti sér og allir fari glaðir heim. Það er náttúrlega margt búið að gerast á þessum fjörutíu árum og að einhverju leyti mun ég fara yfir það,“ en nánari upplýsingar um tónleikana er að finna hér. Það verður af nógu að taka enda hefur Sigga komið víða við á ferlinum. Hún hefur gefið út átta sólóplötur, sex plötur með Stjórninni og sjö Söngvaborg-diska, ásamt því að hafa haldið jólatónleikana Á hátíðlegum nótum síðustu tólf árin. Hér að neðan má sjá flutning Siggu eftir að hún var heiðruð á Hlustendaverðlaununum um helgina. Ætlar ekki að verða stirð uppi á sviði Eftir öll þessi ár segist Sigga alltaf hafa jafn gaman að starfi sínu og hefur það aldrei hvarflað að henni að hætta. „En skal alveg viðurkenna að það hafa komið tímabil í gegnum árin þar sem ég hef orðið þreytt á því að vera alltaf í burtu um helgar. Ég var alltaf að syngja á meðan aðrir voru í fríi, þannig fólk var bara hætt að bjóða mér í afmæli og svona því ég komst hvort sem er aldrei.“ Árið 2019 greindi Sigga frá því að hún hefði fengið blóðtappa eftir mörg ár af svefnlausum nóttum. Í kjölfarið tók hún meðvitaða ákvörðun um það að forgangsraða og setja sjálfa sig og heilsuna í fyrsta sæti. „Ég er farin að hugsa miklu betur um sjálfa mig. Ég fer alla virka daga í ræktina, af því þegar kemur að úthaldi í söngnum þá skiptir máli að vera í þokkalegu formi. Ég tók mjög meðvitaða ákvörðun um það að ég ætla ekki að vera orðin stirð uppi á sviði, ég vil geta hreyft mig og gert allt það sem mér finnst skemmtilegt.“ Markmiðið að syngja jafn lengi og Raggi Bjarna og Tina Turner „Ég held ég sé í mínu allra besta formi raddlega séð í dag. Ég er alltaf að ögra sjálfri mér. Ég ögra mér á hverju ári á jólatónleikunum mínum með því að taka einhver risa lög, bara til að athuga hvort allt sé ekki örugglega til staðar ennþá.“ Sigga segist ætla að halda áfram að syngja svo lengi sem röddin sé í lagi og fólk vilji ennþá hlusta. „Ég segi alltaf að ég ætli að vera eins og Raggi Bjarna, ég ætla að syngja þangað til ég verð 85 ára, eða þá Tina Turner sem söng síðasta konsertinn sinn 79 ára.“
Hlustendaverðlaunin Tónlist Tímamót FM957 Bylgjan Tengdar fréttir Þessi hlutu Hlustendaverðlaunin í ár Hlustendaverðlaunin voru afhent í Kolaportinu í kvöld. Sýnt var frá viðburðinum í beinni útsendingu á Stöð 2 og hér á Vísi. 19. mars 2022 20:22 Hvarflaði að Siggu Beinteins að reyna fyrir sér fyrir utan landsteinanna Þættirnir Á rúntinum hófu göngu sína á Vísi nú í maí en það þeir Bjarni Freyr Pétursson og Arnfinnur Rúnar Sigmundsson sem halda utan um þættina. 26. maí 2021 15:30 „Ég byrjaði að syngja ein inni í herbergi, helst þegar enginn var heima“ „Þegar ég var að byrja minn feril keypti ég mér kassagítar, svona þrettán ára og byrjaði að rugla í því að syngja,“ segir Sigga Beinteins þegar hún segir frá því hvernig hún byrjaði í tónlist. 30. september 2020 20:01 Grétar segist strax hafa orðið sjúkur í Siggu Beinteins Stjórnin hefur skemmt landanum í yfir þrjátíu ár. Margir tengja hvert lag við ákveðið tímabil, staðsetningu eða viðburð og eru sumarsmellirnir orðnir fjölmargir. Fylgst var með Stjórninni í Íslandi í dag í gærkvöldi og var þessari spurningu velt upp: Hversu vel þekkja Sigga og Grétar í Stjórninni hvort annað eftir að hafa verið „par“ í rúm þrjátíu ár og haldið tæplega þúsund tónleika saman? 1. maí 2020 08:16 Sigga Beinteins fékk blóðtappa Sigga Beinteins söngkona eignaðist tvíbura með fyrrverandi konu sinni Birnu Maríu þegar hún var 49 ára gömul. Eftir endalausar svefnlausar nætur í mörg ár og álag í vinnu, fékk Sigga blóðtappa sem hafði meðal annars þær afleiðingar að hún mundi ekki nöfn barnanna sinna. 20. nóvember 2019 11:30 Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Sjá meira
Þessi hlutu Hlustendaverðlaunin í ár Hlustendaverðlaunin voru afhent í Kolaportinu í kvöld. Sýnt var frá viðburðinum í beinni útsendingu á Stöð 2 og hér á Vísi. 19. mars 2022 20:22
Hvarflaði að Siggu Beinteins að reyna fyrir sér fyrir utan landsteinanna Þættirnir Á rúntinum hófu göngu sína á Vísi nú í maí en það þeir Bjarni Freyr Pétursson og Arnfinnur Rúnar Sigmundsson sem halda utan um þættina. 26. maí 2021 15:30
„Ég byrjaði að syngja ein inni í herbergi, helst þegar enginn var heima“ „Þegar ég var að byrja minn feril keypti ég mér kassagítar, svona þrettán ára og byrjaði að rugla í því að syngja,“ segir Sigga Beinteins þegar hún segir frá því hvernig hún byrjaði í tónlist. 30. september 2020 20:01
Grétar segist strax hafa orðið sjúkur í Siggu Beinteins Stjórnin hefur skemmt landanum í yfir þrjátíu ár. Margir tengja hvert lag við ákveðið tímabil, staðsetningu eða viðburð og eru sumarsmellirnir orðnir fjölmargir. Fylgst var með Stjórninni í Íslandi í dag í gærkvöldi og var þessari spurningu velt upp: Hversu vel þekkja Sigga og Grétar í Stjórninni hvort annað eftir að hafa verið „par“ í rúm þrjátíu ár og haldið tæplega þúsund tónleika saman? 1. maí 2020 08:16
Sigga Beinteins fékk blóðtappa Sigga Beinteins söngkona eignaðist tvíbura með fyrrverandi konu sinni Birnu Maríu þegar hún var 49 ára gömul. Eftir endalausar svefnlausar nætur í mörg ár og álag í vinnu, fékk Sigga blóðtappa sem hafði meðal annars þær afleiðingar að hún mundi ekki nöfn barnanna sinna. 20. nóvember 2019 11:30