Innherji

Áslaug Hulda þiggur ekki sætið í Garðabæ

Ólöf Skaftadóttir skrifar
Áslaug Hulda Jónsdóttir er afar reynslumikill stjórnmálamaður.
Áslaug Hulda Jónsdóttir er afar reynslumikill stjórnmálamaður.

Áslaug Hulda Jónsdóttir, sem sóttist eftir 1. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ á dögunum, ætlar ekki að þiggja annað sætið á lista flokksins fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Þetta herma heimildir Innherja.

Hún laut í lægra haldi fyrir Almari Guðmundssyni í prófkjörinu í byrjun mars, en afar mjótt var á munum. Raunar skildu aðeins 41 atkvæði þau að þegar talningu lauk, en Áslaug Hulda hafði haft nauma forystu þegar fyrstu tölur voru lesnar í Garðabæ.

Áslaug Hulda er afar reynslumikill stjórnmálamaður en hún tók fyrst sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins árið 1994, þá aðeins átján ára gömul. Allar götur síðan hefur hún verið viðriðin flokksstarfið í Garðabæ.

Árið 2010 skipaði hún svo 1. sæti á framboðslista flokksins og hefur gert allar götur síðan. Hún hefur gegnt embætti forseta bæjarstjórnar og verið formaður bæjarráðs Garðabæjar undanfarin ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×