Lagt til að fleiri rafbílar njóti niðurfellingar virðisaukaskatts Eiður Þór Árnason skrifar 22. mars 2022 11:27 Hlutdeild vistvænna bíla hefur aukist mikið á síðustu árum. Vísir/Vilhelm Fjármála- og efnahagsráðherra leggur til að þeim rafmagnsbílum sem geta fengið ívilnun í formi niðurfellingar virðisaukaskatts verði fjölgað úr 15 þúsund í 20 þúsund. Þetta kemur fram í drögum að nýju frumvarpi til laga um virðisaukaskatt sem birt hefur verið í Samráðsgátt stjórnvalda. Greint er frá því í tilkynningu á vef ráðuneytisins að ívilnanir hafi nú verið nýttar fyrir um 12.300 rafbíla. Má gera ráð fyrir því að núverandi fjöldatakmörkun rafmagnsbifreiða verði náð á síðari hluta þessa árs. Samhliða þessu eru lögð til ný fjárhæðarmörk ívilnunar vegna kaupa á hreinorkubílum. Verði breytingin samþykkt verður niðurfelldur virðisaukaskattur að hámarki 1.320.000 króna fyrir hvern bíl á árinu 2023. Fram kemur í greinargerð með frumvarpsdrögunum að nýskráning rafmagnsbifreiða hafi aukist til muna á síðustu misserum. Vegna orkuskipta í samgöngum sé talið nauðsynlegt að auka enn meira hlutdeild rafmagnsbifreiða í umferð og því lagt til að fjöldatakmörkunin verði hækkuð með bráðabirgðaákvæði. Í sömu frumvarpsdrögum er lagt til að í lögum um virðisaukaskatt sé lögfest heimild björgunarsveita til að fá endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu sem felst í því að breyta ökutækjum þeirra svo þau séu sérútbúin til björgunarstarfa. Rýmka ívilnun vegna endursölu vistvænna bíla Einnig eru lagðar til breytingar á gildandi virðisaukaskattsívilnun vegna endursölu á vistvænum bifreiðum. Slík ívilnun nýtist þegar aðilar sem selja notaðan bíl geta talið virðisaukaskatt af kaupverði til innskatts. Nýtist þetta meðal annars bílaleigum. Með síðastnefndu breytingunni er kveðið skýrt á um að við endursölu þurfi ökutæki ekki að vera þriggja ára eða yngra á söludegi miðað við innflutningsdag eða þann dag þegar það var fyrst skráð. Þá felur breytingin í sér að heimildin verður ekki lengur bundin við þær fjöldatakmarkanir bifreiða sem ákvæðið mælir fyrir um en gildi þess í stað til og með 31. desember 2023. Fellt niður virðisaukaskatt sem nemur 12,4 milljörðum króna Að sögn fjármála- og efnahagsráðuneytisins hafa stjórnvöld fellt niður 12,4 milljarða króna virðisaukaskatt vegna kaupa á hreinorkubilum frá 1. júlí 2012, þar af 5,2 milljarða á síðasta ári og yfir einn milljarð frá síðastliðnum áramótum. Séu tengiltvinnbílar meðtaldir nemi ívilnanir frá upphafi 25,2 milljörðum króna. Líkur eru á að fjöldatakmörkun tengiltvinnbíla verði náð á næstu mánuðum Hlutdeild vistvænna bíla í nýskráningum jókst úr 22% árið 2019 í 46% árið 2020 og á árinu 2021 fór hlutfallið upp í 58%. Þegar litið er til fyrstu tveggja mánaða þessa árs má sjá að hlutfallið er nú komið upp í tæp 70% þar sem hlutdeild rafmagnsbíla er 39% og tengiltvinnbíla 31%. Vistvænir bílar Bílar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent
Greint er frá því í tilkynningu á vef ráðuneytisins að ívilnanir hafi nú verið nýttar fyrir um 12.300 rafbíla. Má gera ráð fyrir því að núverandi fjöldatakmörkun rafmagnsbifreiða verði náð á síðari hluta þessa árs. Samhliða þessu eru lögð til ný fjárhæðarmörk ívilnunar vegna kaupa á hreinorkubílum. Verði breytingin samþykkt verður niðurfelldur virðisaukaskattur að hámarki 1.320.000 króna fyrir hvern bíl á árinu 2023. Fram kemur í greinargerð með frumvarpsdrögunum að nýskráning rafmagnsbifreiða hafi aukist til muna á síðustu misserum. Vegna orkuskipta í samgöngum sé talið nauðsynlegt að auka enn meira hlutdeild rafmagnsbifreiða í umferð og því lagt til að fjöldatakmörkunin verði hækkuð með bráðabirgðaákvæði. Í sömu frumvarpsdrögum er lagt til að í lögum um virðisaukaskatt sé lögfest heimild björgunarsveita til að fá endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu sem felst í því að breyta ökutækjum þeirra svo þau séu sérútbúin til björgunarstarfa. Rýmka ívilnun vegna endursölu vistvænna bíla Einnig eru lagðar til breytingar á gildandi virðisaukaskattsívilnun vegna endursölu á vistvænum bifreiðum. Slík ívilnun nýtist þegar aðilar sem selja notaðan bíl geta talið virðisaukaskatt af kaupverði til innskatts. Nýtist þetta meðal annars bílaleigum. Með síðastnefndu breytingunni er kveðið skýrt á um að við endursölu þurfi ökutæki ekki að vera þriggja ára eða yngra á söludegi miðað við innflutningsdag eða þann dag þegar það var fyrst skráð. Þá felur breytingin í sér að heimildin verður ekki lengur bundin við þær fjöldatakmarkanir bifreiða sem ákvæðið mælir fyrir um en gildi þess í stað til og með 31. desember 2023. Fellt niður virðisaukaskatt sem nemur 12,4 milljörðum króna Að sögn fjármála- og efnahagsráðuneytisins hafa stjórnvöld fellt niður 12,4 milljarða króna virðisaukaskatt vegna kaupa á hreinorkubilum frá 1. júlí 2012, þar af 5,2 milljarða á síðasta ári og yfir einn milljarð frá síðastliðnum áramótum. Séu tengiltvinnbílar meðtaldir nemi ívilnanir frá upphafi 25,2 milljörðum króna. Líkur eru á að fjöldatakmörkun tengiltvinnbíla verði náð á næstu mánuðum Hlutdeild vistvænna bíla í nýskráningum jókst úr 22% árið 2019 í 46% árið 2020 og á árinu 2021 fór hlutfallið upp í 58%. Þegar litið er til fyrstu tveggja mánaða þessa árs má sjá að hlutfallið er nú komið upp í tæp 70% þar sem hlutdeild rafmagnsbíla er 39% og tengiltvinnbíla 31%.
Vistvænir bílar Bílar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent