Dusty þurfti að sætta sig við tap þrátt fyrir frábæra byrjun Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 19. mars 2022 13:42 Nýkrýndir Ljósleiðaradeildarmeistarar Dusty þurftu að sætta sig við tap í fyrsta leik sínum á BLAST Premier mótinu í CS:GO í dag gegn danska liðinu Ecstatic. Liðin léku á kortinu Inferno, en Dusty bannaði Vertigo, Ancient og Overpass. Ecstatic bannaði Dust2, Mirage og Nuke. Dusty byrjaði viðureignina af miklum krafti og vann sex af fyrstu sjö lotunum og voru komnir í nokkuð góða stöðu. Þá fór hins vegar að halla undan fæti og Ecstatic minnkaði muninn í 7-6 og komust svo í 10-8. Ecstatic jók forskot sitt og þurftu aðeins að vinna eina lotu í viðbót þegar þeir komu sér í 15-11 og leikmenn Dusty komnir með bakið upp við vegg. Dusty vann næstu lotu, en nær komst liðið ekki og Ecstatic fagnaði 16-12 sigri. Dusty hefur þó ekki lokið keppni, en liðið mætir stjörnuprýddu liði Dignitas sem tapaði gegn Hellslayers fyrr í dag. Hellsleayers og Ecstatic mætast klukkan 14:00 og Dusty og Dignitas eigast við klukkan 15:30, en sigurliðin úr þessum tveim viðureignum eigast svo við klukkan 17:00 í ákvörðunarleik um sigur í riðlinum. Rafíþróttir Tengdar fréttir Dusty mætir til leiks á BLAST í dag: Gætu mætt gömlum heimsmeisturum Nýkrýndir Ljósleiðaradeildarmeistarar Dusty mæta til leiks á BLAST Premier mótinu í CS:GO í beinni útsendingu á Stöð 2 eSport í dag. 19. mars 2022 11:00 Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn
Liðin léku á kortinu Inferno, en Dusty bannaði Vertigo, Ancient og Overpass. Ecstatic bannaði Dust2, Mirage og Nuke. Dusty byrjaði viðureignina af miklum krafti og vann sex af fyrstu sjö lotunum og voru komnir í nokkuð góða stöðu. Þá fór hins vegar að halla undan fæti og Ecstatic minnkaði muninn í 7-6 og komust svo í 10-8. Ecstatic jók forskot sitt og þurftu aðeins að vinna eina lotu í viðbót þegar þeir komu sér í 15-11 og leikmenn Dusty komnir með bakið upp við vegg. Dusty vann næstu lotu, en nær komst liðið ekki og Ecstatic fagnaði 16-12 sigri. Dusty hefur þó ekki lokið keppni, en liðið mætir stjörnuprýddu liði Dignitas sem tapaði gegn Hellslayers fyrr í dag. Hellsleayers og Ecstatic mætast klukkan 14:00 og Dusty og Dignitas eigast við klukkan 15:30, en sigurliðin úr þessum tveim viðureignum eigast svo við klukkan 17:00 í ákvörðunarleik um sigur í riðlinum.
Rafíþróttir Tengdar fréttir Dusty mætir til leiks á BLAST í dag: Gætu mætt gömlum heimsmeisturum Nýkrýndir Ljósleiðaradeildarmeistarar Dusty mæta til leiks á BLAST Premier mótinu í CS:GO í beinni útsendingu á Stöð 2 eSport í dag. 19. mars 2022 11:00 Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn
Dusty mætir til leiks á BLAST í dag: Gætu mætt gömlum heimsmeisturum Nýkrýndir Ljósleiðaradeildarmeistarar Dusty mæta til leiks á BLAST Premier mótinu í CS:GO í beinni útsendingu á Stöð 2 eSport í dag. 19. mars 2022 11:00