Ísland tilkynnir um 125 milljóna króna framlag til Jemen Heimsljós 17. mars 2022 11:00 UNICEF/Saleh Hayyan Á framlagsráðstefnu til að tryggja lífsnauðsynlega mannúðaraðstoð fyrir almenna borgara í Jemen söfnuðust 1300 milljónir bandarískra dala eða tæplega þriðjungur þess fjár sem Sameinuðu þjóðirnar höfðu sett sér að markmiði. Utanríkisráðherra tilkynnti á fundinum um 125 milljóna króna framlag Íslands til Jemen. Alls tilkynntu 36 framlagsríki um fjárframlög á ráðstefnunni í gær. Framlag Íslands skiptist milli áherslustofna í mannúðaraðstoð: Samræmingarskrifstofu Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum (OCHA), Mannfjöldasjóðs Sameinuðu þjóðanna (UNFPA), Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna (WFP) og Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNHCR). Ráðstefnan, sem skipulögð var af stjórnvöldum í Svíþjóð og Sviss, í samstarfi við Sameinuðu þjóðirnar, hefur verið haldin ár hvert frá því að stríðið í Jemen braust út fyrir um sjö árum. Rúmlega 23 milljónir manna eru í brýnni þörf fyrir neyðaraðstoð og innviðir landsins eru fyrir löngu að hruni komnir. „Mannúðarþörf fer vaxandi á ógnarhraða í heiminum, en samúð og samstaða dugar ekki til. Íbúar Jemen þurfa á aðstoð að halda. Í dag heyrðum við frá svo mörgum löndum að Jemen hefur ekki gleymst og ég þakka styrktaraðilum fyrir lífsbjargandi framlag þeirra," sagði Martin Griffiths mannúðarstjóri Sameinuðu þjóðanna á ráðstefnunni í gær. Hann bætti við að ástæða væri til að óttast að innrás Rússa í Úkraínu gæti leitt til að torsóttara verði að afla fjár fyrir íbúa Jemen. Það væri því enn brýnna að leita lausna á styrjaldarástandinu sem ríkt hefur í sjö ár. Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna (WFP) neyddist til að skera niður matarskammta átta milljóna manna í upphafi þessa árs vegna fjárskorts. David Beasley framkvæmdastjóri WFP sagði á fundi Öryggisráðsins í vikunni að aðeins hefði tekist að afla 11 prósent þeirra 887,9 milljóna dala sem stofnunin þyrfti á að halda til að brauðfæða þrettán milljónir manna næsta hálfa árið. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Jemen Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent
Framlag Íslands skiptist milli áherslustofna í mannúðaraðstoð: Samræmingarskrifstofu Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum (OCHA), Mannfjöldasjóðs Sameinuðu þjóðanna (UNFPA), Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna (WFP) og Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNHCR). Ráðstefnan, sem skipulögð var af stjórnvöldum í Svíþjóð og Sviss, í samstarfi við Sameinuðu þjóðirnar, hefur verið haldin ár hvert frá því að stríðið í Jemen braust út fyrir um sjö árum. Rúmlega 23 milljónir manna eru í brýnni þörf fyrir neyðaraðstoð og innviðir landsins eru fyrir löngu að hruni komnir. „Mannúðarþörf fer vaxandi á ógnarhraða í heiminum, en samúð og samstaða dugar ekki til. Íbúar Jemen þurfa á aðstoð að halda. Í dag heyrðum við frá svo mörgum löndum að Jemen hefur ekki gleymst og ég þakka styrktaraðilum fyrir lífsbjargandi framlag þeirra," sagði Martin Griffiths mannúðarstjóri Sameinuðu þjóðanna á ráðstefnunni í gær. Hann bætti við að ástæða væri til að óttast að innrás Rússa í Úkraínu gæti leitt til að torsóttara verði að afla fjár fyrir íbúa Jemen. Það væri því enn brýnna að leita lausna á styrjaldarástandinu sem ríkt hefur í sjö ár. Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna (WFP) neyddist til að skera niður matarskammta átta milljóna manna í upphafi þessa árs vegna fjárskorts. David Beasley framkvæmdastjóri WFP sagði á fundi Öryggisráðsins í vikunni að aðeins hefði tekist að afla 11 prósent þeirra 887,9 milljóna dala sem stofnunin þyrfti á að halda til að brauðfæða þrettán milljónir manna næsta hálfa árið. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Jemen Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent