Fjölskylduefling SOS: Nýtt verkefni í Rúanda Heimsljós 16. mars 2022 10:38 SOS SOS Barnaþorpin á Íslandi hafa hrundið af stað nýrri fjölskyldueflingu í Rúanda. Þetta er fimmta fjölskyldueflingarverkefnið frá upphafi sem er á ábyrgð SOS á Íslandi. Undirbúningur hófst um síðustu áramót og verkefnið hefst formlega í byrjun næsta mánaðar. Það er til fjögurra ára eða út árið 2025. Fjölskylduefling SOS er forvarnarverkefni. Markmiðið er að forða börnum frá aðskilnaði við illa stadda foreldra sína í sárafátækt með því að styðja fjölskyldurnar til fjárhagslegs sjálfstæðis. SOS á Íslandi rekur tvö önnur slík verkefni, eitt í Eþíópíu og annað í Malaví. Verkefnið í Rúanda er í Nyamiyaga hlutanum í Gicumbi héraði og skjólstæðingarnir eru um 1.400 börn og ungmenni og foreldrar þeirra í 300 fjölskyldum sem búa við sárafátækt. Af 21 þúsund íbúum þessa svæðis búa yfir 6.200 við örbirgð. Þjóðarmorðin árið 1994 lögðu áður veikbyggða innviði landsins í rúst og þjóðin glímir enn við afleiðingar þeirra. Fjögur SOS barnaþorp eru í Rúanda og í þeim eru 47 börn sem eiga SOS-foreldra á Íslandi. Verkefnasvæðið er nálægt barnaþorpinu í Byumba, höfuðborg Gicumbi hérðs. Þar búa tólf börn sem eiga SOS-foreldra á Íslandi. Mikið ofbeldi gegn börnum Yfirskrift verkefnisins er Uburumbuke Iwacu eða Velsæld í fjölskyldum og samfélagi. Markmið þess er að ráðast á rót helstu vandamála sem ógna velferð barna á svæðinu og má þar helst nefna háa tíðni ofbeldis gegn börnum, vanrækslu, yfirgefin börn og sundrungu í fjölskyldum. Vandamálin sem verkefnið mun ráðast gegn eru meðal annars örbirgð og vannæring, takmörkuð þekking á réttindum barna, færni í jákvæðu uppeldi, barnavernd, heilbrigðisþjónustu, hreinlæti, kynjajafnrétti, vernd gegn HIV og kynbundið ofbeldi. Fjölskylduefling SOS hefur verið í Rúanda í fimmtán ár og nýja verkefnið byggir á þeirri reynslu og þekkingu sem þar hefur skapast. Verkefnið er fjármagnað af íbúðaleigufyrirtækinu Heimstaden að mestu leyti. Heimstaden fjármagnar fyrsta verkefnisárið að fullu en 90% síðustu þrjú árin. Mótframlag SOS er sem fyrr fjármagnað af styrktaraðilum, SOS-fjölskylduvinum. Heildarkostnaður þess er um 715.000 evrur. Verkefni SOS í Eþíópíu og Malaví eru að stærstum hluta fjármögnuð með stuðningi utanríkisráðuneytisins en mótframlag SOS á Íslandi sem fyrr með framlögum SOS-fjölskylduvina. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Rúanda Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent
Fjölskylduefling SOS er forvarnarverkefni. Markmiðið er að forða börnum frá aðskilnaði við illa stadda foreldra sína í sárafátækt með því að styðja fjölskyldurnar til fjárhagslegs sjálfstæðis. SOS á Íslandi rekur tvö önnur slík verkefni, eitt í Eþíópíu og annað í Malaví. Verkefnið í Rúanda er í Nyamiyaga hlutanum í Gicumbi héraði og skjólstæðingarnir eru um 1.400 börn og ungmenni og foreldrar þeirra í 300 fjölskyldum sem búa við sárafátækt. Af 21 þúsund íbúum þessa svæðis búa yfir 6.200 við örbirgð. Þjóðarmorðin árið 1994 lögðu áður veikbyggða innviði landsins í rúst og þjóðin glímir enn við afleiðingar þeirra. Fjögur SOS barnaþorp eru í Rúanda og í þeim eru 47 börn sem eiga SOS-foreldra á Íslandi. Verkefnasvæðið er nálægt barnaþorpinu í Byumba, höfuðborg Gicumbi hérðs. Þar búa tólf börn sem eiga SOS-foreldra á Íslandi. Mikið ofbeldi gegn börnum Yfirskrift verkefnisins er Uburumbuke Iwacu eða Velsæld í fjölskyldum og samfélagi. Markmið þess er að ráðast á rót helstu vandamála sem ógna velferð barna á svæðinu og má þar helst nefna háa tíðni ofbeldis gegn börnum, vanrækslu, yfirgefin börn og sundrungu í fjölskyldum. Vandamálin sem verkefnið mun ráðast gegn eru meðal annars örbirgð og vannæring, takmörkuð þekking á réttindum barna, færni í jákvæðu uppeldi, barnavernd, heilbrigðisþjónustu, hreinlæti, kynjajafnrétti, vernd gegn HIV og kynbundið ofbeldi. Fjölskylduefling SOS hefur verið í Rúanda í fimmtán ár og nýja verkefnið byggir á þeirri reynslu og þekkingu sem þar hefur skapast. Verkefnið er fjármagnað af íbúðaleigufyrirtækinu Heimstaden að mestu leyti. Heimstaden fjármagnar fyrsta verkefnisárið að fullu en 90% síðustu þrjú árin. Mótframlag SOS er sem fyrr fjármagnað af styrktaraðilum, SOS-fjölskylduvinum. Heildarkostnaður þess er um 715.000 evrur. Verkefni SOS í Eþíópíu og Malaví eru að stærstum hluta fjármögnuð með stuðningi utanríkisráðuneytisins en mótframlag SOS á Íslandi sem fyrr með framlögum SOS-fjölskylduvina. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Rúanda Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent