Tónlist

Sigur Rós með stórtónleika í Laugardalshöll í nóvember

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Sigur Rós á sviði.
Sigur Rós á sviði. Getty/Edu Hawkins

Hljómsveitin Sigur Rós lokar tónleikaferðalagi sínu heima á Íslandi. Tónleikarnir munu fara fram í Laugardalshöll 25. nóvember. Forsala á tónleikana hefst 16. mars klukkan níu. 

Eins og fram hefur komið hér á Vísi hefur Sigur Rós tilkynnt um viðamikla heimsreisu, þá fyrstu í hartnær fimm ár. Fyrst er förinni heitið til Mexíkó, Kanada og Bandaríkjanna, áður en haldið er til Evrópu og túrinn endar svo með þessum stórtónleikum á Íslandi, nánar tiltekið Laugardalshöllinni, föstudaginn 25. nóvember. 

Hljómsveitin er þessa dagana að semja og taka upp sýna fyrstu stúdíóplötu síðan Kveikur komur út árið 2013 og munu flytja nýju lögin á tónleikunum, ásamt efni frá margrómuðum 25 ára ferli. Kjartan Sveinsson hefur gengið aftur til liðs við sveitina eftir um áratugs fjarveru og gengur til liðs við stofnmeðlimina Jónsa og Georg Holm.

„Við þrír erum að semja og taka upp fyrstu Sigur Rósar plötuna síðan við gerðum Kveik árið 2013. Við munum spila nýju lögin á tónleikunum ásamt lögum frá síðustu 24 árum eða svo. Við látum ykkur vita nánar um útgáfu nýju plötunnar fljótlega. - Jónsi, Georg og Kjartan,“ segir enn fremur í tilkynningu hljómsveitarinnar. 


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.