Tónlist

Ultraflex þvinga þig til að slappa af

Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar
Kari Jahnsen og Katrín Helga Andrésdóttir skipa sveitina Ultraflex.
Kari Jahnsen og Katrín Helga Andrésdóttir skipa sveitina Ultraflex. Julius Rueckert

„Slappaðu af,“ syngja Katrín Helga Andrésdóttir, eða Special K, og Kari Jahnsen, eða Farao, í skipunartón í nýju myndbandi. Gera hlustandanum ljóst að hann eigi að taka því rólega. Saman mynda þær íslensk-norska diskódúettinn Ultraflex, og nýta sér gjöfula uppskeru listlíkissögunnar sem innblástur fyrir bæði hljóð og mynd.

„Skelltu þér í G-streng og háa hæla, smurðu þig inn með bodíljósjoni,“ segir í tilkynningu frá sveitinni. „Drekktu í þig glitrandi bjöllur og silkimjúka hljóðgervla í bland við geðlæknislega rödd segja þér í boðhætti að slaka á.“ Handhægar leiðbeiningar um meðferð lagsins.

Sveitin býður jafnframt hlustendum upp á að fá sinn daglega sæluhrollsskammt úr ASMR innblásnu myndbandinu, sem unnið er í samstarfi við naglalistakonuna Lisu Mård, skartgripahönnuðinn Margréti Unni Guðmundsdóttur, förðunarfræðinginn Jönu Kalgajeva og kvikmyndatökukonuna Ingrid Loftsgården.

Ultraflex gaf út sýna fyrstu plötu árið 2020, Visions of Ultraflex, sem hlaut Kraumsverðlaunin og töluvert lof gagnrýnenda. Á henni var hljóðheimi sem hefði einhvern tímann þótt annars flokks gert hátt undir höfði og nostrað við hann. Tónlistarmyndböndin voru eimuð með eróbiki og Eydísaráratugnum og juku enn á hughrifin.

Hér að neðan má sjá myndband fyrir lagið Full of Lust af plötunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.