„Mér leið illa og þeir gátu hlustað á mig röfla“ Stefán Árni Pálsson skrifar 7. mars 2022 11:01 Örn greindist fyrir tveimur árum en er í dag lyfjalaus. Það er kominn mars sem þýðir að mottumars, árlegt átak Krabbameinsfélagsins í baráttunni gegn krabbameini hjá körlum, er hafið. Karlar eru ekki eins duglegir að sinna þessum málum og konur. Örn Sævar Rósinkransson er 63 ára tveggja barna faðir og afi, en í gær fengu áhorfendur Stöðvar 2 að heyra söguna hans í Íslandi í dag. Örn er fráskilin og bæði börnin hans búa erlendis og stóð hann því nokkuð einn þegar hann greindist með krabbamein fyrir tveimur árum en fyrst fór hann að finna fyrir verkjum í bak. „Ég held að þetta sé tognun því ég dansa ofboðslega mikið. Ég meðhöndla hana og losna því við bólguna þar í kring. Svo þegar ég fer að ýta á þetta og þetta var það aumt að ég gat varla komið við þetta, fór ég strax til læknis,“ segir Örn sem var í framhaldinu sendur í sneiðmyndatöku, blóðsýni tekið og innan fjögurra daga var komin greining. Um var að ræða mergæxli. „Ég hélt að þetta væri dauðadómur og fór að hugsa út í líf mitt. Ég er sáttur með krakkana og sáttur með það sem ég er búinn að gera í lífinu og alveg tilbúinn að fara.“ Þarna vissi hann ekki að lífslíkur væru mun betri en flesta grunar. Þegar Örn fór síðan til læknis fékk hann að vita að hægt væri að halda meininu niðri með lyfjagjöf en meinið væri samt sem áður ólæknandi. Þurfti að dreifa orkunni „Eftir að ég fór svona niður andlega fékk maður í raun bara góðar fréttir eftir það. Ég átti að fara í fjóra til sex mánuði í meðferð. Á þessum tíma var líðan mjög mismunandi, ég var veikur, ég varð hress og sterarnir ná manni upp úr öllu valdi. Síðan dettur maður niður. Þetta er orkuflæði sem maður þarf að hugsa mikið um til að hafa orku út alla vikuna. Ég fékk stera á mánudögum og það var frábær dagur, svo var þriðjudagurinn allt í lagi en svo á föstudeginum ertu kominn niður. Þú þarft að deila orkunni þinni,“ segir Örn sem reyndi alltaf að fara í ræktina þegar honum leið sem best í gegnum ferlið. Hann segir að karlmenn á hans aldri séu of lélegir í því að opna sig um svona mál. Hann fór alveg þveröfuga leið og vildi ræða málin við alla og sérstaklega við vini sína. „Staðan mín í dag er að ég er alveg lyfjalaus en ég þarf að vera í stöðugu tékki. Ég fer mánaðarlega í skoðun og svo stjórnar læknirinn minn hversu oft hann skoðar mig í framhaldinu.“ Örn segist eiga alveg einstakan vinahóp. „Þeir voru alltaf að bjóðast til að fara út í búð fyrir mig og hvað eina. En það mesta sem þeir gerðu fyrir mig var að vera í símanum. Mér leið illa og þeir gátu hlustað á mig röfla. Þetta var mesta hjálpin sem ég fékk,“ segir Örn en börnin hann voru bæði stödd erlendis og hann í meðferð í miðjum heimsfaraldri. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Skimun fyrir krabbameini Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
Örn Sævar Rósinkransson er 63 ára tveggja barna faðir og afi, en í gær fengu áhorfendur Stöðvar 2 að heyra söguna hans í Íslandi í dag. Örn er fráskilin og bæði börnin hans búa erlendis og stóð hann því nokkuð einn þegar hann greindist með krabbamein fyrir tveimur árum en fyrst fór hann að finna fyrir verkjum í bak. „Ég held að þetta sé tognun því ég dansa ofboðslega mikið. Ég meðhöndla hana og losna því við bólguna þar í kring. Svo þegar ég fer að ýta á þetta og þetta var það aumt að ég gat varla komið við þetta, fór ég strax til læknis,“ segir Örn sem var í framhaldinu sendur í sneiðmyndatöku, blóðsýni tekið og innan fjögurra daga var komin greining. Um var að ræða mergæxli. „Ég hélt að þetta væri dauðadómur og fór að hugsa út í líf mitt. Ég er sáttur með krakkana og sáttur með það sem ég er búinn að gera í lífinu og alveg tilbúinn að fara.“ Þarna vissi hann ekki að lífslíkur væru mun betri en flesta grunar. Þegar Örn fór síðan til læknis fékk hann að vita að hægt væri að halda meininu niðri með lyfjagjöf en meinið væri samt sem áður ólæknandi. Þurfti að dreifa orkunni „Eftir að ég fór svona niður andlega fékk maður í raun bara góðar fréttir eftir það. Ég átti að fara í fjóra til sex mánuði í meðferð. Á þessum tíma var líðan mjög mismunandi, ég var veikur, ég varð hress og sterarnir ná manni upp úr öllu valdi. Síðan dettur maður niður. Þetta er orkuflæði sem maður þarf að hugsa mikið um til að hafa orku út alla vikuna. Ég fékk stera á mánudögum og það var frábær dagur, svo var þriðjudagurinn allt í lagi en svo á föstudeginum ertu kominn niður. Þú þarft að deila orkunni þinni,“ segir Örn sem reyndi alltaf að fara í ræktina þegar honum leið sem best í gegnum ferlið. Hann segir að karlmenn á hans aldri séu of lélegir í því að opna sig um svona mál. Hann fór alveg þveröfuga leið og vildi ræða málin við alla og sérstaklega við vini sína. „Staðan mín í dag er að ég er alveg lyfjalaus en ég þarf að vera í stöðugu tékki. Ég fer mánaðarlega í skoðun og svo stjórnar læknirinn minn hversu oft hann skoðar mig í framhaldinu.“ Örn segist eiga alveg einstakan vinahóp. „Þeir voru alltaf að bjóðast til að fara út í búð fyrir mig og hvað eina. En það mesta sem þeir gerðu fyrir mig var að vera í símanum. Mér leið illa og þeir gátu hlustað á mig röfla. Þetta var mesta hjálpin sem ég fékk,“ segir Örn en börnin hann voru bæði stödd erlendis og hann í meðferð í miðjum heimsfaraldri. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Skimun fyrir krabbameini Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira