Annar sigur XY í röð Snorri Rafn Hallsson skrifar 6. mars 2022 13:00 Fylki hafði borist liðsauki fyrir leikinn með innkomu GoldenBullet sem leikur nú með liðinu í stað Jolla. GoldenBullet lék áður með Pat í ÍBV og nú eru þessir gömlu félagar sameinaðir á ný. Slík leikmannaskipti hafa ekki reynst XY vel. Liðið hóf tímabilið virkilega vel en án MiniDegreez hefur XY átt erfiðara með að vinna leiki. Pressan á Fylki hefur aukist mikið. Fylkir er í sjöunda sæti deildarinnar og á því á hættu að falla niður í fyrstu deild. XY vann báða fyrri leiki liðanna. Þann fyrri 22–20 í spennandi leik sem fór í framlengingu en þann síðari nokkuð örugglega, 16–9. Liðin ákváðu að mætast í Vertigo, korti sem ekki hefur sést í Ljósleiðaradeildinni í dágóðan tíma. XY hafði betur í hnífalotunni og kaus að byrja í vörn (Counter-Terrosrists). Það féll því í hlut Fylkis að reyna að koma sprengjunni fyrir í skýjakljúfnum. Fylkir fór rólega af stað í fyrstu lotunni sem XY átti ekki í miklum vandræðum með að vinna, og það með fjóra menn á lífi. H0Z1D3R hjá XY lokaði svo annarri lotunni snyrtilega með einföldu spreyi sem skilaði sér í ási. GoldenBullet opnaði þriðju lotuna fyrir Fylki í þessum fyrsta leik sínum með liðinu og gátu Fylkismenn sett sprengjuna niður hratt og örugglega. XY náði ekki að aftengja hana, en liðið var hins vegar fljótt að svara og koma sér á gott skrið. XY vann næstu 5 loturnar eftir það til að koma sér í stöðuna 7–1. XY þurfti að taka á honum stóra sínum til að aftengja sprengjuna á síðustu stundu í fjórðu lotu og þrátt fyrir góða notkun á búnaði mátti oft litlu muna. H0Z1D3R, J0n og KeliTurbo héldu uppi sérstaklega þéttum vörnum þegar á reið. Þá tók Fylkir leikhlé til að stilla sig af og tókst í kjölfarið að auka pressuna og opna vörn XY. Fylkismenn unnu einvígin og neyddist XY til að sóa miklum búnaði og spara við sig í vopnakaupum. Fylkir tengdi saman þrjár lotur í röð áður en XY kom við vörnum og felldi Fylkismenn hratt. Var hálfleikurinn þá unninn fyrir XY en þó náði Fylkir 2 lotum í viðbót til að missa XY ekki of langt frá sér. Það sem virkaði best hjá Fylki var að taka mið af efnahagslegri stöðu XY og fara hægt þegar XY þurfti að spara. XY á móti stóð sig betur þegar þeir höfðu tækifæri til þess að mæta framarlega og berjast af hörku. Staða í hálfleik: XY 9 – 6 Fylkir Í fyrstu lotu síðari hálfleiks tókst Fylki að umkringja XY menn þar sem vörðu sprengjuna og hafa betur. Varnir Fylkis héldu þó ekki lengi. XY tók enga sénsa og kom sprengjunni kyrfilega fyrir eftir góðar opnanir. Fylki tókst ekki að safna neinum pening framan af og reyndist þeim því erfitt að leggja í eftirtökur og aftengja sprengjuna. Jafnvel þegar þeir náðu vopnum af XY héldu þeir þeim ekki inn í næstu lotur og gekk allt á afturfótunum hjá þeim. XY var komið í þægilega stöðu, 13–7 þegar Fylkismenn sáu loks við þeim. Eftir margar lotur í röð með skammbyssum vopnaðist Fylkir loks almennilega. K-Dot lifði á ótrúlegan hátt inni í reykjarmekkinum við sprengjuna og aftengdi hana á síðustu stundu. Fylkir fylgdi þessari lotu ekki nægilega vel eftir og voru aðgerðir þeirra afar ómarkvissar. XY fór leitandi um kortið til að teygja á vörninni og sækja sér upplýsingar og hélt áfram að safna í bankann á meðan ekkert batnaði hjá Fylki. Var eftirleikurinn því auðveldur fyrir XY sem vann síðustu þrjár loturnar. Lokastaða: XY 16 – 8 Fylkir H0Z1D3R var stigahæsti leikmaðurinn á vefþjóninum í þessum áttunda sigri XY á tímabilinu. Sitja þeir enn í Fylkir situr pikkfast í því sjöunda. Í næstu umferð mætir Fylkir Dusty þriðjudaginn 8. mars, en föstudaginn 11. mars tekur XY á móti Þór. Sýnt verður frá leikjunum á Stöð 2 Esport og á Twitch síðu Rafíþróttasamtaka Íslands. Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin
Fylki hafði borist liðsauki fyrir leikinn með innkomu GoldenBullet sem leikur nú með liðinu í stað Jolla. GoldenBullet lék áður með Pat í ÍBV og nú eru þessir gömlu félagar sameinaðir á ný. Slík leikmannaskipti hafa ekki reynst XY vel. Liðið hóf tímabilið virkilega vel en án MiniDegreez hefur XY átt erfiðara með að vinna leiki. Pressan á Fylki hefur aukist mikið. Fylkir er í sjöunda sæti deildarinnar og á því á hættu að falla niður í fyrstu deild. XY vann báða fyrri leiki liðanna. Þann fyrri 22–20 í spennandi leik sem fór í framlengingu en þann síðari nokkuð örugglega, 16–9. Liðin ákváðu að mætast í Vertigo, korti sem ekki hefur sést í Ljósleiðaradeildinni í dágóðan tíma. XY hafði betur í hnífalotunni og kaus að byrja í vörn (Counter-Terrosrists). Það féll því í hlut Fylkis að reyna að koma sprengjunni fyrir í skýjakljúfnum. Fylkir fór rólega af stað í fyrstu lotunni sem XY átti ekki í miklum vandræðum með að vinna, og það með fjóra menn á lífi. H0Z1D3R hjá XY lokaði svo annarri lotunni snyrtilega með einföldu spreyi sem skilaði sér í ási. GoldenBullet opnaði þriðju lotuna fyrir Fylki í þessum fyrsta leik sínum með liðinu og gátu Fylkismenn sett sprengjuna niður hratt og örugglega. XY náði ekki að aftengja hana, en liðið var hins vegar fljótt að svara og koma sér á gott skrið. XY vann næstu 5 loturnar eftir það til að koma sér í stöðuna 7–1. XY þurfti að taka á honum stóra sínum til að aftengja sprengjuna á síðustu stundu í fjórðu lotu og þrátt fyrir góða notkun á búnaði mátti oft litlu muna. H0Z1D3R, J0n og KeliTurbo héldu uppi sérstaklega þéttum vörnum þegar á reið. Þá tók Fylkir leikhlé til að stilla sig af og tókst í kjölfarið að auka pressuna og opna vörn XY. Fylkismenn unnu einvígin og neyddist XY til að sóa miklum búnaði og spara við sig í vopnakaupum. Fylkir tengdi saman þrjár lotur í röð áður en XY kom við vörnum og felldi Fylkismenn hratt. Var hálfleikurinn þá unninn fyrir XY en þó náði Fylkir 2 lotum í viðbót til að missa XY ekki of langt frá sér. Það sem virkaði best hjá Fylki var að taka mið af efnahagslegri stöðu XY og fara hægt þegar XY þurfti að spara. XY á móti stóð sig betur þegar þeir höfðu tækifæri til þess að mæta framarlega og berjast af hörku. Staða í hálfleik: XY 9 – 6 Fylkir Í fyrstu lotu síðari hálfleiks tókst Fylki að umkringja XY menn þar sem vörðu sprengjuna og hafa betur. Varnir Fylkis héldu þó ekki lengi. XY tók enga sénsa og kom sprengjunni kyrfilega fyrir eftir góðar opnanir. Fylki tókst ekki að safna neinum pening framan af og reyndist þeim því erfitt að leggja í eftirtökur og aftengja sprengjuna. Jafnvel þegar þeir náðu vopnum af XY héldu þeir þeim ekki inn í næstu lotur og gekk allt á afturfótunum hjá þeim. XY var komið í þægilega stöðu, 13–7 þegar Fylkismenn sáu loks við þeim. Eftir margar lotur í röð með skammbyssum vopnaðist Fylkir loks almennilega. K-Dot lifði á ótrúlegan hátt inni í reykjarmekkinum við sprengjuna og aftengdi hana á síðustu stundu. Fylkir fylgdi þessari lotu ekki nægilega vel eftir og voru aðgerðir þeirra afar ómarkvissar. XY fór leitandi um kortið til að teygja á vörninni og sækja sér upplýsingar og hélt áfram að safna í bankann á meðan ekkert batnaði hjá Fylki. Var eftirleikurinn því auðveldur fyrir XY sem vann síðustu þrjár loturnar. Lokastaða: XY 16 – 8 Fylkir H0Z1D3R var stigahæsti leikmaðurinn á vefþjóninum í þessum áttunda sigri XY á tímabilinu. Sitja þeir enn í Fylkir situr pikkfast í því sjöunda. Í næstu umferð mætir Fylkir Dusty þriðjudaginn 8. mars, en föstudaginn 11. mars tekur XY á móti Þór. Sýnt verður frá leikjunum á Stöð 2 Esport og á Twitch síðu Rafíþróttasamtaka Íslands.